Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1991, Qupperneq 31
ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991.
31
Landgræðslu- og skógræktarátak 1991
Senn fer þessi óvenjumildi vetur
að kveðja og menn og gróður jarðar
að vakna úr vetrardvalanum. Þar
sem aðalannatími skógræktarfólks
er framundan er nauðsynlegt að
huga að þeim verkefnum sem
framundan eru en þar ber hæst
landgræðsluskógaátakið sem hófst
síðastliðið vor og á að endurtaka
nú í vor.
Þetta átak var kynnt mjög vel í
blöðum, útvarpi og sjónvarpi, svo
sem flestum er í minni. Þessi víð-
tæka kynning bar ríkulegan ávöxt,
það mátti finna á viðbrögðum fólks
sem ekki hafði áður verið í skóg-
ræktarfélögum og var tilbúið að
leggja hönd á plóginn.
Verkin tala
í ár verður eflaust ekki hægt að
eyða eins mikilh vinnu og fjármun-
um í kynningu og síðastliðið ár
heldur treysta á að sú vakning sem
upphófst þá verði varanleg því
áætlað er að gróðursetning verði
ekki minni nú en síðastliðið ár. Þá
voru gróðursettar um 1,3 milljónir
plantna og er talið að um átta þús-
und manns hafi komið að gróður-
setningarstörfum undir forystu
Skógræktarfélaga auk ýmissa ann-
arra félaga og klúbba um land allt.
Nú þarf enginn að fara í grafgötur
lengur um hvað hægt er að gera í
uppgræðslu og skógræktarmálum
á landinu því verkin tala sínu máh.
Enda heyrist nú varla úrtölurödd
í dag um að ekki sé hægt að koma
upp skógi á íslandi. Það er sifellt
veriö að minna okkur á að við séum
búin að fullnýta þá möguleika sem
landið getur gefið okkur í hefð-
bundnum búgreinum. Því er kom-
inn tími th að ieita nýrra leiða til
KjaUarinn
Stefán Teitsson
framkvæmdastjóri, Akranesi
að nýta land okkar. Er skógræktin
ekki ein þessara framtíðarleiða?
Skógrækt sem búgrein
Nú standa fyrir dyrum miklar
breytingar í búskaparháttum í
landinu, á næstu árum á að
stórfækka sauðfé sem mun kosta
þjóðina umtalsverða fjármuni. Er
ekki kjörið tækifæri einmitt nú að
nýta eitthvað af þessum fjármun-
um til þess aö hefja skógrækt sem
búgrein þar sem skilyrði eru fyrir
hendi?
Margt væri hér öðruvísi ef betur
hefði verið hlustað á frumkvöðla
okkar sem hófu skógrækt fyrir
50-60 árum og töluðu fyrir daufum
eyrum aht fram undir þennan dag.
Það má geta þess að frændþjóðir
okkar á Norðurlöndum gerðu
stórátak í skógræktarmálum um
síðustu aidamót og eru nú að njóta
þess í ríkum mæli.
í dag telja þessar þjóðir skóginn
eina verðmætustu eign sína. Skóg-
urinn hefur ómæld og margs konar
áhrif á gróðurfar og umhverfi þess-
ara landa fyrir utan öll þau verð-
mæti sem verða til í gegnum tijá-
iðnaðinn. Rannsóknir sýna að á
bestu skógræktarsvæðum hér á
landi eru skhyrði th skógræktar
svipuð og í Noregi.
Vörn í sókn
Við kostum miklum fjármunum
th þess að mennta æsku þessa
lands en hugsum minna um hvaða
möguleika við gefum þessu unga
fólki th að njóta menntunar sinnar
þegar skólagöngu lýkur. Ráða-
menn landsins, þeir sem fjárveit-
ingavaldinu stýra, ættu að íhuga
hvort ekki væri rétt að veita meiri
fjármuni th uppgræðslu og skóg-
ræktar í landinu og snúa vöm í
sókn th hagsældar komandi kyn-
slóðum.
Viö höfum átt því láni að fagna
að æðsti maður þjóðarinnar, forseti
íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir,
hefur sýnt landverndar- og skóg-
ræktarmálum mikinn áhuga og
skhning, ekki bara í máh heldur
einnig í verki. Það hefur hún sýnt
á ferðalögum sínum um landið.
Hugur hennar hefur eflaust haft
mikil áhrif á þá vakningu sem nú
er meðal þjóðarinnar í þessum
málum.
Það er von og trú allra land-
græðslu- og skógræktarmanna að
átakið 1991 verði jafnmyndarlegt
og síðastliðið ár.
„Græna greinin" var boðin
landsmönnum á sumardaginn
fyrsta og svo aftur síðustu helgina
í apríl en andvirði hennar fer til
plöntukaupa í landgræðsluskóga-
átakið 1991. Geram hreint og gott
land ennþá betra með samstilltu
átaki.
Stefán Teitsson
„I dag telja þessar þjóðir skóginn eina
verðmætustu eign sína. Skógurinn hef-
ur ómæld og margs konar áhrif á gróð-
urfar og umhverfi þessara landa fyrir
utan öll þau verðmæti sem verða til í
gegnum trjáiðnaðinn.“
Stóryrði og saf nhugtök
Það thheyrir því að vera íslend-
ingur að ávarpa heimsmenninguna
á íslensku, ef menn hafa eitthvað
að segja.
Ég ætla að nota hér meiri stór-
yrði en ég tel mögulegt að aðrir
menn geri á þessari öld eða þeirri
næstu.
