Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991. Kvikmyndir Skemmtiborgin er að verða martröð fyrir Roland Joffe Hinn kunni leikstjóri Roland Joffe (The Killing Fields, Mission) hefur dvaliö á Indlandi undanfarna mán- uöi við tökur á nýjustu kvikmynd sinni City of Joy og hefur gengiö á ýmsu. Daglegur viðburður er mót- mæli óánægöra borgara í Kalkútta þar sem kvikmyndað er og hefur Joffe bæði verið kærður og hótað öllu illu af reiðum íbúum, sem hefur verið talin trú um að hann muni með kvikmynd sinni sverta borgina í aug- um heimsins, en í Kalkútta er mikil fátækt og eymd. Það var þreyttur Roland Joffe sem á miðnætti fyrir viku ávarpaði stór- an hóp mótmælanda og sagði það sem hann hefur margoft sagt áður að hann væri alls ekki staddur í Kalkútta til að koma illu orði á borg- ina. Meðan hann talaði hljóðnuðu raddir mótmælanda en hann vissi að þeir myndu heyrast fljótt aftur. Mótmælin þetta kvöld gerðu það að verkum að ekkert var kvikmyn- dað þennan dag. Þetta er aðeins dæmi um hvemig gengið hefur síð- ustu þrjá mánuði meðan á tökum hefur staðið. Oft hefur það verið þannig að saklausir vegfarendur, sem hafa átt leið um þar sem tökur fara fram, hafa haldið að mótmæ- lendurnir sem láta öllum illum látum séu hluti af kvikmyndinni. Þegar útséð var kvöldiö fyrrnefnda að ekkert yrði af kvikmyndatöku var Patrick Swayze, stjarna myndarinn- ar, látinn vita að hann þyrfti ekkert að mæta og þreyttir tæknimenn pökkuðu saman enn einu sinni án þess að nokkuð hefði verið gert. Vel undirbúin mótmæli „Þeir sýna aðeins ljótar byggingar og fólk í lörfum. Einnig er sýnd nak- in kona í myndinni," sagði einn mót- mælandinn þegar hann var spurður hveiju hann væri að mótmæla. Mótmælendurnir koma frá verka- lýðsfélögum, æskulýðsfylkingum og kommúnistaflokkum í Kalkútta. Þegar Joffe var spurður hvernig hann höndlaði mótmælendur sagði hann að það skipti mestu máli að halda ró sinni og vera í snertingu við fólkið, þá væri von um friösamlega lausn. Ekki hefur það þó alltaf nægt. Fyr- ir nokkrum vikum var sprengjum hent inn á tveggja hektara svæði sem Roland Joffe hefur til umráða. Þá voru tveir menn sem starfa við kvik- myndina handteknir þegar Joffe var að kvikmynda á götum Kalkútta og ákærðir fyrir að eiga þátt í dauða eins mótmælanda. Stuttu seinna kom í ljós að maðurinn hafði dáið af eðlilegum orsökum. City of Joy er gerð eftir vinsælh skáldsögu eftir Dominique Lapierre. „Ég tel að myndin gefi heiðarlega og jafnvel ýkta til hins betra, mynd af ástandinu í Kalkútta," segir Roland Joffe í viðtali um kvikmyndina. „Ef ég væri á eftir sannleikanum um handriti myndarinnar. í mars var reynt að stöðva algjör- lega tökur á myndinni en eftir mála- ferli sem gerðu það að verkum að lítið var hægt að kvikmynda í mars var Joffe leyft að halda áfram. „Þeir sem hafa æst lýðinn gegn okkur eru miðstéttimar og góðborgarar sem eru hræddir um stöðu sína og að heimurinn sjái borgina í réttu ljósi,“ Lopi - Lopi 3ja þráða plötulopi 100% íslensk ull — 10 sauðarlitir Einnig gulir - grænir - bláir - rauðir og fjólubláir litir Magnafsláttur Sendum í póstkröfu Lopi ullarvinnslan Súðarvogi 4, 104 Reykjavík Sími 30581 Sumarnámskeið í Englandi Ef sótt er um strax er enn möguleiki á að komast á námskeið í Bournemouth Intern. School sem hefjast 22. júni. Hentar fólki á öllum aldri frá 15 ára og upp úr. Hvergi fæst skynsamlegri nýting á sumarleyfinu. Uppl. hjá Sölva Eysteinssyni, sími 14029. Stund milli stríða. Patrick Swayze situr hér meðal innfæddra í Kalkútta. Fyrir aftan hann er breska leikkonan Pauline Collins sem leikur einnig i City of Joy. Kvikmyndir Hilmar Karlsson ástandið í borginni yröi myndin óhugnanleg lýsing á mikilh fátækt sem flestir íbúar borgarinnar búa við. Ég er ekki hér til að gera heimild- armynd. Mynd mín er frekar eins og ljóð sem gefur vissa mynd sem ekki þarf að vera sönn.“ Kalkútta thheyrir Vestur-Bengal sem stjómað er af kommúnistum og er Kalkútta höfuðborgin og þótt stjómin hafi veitt leyfi fyrir kvik- myndatökunni í Kalkútta og fengið ríflega greitt fyrir, hefur aht verið gert til aö setja stein í götu kvik- myndagerðarmanna. Hefur stjórnin meðal annars tvo menn starfandi með kvikmyndahðinu og er ekkert gert nema þeir samþykki allt fyrir- fram. Allirvirðasteiga afrit af handritinu Framleiðandinn Iain Smith sem eins og fleiri er aö gefast upp á ástandinu segir að það sé enginn maður með mönnum í Kalkútta nema hann eigi ólöglegt eintak af segir Joffe. „Þeir eru á móti því að við séum að gera kvikmynd um fá- tækhngana í Kalkútta sem þeir skammast sín fyrir. Það sem þessir menn skhja ekki er að ég er ekki í neinum árásarhugleiðingum gagn- vart borginni.