Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1991, Qupperneq 15
ÞRIÐJÚDAGUR 30. APRÍL1991.
15
Námsfólkið og
útfjólubláir
geislar sólar
„Þegar sólargeislarnir fara í gegnum andrúmsloftið hjálpa þeir til þess
að eyða mengun í því.“
Árið 1925 hélt Jónas heitinn Kristj-
ánsson læknir fyrirlestur í kvenna-
skólanum á Blönduósi um mátt
sólarinnar. Þar sagði hann meðal
annars: „Sólargeislar eru 'fyrst og
fremst uppspretta og fyrsta orsök
nær allrar orku á jörðu vorri svo
að segja hverrar tegundar sem hún
er.“ Þarf maðurinn þá cdlt í einu
ekki á þessari orku að halda frá
sólinni því sami skapari hefur
skapað sólina eins og manninn?
Nýtum ekki birtuna
I fréttum á Stöð 2 þann 28.02.91
var fjallað um blómaræktun í
Hveragerði og kom þar fram að
með því aö setja upp sérstök ljós í
gróðurhúsum mátti auka mjög nýt-
ingu þeirra og rækta þar af leið-
andi meira af blómum. Það kom
skýrt fram í máli garðyrkjubónd-
ans að ljósið yrði að gefa sömu
geisladreifingu og er frá sóhnni til
þess að takast mætti aö rækta
blómin. Sem sé að líkja eftir skap-
aranum.
Við mennirnir ættum að taka
þetta til fyrirmyndar og fara aö
lýsa upp hús okkar með Ijósum sem
gefa sömu geislun og sólin. í dag
notum við ekki ljós sem gefa okkur
orkumestu geislana en það eru út-
fjólubláir geislar, en þeir fara ekki
KjaUarinn
Hallgrímur Þ.
Magnússon
læknir
í gegnum venjulegt rúðugler eða
gleraugu.
Þannig má segja að við nýtum
birtuna ekki eins og skaparinn hef-
ur skapað hana. Annað sem kemur
til greina er að allur matur í náttú-
runni er að mestu leyti orðinn til
fyrir atbeina sólarinnar og þar af
leiðandi borðum við orku sólar ef
við nýtum okkur þennan mat ó-
mengaðan. Það gera allt of fáir í
dag.
Breyting í hegðun
Þegar sólargeislarnir fara í gegn-
um andrúmsloftið hjálpa þeir til
þess að eyða mengun í því. í mæl-
ingum frá Bandaríkjunum sjáum
við að á nokkrum árum hefur sól-
armagniö minnkað um 10% en
magn útfjólublárra geisla hefur
minnkað um 26%. - Svo mengun
hefur haft sitt að segja. Við verðum
að reyna að gera allt sem í okkar
valdi stendur til þess að reyna að
minnka þessa mengun í andrúms-
loftinu því útfjólubláu geislamir
eru það sem er nauðsynlegt bæði
fyrir jurtir og dýr til að þau geti
þroskast og vaxiö á eðlilegan hátt.
Þessir útfjólubláu geislar eru
einnig nauðsynlegir fyrir okkur
mennina því að við erum ekkert
annað heldur en einn angi af lífinu
hér á jörð.
Rannsóknir sem gerðar hafa ver-
ið á dýrum í húrum, t.d. eins og
kanínum, sýna að þegar lýsing hjá
þeim er án útfjólublárra geisla þá
verða þær grimmar og drepa jafn-
vel afkvæmi sín en þegar þessum
geislum er bætt við breytist öll
hegðun þeira. - Gæti þetta verið
einn þáttur í auknum siöaspellum
í nútímaþjóðfélagi vegna þess að
okkur vantar útíjólubláu geislana
í líkama okkar?
Það hafa verið gerðar rannsóknir
í skólum. Þær sýna að ljós hefur
mikil áhrif á hegðun barna. Þannig
að með því að setja upp náttúrulega
lýsingu breytist hegðun þeirra á
skömmum tíma. Þetta er í beinu
samhandi við svokallaða útiskóla
sem Jónas Kristjánsson fjallaði um
í Heilsuvernd á tímanum kringum
1940.
