Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1991, Síða 9
liHÍÐÍlÍDAGÚK 3Ö. APRÍL19Ö1.
9
Utlönd
Rostow
200 km
Kalmúk
x-j Stavropol
KASPIA
HAFJÐ
S-Ósseh'a
Upptök skjálftans voru
um 70 km frá borginni
Kutaisi.
EORGIA
AZERBAJDZHMí,
/'iNagomo- /:|:|
\. ( Karabakh [
MENIA
- að minnsta kosti 250 slasaðir
Aö minnsta kosti 63 létu lífið í
tveimur jaröskjálftum í Sovétlýð-
veldinu Georgíu í gær og talið er að
um 250 manns haíi slasast illa. Gífur-
legt eignatjón varð á íbúðarhúsnæði
og skólum.
Stærri skjálftinn mældist um 7,0 á
Richter, fimm stundum síðar reið
minni skjálfti yfir. Skjálftarnir urðu
í fjallahéruöum í suðurhluta Georgíu
og nær allt íjarskiptasamband við
ummheiminn rofnaði í skjálftunum.
Tölur um látna eiga að öllum líkind-
R U S
Krasnodar
um eftir að hækka þar sem ekki hef-
ur enn tekist aö safna fullnægjandi
upplýsingum um fjölda látinna og
slasaðra.
Yfirvöld í borginni Zestafoni sögðu
að þar hefðu átta manns látist og gíf-
urlegt eignatjón orðið þar. í Amboro-
lauri létust sex og þar urðu sömuleið-
is miklar skemmdir á mannvirkjum.
Björgunarsveitir frá Armeniu kom
fljótlega á vettvang og nokkru seinna
fóru hjálparsveitir frá Evrópu á jarð-
skjálftasvæðin.
DVJRJ
TYRKLAND
Þyrlur fluttu björgunarmenn og
hjálpargögn á vettvang og þeir sem
verst urðu úti voru fluttir til Kutaisi
til aðhlynningar.
Mikil skelfing greip um sig meðal
íbúa Georgíu í kjölfar jarðskjálft-
anna og þorði fólk ekki annað en
dvelja langtímum saman á götum
úti. Hjálparliðar voru í mestu vand-
ræðum með að halda fólki inni á
sjúkrastofnunum því menn óttuðust
að fleiri skjálftar myndu fylgja í kjöl-
farið.
Fyrri skjálfönn, sem var um 7,0 á
Richter, reið yfir klukkan 12.12 að
staðartíma og átti hann upptök sín í
70 kílómetra fiarlægð frá Kuasi og
um 30 kílímetra frá Tskhinvali, höf-
uöborg Suður-Ossetiu.
Skjálftans varð vart í Jerevan, höf-
uöborg Armeníu.
Seinni skjálftinn, sem var mun
vægari og olli litlu tjóni, reið yfir um
klukkan 5.44 að staðartíma.
Árið 1988 létust 25.000 manns í jarð-
skjálftum í Armeníu og þúsundir
manna uruðu heimilslausar. Á síð-
ustu tveimur áratugum hafa nokkrir
stórir jarðskjálftar riðið yfir suður-
hluta Sovétríkjanna, Tyrkland og ír-
an. Síðasti stóri skjálftinn varð í
norðvestanverðu íran í júní síðast-
liðnum og létust 40.000 manns í hon-
um og hálf milljón manna varð heim-
ilislaus.
Reuter
Mikið tjón í fárviðri í Bangladesh:
Tugir manna f órust í fellibyl
Nú er talið aö í það minnsta sextíu
menn hafi látið lífið í einum versta
fellibyl sem gengið hefur yfir Bangla-
desh. Miklar flóðöldur gengu á land
við botn Bengalflóa í kjölfar fárviðr-
isins.
Veðurfræðingar segja að vind-
hraðinn hafi náð allt að 233 kílómetr-
um á klukkustund þegar verst lét.
Það var í hafnarborginni Chittagong.
Björgunarmenn eru sammála um
að því fari fiarri að öll kurl séu kom-
in til grafar. Því er gert ráð fyrir að
tölur um fiölda látinna eigi eftir að
hækka verulega frá þvi sem nú er.
Ástandið er verst á eyjum í ós-
hólmum Gangesfljótsins þar sem það
rennur í Bengalflóa. Eyjarnar eru
mjög lágar og þar gengur sjór yfir í
flóðbylgjum. Bylgjan nú varð 6 metra
há og færði margar eyjar í kaf.