“ City of Joy fjallar um amerískan lækni sem hefur komið th Kalkútta th að leita andlegarar hehsu. Ástand- ið í heilbrigðismálum er slæmt og hann samþykkir að vinna á holds- veikrahæh, þar sem hann kynnist miklum hörmungum. „Þema mynd- arinnar er maðurinn og hvemig hann kemst af andlega og líkamlega í ókunnugu og framandi unhverfi. Um leið sýnir myndin þann mismun sem er á lífsháttum á Vesturlöndum og í Austurlöndum." Roland Joffe hefur eytt miklum tíma í að réttlæta myndina fyrir mótmælendum og öðrum sem gagn- rýnt hafa hann. Þess má geta að Joffe er meöhmur samtaka sem kahast Survival Intemational, samtök sem hafa það á stefnuskrá sinni að vemda þjóðflokka sem em í útýmingar- hættu. Hann telur að það sé ósk stjómvalda í Indlandi að myndin veröi bönnuö þar og segir að ef af því yrði þá væri hægt að efast alvar- lega um hvort Indland væri í raun lýðræðisríki. 13 V Hættvid Nostromo Eins og kunnugt er lést hinn snjalli kvikmyndagerðarmaöur Ðavid Lean fyrif stuttú. Þá haíöi hann ásamt Robert Bolt nýlokið við handrit eftir hinni miklu skáldsögu, Nostromo, eftir Jos- eph Conrad. Nú hefur framleið- andinn Sergei Silberman tilky nnt að ekkert verði af gerð myndar- innar. Silberman sagði að hann gæti ekki hugsað sér áframhald á þessu verkefrd án David Leans. „Mynd þessi átti að kóróna ferh hans og án hans verður engin Nostramo.“ David Lean hafði lengi unnið aö undirbúningi myndarinnar og áttu kvik- myndatökur að heíjast síðastlið- inn vetur en var frestað vegna veikinda hans. Þess má geta að aðstandendur kvikmyndahátíð arinnar í Cannes, sem hefst síðar í þessum mánuði, hafa tilkynnt að þeir muni votta David Lean wðingu sína með þvi að hafa hátíöarsýningu á Brief Encount- er en hún fékk gullpálmann á hátíðinni 1946. CitizenKaneslær ígegnáný Fimmtiu ár eru nú liðin frá því að „besta kvikmynd allra tíma“ Citizen Kane var frumsýnd. Það var Orson Welles, þá aðeins tutt- ugu og fimm ára, sem leikstýrði og lék aðaihlutverkið í þessu mikla kvikmyndaverki sem hef- ur orðið tilefni fjölda hlaðgi-eina og nokkurra bóka. Á tíu ára fresti hefur hið virta kvikmyndatíma- rit Sight and Sound ávallt tekið yfirlit frá gagnrýnendum um hverjar eru bestu kvikmyndir sögunnar og hefm' Citizen Kane ávaUt verið efst á blaði. í tilefni flmmtugsafmælisins hefur Citiz- en Kane nú verið tekin th sýninga í Bandaríkjunum og á aöeins fimm dögum komu inn tæplega þrjú liundruð þúsund dollarar, en myndin var aðeins sýnd í ell- efu sölum. Talsmaður Paramo- unt sagði að þetta væri einstakt þegar haft væri í huga hvað kvik- myndin er gömul. í Biograph Teatre í New York þar sem hún er m.a. sýnd setti hún met i aö- sókn yfir eina helgi. Dekkrihelmingur StephenKings Misery nýtur mikilla vinsælda í kvikmyndahúsum um ahan heim, enda um vel gerða og spennandi mynd að ræða. Er hún gerð eftir skáldsögu hryllings- meistarans Stephen Kings en ófá- ar bóka hans hafa verið kvik myndaöar. Nýjasta skáldsaga Kings heitir The Ðark Half og er verið að kvikmynda hana um þessar mundir. The Dark Half á þaö sameiginlegt með Misery að fjalla um rithöfund. Sá er virtur undir eigin nathi en hann skrifar einnig afþreytngarsögur undir dulnefni. Þegar hann vhl hætta aö skrifa undir dulnefninu reyn- ist þaö örlagarík ákvörðun. Leik- stjóri The Dark Half er George A. Romero, en aðalhlutverkin leika Timothy Hutton, Amy Mad- igan og Michael Rooker. Áætlað er að frumsýna myndina seint á þessu ári. Síóasti skátinn Leikstjórinn Tony Scott sem leikstýrði Top Gun, Berverly Hhls Cop n og nú síðast Days of Thunder og Bruce Willis hafa nú sameinaö krafta sína í myndínni The Last Boy Scout. Fjallar myndin um einkalöggu sem Will- is leikur og fyrrverandi fótbolta- spilar (Damon Wayans) sem snúa bökum saman í að upplýsa morð á vinkonu íþróttamannsins. Að sögn Tony Scott er hér um aö ræða hresshega spennumynd meö gamansömu ívafi. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.