Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Side 15
LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991. 15 ' Ég átti mér móður Þaö er skrítið hvaö dauöinn er Qarlægur. Okkur dettur eiginlega aldrei í hug aö dauðinn sé á næsta leiti, hvaö þá að hann kalli til sín ástvini, ættingja eöa aöra nána samstarfsmenn. Viö sjáum þá jú í nálægð og höfum þá innan seiling- ar og megum ekki vera að þvf að hugsa um það hvenær ævin tekur enda. Leyfum okkur meira aö segja aö rífast og skammast og vanrækja kærustu vini okkar eins og ekkert sé sjálfsagðara en við hittumst aft- ur á morgun. Já, dauðinn er fjarlægur hinu iö- andi daglega lífl. En samt er hann nálægur og nálægari en allt annaö og gerir ekki boð á undan sér og hrifsar þá til sín sem síst skyldi. Endanlega og varanlega. Þama stóð hún mamma í eld- húsinu í Skjólunum, stoðin og styttan, sameiningartáknið í fjöl- skyldunni, og enginn vildi trúa því að hún ætti stutt eftir óhfað. Höfð- um kannski um það grun, undir niðri, en vikum þeirri hugsun í burt vegna þess að litli heimurinn í stóru íjölskyldunni var óhugsandi án hennar. Hún var eikin sem aldrei brotn- aði. Hún hafði faðm sem var stærri og hlýrri en allar heimsins áhyggj- ur gátú nokkru sinni fyllt. Hvernig gátum við án þessarar konu verið? Hvemig var hægt að ímynda sér framtíðina án þess að gera ráð fyr- ir nærveru hennar, prímadonn- unnar? Hún var allt í öllu. Líka þegar hún dó. Hún kvaddi í samræmi við líf sitt og breytni. Sterk, stolt og stórlát. Engar vífilengjur, enginn harma- grátur, enginn barlómur, og ætlað- ist til að við björguðum okkur sjálf, eins og hún haíði alltaf gert kröfu tíl. Og eitt er víst: Hún fer ekki fram á neina sorgarhátíð eða táradal í kveöjuskyni. Hún var aldrei gefin fyrir tilfinningasemi, þessi kona, þótt hún væri barmafull af tilfinn- ingum sjálf. í þeim eiginleikum fól- ust hennar leyndardómar og í þeirri þverstæðu var persónuleiki hennar svo töfrandi. Aldrei aftur... Það er ekki til siðs að börn skrifi minningargreinar um foreldra sína. Ekki bjó ég til þá reglu og hef ekki hugsað mér að fara eftir henni. Ég sé heldur ekki betur en merkustu bækurnar séu hugverk þeirra manna og kvenna sem eiga sér mæður að yrkisefni. Bók- menntirnar eiga gnægð af slíkum perlum. Og því skyldi þá ekki syrgj- andi sonur mega senda mömmu sinni hinstu kveðju meðan örkin er ennþá tárvot og síðasta handa- bandið volgt í lófanum? Ekki til að bera tilfinningar sínar á torg eða gera tilraun til að lýsa nánu einkasambandi. Einkamál eiga ekki erindi til almennings og verða væmin og tilgerðarleg í aug- um annarra. Þau eru ekki til sýnis og ekki til auglýsingar. En er það ekki eins með mig og ykkur öU hin að mamma er mann- eskjan í lífi ykkar, mamma er mið- punkturinn og hvers vegna þá að skammast sín fyrir það eða leyna kekkinum í hálsinum eða söknuð- inum í brjóstinu? Hvers vegna að þykjast vera sterkari en maður er? Jafnvel ég, fullorðinn maðurinn og margra barna faöirinn, drúpi höfði og verð eins og bjargarlaus fugls- ungi þegar gömul kona hallar sér á koddann og deyr. Aldrei aftur fiskibollur í eldhús- inu, aldrei aftur bridsþrautir á stofuborðinu, aldrei aftur hnyttnar sögur og tindrandi augnatillit úr stóru brúnu augunum. Aldrei aftur