Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Page 27
26 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991. - Sjálfstæðisflokkurinn í kreppu vegna vals á eftirmanni Davíðs Oddssonar „Það er ekki byrjað að ræða við einn né neinn um þessi mál,“ sagði einn borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í samtab við DV í gær. Umræðuefnið var hiö sama og allir Reykvíkingar og íleiri hafa skrafað og skeggrætt um yfir kafiibollum og bjórkrúsum undanfarna viku; hver verður næsti borgarstjóri í Reykja- vík? Máliðtefstvegna deilna í ríkisstjórn Davíö Oddsson mun hafa ætlað að nota tímann í liðinni viku til þess að ræða einslega við alla borgarfulltrúa flokksins bæði aðalmenn og vara- menn. Á grundvelli þeirra viðtala átti síðan að byggja tillögu að eftir- manni Davíðs sem samstaða næðist um. Samkvæmt upplýsingum DV hefur formanninum ekki unnist tími til þess vegna anna innan ríkisstjórn- arinnar þar sem risnir eru úfar vegna verkaskiptinga milli ráðu- neyta. Málin þurfa að skýrast fljót- lega vegna þess að 16. maí er boðaður borgarstjórnarfundur þar sem leiða á þessi mál til lykta. Menn telja að Davíð hafi enn ekki gert upp hug sinn varðandi borgar- stjórnarefnið en borgarfulltrúar vonast þó til aö málið liggi fyrir á mánudag. Fjórir taldir líklegastir Fjórir borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa öörum fremur verið nefndir til sögunnar sem arftakar Davíðs. Það eru þeir Árni Sigfússon, Katrín Fjéldsted, Magnús L. Sveinsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Auk þess hefur Dav- íð Oddsson látið aö því hggja að ná- ist ekki samstaða innan borgar- stjómarflokksins muni verða leitað til sjálfstæðismanna utan raða borg- arfulltrúa og hafa nokkrir verið nefndir í þvi sambandi. Árni og Vilhjálmur berjast Af þeim fjómm fulltrúum sem nefndir hafa verið þykir ljóst að val- ið standi milli Árna og Vilhjálms. Davíð Oddsson þarf að höggva á þann hnút sem er að myndast innan borgarstjórnar. Ingibjörg Rafnar er meðai þeirra sem leitað hefur verið til utan borgarstjórnarflokksins. Olafur Thors hefur, eins og Ingibjörg, mikið fylgi innan flokksins. Bestu heimildamenn DV innan flokksins segja að umtalsverður ríg- ur sé milli þeima félaga vegna þessa máls þó ekki sé um neina persónu- lega óvild að ræða. Báðir eiga sér hóp dyggra stuðningsmanna innan flokksins en tahð er að Vilhjálmur eigi breiðari stuðning bæði innan borgarstjórnarflokksins og utan. Starf hans sem formaður skipulags- nefndar er viðamikiö ábyrgöarstarf sem hann þykir hafa gegnt með prýði ásamt fleiri trúnaðarstöðum fyrir flokkinn. Einnig er bent á að þegar Birgir ísleifur Gunnarsson var val- inn borgarstjóri á sínum tíma vó starf hans í umræddri nefnd þungt á metunum. Auk þess er Vilhjálmur búsettur í Breiðholti, fjölmennasta hverfi borgarinnar, og hefur meiri reynslu að baki en Árni, helsti keppi- nautur hans. Það sem vinnur gegn Vilhjálmi er tvennt; annarsvegar þykir hann htt þekktur og ekki koma vel fyrir í flölmiðlum og hinsvegar eru fylgismenn Áma nógu harð- skeyttir til þess að koma í veg fyrir að samstaða náist um VUhjálm. Vil- hjálmur á hinsvegar fáa eða enga óvildarmenn. Krónprins Davíðs Árni Sigfússon hefur stundum ver- iö kallaður krónprins Davíðs kon- ungs því vitað er að Davíð hafði lengi vel augastað á honum sem arftaka sínum. Ámi geldur