Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Qupperneq 22
LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991. Sérstæd sakamál DV Morðinginn sem vildi deyja Kvöld eitt tók Wanda, sem var tutt- ugu og þriggja ára, skammbyssu og skaut til bana eina manninn sem hún hafði nokkru sinni elskað. Svo hringdi hún til lögreglunnar og bað um að verða tekin af lífi. En hún fékkst ekki til að segja hvers vegna hún hafði framið morðið. Þess vegna vakti mál hennar meiri athygli en annars hefði orðið. „Já, en ég drap hann. Leikur nokkur vafi á því? Ég skaut á hann og hann dó af því. Ég vildi gera það. Og nú getiö þið gert við mig það sem þið viljið. Setjið mig í rafmagnsstólinn eða í gasklefa." „Þetta má víst nefna játningu," sagði saksóknarinn, William Tal- mage, þegar hann heyröi rauöhærðu stúlkuna, sem sat fyrir framan hann, segja þetta. Yfir henni var blær ör- væntingar. „Ungfrú Daigle. Við stöndum ekki fyrir réttarhöldum til þess eins að ákæra fólk," sagði hann. „Við gerum það til þess að sjá réttlætinu full- nægt. Þér finnst ef til vill að þú hafir sagt lögreglunni allt um þetta mál. En það finnst okkur ekki. Þú hefur ekki enn þá skýrt frá því hvers vegna þú skaust hann til bana.“ Wanda Daigle horfði þrjóskulega á manninn sem ætlaði að sækja málið á hendur henni í réttinum í Jackson- ville á Flórída. „Það getur ekki skipt minnsta máli," svaraði hún. „Ég geröi það og meira þarf ekki að segja.“ Talmage var reyndur málflutn- ingsmaður og nú endurtók hann ró- lega spurninguna um hvers vegna stúlkan hefði myrt elskhuga sinn. „Þaö getur vel verið að um hafi veriö að ræða mildandi aðstæður," bætfi hann svo við. „Viltu ekki líka frekar fara í fangelsi en að verða tekin af lífi?“ „Ég hef ekki meira að segja,“ svar- aði Wanda. Skipaöurverjandi Wanda Daigle reyndist með öllu félaus og því ekki fær um að ráða sér lögfræöing til að halda uppi vörnum fyrir sig í réttinum, og verjanda varð hún að hafa. Ríkisvaldið skipaði því John Salvaggio til að annast vörnina, en hann var duglegur lögfræðingur. Salvaggio vissi það eitt að Wanda Daigle hafði skotið Wilbur Audler, sambýlismann sinn, til bana í íbúð- inni sem þau bjuggu í. Þá höfðu þau búiö saman í sjö mánuöi en ekkert benti til þess að þau hefðu haft í hyggju að giftast. Fólk sem þekkti þau bæði hafði skýrt lögreglunni svo frá að um mán- uöi áður en morðiö var framið hefði Audler sést með öðrum konum. Wanda hafði skotið hann með byssu sem hún hafði keypt sama dag og hún banaði honum. Lögreglan gekk í fyrstu út frá því að um væri að ræða morð sakir af- brýðisemi og að ástæðan væri ótryggð Audlers. Það voru hins vegar getgátur einar og ekki staðreyndir sem hægt var að leggja fram í réttin- um. Salvaggio fékk aö heyra það sama og Talmage þegar hann ræddi viö skjólstæðing sinn í fyrsta sinn. Wanda virtist ekki hafa neinn áhuga á því að lögfræðingurinn hennar héldi uppi fyrir hana vörnum. Von- svikinn hélt Salvaggio af þessum fundi og velti því fyrir sér hvað hann gæti tekiö til bragðs. Saga úrfortíðinni John Salvaggio vissi að Wanda hafði búið hjá foreldrum sínum í St. Augustine á árum áður og þangað hélt hann. Er hann kom á heimiiið varð hann þess vísari að faðirinn var látinn en móðurina hitti hann að máli. „Hefur þú nokkra hugmynd um ákærunni á hendur Wöndu Daigle um morð af ásettu ráöi eigi að breyta í ákæru fyrir manndráp. Og þótt ég geri mér fulla grein fyrir því að það er gegn almennri venju bið ég um leyfi til að mega leiða fram eitt vitni áður en sjálf réttarhöldin byrja.“ „Hefur ákæruvaldið eitthvað við það að athuga?“ spurði dómarinn. „Nei,“ svaraði Talmage saksókn- ari. Dr. Prager kom nú í vitnastúkuna og skýrði frá því að þrettán ára hefði Wöndu verið nauðgað af frænda sín- um og síðan hefði hann haldið áfram kynlífi með henni í tvö ár. „Þegar loks var flett ofan af kyn- ferðisafbrotamanninum," sagði sál- fræðingurinn, „var Wanda farin að lifa kynlifi eins og fullorðin mann- eskja. Og sautján ára gömul var hún farin að hegða sér eins og vændis- kona. Skýring dr. Pragers Svo kynntist hún Wilbur Audler og varð ástfangin í fyrsta sinn á ævinni. Hún taldi sig hafa fundið þann eina og sanna, manninn sem gæti veitt henni öryggið sem hún þráöi svo mjög. En hún komst svo að því aö hann var farinn að vera með öðrum konum og þá fannst henni allt sem hún haföi trúað á vera einskis virði. Aftur yrði fiún að snúa til fyrra hfernis, sem hún hafði í raun megnustu óbeit á. Og henni fannst það allt vera sök Wilburs. Hún fylltist örvæntingu og hún var í því ástandi þegar hún framdi verknaðinn. Wanda hataði Wiibur ekki, hún elskaði hann. Þetta kann að hljóma sem þversögn en það er langt síðan að sálfræðingar gerðu sér ljóst hvað getur gerst í slíkum tilvik- um. Það var í raun Audler sjálfur sem var orsök morösins. Stúlkan haföi fengið mikla andúð á fyrra líf- erni en nú var hann að neyða hana til þess að taka það upp á ný.