Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1991, Side 26
34
n>()! itqci , * q ‘i {l A f?T t \>( l'-r
FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991.
Afmæli
Sverrir Tómasson
Sverrir Tómasson, handritafræö-
ingnr við stofmrn Áma Magnússon-
ar, Bakkastíg 4, Reykjavík, er fimm-
tugurídag.
Starfsferill
Sverrir fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann lauk stúdentsprófi
frá MR1961, stundaöi nám í ger-
mönskum málum og bókmenntum
við Justus-Liebig-háskólann í Giess-
en í Þýskalandi 1965-66, lauk cand.
mag. prófi í íslenskum fræðum við
HÍ1971 og varð dr. phil. frá HÍ1988.
Sverrir var stundakennari við
Flensborg í Hafnarfirði 1964-65, við
Justus-Liebig-háskólann 1965-66,
við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar
1967-69 og við HÍ frá 1975. Hann
kenndi íslenskar nútímabókmennt-
ir við University College í London á
vormisseri 1977, var lektor í ís-
lensku og íslenskum bókmenntum
við Christian-Albrecht-háskólann í
Kiel í Þýskalandi 1978-81, stunda-
kennari við háskólann í Cambridge
á Englandi 1981-83 og gestaprófess-
or í íslenskum fornbókmenntum við
Berkeley-háskólann í Kaliforníu
vorið 1986. Sverrir hefur verið sér-
fræðingur við stofnun Árna Magn-
ússonar 1972-76 og frá 1983.
Rit Sverris: Fyrsta málfræðirit-
gerðin og íslensk menning á 12. öld,
1987, og Formálar íslenskra sagna-
ritara á miðöldum, 1988. Sverrir
hefur skrifaö fiölda fræðigreina og
ritgerða í tímarit og safnrit, innlend
og erlend. Þá sá hann um útgáfu á
Laxdæla sögu 1973; á Köflum úr
Nikulás sögu Bergs Stokkasonar, í
íslensk miðaldahandrit II, 1982; sá
ásamt öðrum um útgáfu íslendinga-
sagna 1985-87 og Sturlungu 1987.
Fjölskylda
Fyrri kona Sverris var Susan
Bury, f. 5.5.1944, bókasafnsfræðing-
ur og kennari, en þau skildu 1983.
Synir Sverris og Susan eru Snjólf-
ur Richard, f. 16.1.1969, sagnfræði-
nemi við háskólann í York, og Alan
Sturla, f. 18.7.1971, stærðfræðinemi
viö háskólann í Glasgow.
Seinni kona Sverris er Sigríður
Dagný Þorvaldsdóttir, f. 30.4.1960,
kennari við HÍ, en hún er dóttir
Þorvalds Kristmundssonar, arki-
tekts í Reykjavík, og Sólveigar
Gísladóttur hjúkrunarkonu.
Sjúpsonur Sverris er Þorvaldur
Skúli Björnsson, f. 11.4.1983. Dóttir
Sverris og Sigríöar Dagnýjar er
Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir, f.
22.9.1988.
Systkini Sverris: Magnús Tómas-
son, f. 29.4.1943, myndlistamaður;
Þóranna Tómasdóttir Gröndal, f.
17.12.1945, stud. mag; Sigurður, f.
1.12.1950, dagskrárgerðarmaður á
rás 2; Sigríöur Tómasdóttir, f. 5.7.
1955, stud. mag; Jóhanna M. Tómas-
dóttir, f. 5.3.1957, d. 1973; Gerður
Tómasdóttir, f. 3.9.1961, kennari.
Foreldrar Sverris: Tómas Gísla-
son, f. 3.8.1913, rafvirki í Reykjavík,
og kona hans, Gerður Magnúsdóttir,
f. 12.12.1919, kennari.
Ætt
Tómas er sonur Gísla, sjómanns í
Hafnarfirði, bróður Eyjólfs, móður-
afa Guðrúnar Helgadóttur þingfor-
seta. Gísli var sonur Ámunda, b. í
Bjólu, Filippussonar. Móðir Tómas-
ar var Þóranna, systir Ingibjargar,
móðurömmu Guðrúnar Helgadótt-
ur. Bróðir Þórönnu var Þórður,
langafi Hannesar Hlífars Stefáns-
sonar skákmanns. Þóranna var
dóttir Tómasar, b. í Húnakoti í
Þykkvabæ, Þórðarsonar. Móðir
Þórönnu var Jóhanna Jónsdóttir,
prests í Kálfholti, Sigurðssonar,
sagður launsonur Jóns Þorláksson-
ar, prests og skálds á Bægisá.
Sverrir T ómasson.