hinsvegar reynsluleysis síns og þess að hann á svama andstæðinga innan flokksins sem telja hann framapotara sem safni í kringum sig dyggum hðs- mönnum, nokkurs konar hulduher. Einnig er því haldið fram aö Árni hafi ekki sýnt þau tilþrif á vettvangi borgarmála sem réttlæti það að fela honum embættið. Honum er tahð til tekna að ver'a fuhtrúi yngri kynslóð- arinnar og koma vel fyrir í fjölmiðl- um og hafa þá persónutöfra út á við sem nauðsynlegir þykja í starfi sem þessu. Að auki segja heimUdir DV aö Ámi hafi boöist til að standa upp úr borgarstjórastólnum fyrir Davíð fari svo að stjórnin springi. Magnús tregur til Magnús L. Sveinsson hefur óum- deilanlega mesta reynslu þeirra sem til greina koma enda setið í borgar- stjórn síðan 1974. Magnús þykir traustur og hollur flokksmaður og DV er kunnugt um að margir telja hann góðan eftirmann Davíðs. Sá hængur er á því máli að þó Magnús komi tU greina sem einhverskonar málamiðlun mUli Árna og Vilhjálms, sem myndi sitja fram að næstu kosn- ingum, þá er hann sjálfur tregur til að taka starfið að sér. Magnús er valdamikih utan borgarstjómar sem formaður VR og mun ekki kæra sig um að breyta því. HeimUdir DV full- yrða að hann muni þó láta til leiðast ef allt um þrýtur. Katrín geldur andstöðu sinnar Katrín Fjeldsted hefur getið sér gott orð innan borgarstjórnar og hef- ur sýnt starfi borgarstjóra áhuga. Meðmælendur. hennar segja að bæði sé hún hæf tU starfans og ennfremur væri hollt fyrir flokkinn að fá konu tU að stýra borginni. Það er hinsveg- ar reynsluleysi sem notað er gegn henni og einnig það aö í tveimur málum á síðasta kjörtímabUi greiddi hún atkvæði gegn vilja Uokksins. Þekktir menn utan borgarstjórnar Nokkrir hafa verið nefndir utan borgarstjórnarUokksins sem hugs- anleg leið út úr þeim ógöngum ef ekki næst samstaða um neinn innan hans. Fullyrt er að Davíð noti það sem svipu á fuhtrúana til að knýja þá til samstöðu. Flestir þeirra borg- arfulltrúa sem lýst hafa skoðun sinni segjast andvígir því að sækja borgar- stjóra út fyrir raðir fuUtrúanna. Þeir sem helst hafa verið nefndir í þessu sambandi eru Ólafur Thors, forstjóri Sjóvá-Almennra, Ingibjörg Rafnar lögfræðingur, eiginkona Þorsteins Pálssonar og Kjartan Gunnarsson, núverandi framkvæmdastjóri Ookksins. Viðmælendur DV voru á einu máh um að bæði Ólafur og Ingibjörg nytu mikils og óskoraðs trausts meðal Uokksmanna og bæði hafa þau nokkra reynslu af setu í borgarstjórn og störfum á þeim vettvangi. GalUnn er sá að hvorugt þeirra hefur ljáð máls á því að taka starflð að sér þó, eins og einn viömælenda DV orðaði það, „flokkshoUustan vegi þungt og aUir eru sammála um að hvað sem það kann aö kosta þá má þetta mál ekki verða til þess að rjúfa samstöðu borgarfulltrúanna. ‘ ‘ Hafa staóið í skugga Davíðs „Ástæða þess að mörgum þykir vænlegt að leita út fyrir borgar- Vonbiðlar embættisins Þeir fjórir borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins sem oftast hafa verið nefndir sem hugsanlegir eft- irmenn Davíðs Oddssonar i stól borgarstjóra eru eflaust flestir vel tU starfans fallnir að minnsta kosti ætiar DV ekki aö gera upp á milli þeirra hér og telur þá því upp í staf- rófsröð. Ámi Sigfússon Árni er fasddur 30. júlí 1956 í Vest- mannaeyjum og er af Johnsen ætt- inni þar. Ámi varð stúdent frá MH 1977 og lauk prófi frá Kennarahá- skólanum 1981 og