“ „Á ég að líta svo á að þessi um- mæli þin tákni að þú teljir stúlkuna ekki seka um morð?“ spuröi dómar- inn. „Nei, það er ekki skoðun mín,“ svaraöi dr. Prager. „Ég lít hins vegar svo á að það sé eðlileg skýring á því hvers vegna hún skaut Wilbur Audl- er til bana.“ Málalok „Hvað hefur þú um málið aö segja?“ spurði dómarinn nú Tal- mage. „Þetta mál hefur ekki síður valdið okkur áhyggjum en John Salvaggio,“ svaraöi Talmage. „Og við getum vel fallist á skýringu dr. Pragers og vilji sakborningurinn játa á sig mann- dráp að óyfirlögðu ráði erum við reiðubúnir til að breyta ákærunni.“ Salvaggio ræddi nú stuttlega viö Wöndu og fékk liana til að fallast á tillögu saksóknara. Dómarinn ákvaö aö frekari mál- flutningur yröi óþarfur. Síðan sneri hann sér að Wöndu Daigle og sagði: „Þaö er skoðun mín að þú þurfir á aöstoð að halda. Ég ætla því að senda þig á stofnun fyrir konur. Þar veröur þú í þrjú ár. Ég sendi yfirmönnum stofnunarinnar fyrirmælabréf þar sem tekið verður fram aö þér eigi aö veita alla þá aðstoð sem hægt er.“ Eftir þessi stuttu og óvenjulegu réttarhöld sagði dr. Prager við frétta- menn: „Ég tel ekki að það sem Wanda Daigle gerði geti talist fjarstæöú- kennt. Margar ungar konur sem mis- boðið er hefðu farið aö eins og Wanda. Sem bctur fer halda margar þeirra sjálfsstjórn en það er ekki hægt aö búast við að þær geri það allar. Ég tel hins vegar mögulegt að hún nái sér og verði eðlilcg kona. Og ég hef hugsað mér aö fylgjast náið með henni. Mín skoðun er reyndar sú að hún verði ný og ham- ingjusöm manneskja þegar hún fær frelsið aftur.“ Wanda Daigle. John Salvaggio. William Talmage. Wilbur Audler. hvers vegna dóttir þín framdi verkn- aðinn?" spurði lögfræðingurinn Pearl Jordan Daigle. Ekki treysti móðirin sér tii að gefa neitt álit á því en hann fann aö Pearl hafði mikla andúð á dóttur sinni. Það vakti grunsemdir með honum og hann ákvað að reyna að komast að ástæðunni. Eftir að samtalið haföi staðið lengi tókst honum loks að fá Pearl til aö segja frá því að þegar Wanda hafði verið þrettán ára haföi frændi henn- ar, Clifton Daigle, sem var þá fertug- ur, misnotað hana kynferðislega. Leiddi það til fasts kynferöislegs sambands sem stóð í tvö ár eöa þar til samband þeirra varð opinbert og Clifton fékk tíu ára fangelsisdóm. „Dóttir min var þá orðin kynóð,“ sagði Pearl. „Hún fór í rúmið meö hverjum sem vildi með henni vera. Og þegar hún var orðin sautján ára var hún búin aö vera með um fimm- tíu mönnum. Þaö var mér um of og ég bað hana að fara að heiman. Hún var þá farin aö hafa þann hátt á að hún fór út á kvöldin og kom heim á morgnana til að skýra frá því hverj- um hún hefði verið meö um nóttina. Slíka framkomu þoldi ég ekki. Hún var ekki neitt betri en götudrósirn- ar.“ Á fund sálfræðings John Salvaggio fannst það sem hann hafði heyrt þess eðlis að það kynni að geta varpaö ljósi á orsök morðsins á Wilbur Audler. Þegar hann kom aftur til Jacksonville hafði hann samband við kunnan sálfræð- ing og skýröi honum frá því sem hann hafði fengiö aö heyra og bað um álit hans. „Þetta er afar óvenjulegt mál,“ sagði sálfræðingurinn, dr. Herbert Prager. „Ég hef komið viö sögu rann- sókna á mörgum karlamorðum en ég hef aldrei heyrt neitt á við það sem þú ert búinn að segja mér um afstöðu skjólstæðingsins þíns. Wanda Daigle er ólík öllum þeim konum sem ég hef fylgst með og ákæröar hafa verið fyrir morö.“ Nokkru síðar lýsti dr. Prager yfir því að hann væri búinn að mynda sér skoöun á því sem gerst hefði og bauðst til þess að koma i vitnastúk- una ef þess væri óskað. Jafnframt sagði sálfræðingurinn að hann teldi að hann gæti komið í veg fyrir að Wanda hlyti dauðadóm. Réttarhöldin hefjast Þegar máliö kom fyrir rétt haföi Salvaggio tekist að fá Wöndu til að lýsa yfir því aö hún væri ekki sek um morö. Hafði hann þó oröiö að leggja hart að henni til þess. Og áður en kviödómendur sóru eiöa bað Salvaggio um að fá að segja nokkur orö en það þýddi að þeir fengju ekki að hlýða á þau. „Ég tel mig geta sýnt fram á að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.