Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991. 4 Fréttir Hjalti Zóphóníasson um brottrekstur forstöðumanns Bifreiðaprófa: Margt aðfinnsluvert í rekstri Guðjóns „í þaö heila tekiö hefur ansi margt veriö aöfinnsluvert í rekstrinum hjá Guðjóni. Starfslega er þetta mjög slæmt. Það er hins vegar umfangs- mikiö og snúið að vera meö allt þetta í rannsókn þannig aö það varö ákvörðun að halda sig viö þá kæru sem tíunduð er í bréfinu þar sem hann er leystur frá störfum. Önnur atriöi varðandi embættisfærsluna eru ekki tíunduö þar sérstaklega. í bréfi frá lögmanni Guðjóns er hann aö afneita hlutum sem hann hefur klárlega viöurkennt. Annars þjónar ekki miklum tilgangi aö segja mikið meira um þetta mál,“ sagöi Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri í dómsmálaráöuneytinu, í samtali við DV vegna uppsagnar Guöjóns Andr- éssonar sem forstöðumanns Bif- reiöaprófa ríkisins. Guðjón var leystur tímabundið frá störfum, meðan rannsókn á málum hans fer fram hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Guðjón var kærður til RLR þar sem grunur lék á aö tveir menn er luku ökuprófum heföu ekki fullnægt skilyrðum til þess. Þannig mun annar ekki hafa náö skriflegu ökuprófi og hinn verið prófaður á of lítiö vélhjól til að fá réttindi. Mál þessi höfðu verið til skoðunar hjá RLR og verið send dómsmálaráðu- neytinu til skoðunar og umsagnar og síðan send RLR til rannsóknar í vikunni. Guðjón Andrésson hefur undir höndum pappíra um undanþágur til meiraprófssetu og 25 meiraprófsskjöl þar sem undirskrift og stimpil lög- reglustjóra, sem heimilar setu á námskeiðunum, vantar. Að sögn Guðjóns væru atriði í þeim málum sem væru mun alvarlegri en mál þau sem hann er kærður fyrir. Um þaö sagði Hjalti að einungis mál Guðjóns væru tií skoöunar nú en ef þetta yrði kært yrðu málin skoðuð. Ríkisendurskoöun gerði úttekt á rekstri Bifreiðaprófa þegar Guðjón tók þar við og nær skoðun hennar frá áramótum til 23. mars 1990. „Það er alltaf regla þegar maður hættir sem forstöðumaður þar sem íjárreiður eru að Ríkisendurskoðun gerir úttekt á stöðu peningamálanna. Guðjón þurfti ekki aö biöja Ríkisend- urskoöun um neitt, þessi athugun er sjálfgefin. Hvað varðar athugasemd- ir Ríkisendurskoðunar þá nær skoð- unin yfir tímabilið frá því hann tók við, en hann tók við 4. janúar. Bók- haldið var á ábyrgð Guöjóns þennan tíma,“ sagði Hjalti. -hlh Vaxtamálið hjásak- sóknara Vaxtamálið svokallaða, þar sem starfsmaöur Bifreiðaprófa ríkis- ins, lagöi peningafrá meiraprófs- námskeiðum inn á bankabók í eigin nafni, er enn til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. „Málið kom frá rannsóknar- lögreglunni í haust og hefur veriö til skoðunar hjá okkur, dóms- málaráðuneytinu og hjá Ríkis: endurskoðun síðan. Ákvörðunar. um hvort ákæra verður gefm út eða ekki er að vænta á næst- unni,“ sagði Hörður Jóhannsson hjá ríkissaksóknara við DV. Ingimundi Eymundssyni, starfsmanni Bifreiðaprófanna, var sagt upp í kiölfar þess að vaxtamálið uppgötvaðist. Pen- ingar frá meiraprófsnámskeið- unum voru lagðir inn á einka- bankabók. Þegar þeim var skilað til ríkisféhirðís var vöxtunum haldið eftir. Rannsókn málsins nær aftur til ársins 1984. -hlh Meiraprófsnemendur bíöa eftir prófdómara á þriðjudag. DV-mynd Brynjar Gauti Nýrforstöðu- maðurútmaí Einar Torfason, deildarstjóri hjá Bifreiðaprófum ríkisins, hefur verið ráðinn til að veita stofnuninni for- stöðu til mánaðamóta. Við uppsögn Guðjóns Andréssonar, fyrrum for- stöðumanns, myndaðist tómarúm í stjómun Bifreiðaprófanna þar sem enginn var yfir stofnuninni. Það hafði í fór með sér tafir og bið fyrir fólk sem átti að þreyta meirapróf á þriðjudaginn. Varð það að bíöa frammi á gangi þar til prófdómari kom og bjargaði málum um hálftíma síðar. -hlh Stórleikurinn 1 EFTA-EB-viöræöimmn er ráðherrafimdurinn í Brussel á mánudaginn: Mörg mál eru enn óleyst - en ég er hóflega bjartsýnn, segir Hannes Hafstein, aðalsamningamaður íslands Hannes Hafstein, aðalsamninga- maöur íslands í viðræðum EFTA og Evrópubandalagsins, sagði við DV í gær að hann væri mjög hóflega bjart- sýnn á árangur ráðherrafundar EFTA og Evrópubandalagsins sem hefst í Bmssel á mánudaginn. Að mati Hannesar ber enn talsvert á milli og mörg mál em óleyst. Um það hvort Hannes hafi fundið annað viðhorf til sjónarmiða íslend- inga í samningaviðræðunum eftir að hann mætti til samninga aftur í þess- ari viku en hann gekk af fundi í mótmælaskyni í lok apríl, segir hann: „Ég held að það hafi tekist sem til stóð að undirstrika að þaö er ekki hægt varðandi ísland að leysa sjávar- útvegsmálin nema tekið verði tillit til sérstöðu sjávarútvegs hér á landi. Hagsmunir okkar á fiskisviðinu eru svo yfirgnæfandi. Þess vegna verður okkar jafnvægi í samningunum um sameiginlegt evrópkst efnahags- svæði að nást með góðri útkomu úr fiskidæminu.