mastersprófi í sfjórnsýslu frá háskólanum í Ten- nessee í Bandaríkjunum árið 1986. Ámi varð framkvæmdastjóri FuUtrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1982-1984 qg formaður Heimdallar 1981-1983. Áriö 1986 var Ámi kjörinn í borgarstjórn í Reykjavík og hefur á vegum borg- arinnar veriö formaður félags- málaráös og setið í borgarráði und- anfarin 2 ár. • Katrín Fjeldsted Katrín er fædd í Reykjavík 6. nóv- ember 1946. Hún varð stúdent frá MR 1966 og útskrifaðist úr lækna- deild HÍ1973. Síðan lagöi hún stund á framhaldsnám í Englandi og kom alkomin heim 1980 og hefur starfað sem heilsugæslulæknir síðan. Hún hóf afskipti af stjómmálum fljót- lega og var kosin í borgarstjóra 1982. Hún hefur setiö í borgarráði frá 1986. Ennfremur formaöur Heilbrigðisráðs borgarinnar og varaformaður umferðamefndar. Magnús L Sveinsson Magnús er elstur þeirra fjögurra sem kaUaðir hafa verið en ekki útvaldir. Hann er fæddur 1. maí árið 1931 á Uxahrygg í Rangárvalla- hreppi og lauk prófi úr Samvinnu- skólanum áríð 1951.1960 varð hann skrifstofustjóri Verslunarmanna- félags Reykjavikur, varaformaöur sama félags frá 1965 og formaður þess frá 1980. Magnús hefur setið í borgarstjóm Reykjavíkur frá 1974 og hefur því mesta reynslu fjór- menninganna þar innan veggja. Hann sat í borgarráði 1974-78 og síöan aftur frá 1982. Á vegum borg- arinnar hefur hann verið formaður atvinnumálanefndar og Innkaupa- stofnunar borgarinnar frá 1982 og forseti borgarstjómar frá 1985. VilhjálmurÞ. Vilhjálmsson VUhjálmur er fæddur i Reykjavík 26. apríl 1946 og lauk stúdentsprófi frá VÍ og lagaprófi frá HÍ 1974. Hann var framkvæmdastjóri Fuli- trúaráös sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1974-1978 og fram- kvæmdastjóri Sambands ungra Sjálfstæðismanna 1972-1973. Hann tók sæti í borgarstjóm 1982 og hef- ur veriö formaður skipulagsnefnd- ar Reykjavíkur síðan. Ennfremur hefur hann setið í stjórn sjúkra- stofnana borgarinnar, heilbrigðis- ráði og launamálanefnd. LAUGARDAGUR 11. MAÍ1991 88 39 stjómarflokkinn er einfaldlega sú að mönnum þykir nauðsynlegt að borg- arstjórinn í Reykjavík sé þekkt and- Ut. Enginn þessara borgarfulltrúa er að ráði þekktur meöal almennings vegna þess að þau hafa aUa tíð staðið í skugga Davíðs eins og aörir borgar- fulltrúar,“ sagði sjálfstæðismaður sem vel þekkir til í samtah við DV. Af öllu þessu má ljóst vera að for- manni flokksins, borgarstjóra og for- sætisráðherra er nokkur vandi á höndum og talsverða stjórnkænsku og forystuhæfUeika þarf til þess að höggva á hnútinn og sætta stríðandi keppinauta. Tekurfulltrúa- ráðið af skarið? Fari svo að ekki finnist lausn á vettvangi borgarmálanna getur mál- ið þurft að koma til kasta fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisflokksins sem myndi einfaldlega kjósa nýjan borgarstjóra. Slíkt væri hinsvegar nokkur áUts- hnekkir fyrir nýkjörinn formann. Þar sem ekkert prófkjör fór fram fyrir síðustu borgarstjórnarkosning- ar getur enginn einn bent á fleiri at- kvæði en annar á bakvið sig. Á hitt ber að Uta aö fordæmin eru engin í sögu flokksins. Borgarstjóraskipti hafa ávallt farið fram í friði og spekt að minnsta kosti á yfirborðinu. Spennan magnast Almenningur tekur eftir hversu erfiðlega tekst að manna borgar- stjórastólinn og því lengri tími sem Uður frá því Davíð myndaöi stjórn Uti svo út sem enginn