Gerður er dóttir Magnúsar, rit-
stjóra Storms, Magnússonar, b. á
Ægissíðu í Þverárhreppi, Kristins-
sonar. Móðir Magnúsar ritstjóra var
Sigurlaug Guðmundsdóttir, b. í
Enniskoti, bróður Jóhanns gull-
smiðs, langafa Friðriks Pálssonar,
forstjóra SH. Guðmundur var sonur
Guömundar á Refsteinsstöðum
Jónssonar, b. á Auðunnarstöðum,
bróður Jóns, langafa Bjarna, afa
Ólafs landlæknis. Móðir Gerðar var
Sigríður Helgadóttir, trésmiðs í
Reykjavík, Jósefssonar.
Haukur Guðlaugsson
Haukur Guðlaugsson, söngmála-
stjóri Þjóðkirkjunnar, Heiðarbraut
58, Akranesi, er sextugur í dag.
Starfsferill
Haukur fæddist á Eyrarbakka og
ólst þar upp. Hann hóf nám við Tón-
listarskólann í Reykjavík 1945 og tók
þaðan burtfararpróf í píanóleik
1951. Þá stundaði hann nám í orgel-
leik við Staatliche Hochschule fúr
Musik í Hamborg hjá prófessor M.G.
Förstemann 1955-60, stundaði fram-
haldsnám í orgelleik við Accademia
di Santa Cecilia í Róm hjá Maestro
Femando Germani 1966,1968 og
1972.
Haukur var kennari við Tónlistar-
skóla Siglufiarðar 1951-55, söng-
stjóri Karlakórsins Vísis á Siglufirði
1951-55, skólastjóriTónlistarskól-
ans á Akranesi 1960-82, organisti við
Akraneskirkju l%0-82, söngstjóri
Karlakórsins Svana á Akranesi
1960-76 og hefur verið söngmála-
stjóri Þjóðkirkjunnar frá 1974.
Fjölskylda
Fyrri kona Hauks var Svala Ein-
arsdóttir, f. 23.1.1932, dóttir Einars
Bjarnasonar og Guðbjargar Gunn-
arsdóttur en Haukur og Svala
skildu.
Dóttir Hauks og Svölu er Svan-
hildur Ingibjörg Hauksdóttir, f.
26.12.1954, húsmóðir á Eyrarbakka,
gift Guðmundi Sigurjónssyni, verk-
stjóra Eyrarbakkahrepps, og eiga
þau þrjú börn, Sigurjón, Karenu og
Hauk.
Haukur kvæntist 26.10.1958 seinni
konu sinni, Grímhildi Bragadóttur,
f. 10.10.1937, bókasafnsfræðingi við
Fjölbrautaskóla Vesturlands. Hún
er dóttir Braga Steingrímssonar
dýralæknis og Sigurbjargar Lárus-
dóttur húsmóður.
Synir Hauks og Grimhildar eru
Bragi Leifur Hauksson, f. 24.2.1959,
tölvunarfræöingur í Reykjavík, og
Guðlaugur Ingi Hauksson, f. 12.7.
1965, nemi í vélaverkfræði við HÍ,
búsettur í Reykjavík, kvæntur Katr-
ínu Guðlaugsdóttur, nema í blóma-
skreytingum, og er dóttir þeirra
Eva.
Systir Hauks, samfeðra, er Guð-
rún, f. 15.8.1924, skrifstofumaður
hjá Sól hf., gift Magnúsi Vilhjálms-
syni skipasmiö og eiga þau eina
dóttur.
Alsystkini Hauks eru Ingveldur,
f. 31.1.1928, starfsmaöur íslands-
banka í Reykjavík, var gift Geir
Gunnarssyni ritstjóra og eignuðust
þau fimm dætur; Jónas, f. 22.7.1929,
iðnrekandi í Reykjavík, kvæntur
Oddnýju Nicolaidóttur húsmóður
og eiga þau fimm böm; Páll, f. 28.8.
1939, rennismiður í Svíþjóö, kvænt-
Haukur Guðlaugsson.
ur Britths Guðlaugsson kennara og
á hann einn son frá fyrri sambúð;
Steinunn, f. 9.5.1942, sem rekur
verslun í Reykjavík ásamt manni
sínum, Magna R. Magnússyni, og
eiga þau þrjú börn; Guðleif, f. 26.6.
1945, sem rekur hljóðfæraverslun í
Reykjavík ásamt manni sínum, Leifi
H. Magnússyni, og eiga þau saman
tvö börn auk þess sem hún á eina
dóttur frá fyrra hjónabandi.
Foreldrar Hauks: Guölaugur Páls-
son, f. 20.2.1896, kaupmaður á Eyr-
arbakka, og kona hans, Ingibjörg
Jónasdóttir, f. 22.3.1905, d. 5.11.1984,
húsmóðir.
Haukur tekur á móti gestum
ásamt konu sinni í safnaðarheimil-
inu Vinaminni á Akranesi í dag, 5.
apríl frá klukkan 15.00 og fram eftir
kvöldi.
