Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1991, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1991, Side 4
4 ÞRIÐJU'ÐAGUR 30.'APRít 1991. Fréttir Aðstandandi segir gæsluvarðhaldsfanga vera orðinn ekkert nema „skinn og bein“: „Fangelsi og einangrun eru ekki rétta lausnin“ - afþlánaði 45 daga fangelsisvist í fyrra þrátt fyrir ósakhæfi Geödeild er rétta úrræöið fyrir drenginn - ekki fangelsi, segir fósturmóöir hans. Hann hefur verið vistaður í Síðumúlafangelsinu síðan i febrúar. „Geðdeild er rétta úrræðið fyrir drenginn - ekki fangelsi. Þegar hann er farinn að fremja svona verknað er þetta orðið meira en að vera van- heill - þetta er líka geðveila. Vistin í einangrunarfangelsinu í Síðumúla hefur orðið til þess að hann er hætt- ur að klippa sig og raka. Hann hefur misst matarlyst og er ekkert nema skinn og bein. Þeir menn, sem þarna starfa, vinna eftir lögum. Þótt þeir sjái að þetta sé ekki rétt mega þeir skiljanlega ekki breyta út af sínum vinnureglum. En þetta er ekki réttur staður fyrir hann og heldur ekki fangelsi. Við erum mjög uggandi um að hann verði settur inn á Litla- Hraun,“ sagði Dóra Guðmundsdótt- ir, fósturmóðir 28 ára karlmanns sem banaði ungri konu í austurbænum fyrir skömmu. Umræddur maður fékk heilablóð- fall árið 1980 og er hann mjög and- lega vanheill. I framhaldi af heila- blóðfallinu komu fram persónuleika- truflanir og skapbrestir sem stöfuðu af Jömun við heila að hluta. Mál hans hefur verið tekið til dóms í Sakadómi Reykjavíkur. Dóms er að vænta á næstunni og reyndar vegna fleira fólks sem einnig er ósakhæft og bíður niðurstöðu í sínum málum í Síðumúlafangelsinu vegna voða- verka á undanfórnum mánuðum. Hent til og frá í kerfinu Dóra segir að fangelsisvist muni gera illt verra fyrir fósturson sinn og telur hún að réttargeðdeild eða vistun á geðsjúkrahúsi muni vera eina úrræðið. Maðurinn hefur veriö úrskurðaöur ósakhæfur. Eigi að síður afplánaöi hann 45 daga varðhaldsvist í hegn- ingarhúsinu við Skólavörðustig seinni hluta sumars í fyrra: „Það er búið að henda honum til og frá í kerfinu á undanfórnum árum. Frá því hann fékk heilablóð- fall er hann búinn að vera á upp undir 20 stöðum. Hann hefur leikið sér að bílum og hefur gaman af tón- hst - hann þarf eftirlit. Þetta er þjóð- félaginu til vansa og er eins og í til- fellum fjölda annarra. Við erum með einstakhnga í þjóöfélaginu sem eru að sliga sína aðstandendur. Þetta eru mannverur sem lífinu er haldið í á ómanneskjulegan hátt,“ sagöi Dóra. Stal bíl og fór I fangelsi Dóra telur að eftir fangelsisvistina í fyrrasumar hafi farið aö bera á reiði og ilhndum hjá manninum. Árið 1989 var hann á vistheimilinu í Skaftholti í Gnúpverjahreppi. Þar sem hann „hefur gaman af bílum" hefur þurft að passa bíhykla fyrir honum. Hann tók þó bíllykla forstöðumannsins eitt kvöldið, ók bílnum til Reykjavíkur og var á leiö th Ólafsvíkur þegar lög- reglan 1 Borgarnesi stöövaði hann. Forstöðumaðurinn lét vita af bíl- stuldinum. Nokkru síðar hlaut maðurinn 45 daga varðhaldsdóm í Sakadómi Reykjavíkur. Hann var þó ekki tek- inn út th fullnustu. Síðasthðið sumar var maðurinn á ferð á Vesturlandi. Tók hann þar naglabyssu og hræddi fólk. Þá var umsvifalaust tekin ákvöröun um að vista manninn í hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg. Þar var hann í 45 daga. Fangels- ismálayfirvöld gerðu tilraun til að fá hann vistaðan á meira viðeigandi stað með tilhti th aðstæðna en án árangurs. Hann losnaði úr fangels- inu þann 31. ágúst síðasthðinn. Voða- verkið var síðan framið í febrúar síð- astliðnum og hefur maðurinn verið í gæsluvarðhaldi síðan. -ÓTT í dag mælir Dagfari__________________ Einir á báti Það er mikhl rausnarskapur hjá Davíð Oddssyni að samþykkja fimm ráðherra Alþýðuflokksins gegn fimm ráðherrum Sjálfstæðis- flokksins. Ekki síst í Ijósi þess að Alþýðuflokkurinn hefur ekki nema tíu menn á þingi og á fullt