Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991. „Holl og mannbæt- andi kvikmynd" „Ég tel aö þetta sé bæði holl og mannbætandi kvikmynd og vona því að sem flestir komi og sjái hana. Þetta er besta kvikmynd sem ég hef gert til þessa og það besta sem samstarfsmenn mínir eins og Ari Kristinsson myndatökumaöur hafa gert,“ sagði Friðrik Þór Frið- riksson kvikmyndargerðarmaður í samtali við DV. Flótti til æskustöðvanna Ný kvikmynd Friðriks, Börn náttúrunnar, verður frumsýnd í byrjun júh. Myndin er tekin í Skagafirði, Reykjavík og Aðalvík á Homströndum og segir frá göml- um bónda sem bregður búi og flyt- ur á mölina í höfuðborginni. í fyrstu dvelur hann hjá börnum sín- um en þar kemur að hann fær vist á elliheimili. Þar hittir hann æsku- vinkonu sína sem á sér þann draum æðstan að verða grafin á æskustöðvum þeirra beggja á Hornströndum. Saman strjúka þau af elliheimilinu og halda á vit ævin- týranna og æskustöðvanna. „Það var auðvitað heilmikið fyr- irtæki að dveljast með heilt kvik- myndatökugengi á staö eins og Aðalvík þar sem hvorki er raf- magn, sími né samgöngur." Veórið eitt af því skemmtilega - Hvernig gekk að lynda við ís- lenska náttúru. Var veðrið alltaf hagstætt? „Veðrið er eitt af því sem gerir það skemmtilegt að gera kvikmyndir á íslandi,“ segir Friðrik. „Það er sí- breytilegt og maður verður að nýta sér það veður sem býðst hverju sinni." Aðalhlutverkin í myndinni leika Gísh Halldórsson og Sigríður Hagalín, tveir reyndustu leikarar þjóðarinnar. Hvernig gekk sam- starfið? „Það gekk mjög vel,“ segir Friðrik og hahar sér aftur í stólnum og pírir augun og snýr upp á yfir- skeggið. „Þau eru bæði miklir lista- menn sem gerðu alla vinnu miklu auðveldari. Ég hafði þau í huga meðan handritið var í vinnslu en ég skrifaði það ásamt Einari Má Guðmundssyni rithöfundi. Ég hafði nefnt þetta við Gísla fyrir löngu og hann gefið vilyrði. Mér fannst engir aðrir leikarar koma til greina í þessi hlutverk og það má heita einkennilegt að þau skuli ekki hafa verið notuö meira í ís- lenskum kvikmyndum en raun ber vitni.“ Friðrik hafði lengi gengið með þessa hugmynd í maganum og handritiö var að mestu tilbúið fyrir 3 árum. Sérvitringur sem fer sínar eigin leióir Friðrik Þór Friðriksson hefur ekki alltaf farið troðnar slóðir í kvikmyndagerð sinni. Sérviska hans hefur getið af sér kvikmyndir eins og Brennunjálssögu sem sýnd var í íslenska Sjónvarpinu fyrir skömmu viö blendnar undirtektir. Einnig má nefna Hringinn en það var íslenski hringvegurinn séður gegnum myndavél. Friðrik gerði Skytturnar 1987 en hafði áður gert nokkrar heimildarmyndir sem Friðrik Þór Friðriksson lýsir Bömum náttúrunnar Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarrfíaður. vöktu verðskuldaða athygh. Nægir að nefna Eldsmiðinn, Rokk í Reykjavík og Kúreka norðursins. Síðan 1987 hefur Friðrik gert tvö leikrit fyrir sjónvarp, Flugþrá 1988 og Englakroppa 1989. Er hægt að líkja Börnum náttúrunnar við eitt- hvert fyrri verka hans? Undir áhrifum frá Eldsmiðnum „Eiginlega ekki,“ segir Friðrik. „Þetta er mynd um mannlegar til- finningar og aö mörgu leyti ólík því sem ég hef áður gert. Ætli Eldsmið- urinn hafi ekki haft dálítil áhrif á mig við gerð þessarar myndar eða öllu heldur gamh maðurinn sem sú mynd fjallaði um.“ Myndin Börn náttúrunnar kostar 60 milljónir í framleiðslu. 