Júlíana Einarsdóttir
Júlíana Silfa Einarsdóttir, hús-
freyja í Fremri-Langey, er niutíu og
fimmáraídag.
Starfsferill
Júlíana fæddist í Bíldsey á Breiða-
firði og ólst þar upp. Hún sinnti öll-
um almennum sveitastörfum og hóf
ung sjóróðra með föður sínum en
þess hefur verið getið í innlendum
og erlendum ritum aö auk hús-
freyjustarfans sinnti hún gjarnan
sjóróðrum síðar á ævinni. Hún
lærði fatasaum í Reykjavík 1919-20
og var í hússtjómarskóla þar
1920-21.
Fjölskylda
Júlíana giftist30.4.1921 Kjartani
Eggertssyni, b. og kennara í
Fremri-Langey, f. 16.5.1898 en hann
er sonur Eggerts Thorbergs Gísla-
sonar, b. í Fremri-Langey, ogkonu
hans, Þuríðar Jónsdóttur húsfreyju.
Böm Júlíönu og Kjartans eru
Svava, f. 5.7.1923, húsfreyja í
Reykjavík, gift Reyni Guðmunds-
syni símamanni og eiga þau þrjú
böm; Selma, f. 30.8.1924, húsfreyja
á Ormsstöðum í Klofningshreppi,
gift Baldri Gestssyni, b. þar og eiga
þau þrjár dætur; Gunnar, f. 29.5.
1927, jámsmiður í Reykjavík,
kvæntur Ólöfu Ágústsdóttur hús-
freyju og eiga þau fiórar dætur; and-
vana stúlka, f. 9.11.1928; Unnur, f.
25.2.1930, húsfreyja í Reykjavík,
ekkja eftir Ágúst Björnsson bif-
reiðastjóra og era synir þeirra fiór-
ir; Eggert Thorberg, f. 20.12.1931,
múrari í Reykjavík, kvæntur Hólm-
fríði Gísladóttur ættgreini og eiga
þau fimm böm; Kópur Zophanías,
f. 24.5.1933, bifreiðastjóri í Reykja-
vík, kvæntur Öldu Þórarinsdóttur
verkstjóra og eiga þau fiögur böm;
Elsa, f. 18.2.1937, fyrrv. húsfreyja
að Hnúki í Kofningshreppi, var gift
Gunnari Valdimarssyni, fyrrv: b.
þar og eiga þau fiögur börn.
Hálfsystkini Júiíönu, samfeðra,
voru Kristján Hólm, f. 6.9.1884, d.
8.9. sama ár; Ólöf, f. 28.5.1886, d.
15.1.1967,húsfreyjaíHafnarfirði,
gift Erlendi Jóhannssyni verka-
manni sem einnig er látinn; Hall-
dóra, f. 20.2.1888, d. 7.7.1927, hús-
freyja á Hellu á Fellsströnd, var gift
Tryggva Gunnarssyni, b. þar sem
einnig er látinn; Guðjón, f. 8.5.1889,
d. 12.5. sama ár; Pétur, f. 1.8.1890,
d. 20.4.1974, sjómaður í Bíldsey og
Fremri-Langey.
Hálfsystkini Júlíönu, sammæðra,
vom Kristjana, f. 20.6.1901, d. 23.6.
1985, húsfreyja á Hvanná á Jökul-
dal, gift Einari Jónssyni, b. þar sem
er látinn; Guðmundur, f. 8.9.1902,
drukknaði 29.10.1924; Hjálmtýr
Ragnar, f. 7.10.1907, drukknaði
10-11.9.1940, skipstjóri á Hópi í Eyr-
arsveit; Guðrún Sólveig, f. 11.7.1910,
d. 22.1.1975, húsfreyja í Grandar-
firði, var gift Ólafi Björnssyni sjó-
Júlíana Silfa Einarsdóttir.
manni en hann drukknaði með
Hjálmtý mági sínum.
Foreldrar Júlíönu voru Einar
Jónsson, f. 22.10.1847, d. 26.2.1936,
b. í Bíldsey, og Guðrún Helgadóttir,
f. 30.3.1873, d. 11.4.1958, síöar hús-
freyja á Hópi í Eyrarsveit.
Ætt
Einar var sonur Jóns, dbrm. og
lóðs í Bíldsey, Bjamasonar, og k.h.
Þorgerðar Björnsdóttur. Jón var
sonur Bjama Péturssonar, lóðs í
Höskuldsey og k.h. Halldóru Ein-
arsdóttur, b. í Hrísakoti, Einarsson-
ar, b. í Fagurey, Pálssonar. Móðir
Einars í Hrísakoti var Halldóra Sig-
uröardóttir frá Fremri-Langey,
systir Orms, ættföður Ormsættar-
innar. Móðir Halldóru í Höskuldsey
var Valgerður Ólafsdóttir, fræði-
manns í Arney, Jónssonar, lrm. og
annálaritara í Purkey, síðast á
Grímsstöðum, Ólafssonar.