frásagnir úr bernskunni, mein- ingar um pólitíkina eða ráðlegging- ar í dagsins önn. Aldrei aftur ömmuleikur við bamabörnin, aldr- ei aftur galdraður fram veislumat- ur úr ísskápnum. Aldrei aftur hið þögla bros hins óbilandi vinar. Móðurástin Ekki er ég einn um slíkar minn- ingar. Allt fólkið í kringum mig, allir þeir sem alist hafa upp í móð- urást, þekkja þá væntumþykju, þann gullna þráð sem aðeins skap- ast milli móður og barns. Sama hvað barnið verður fullorðið og móðirin aldurhnigin. Strengurinn slitnar aldrei og herðist jafnvel í amstri og mótlæti. Þegar allt um þrýtur og allar bjargir eru bannað- ar eiga hinir fordæmdu og útskúf- uðu sitt athvarf í þeirri óbilandi móðurást sem aldrei slokknar og aldrei deyr. Á mínum unglingsárum í vestur- bænum man ég eftir pilti sem var lítið eitt eldri en ég. Hann bjó einn með aldraðri móður sinni og var sjaldnast heima vegna þess að vínið hafði náð tökum á honum og stræt- ið var hans bústaður löngum stundum þar sem hann lá afvelta, Laugardags- pistill Ellert B. Schram rænulaus og vanhirtur fyrir hunda og manna fótum. En alltaf mátti sjá gömlu konuna staulast niöur í bæ á síðkvöldum, leita að drengnum sínum og bera hann heim. Alltaf tók hún við honum, alltaf bar hún blak af honum og aldrei heyrðist styggðaryrði eða uppgjöf hjá þess- ari shtnu verkakonu þegar hún bað okkur unglingana um aðstoð við að koma ofurölvi einkasyninum til hvílu. Ég skildi það ekki þá en ég skildi það síðar að hún var ekki síður að rétta honum hjálparhönd sín vegna en hans vegna. Þetta var barnið sem hún átti, þetta var ástin sem hún átti. Og hún var ekki að færa neinar fórnir því móðurást er ein- lægust og best allra ásta af því hún krefst einskis og fer aldrei fram á annaö en barnið sé áfram barnið hennar. Hver þekkir ekki þetta samband móður og barns og hver sá sem ekki hefur upplifað það eða þorir ekki að viðurkenna það er að af- neita sjálfum sér. Lýðveldiskynslóðin Sagan hennar mömmu minnar er saga þeirrar kynslóðar sem nú er óðum að týna tölunni. Saga fólks sem ólst upp á fátækum sjómanns- og alþýðuheimilum, komst í álnir í skjóli þess frelsis sem lýðveldið og sjálfstæðið færði þjóðinni. Þetta er kynslóð sem þekkti sinn upp- runa, þekkti báðar hliðar lífsins og hafði fyrir vikið þroska til að standa báðum fótum á jörðinni. Lýðveldiskynslóðin braust áfram af eigin rammleik, drakk í sig menningu og menntun, naut áður óþekktra lystisemda en sveik aldrei uppruna sinn og rætur. Hún mamma var góður fulltrúi þessarar kynslóðar og kannski af þeim ástæðum var hún margar persónur í einni og sömu manneskjunni. Al- þýðukona og aðalsmær. Húsmóðir og heimsdama. Margar konur í einni konu. Hún átti þess ekki kost að stunda langskólanám en talaði þó reip- rennandi dönsku, ensku, þýsku og frönsku. Hún glósaði mig í gegnum versló. Hún kenndi mér algebruna og tók sennilega fjórtán sinnum landspróf af því hún hjálpaði að minnsta kosti helftinni af börnun- um og bamabörnunum í gegnum skyldunámið. Hugur hennar stóð til háskólanáms á sjötugsaldri, aht þar til heilsan og annirnar gerðu hlé á þeim námsferli. Núna hefur hún tíma til að ljúka honum. Mesti auðurinn Hún mamma var heppin. Hún eignaðist góðan mann, naut barna- láns og var heilsuhraust mestalla ævi. Hún