Sól ek sá
Gætum við bætt hðan barnanna
með því að láta þau vera meira úti
í sólinni eða að bæta útfjólubláum
geislum við lýsinguna á heimilum
þeirra eða í skólamun sem þau eru
í?
Það er engin sú líkamsstarfsemi
hjá okkiu-, hvorki líkamleg né and-
leg, sem sólin hefur ekki áhrif á.
Líkami okkar er teiknaður til þess
að taka á móti og nota geisla sólar-
innar á margan hátt. Við erum
ekki gerð til þess að fela okkur í
húsum okkar, skrifstofum, verk-
smiðjum eða skólum í hálfgerðu
myrkri.
Sólskin sem kemur í okkur í
gegnum augun og húðina hefur
stjórn yfir okkiu: frá vöggu til graf-
ar og frá höfði og niður á tær. Þess
vegna er hægt að taka undir það
sem segir í Eddukvæðum:
Sól ek sá,
svá þótti mér sem sæat göfgan goð
henni ek laut hinsta sinni alda
heimi í.
Hallgrímur Þ. Magnússon
„Gætum við bætt líðan barnanna með
því að láta þau vera meira úti í sólinni
eða að bæta útfjólubláum geislum við
lýsinguna á heimilum þeirra... ?“
Kirkjan: f ull af fólki
„Sjaldan hefur safnaðarstarf verið jafnblómlegt og það er i dag,“ segir
m.a. í greininni."
Margrét Jóhannsdóttir skrifar í
DV fóstudaginn 12. apríl og leggur
til að kirkjum landsins verði breytt
í langlegudeildir. Þegar ég hafði
lesið tiUögu Margrétar fæddist
þessi litli ritstúfur, hann er ekki
svar við grein Margrétar á neinn
hátt, enda ekki mitt að svara, held-
ur vangaveltur manns sem er annt
um kirkjuna sína.
Sjaldan hefur safnaðarstarf verið
jafnblómlegt og það er í dag. Og því
ber að fagna að víða er starfið það
blómlegt og mikið í kirkjum og
safnaðarheimilum að erfitt er að
koma dagskránni saman þannig að
alhr komist að. Já, þetta er alveg
satt, kirkjan okkar er ekki tóm,
hún er full.
Fórstu í jarðarför í fyrra?
Vel má vera, lesandi góður, að þú
rekir upp stór augu þegar þú lest
þessar línur því að, því miður verð
ég að segja, eru líkumar þónokkrar
á því að þú hafir ekki komið í kirkj-
una þína síðan þú giftir þig, eða
fórstu kannski í jarðarför í fyrra?
Ég hef þegar nefnt hér að framan
að kirkjan sé fuU - en um leið tel
ég þónokkrar Ukur á því að þú
hafir ekki komið í kirkju um nokk-
urt skeið. Staðreyndin er einfald-
lega sú að þó Margréti og fleirum
þyki vera mikið af kirkjum í
Reykjavík þá rúma þær ekki nema
hluta Reykvíkinga. Ef alUr Reyk-
víkingar ætluöu í messu sama dag-
inn yrði að messa nokkrum sinn-
um í hverri kirkju þann dag til
þess að það yrði hægt. En því mið-
ur eru einhverjir Reykvíkingar
sem komast ekki næsta sunnudag
- svo þér er alveg óhætt að fara.
Á ég að fara?
Ef þú gefur þér tíma til þess að
fara í messu vona ég að þú njótir
hennar og að þátttakan í messunni
verði þér tU blessunar. Ef þú hins
KjaHarinn
X' Pétur Björgvin
Þorsteinsson
tollvörður í Reykjavík
vegar hefur ekki tök á því þá lang-
ar mig tU þess að benda þér á að
það er margt annað um að vera í
kirkjunum okkar. Já, ég veit það,
segir þú, það er sunnudagaskóU og
einhverjar samverúr fyrir eldri
borgara. HALLÓ HALLÓ, þú hefur
ekkert verið að fylgjast með, í safn-
aðarstarfi víða má finna mömmu-
morgna, virk safnaðarfélög, kven-
félög, bræðrafélög, æskulýðsfélög,
TTT klúbba fyrir tíu til tólf ára,
Biblíuleshópa, ýmsar uppákomur
og eins og ég hef nefnt - eða eins
og þú hugsaðir - sunnudagaskóla
og samverur fyrir eldri borgara.