25 millj- ónir voru veittar til verksins úr Kvikmyndasjóði, 12 milljónir úr Evrópusjóðnum og var þetta fyrsta íslenska kvikmyndin sem fær styrk þaðan. Þjóðveijar og Norðmenn tóku einnig þátt í íjármögnun gegn sýningarrétti þannig aö ljóst er að kvikmyndin verður sýnd í þessum löndum tveimur að minnsta kosti og eflaust víðar erlendis en Friðrik sagði að lítið hefði verið skipulagt í þeim efnum enn sem komið er. „Fyrst er rétt að ljúka við hana en ég býst við að ég reyni aö koma henni á kvikmyndahátíðina í Loc- arno í Sviss í ágúst í sumar.“ Kvikmynd Friðrik, Skytturnar, eða White Whales eins og hún var kölluð erlendis var sýnd á um- ræddri kvikmyndahátíð í Locarno og fékk lofsamlega dóma og sér- staka umsögn dómnefndar þó hún ynni ekki til eiginlegra verðlauna. Einn hinna efnilegri? í enskum bæklingi um íslenskar kvikmyndir og kvikmyndagerðar- menn er Friörik sagður vera einn efnilegasti af yngri kynslóð kvik- myndaleikstjóra. Hvemig fellur honum sú nafnbót? „Mér er nokkuð sama hvað er skrifað um mig,“ segir Friðrik og glottir svo augun hverfa. „Ég get ekki séð nein skýr kynslóðabil í hópi íslenskra kvikmyndagerðar- manna hvort sem þeir eru eldri eða yngri en ég. Aldursmunur er sára- lítill í þessum hópi og viðfangsefni hans og söguskoöun áþekk. Ég lít frekar á mig sem hluta af heild og býst við að eftir 50 ár verði ég sagð- ur hafa verið meðal frumkvöðla þess sem kallað hefur verið „vor- ið,“ í íslenskri kvikmyndagcrð.“ Ervoriðliðið? - Hvar eru íslendingar staddir í kvikmyndaalmanakinu? Er vorið liöið og er komið sumar eða kannski haust? „Það að þetta skuli trúlega verða eina íslenska myndin sem veröur frumsýnd á þessu ári segir sitt um þá lægð sem íslensk kvikmynda- gerð hefur verið í. Þó bendir ýmis- legt til að betri tímar og meiri vöxt- ur séu framundan. Stjórnvöld brugðust Stjórnvöld brugðust íslenskri kvikmyndagerð svo hún lenti í mikilli lægð en auknir möguleikar á fjármögnun úr norrænum og evr- ópskum sjóðum gera menn bjart- sýnni og gera það að verkum að Kvikmyndasjóður skiptir ekki eins miklu máli og áður. Stjórnmála- menn hafa algjörlega skilið þessa listgrein, sem hefur góða mögu- leika á að verða að iðngrein, eftir í rjúkandi rústum. Þeir sem hafa svelt íslenska kvikmyndagerð gætu litið til Ástrala sem veittu miklu fé í sína kvikmyndagerð fyr- ir nokkrum árum. Þeir hittu síðan í mark með Mad Max myndunum sem skiluðu jafnmiklum tekjum og öll landhúnaðarframleiðsla lands- ins það árið. Ef stjórnmálamenn ætla sér að halda haus í þessu máli þá verða þeir aðhækka framlag til sjóðsins í 150 milljónir. Það myndi hleypa lífi í þetta og gera mönnum kleift að halda einhverri reisn. Það ekk- ert vit í öðru en að gera eina mynd á ári. Enginn myndi senda knatt- spyrnumann í landsleik á 4-5 ára fresti án æílngar." Langar í Djöílaeyjuna næst - En hvað ætlar Friörik að gera þegar Börn náttúrunnar eru aö baki. Hvert verður hans næsta verkefni? „Mig langar til þess að vinna kvik- mynd eða kvikmyndir eftir hand- riti sem Einar Kárason hefur gert upp úr bókunum um Djöflaeyjuna. Það veröur vonandi næsta stóra verkefnið mitt. Svo langar mig að Ijúka heimildarmynd um Bubba Morthens sem ég hef lengi verið með í smíðum og tekið marga kíló- metra af filmu. Auk þess eru ýmis smærri verkefni í bígerð sem of snemmt er aö ræða um.“ -Pá /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.