vænlegur kanditat sé í röðum borgarfulltrúa. Margir telja ekki gott afspurnar fyrir svo stóran flokk að ekki skuli finnast eftirmaður sem nýtur óskoraðrar hylli. Spennan magnast dag frá degi meðal þeirra sem „bíða“ en sá sem öUu ræður virðist fara sér nokkuö hægt. Annar Birgir ísleifur? Margir Uta þó svo á að borgar- stjórastólUnn sé ekki mjög eftirsókn- arverður þar sem Davíð hefur verið mjög sterkur og með mikið persónu- fylgi. Eftirmaður hans á fyrir hönd- um erfitt verkefni meðal annars að halda borgarstjórnarflokknum góð- um en það getur verið hæpið ef ekki næst algjör samstaða um nýjan borg- arstjóra. Þá gæti farið fyrir nýjum eftirmanni Davíð eins og fór fyrir Birgi ísleifi á sínum tíma að tapa borginni yfir til minnihlutans. Það áfall hefur fylgt Birgi síðan og komið í veg fyrir framgang hans í stjórn- málum. Einnig má telja víst að nýr borgar- stjóri myndi að minnsta kosti út kjör- tímabtiiö standa í skugga fyrirrenn- ara síns að því leyti að hann þyrfti að þola stöðugan samanburð við Davíð.. Fyrsta próf Davíðs Þá má einnig telja víst að margir fylgist glöggt með því hvernig Davíö Oddssyni forsætisráðherra og borg- arstjóra takist að leysa þessa þraut. Einn viðmælenda DV orðaði þaö svo að þetta væri fyrsta prófið sem Davíð gengist undir sem formaður fiokks- ins og stjórnmálamaður á landsvísu. Því hvUi ekki bara augu borgarbúa á honum heldur allrar þjóðarinnar og því mikilvægt að samstaða náist. Niðurstaðan er því sú að borgar- stjóri óskast í Reykjavík. Starfið er laust nú þegar. Viðkomandi þarf að vera þekktur sjálfstæðismaður sem nýtur óskoraðs trausts flokksmanna og er vel til forystu fallinn. Árni vildi ekki vera með Rétt er að taka fram að sú stað- reynd að Árni Sigfússon er ekki með á forsíðumyndinni sem prýðir þetta blað endurspeglar á engan hátt af- stöðu DV til þessara fjögurra kandíd- Margir vildu gjarnan sjá Katrinu Fjeldsted i stól borgarstjóra. Magnús L. Sveinsson hefur mesta reynslu kandídatanna. —; Árni Sigfússon og Vilhjálmur keppa hart um útnefningu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er af mörgum talinn liklegur borgarstjóri, ata. Árni Sigfússon sagði, þegar blað- ið leitaði til hans vegna umræddrar myndatöku á miðvikudag, að hann væri tregur til þess en myndi ekki skorast undan ef hin þrjú samþykktu að vera með. Þau tóku öll málaleitan blaðsins ljúfmannlega. Árni mætti hinsvegar ekki til leiks á fimmtudag eins og um hafði verið talað. Hann sagði í samtali við blaðamann DV, þegar hann var inntur eftir ástæðum þess, að hann teldi shkt ekki sæm- andi og að hann vildi ekki taka þátt í því sem hann kallaði tilbúna kosn- ingabaráttu fjölmiðla. -Pá/ELA Fyrirrennarar 1. júli 1908 tók í fyrsta sinn sér- Jón Þorláksson 1933-1935 stakur borgarstjóri viö yfirsfjórn Pétur Halldórsson 1935-1940 Reykjavíkurborgar i kjölfar breyt- Bjarni Benediktsson 1940-1947 inga á lögum um málefni sveitar- Gunnar Thoroddsen 1947-1959 stjórna. Síðan hafa 11 borgarstjórar Auður Auðuns 1959-1960 gegnt þessu embætti og lengst sat Geir Hallgrímsson 1959-1972 Knud Zimsen í 18 ár en Auður Birgir ísleifur Gunnarsson 1972- Auðuns styst í 1 ár. Borgarstjórar 1978 hafa verið: Egill Skúli Ingibergsson 1978-1982 Páll Einarsson 1908-1914 Davíð Oddsson 1982-1991 Knud Zimsen 1914-1932 1991 ???

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.