Ekki má heldur gleyma blessun-
arríkum samverun Ungs fólks meö
hlutverk, þær þekkja margir í dag
og þangað er gott að koma til að
lofa persónulegan frelsara okkar,
Jesú Krist.
Síðast en ekki síst vil ég nefna
allt það góða starf sem unnið er á
vegum KFUM og K, til dæmis NÝJ-
UNG í Suðurhólum í Breiðholtinu.
Þröskuldur Jónsson?
í huga margra er kirkjan bákn
sem erfitt er að nálgast, völundar-
hús með mörgum þröskuldum. Og,
því miður, verður það að játast að
það finnst fótur fyrir þessu. Þar
kemur margt til, en ef við horfum
með jákvæðu hugarfari á kirkjuna
komumst við að því að kirkjunnar
menn eru búnir að uppgötva nú-
tíma byggingarhst og hafa fjarlægt
þröskuld hér og þröskuld þar.
Þess vegna er komið að þér, eini
þröskuldurinn sem þú þarft að
stíga yfir er þröskuldur eigin for-
dóma og þekkingarleysis. Ef þú ert
ekki maður til þess að stíga yfir
hann þá vil ég biðja þig um að gera
bömunum þínum þann greiða að
fela þröskuldinn fyrir þeim.
NEI - Þröskuldur kirkjuson
En þú varst ekki einn um að
koma þessum þröskuldi fyrir, þú
fékkst dygga aðstoð frá kirkjunni!
Aðstoðin fólst helst í því að fyrir
peningana sem þú lést renna til
kirkjunnar var fjárfest í stein-
steypu. Og þar með var sóknar-
nefndin upptekin af því að skipu-
leggja hvernig nýta mætti pening-
ana best, kvenfélagið á kafi í gard-
ínupælingum, organistinn velti því
fyrir sér hvenær hann fengi stóra
orgeUð sitt og...
Síðastur aUra vU ég lasta það
góða og fórnfúsa starf sem óteljandi
einstaklingar lögðu á sig við að
koma upp húsi Guði til dýrðar. En
mér þykir það hins vegar miður
að víða - en sem betur fer ekki aUs
staðar - gleymdist söfnuðurinn á
meðan. Það gleymdist að byggja
upp trú einstakUngsins í söfnuðin-
um og fyrr en varði var heU kyn-
slóð vaxin upp í hverfinu - kyn-
slóðin sem í dag á börn en gleymir
að hvetja bömin sín til að kíkja í
kirkjuna. Og hvers vegna? Vegna
þess að þau komu þangað aldrei
sjálfi Þennan þröskuld verður þú
að stíga yfir núna!
Kæri vinur, ég trúi því að það
verði ekki spurt um flokksskír-
teini, heldur hvort þú eigir per-
sónulega trú á Jesúm Krist í hjarta
þínu. Þeirri spumingu getur eng-
inn svarað nema þú einn.
Og hvort sem þú velur að taka
þátt í einhverju af því sem ég nefndi
hér að ofan eða ferð annað - htur
inn á samkomu hjá Veginum, lofar
Drottin með systkinunum í Kross-
inum, hrópar haUelúja í FUadelfíu,
tekur þátt í óeigingjörnu starfi
Hjálpræðishersins eða nýtur sam-
verunnar í Kristskirkju þá vona ég
að þú eignist persónulega trúna á
Jesúm Krist.
Pétur Björgvin Þorsteinsson
„Ef allir Reykvíkingar ætluðu 1 messu
sama daginn yrði að messa nokkrum
sinnum í hverri kirkju þann dag til
þess að það yrði hægt.“