“ Fyrir ráðherrafund EFTA og Evr- ópubandalagsins á mánudaginn munu ráðherrar EFTA-ríkjanna hittast á nokkurra klukkustunda óformlegum fundi á sunnuaginn til aö undirbúa mánudagsfundinn. Um árangurinn af ráöherrafundi EFTA og Evrópubandalagsins á mánudaginn segir Hannes að enn beri talsvert á milli aðila. „Það eru mörg ágreiningsmál óleyst en það getur eitthvað þokast í áttina á nokkrum sviöum. Það er talsvert langt á milli samningsaöila á sumum sviðum.“ Evrópubandalagið virðist ekki að bakka í fiskinum - Finnst þér eins og Evrópubanda- lagið sé eitthvaö að bakka með kröf- una um aö gegn tollalækkunum fyrir sjávarafuröir okkar þurfum viö að greiða með fiskveiöiheimildum viö Island? „Ég veit ekki til þess að þeir séu neitt að bakka með það. Við erum hins vegar ákveðnir í að fmna ein- hverja viðunandi lausn á þessu máli. En ég á ekki von á því að það verði komin nein klár niðurstaða í það mál á mánudaginn. Eins og ég hef sagt áður eru sjávar- útvegsmál okkar einn af þremur þáttum sem verða að gefa jafnvægi í samninginn fyrir alla aðila. Hinir þættimir eru landbúnaður Suður- Evrópuþjóðanna og hugsanlegir þró- unarsjóðir. Þessir þrír þættir koma til úrlausnar þegar ríkin eru búin aö leggja dæmið niöur að öðru leyti og segja; gott og vel, hvað vantar upp á jafnvægi í þessum samningi fyrir all- ar þjóðir? Fiskveiömál okkar hljóta því aö koma sem næst endapunkti viðræönanna." Dómstólarnir eru erfiðasta mál fundarins - Hvað verður nákvæmlega rætt um á ráðherrafundinum á mánudaginrí^ „Það veröur farið yfir allt sviðið. Það eru ýmis ágreiningsatriði þarna. Ég held þó að erfiðasta málið sé hvernig fyrirkomulagið með dóm- stólana eigi að vera. Ég tel að þar beri mest á milli.“ - Kemur til greina aö rýma um inn- Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra heldur til Brussel um helg- ina á einhvern mikilvægasta (und í utanrikismálum íslendinga til þessa. flutning landbúnaðarvara til íslands frá Evrópubandalaginu ef það verður til aö fella niður tolla af fiskinum? „Það hefur ekki verið farið svo langt út í viöræður um landbúnaðar- vörumar. Hér er um að ræða land- búnaðarvörur frá ríkjum sunnarlega í Evrópu og margar þessara land- búnaðarvara eru þegar í núlli hjá okkur, tollfrjálsar. Þetta em suðræn- ar landbúnaðarvörur, eins og ávextir og grænmeti, sem ekki era fram- leiddar hérlendis. En þeir vilja einnig flytja til okkar gúrkur, tómata og nanriknr á hví tímahili sem við Is- Hannes Hafstein, aðalsamninga- maður islendinga. „Ég á ekki von á að það verði kveðinn upp lífs- eða dauðaúrskuröur á mánudaginn." lendingar framleiðum þessar vörar ekki. Af okkar hálfu hangir það al- gerlega saman við þaö hvaöa lausn okkur verður boðin í fiskimálunum.“ Stefnan er á undirskrift samn- ingsins 24. júní - Nú er stefnt að því aö samninga- menn setji stafina sína undir samn- inginn í Salzburg þann 24. júní. Trú- ir þú á að þaö takist? „Ég veit það ekki. Það er hins veg- ar ennþá talað um þennan fund í Salzburg sem fundinn sem skrifað veröur undir. Það fer hins vegar svo- lítið eftir andrúmsloftinu á ráðherra- fundinum á mánudaginn hvort þaö tekst.“ - Er fundurinn á mánudaginn úr- slitafundurinn í samningaviðræðun- um? „Ekki er ég nú viss um að þetta sé úrslitafundurinn. Ég hef frekar þá trú að það verði haldinn annar ráð- herrafundur til að reka smiðshöggið á þetta eftir hálfan annan eða tvo mánuði. Ég á ekki von á að þaö verði kveðinn upp lífs- eða dauðaúrskurð- ur um Evrópska efnahagssvæðið á mánudaginn." Tíminn er að renna út í EFTA- EB-viðræðunum - En ef ekkert næst saman á fundin- um á mánudaginn. Hvað þá? Á að hætta þessu eða halda áfram til þrautar? „Það verður vafalaust haldið áfram fram að sumarleyfum sem hefjast hér hjá Evrópubandalaginu 1. ágúst. Ef það dregst lengur er hins vegar vafamál um framhaldið. í fyrsta lagi verður póhtískur vindur þá farinn úr þessum viðræðum, einkum og sér í lagi vegna þess að þá veröur næst- um því orðið ómögulegt að koma samningnum í gildi á þeim tilsetta tíma sem er 1. janúar 1993 þegar innri markaður Evrópubandalagsins tek- ur gildi. Styttri tíma til að koma í gegnum þjóöþingin er eiginlega ekki hægt að hafa þannig að það leiðir nokkuð aif sjálfu sér að það verður að klára þetta fyrir sumarleyfm í sumar.“ -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.