Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Síða 6
6' LA'flÖARD'AGUh' íl.'MAf 1991. Útlönd_____________________ Sýknaðuraf morðákæru eftir aðstoðvið sjálfsmorð Bandaríkjamaður að nafni Bcrtram Harper hefur verið sýknaður af ákæru um morð. Hann aðstoðaði konu sína, sem var haldin ólæknandi sjúkdómi, við að fremja sjálfsmorð. Málið kom fyrir dóm i Detroit í gær og varð niðurstaðan að ekki væri um morð að ræða. Þau hjón bjuggu í Kalifomiu en fluttu tU Detroit eftir aö konan hafði fengið krabbamein í lifur og læknar töldu útilokað að bjarga lífi hennar. Hjónin töldu að lög Michiganríkis, þar sem Detroit er stærst borga, heimil- uðu að aðstoöa fólk við sjálfs- morö. Sú er þó ekki reyndin. Harper viöurkenndi að hann heföi dregið plastpoka yfir höíuð konu sinnar eftir að hún hafði tekið ixm stóran skammt af svefn- lyQum. Hann neitaði aldrei þætti sínum í láti konunnar og lögfræð- ingar hans sögðu að ást á kon- unni hefðí ráðið gerðum hans. Dómurinn komst að sömu niður- stöðu. Reuter Bretland: Vilja útbúnað til aðtakmarka hámarkshraða í Bretlandi stendur til að lög- bjóða útbúnað til að takmarka ökuhraöa hjá stórum flutninga- bílum. Reynist búnaðurinn vel kann svo aö fara að hann verði einnig settur í fólksböa í von um að það megi verða til að draga úr hraðakstri. Búnaðurinn er þannig gerður að þegar bifreiðin hefur náð lög- boðnum hámarkshraða hættir eldsneyti að streyma til vélarinn- ar. í Bretlandi er hámarkshraöi Qutningabíla 60 mílur á klukku- stund eða 95 kílómetrar. Malcolm Rifkind samgönguráð- herra segir að þetta kunni að vera eina ráðið til að koma í veg fyrir hraðakstur og fækka þannig slys- um sem af honum hljótasL Hann útilokaði ekki að búnaður sem þessi yrði í framtíðinni lögbund- inn í öllum breskum bílum. Reuter Fékk75ára fangavistfyrir að hataJapana James Clifford Close, 19 ára unglingur í Denver í Colorado, hefur verið dæmdur til 75 ára fangavistar fyrir að ráðast gegn sex japönskum námsmönnum i skemmtigaröi þar í borginni á síöasta ári. Close gaf þá skýringu á fram- ferði sínu að hann hataði Japana. í fjölskyldu hans er hatur á út- lendingum ríkjandi. Sannað þótti að Close hefði látiö kynþáttahat- ur ráða gerðum sínum þegar hann réðst á námsmennina og misþyrmdi þeim. Close var þó sýknaður af ákæru um tilraun til morðs. Heföi slíkt sannast á hann varöar það allt að 475 ára fangelsi. Close framdi ódæðisverkin á afmælisdegi sín- um í október á síðasta ári. Hann gekk þá fram á Japanana í skemmtigaröinum þar sem þeir sátu og sungu við gítarleik. í verki með honum voru tveir menn. Þeir voru vopnaðir bareQ- um og réðust að fómarlömbun- um með ókvæðisorðum og lík- amsmeiðingum. Close hefur ekki áður komist í kast viö lögin en dómarinn taldi að afbrotiö nú væri það alvarlegt að engin ástæða væri til að meta fyrri heiðarleika hinum seka til tekna. Reuter Alexander Bessmertnyk, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, ræddi við David Levy, ísraelskan starfsbróður sinn, í gær. Fundur þeirra markar tímamót í samskiptum ísraels og Sovétríkjanna. Simamynd Reuter Bessmertnyk, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, í friðarfór: Rétti thninn til friðarsanwinga Alexander Bessmertnyk, utanrík- isráðherra Sovétríkjanna, sagði þeg- ar hann kom til Egyptalands í gær að nú væri rétti tíminn til að semja um frið í Mið-Austurlöndum. Hann sagði aö nú væri tækifæri sem þjóðir heims og ríkin á svæðinu ættu ekki að láta sér úr greipum ganga. í Egyptalandi æQar Bessmertnyk að ræða við Hosni Mubarak forseta og James A. Baker III, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Baker er nú í fjórðu friðarfór sinni til Mið-Austur- landa frá því aö PersaQóastríðinu lauk. Til þessa hefur hann ekki haft erindi sem erQöi, enda eru hvorki ísraelsmenn né Arabar reiðubúnir að hvika frá fyrri afstöðu sinni svo að neinu nemur. Bessmertnyk var í gær i ísrael í fyrstu heimsókn sovésks utanríkis- ráðherra til landsins. Heimsóknin markar því tímamót í samskiptum þjóöanna en þær hafa ekki haft með sér stjórnmálasamband frá því í sex daga stríðinu árið 1967. Enginn sýni- legur árangur varð þó af viðræðum ráðherrans við David Levy, utanrík- isráðherra ísraels, en hann sagði þó að þær hefðu verið gagnlegar. í Washington segja embættismenn að Baker sé trúlega í síðustu fór sinni til Mið-Austurlanda í þessari lotu. Nú vilji hann láta á það reyna hvort nokkur von er um að deiluaðilar fá- ist til að setjast að samningaborðinu. Takist það ekki nú verður bið á að Bandaríkjamenn hafi bein afskipti af deilum ísraela og Araba. Sendimenn í Bandaríkjunum frá ríkjum Araba sem og ísraels hafa tekið undir þetta viðhorf og segja að í þessari ferð verði því ráðið til lykta hvort nokkuð miðar í að semja um deilumál þjóðanna. Bandaríkjamenn og Sovétmenn hafa orðíð ásáttir um að standa sam- an að friðarráðstefnu fyrir Mið- Austurlönd fáist deiluaðilar til aö sækja hana. Það er þó undir hælinn lagt hvort það gengur eftir þótt bæði stórveldin virðist ásátt um að láta reyna til þrautar á sáttaviljann. Til þessa hafa ísraelsmenn neitað að ræða viö Palestínumenn á þeim grundvelli að láta land gegn því að Palestínumenn taki Ísraelsríki í sátt. Palestínumenn segja á móti að tómt mál sé að ræða um frið við ísraels- ríki meðan það hersitji lönd þeirra. Reuter Jóhannes Páll páfi II. heimsækir Portúgal: Þakkar heilagri Fatímu ffall kommúnismans - telur hana einnig hafa bjargað lífi sínu fyrir tíu árum ræst. Andstæöingar kommúnista hafa haft mikinn átrúnað á henni og oft komið saman í þorpinum þar sem helgir dómar tengdir lífi hennar eru geymdir. Messudagur Fatímu er þann 13. maí. Þann dag árið 1981 reyndi Tyrk- inn Ali Agca að ráða páfa af dögum í Róm. Þá þótti ganga kraftaverki næst að páfi skyldi halda lifi og hefur hann æ síðan þakkað það náð Fatímu að tilræðismanninum varð ekki að ósk sinni. Kúlurnar, sem hæfðu líkama páfa við tilræðið, eru nú geymdar í þorpi Fatímu með öðrum jarteiknum tengdum lífi hennar. Ári eftir til- ræðið kom Jóhannes Páll í fyrsta sinn í þorpið en sagðist nú vilja þakka henni enn vemdina, sérstak- lega þegar Qeiri kraftaverk hefðu einnig gerst fyrir tilverknað hannar. Þar átti hann við fall kommúnism- ans. Reuter Jóhannes Páll páfi II., sem nú er í Portúgal, sagði við komuna til lands- ins í gær að hann þakkaði hinni heil- ögu mey, Fatímu, að hann hefði lifað af morðtilræði fyrir tíu ámm. Þá sagði hann að þessari sömu meyju mætti þakka aö stjómir kommúnista í Austur-Evrópu væm nú fallnar. Fatíma er einn helgasti dýrlingur Portúgals og er skrín hennar geymt í smáþorpi í Portúgal. Páfi sagðist vera kominn til landsins til að færa henni þakkir sínar. í ávarpi á Qugvellinum í Lissabon sagði pédi að hann vildi færa Portú- gölum sérstakar þakkir fyrir hvernig þeir hefðu gætt trúar sinnar á tímunj mikillar breytingar þegar trúleysi færðist í aukana. Fatíma á að hafa birst þremur port- úgölskum bömum árið 1917 og þá spáð því að sá dagur mundi renna að Rússland yrði kristnað á ný. Með- al kaþólskra manna er því víða trúað að spádómur meyjarinnar haQ nú Jóhannes Páll páfi II. þakkar heil- agri Fatimu að stjórnir kommúnista eru