átti stórt og fallegt heim- ili og var drottning í ríki sínu. Allt lék í höndum hennar: matseldin, píanóið, samræðulistin og fundvís- in á skynsamlegustu niðurstöðurn- ar. Hún átti jafnan síöasta orðið og þau orð voru lög. Það þekkja þeir sem lögðu leið sína á stóra heimilið í Skjólunum og þeir voru margir. Heilir árgangar af menntaskólum og verslunarskólum, krakkarnir í hverfinu, vinir og vandamenn, frændur og félagsmenn í hesta- mannafélögum, bridsklúbbum, kaupmannasamtökum, stjórn- málaflokkum og fótboltafélögum. Stundum öll knattspyrnuhreyfing- in, innanlands og utan, og ætíð þegar mikið lá við. Hún lagði þá alla að fótum sér, þessi fegurðar- dís, og fór létt með. Ég hef aldrei efast um þá barnatrú mína að önn- ur eins kona hafi ekki áður fæðst. Og ef þeir bara heíðu vitað það, keppinautamir í knattspyrnunni, hvernig hún mamma fór að því að láta KR sigra í gamla daga! Ég get ljóstrað upp því leyndarmáli núna. Það vom bakaðar pönnukökur í Skjólunum meðan á leikjunum stóð og það var óbrigðul hjátrú, og svo var haldin veisla á eftir og ekki mældar ofan í mann pönnukök- urnar þegar sigurinn var í höfn! Já, þeir voru margir sigrarnir í Skjólunum. Ekki á leikvelhnum eða vígvellinum heldur á þeim heimavehi sem hún átti; í hugum og hjörtum gesta og gangandi, barna, barnabarna og barnabarna- barna, þar sem keppnin stóð ekki um það hver væri stærstur og mestur heldur væri sjálfum sér trúr. Aldrei vissi ég til þess að hennar húsi væri læst, aldrei vissi ég til þess að nokkur maður kæmi þangað bónleiður til búðar. Hún hafði það margsinnis á orði að hennar stærsta og merkilegasta hlutverk væri að ala upp böm, nýja kynslóð, nýtt fólk og þar væri hennar auður falinn. Já, hún var mikil forréttindamanneskja í líf- inu, hún mamma, og átti það allt saman mörgum sinnum skihð. Endurfundir En það var ekki alltaf þannig. Tíu sinnum skiptu foreldrar hennar um heimili í Reykjavík eftir að þau yfirgáfu kotbúskapinn fyrir aust- an. Tíu sinnum var þeim ýmist sagt upp leigunni eða áttu ekki fyr- ir leigunni og tvisvar brann ofan af þeim og amma þurfti að fara frá ómegð og atvinnuleysi höfuðborg- arinnar í síldarvinnslu norður til að öngla saman fyrir veturinn. Fyrsta húfan hennar mömmu hvarf í Halaveðrinu fyrir tæplega sjötíu árum þegar Óh bróðir henn- ar fékk húfuna lánaöa í snarhasti þegar hann hafði verið munstraður á síðustu stundu á Leif heppna. Það skip átti ekki afturkvæmt og með því fórust tveir bræður hennar mömmu. Eftir sat hnípin fjölskylda og bar þá sorg það sem eftir hfði. Nú verða væntanlega fagnaöar- fundir hinum megin þegar htla systir hverfur síðust á vit þeirra. Nú er þessu lokið og tómarúmið er stórt. Eins og alltaf þegar ástvin- ir falla frá og dauðinn hrifsar til sín þá sem síst skyldi. Á maður ekki að vera glaður og þakklátur fyrir samfylgdina? Á maður ekki að segia sem satt er að þetta eigi fyrir okkur öhum að hggja? Jú, víst skal maður bíta á jaxlinn og bera sig karlmannlega. Eitt sinn skal hver deyja. En það flögrar að mér að við eig- um eftir að hittast hinum megin og þá verður tekinn upp þráðurinn í sögnunum þar sem frá var horfið og þá verða aftur bakaðar pönnu- kökur til að halda upp á sigrana. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.