í fangi með að finna frambærilega menn th að taka ráðherradóminn að sér. En sjálfsagt er þetta með ráðum gert hjá Davíð, til að losna við að hafa fleiri en fimm ráðherra úr sín- um eigin flokki, vegna þess að þar er mannvaliö svo mikið að hann getur ekki gert upp á mhh þeirra. Annars hélt Dagfari að þeir Davíð og Jón Baldvin létu það nægja að vera tveir í ríkisstjórninni. Þetta hefur gengið svo ágætlega hjá þeim. Þeir boröa saman reglulega úti í Viðey og halda þar blaða- mannafundi undir húsgaflinum þar sem áhorfendur hafa helst af því áhyggjur hvort hatturinn hans Jóns fjúki á haf út. Þarna stendur Davíð berhöfðaður og Jón hinn virðulegasti viö hhð hans og svara spumingum blaðamanna um að viðræðurnar gangi vel og sljómar- sáttmáhnn verði stuttur og þeir geri það að gamni sínu að togast á um ráðherrastóla. Aht í góðu, segir Davíð og aht í góðu, segir Jón Bald- vin og svo sigla þeir ýmist út í eyna eða úr eynni og sjónvarpsvélamar suða fyrir aftan þá og fyrir framan þá og aht er þetta voða, voða gam- an. ímyndið ykkur, kæru kjósendur, hvað öll póhtíkin yrði þægilegri og stjórnmálavafstrið fyrirhafnar- minna ef landstjórnin yrði rekin með þeim hætti aö Davíð og Jón Baldvin hittust á degi hverjum úti í Viöey og stjórnuðu landinu úr bhasímanum í bátnum! Ekkert ves- en meö ríkisstjómarfundi og ekk- ert vesen með alls kyns ráðherra sem neyddust til að hafa skoðanir. Það er ekki mikill vandi að mynda ríkisstjóm undir þessum kringumstæöum og heppilegt var að Viðeyjarstofa skyldi endurreist og heppilegt að búið var að koma á bátsferöum út í Viðey því að ann- ars hefðu þeir Davíö og Jón Bald- vin þurft að stinga sér th sunds og þreyta Viðeyjarsund á hverjum degi til að koma nýrri stjórn á koppinn. Nú hafa íslendingar ekki aðrar áhyggjur en þær að pappír- arnir fjúki ekki út í hafsauga og hatturinn hans Jóns haldist kjur á höfði hans og em menn að tala um að gefa Davíð skjalatösku áður en næsta ríkisstjórn verður mynduð og Jón fái hökuband fyrir hattinn og þá em vandamálin úr sögunni. Eins og fyrr segir þvæhst stjórn- arsáttmálinn ekki fyrir þeim félög- um í viðræðunum úti í Viðey. Það er líkast því að enginn ágreiningur sé til staðar mihi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og maður fer að spyija sjálfan sig hvers vegna þess- ir flokkar buðu fram hvor í sínu lagi. Nú er að vísu rétt að rifja það upp aö Sjálfstæðisflokkurinn hafði vit á því í kosningabaráttunni að hafa enga stefnu og ef það er rétt að Alþýðuflokkurinn sé svona samstíga sjálfstæðismönnum að ekki gangi hnífurinná mihi þeirra Jóns og Davíðs stafar þaö sjálfsagt af því að Alþýðuflokkurinn er með stefnuna sem Sjálfstæðisflokkur- inn átti aö vera með. Stefnulaus flokkur sem semur við flokk sem hefur stefnu hins á ekki í vandræö- um með aö samþykkja stefnu hins ef það er stefna hans sjálfs að hafa þá stefnu eina sem er stefna hins. Já, þetta hefur gengið greitt fyrir sig og nú er komið að því að skipa ráðherra, fimm á móti fimm. Einn ráðherrakandídatanna í Sjálfstæð- isflokknum, Þorsteinn Pálsson, segist hafa fyrirvara á því að taka sæti í ríkisstjórn eftir því hvaða stefna verði mótuð. Þorsteini hefur greinilega hkað það vel að hafa flokkinn sinn stefnulausan og er á móti einhverri stefnu í stjórnar- sáttmála. Þetta sannar þá kenn- ingu sem hér er haldið fram aö það verður eingöngu th baga og ama fyrir þá Jón og Davíð að skipa aðra menn í stjórnina heldur en sig sjálfa. En hér er kannski komin skýr- ingin á því hvers vegna þeir vilja að ráöherrarnir verði fimm úr hvorum flokki. Með því að hafa jafnmörg atkvæði frá báðum flokk- um verða þeir Jón Baldvin og Dav- íö að höggva á hnútinn og þá geta þeir aftur fengið sér siglingu út í Viðey og togast á í góösemi og útklj- áð málin einir á báti. Til þess eru bátsferðirnar farnar. Og til þess er bílasíminn um borð. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.