fallnar i Austur-Evrópu og kristin trú á ný hafin til virðingar í Sovétríkj- unum. Teikning Lurie Grænlendingar ífiskveiðisfríð við Norðmenn Norska landhelgisgæslan stóð í gær grænlenska togarann Polar Princess að ólöglegum veiðum við Svalbarða og fyrirskipaði skipstjóranum aö hafa sig á braut úr norskri lögsögu. Útgerð togarans sendi hann á miðin við Svalbarða þrátt fyrir aövaranir norskra yfirvalda um að engum öörum en Norðmönn- um væri heimilt að veiða innan 200 mílna Qskveiöilögsögunnar við eyjarnar. Grænlendingarnir draga í efa að Norðmenn hafi heimild tíl að einoka veiðar þar. Bæði grænlenska heimastjóm- in og danska utanríkisráðuneytið höfðu lagt blessun sina yfir veið- ar togarans á miðunum við Svai- barða. Rit7.au Peningainarkaður INNLÁNSVEXTIR INNLAN överðtr. (%) hæst Sparisjóðsbækur ób. Sparireikningar 4,5-5 Lb 3ja mán. uppsögn 4,5-7 Sp 6mán. uppsögn 5,5-8 Sp Tékkareikningar, alm. 1-1,5 Sp Sértékkareikningar ViSITÖLUB. REIKN. 4,5-5 Lb 6mán. uppsögn 2,5-3,0 Nema ib 15-24 mán. 6-6,5 Ib.Sp Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisb. reikningar í SDR6.8-8 Lb Gengisb. reikningar í ECU8.1 -9 Lb ÓBUNDNIR SÉRKJARAR. Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3 Allir Óverðtr. kjör, hreyfðir BUNDNIR SKIPTIKJARAR. 10,25-10,5 Nema Ib Visitölubundin kjör 5,25-5,75 Bb óverðtr. kjör INNL. GJALDEYRISR. 12,25-13 Bb Bandaríkjadalir 5-5,25 Bb Sterlingspund 11-11,1 SP Vestur-þýsk mörk 7,75-7,8 Sp Danskarkrónur 8-8,6 Sp ÚTLÁNSVEXTIR ÚTLÁN ÖVERÐTR. (%) lægst Almennirvixlar(forv.) 15,25 Allir Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 15,25-15,75 Lb Viðskiptaskuldabréf (1) ;kaupgengi Allir , Hlaupareikningarfyfirdr.) ^ UTLAN VERÐTR. 18,75-19 Bb Skuldabréf AFURÐALÁN 7,75-8,25 Lb Isl. krónur 14,75-15,5 Lb SDR 9,75-9,9 Nema Sp Bandaríkjadalir 8-8,5 Lb Sterlingspund 14-14,25 Lb # Vestur-þýsk mörk Húsnæðislán 10,75-10,8 4,5 Lb.lb.Bb Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR ■Óverðtr. apríl 91 Verðtr. apríl 91 15,5 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalá mai 3070 stig Lánskjaravísitala apríl 3035 stig Byggingavisitala mai 581,1 stig Byggingavisitala maí 181,6 stig Framfærsluvísitala apríl 151 stig Húsaleiguvísitala 3% hækkun 1 . april VERÐBREFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einmgabréf 1 5,574 Einingabréf 2 3,005 Einingabréf 3 3,654 Skammtímabréf 1,864 Kjarabréf 5,472 Markbréf 2,923 Tekjubréf 2,099 Skyndibréf 1.625 Fjölþjóðabréf 1.270 Sjóðsbréf 1 2,671 Sjóðsbréf 2 1,868 Sjóðsbréf 3 1,851 Sjóðsbréf 5 Vaxtarbréf Valbréf islandsbréf Fjórðungsbréf Þingbréf Öndvegisbréf Sýslubréf Reiðubréf Heimsbréf 1,609 1,116 1,8872 1,7632 1,159 1,088 1,157 1,145 1,169 1,132 1,064 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi aí lokinni jöfnun KAUP Sjóvá-Almennar hf. Eimskip Flugleiðir Hampiðjan Hlutabréfasjóðurinn Eignfél. Iðnaðarb. Eignfél. Alþýðub. Skagstrendingur hf. islandsbanki hf. Eignfél. Verslb. Olíufélagið hf. Grandi hf. Tollvörugeymslan hf. Skeljungur hf. Ármannsfell hf. Fjárfestingarfélagiö Otgerðarfélag Ak. Olis Hlutabréfasjóóur VlB Almenni hlutabréfasj. Auðlindarbréf Islenski hlutabréfasj. Síldarvinnslan, Neskaup. 6,10 5,45 2,30 1.72 1,58 2,32 1,62 3,86 1,55 1.73 5.45 2.45 1,00 5.77 2.35 1.35 4,20 2.15 1,00 1,05 0,995 1,06 2,52 SALA 6,40 5,67 2.39 1,80 1,66 2.40 1,70 4,05 1,60 1,80 5,70' 2,55 1,05 6,00 2,45 1,42 4.40 2,25 1,05 1,09 1,047 1,11 2,65 (1) Við kaup á viðskiptavíxlu skiptaskuldabréfum, útgefnurr aðila, er miöað við sérstakt I kge.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.