Aðalveðrinu fylgdu hvirfilvindar
þar sem veðurhæð varð enn meiri
en annars staðar. Nú er einkum ótt-
Argentinska þjóðin vill að Maradona verði sýnd miskunn þrátt fyrir að
hann hafi orðið uppvís að eiturlyfjaneyslu. Símamynd Reuter
Fótbolti:
Maradona breyttur maður
ast um afdrif um 500 fiskimanna sem
voru á sjó þegar veðrið gekk yfir.
Þegar síðast fréttist í morgun voru
þeir ekki enn komnir að landi.
í morgun var veðrið enn mjög
slæmt og vindhraði á sumum stöðum
yfir 200 kílómetrar á klukkustund.
Veðurfræðingar segja að ekki fara
að slota fyrr en í kvöld.
Reuter
Að sögn umboðsmans argentínsku
knattspyrnuhetjunnar Maradona er
óvíst hvort hann muni nokkurn tíma
leika fótbolta aftur.
„Þegar hann sagði fyrir nokkru að
hann væri hættur að leika fótbolta
var ég sannfærður um að hann
myndi ekki hætta. Nú er ég ekki eins
viss,“ sagði Marcos Franchi, um-
boðsmaður Maradona, í útvarpsvið-
tali. „Ég held að honum muni takast
að sannfæra sjálfan sig um að fót-
bolti sé ekki það mikilvægasta í Uf-
inu. Hann er breyttur maður,“ sagði
Franchi.
Maradona, sem hefur viðurkennt
að hafa neytt eiturlyfia öðru hvoru,
getm- átt á hættu að vera dæmdur í
allt frá eins mánaðar upp í sex ára
fangelsi ef hann verður fundinn sek-
ur um að hafa haft eiturlyf í fórum
sínum án þess að selja þau .
Hann verður hins vegar dæmdur
til þyngri refsingar ef sannast á hann
selja eiturlyf.
Lögfræðingur hans segist vonast til
að hann veröi sýknaður.
Þrátt fyrir að Maradona hafi orðið
uppvís að eiturlyfianeyslu vilja sam-
landar hans ólmir fyrirgefa honum.
Fjöldi fólks hefur hringt í útvarps-
stöðvar og lýst skoðun sinni á mál-
inu. 60 prósent þeirra sem hringt
hafa vilja að knattspyrnuhetjunni
verði sýnd miskunn.
Á Ítalíu hefur Maradona verið yfir-
heyrður af lögreglu vegna eiturlyfia-
neyslu og vegna tengsla hans viö
vændishring.
Reuter
Kosningar 1 Bretlandi:
Stef na Majors lögð
fyrir kjósendur
Bretar kjósa til sveitarstjórna á
fimmtudaginn. Kosningarnar
munu leiða í ljós hvort landsmenn
fella sig við hinn nýja tón sem kom-
ið hefur fram hjá Ihaldsflokknum
eftir að John Major tók þar við
völdum af Margréti Thatcher á síð-
asta ári. í aukakosningum til þings-
ins hefur íhaldsflokkurinn farið
halloka undir stjóm Majors en nú
fyrst reynir veralega á hversu hæf-
ur stjórnandi hann er.
Sveitarstjórnarkosningarnar
munu einnig leiða í ljós hvort
ástæða er fyrir Major að boða til
kosninga áður en kjörtímabiliö er
úti um mitt næsta ár. Á hðnum
árum hafa slíkar kosningar orðið
tilefni til að efna til þingkosninga.
Árin 1983 og 1987 beið Thatcher
eftir sveitarstjórnarkosningunum
áöur en hún ákvað að rjúfa þing
og boða til þingkosninga. Þá stóö
Ihaldsflokkurinn vel að vígi en nú
velta menn því fyrir sér hvort
landsmenn treysta Major eins vel
og Thatcher.
Á kjörskrá nú eru um 30 milljón-
ir manna. Þótt staðbundin mál hafi
alltaf einhver áhrif er litið á sveit-
arstjómarkosningarnar sem um-
fangsmikla skoöanakönnun fyrir
stóru flokkana. Kosið er um allt
land nema í Lundúnum og Skot-
landi.
Stjórnmálaskýrendur eru sam-
mála um að íhaldsflokkurinn verði
að sigra á fimmtudaginn með nokk-
urm yfirburðum til að Major leggi
út í að flýta þingkosningunum.
Hann á við veruleg vandræði í
efnahagsstjórninni að stríða og
vonast til að þurfa ekki að láta
kjósa fyrr en hagur landsmanna fer
að batna á ný. Það virðist þó ætla
aöverabiöáþví. Reuter
AUGLYSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00
1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 01.05.91-01.11.91 12.05.91-12.11.91 kr. 50.769,42 kr. 53.974,66
*)lnnlausnarverö erhöfuöstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu
Seölabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, apríl 1991.
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Jarðskjálftamir 1 Georgíu:
Fjöldi látinna
kominn í 63