Við lifum annars vegar við raun-
veraleika, sem gerist, og hins vegar
við okkar eigin lýsingu á þessum
raunveruleika. Það sem við teljum
gerast, það er módel í heha okkar
um það sem raunverulega gerist.
Hjá framstæðari menningum
kunnu menn að telja upp að þrem,
eftir það var safnhugtakið mikið
notað.
Við eram enn háð slíkum safn-
hugtökum til að tjá það sem við
teljum gerast í raunveruleikanum.
Þegar það er tínt th, hvað það er,
þá verður um stóryrði sem nístir
að rótum menningar okkar, ef það
stenst, vel að merkja.
Safnhugtök eðlisfræði
Fólk kannast við hugtakið um
þyngdarkraftinn, alhr vita hvað
það er, er það ekki? Rangt, þetta
er safnhugtak.
En við höfum fleiri slík hugtök,
þar má nefna tíma, lengd, tregðu,
sókn til lægstu spennu, massa, raf-
hleðslu, kraft, viðhaldslögmál orku
og massa.
Stóryrðin í þessu sambandi eru
þau að það breytir ekki eðhsfræði
hið minnsta þótt við setjum hug-
tökin „mikið númer eitt“, „mikið
númer tvö“ og svo framvegis í stað-
inn fyrir þessi safnhugtök.
Sama vald yrði á viðfangsefninu,
sömu formúlur yrðu notaðar og um
sömu vísindin væri að ræða.
Á sama hátt má greina safn-
hugtök í öðrum fræöum en það er
óþarft að minnast á það hér, aðal-
erindi mitt við menninguna í þess-
um stóryrðum er að menn læri að
greina hvaða hugtök í fræðum
þeirra eru safnhugtök og geri sér
KjaUariim
Þorsteinn Hákonarson
framkvæmdastjóri
grein fyrir lýsingareðli þeirra og
miklum takmörkum.
Meiri stóryrði
Það er hægt að rekja eðlisgerð
safnhugtakanna út frá almennri og
einfaldari forsendum, það er hægt
að rekja þau frá því að tilveran sé
sveiflur á sjálfu rúminu, tími taln-
ing þeirra sveiflna, lengd það sem
sveiflað er og svo framvegis.
Mannkynið mun hla þola það
ægivald sem fæst við að ná valdi á
eðlisatriðum safnhugtakanna, ef
ekki kemur til félgaslegrar aðlög-
unar th þess að umgangast shkt
vald.
Það kann að vera erfltt fyrir allan
almenning að setja sig inn í þessi
mál, finnst þetta vera mál vísind-
anna, en þetta er spurning um að
lifa af í náinni framtíð.
Við það að ná valdi á þeim atrið-
um sem nú felast í safnhugtökum,
þá er mikil hætta á þekkingar-
klofningi milli fátæks fólks og ríks
fólks, th þess að tryggja stöðu
hinna fátækari, tryggja framlegð-
argetu þeirra á vinnumarkaði,
tryggja virði þekkingar sem ahur
almenningur hefur aflað sér, þá
verður nauðsynlegt að leysa afl-
vandann með léttum ódýrum og
rýmdarmiklum rafgeymi.
Þessi rafgeymir ætti þá að geta
tryggt samkeppni við hátækni með
því að orka verður ódýr, á formi
sem auðvelt er að safna henni til,
á formi sem auðvelt er að nota hana
sem afl. Þetta er og nauðsynlegt til
þess að tryggja virði núverandi
fjárfestinga í iðnaði og þekkingar
hans.
Ekki les almenningur vísindarit,
og ekki birta vísindarit þvíhk stór-
yrði sem hér eru fram sett, koll-
varpandi helgum bókum vísinda-
manna, sem mannað hafa götuvígi
fallins klerkdóms. Engu að síður
er raunveruleikinn eins og að ofan
greinir og varðar allan almenning,
hvort sem hann skilur það eða
ekki.
Fjármögnun
Það er háttur vísindamanna að
hrópa úlfur úlfur. Við þekkjum þá
marga; ózon, koltvíhdi, mengun,
súrefnisframleiðsla skóga, geisla-
virkni, kjarnorkuver og svo fram-
vegis.
Með aukinni þekkingu koma
fleiri úlfar í ljós sem við vissum
ekki um.
Þessi háttur er hafður á svo menn
fái pening í rannsóknir, en pening-
ar í lausnir á augljósum vandamál-
um eru ekki á lausu enda er það
ekki vísindamanna að þróa lausnir,
þeirra er að stunda vísindastarf-
semi án tillits th annars.
Ábyrgðin er stjórnmálamanna að
setja fé í að þróa lausnir, th þess
þarf ekki vísindamenn, heldur
uppfinningamenn og verkfræð-
inga.
Það er þeirra aö heimta sitt th
að fá að þróa lausnir.
Þitt mál
Þitt mál er að spyrja sijómmála-
manninn þinn hvað hann ætli að
gera th að stuðla að lausnum, ekki
leyfa honum að skjóta sér á bak
við vísindamenn, þeir eru í rann-
sóknum óháð hvort þær hafa raun-
hæft ghdi nú eða síðar.
Ef sá stjómmálamaður hefur
ekkert um að segja, þá fáðu þér
annan, alveg eins og þú færð þér
annan kaupmann ef vörumar fást
ekki.
Það er ekki þitt að gagnrýna, láttu
þá sem bjóðast til að vera leiðtogar
þínir gera það. Spurðu þá út úr.
Þorsteinn Hákonarson
„Þitt mál er aö spyrja stjórnmálamann-
inn þinn hvaö hann ætli aö gera til að
stuðla að lausnum, ekki aö leyfa hon-
um að skjóta sér á bak við vísinda-
menn.“