Til hamingju með afmælið 5. apríl
80 ára
Áskell Jónsson,
Þingvallastræti34, Akureyri.
JónSveinsson,
Klukkufelli, Reykhólahreppi.
75ára
Helga Eggertsdóttir,
Boðagranda 7, Reykjavík.
60 ára
Birna Jóhanna Jónsdóttir,
Aðalstræti 29, Patreksfiröi.
Guðrún Jósepsdóttir,
Breiðumýri 3, Reykdælahreppi.
Theódór Guðjónsson,
Árlundi, Gaulvetjabæjarhreppi.
50 ára
Kristín Munda Kristinsdóttir,
Urðarteigi9, Neskaupstað.
Birna Björnsdóttir,
Endurvarpsstöðinni á Eiðum,
Eíðahreppi.
40 ára
Maria Selene Ascencao Ferreira,
Ártúni, Tálknafirði.
Einar Guðbjartsson,
Reykjasíðu 22, Akureyri.
Lúðvík Thorberg Halldórsson,
Beykihlíð 25, Reykjavík.
Benedikt Arnbjörnsson,
Bergsstöðum, Aðaldælahreppi.
Víðir Kristjánsson,
Furugrund 54, Kópavogi.
Bergur J. Hjaltah'n,
Garðaflöt9, Stykkishólmi.
Sveinn Sigurðsson,
Öldugerði 17, Hvolsvelli.
Páll Eggertsson,
Mýrum, Skaftárhreppi.
Anne Hayes,
Faxatúni 25, Garðabæ.
Jóhannes B. Sigurðsson,
Sæmundur E. Þórðarson,
Miðvangi 12, Hafiiarfirði. , .. .. . „ ..
Guðfinna Valgeirsdóttir, Lvngbaröi 9, Hafnarfirði
Borgarholtsbraut 33, Kópavogi.
Sjá einnig bls. 39
Þorsteinn Jónsson
Þorsteinn Jónsson, bóndi og rit-
höfundur, Úlfsstöðum, Hálsahreppi,
er níutíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Þorsteinn er fæddur á Úlfsstööum
í Borgarfiarðarsýslu og ólst þar upp.
Hann hefur búið þar með eiginkonu
sinni síðan árið 1936, fyrst á hálfri
jörðinni en síðan allri.
Þorsteinn hefur látið frá sér fara
bæði bundið mál og óbundið. Hann
orti mest 1920-1935, en 1970-1980
fékkst hann við ljóðaþýðingar og
hefur einnig ritaö óbundna ljóð-
rænu. Ljóðabók hans „Til þín“ kom
út árið 1956, en aðrar bækur hans
eru heimspekilegs efnis: „Samtöl
um íslenska heimspeki“ kom út áriö
1940, „Tunglsgeislar" kom út áriö
1953 og „Lausn gátunnar" kom út
árið 1984.
Árið 1948 skrifaöi Þorsteinn grein
með nafninu „Til lesenda Nýals“
sem leiddi til þess að nokkur hópur
áhugafólks kom saman til fundar í
Reykjavík, og í framhaldi af því var
stofnað Félag Nýalssinna árið 1950.
Fjölskylda
Þorsteinn kvæntist Áslaugu
Steinsdóttur, f. 5.9.1907, húsmóður,
ættaðri úr Miöfirði. Hún er dóttir
Steins Ásmundssonar af Rauöseyj-
arætt og Valgerðar Jónasdóttur.
Þorsteinn og Áslaug eignuðust
Qórar dætur, þær eru: Steingerður,
gift Þorsteini Guðjónssyni og búsett
Þorsteinn Jonsson.
í Reykjavík; Guðrún Elsa, gift Sveini
Þ. Víkingi, kennara við Reykholts-
skóla; Ragnhildur, ógift; og Ásdis,
gift Þorsteini Þorsteinssyni, b. á
Skálpastöðum. Barnabörnin era ell-
efu talsins og bamabarnabörnin
átta.
Foreldrar Þorsteins voru þau Jón
Þorsteinsson, b. á Úlfsstöðum, og
Guörún Hallfríður Jónsdóttir hús-
móðir.
Jón, faðir Þorsteins, var sonur
Þorsteins Ámasonar á Hofsstöðum,
af Kalmanstunguætt, og Guðrúnar
Jónsdóttur frá Leirárgörðum.
Guörún Hallfríður, móðir Þor-
steins, var dóttir Jóns Þorvaldsson-
ar og Helgu Jónsdóttur, en þau voru
bræðabörn af Deildartunguætt.