Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Page 29
41 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991. dv _____________________________________________________________Menning Regnboginn - Cyrano de Bergerac: ★★★ Sé nef þitt of stutt... Óskarsverðlaunamynd franskra um greifann Cyrano de Bergerac er nú loksins sýnd í Regnboganum. Kvik- myndin er byggð á samnefndu leik- riti Rostands sem var frumsýnt árið 1898 og hefur allar götur síðan verið sýnt við stöðugar og miklar vinsæld- ir víða um heim og er óumdeilanlega hluti af menningararfi Frakka. Sagan greinir frá risanum Cyrano de Bergerac. Hann er mikill víga- maður, fremstur í flokki bardaga- manna frá Gascony. Hann leiðir lið sitt í vonlausri baráttu gegn Spán- verjum og hugsar ekki um tap eða sigur því bardaginn er hið göfugasta sem hann getur hugsað sér. En Cyr- ano er líka skáld og getur sigrað hvern sem er með óstöövandi orð- gnótt og mælskuflóði og beitir þeim vopnum jafnvel af meiri fimi en sverðinu. Vandi Cyranos er sá að hann ann frænku sinni hugástum en þorir ekki að láta það uppskátt því hann er með óskaplega stórt nef sem ber andlit hans gjörsamlega ofurliði. Það veldur því að hann verður að láta sér nægja að aðstoða einn kad- Hinn nefstóri Bergerac hæðir andstæðing sinn fyrir bardaga. Laugarásbíó - White Palace ★★ V2 Ást og hamborgarar Ástin og hennar mörgu andlit er viðfangsefni myndarinnar um Hvítu höllina. Max er ungur uppi í góðri vinnu og býr í finni íbúð í dýru hverfi. Hann hefur fíngerðan og vandaðan smekk og hlustar á óperur í Volvoin- um á leið til vinnu sinnar. En Max er í sárum eftir missi eiginkonu sinnar ungrar og sinnir því konum lítt eða ekki þó margar séu boðnar og búnar að hugga hann. Kvöld eitt rekst Max inn í Hvítu höllina, subbulegan hamborgara- stað, sem þjónar stritandi verkalýð. Þar sér hann Noru, kjaftfora, gróf- gerða boldangskonu sem rífur stólpakjaft við kúnnann og er ekki sérlega fingerð. Eftir margvíslega örlaganna tilhliðran lenda þau saman upp í rúm og Max verður ástfanginn upp fyrir haus. En það fylgja bögglar skammrifl. Nora er óupplýst og fáfróð, drekkur eins og svampur og er 17 árum eldri en Max. Stóra spurningin er því. Geta þau eignast börn og buru og lifað „happilí ever after“? Eru hjóna- bönd milli stétta möguleg. Getur ríkur og vel menntaður gyðinga- skemmtilegri gamanmynd, White drengur eins og Max tekið jafn- Palace, sem sýnd er í Laugarás- hroðalega niður fyrir sig og hann bíói. virðist ætla að gera? Lengst af er þetta bráðskemmtileg mynd sem kannar samband þessara tveggja ólíku persóna frá ýmsum hliðum og nær oft að vekja skellihlát- ur, sérstaklega með hnyttnum og kaldranalegumn tilsvörum Noru. Susan Sarandon leikur gengilbeinuna groddalegu býsna vel og nær að sýna vel hvernig skrápurinn brestur á stundum og fyrir innan er lítil, hrædd stúlka. James Spader leikur hér að mörgu leyti svipaðan karakter og hann gerði í síðustu mynd (Bad Influence) og gerir það mæta vel. Spader má hing vegar gæta sín að festast ekki í þessari rullu. Kvikmyndir Páll Ásgeirsson í heild er handritið og öll úrvinnsla þess lítt aðfmnanleg, þó sagan sé í sjálfu sér tilbrigði við gamalt stef, þar til dregur að sögulokum. Endirinn er slík lumma að bíógestir hlógu þó ekki væri til þess ætlast. En látiö það ekki spilla fyrir ykkur. Að tveimur síðustu mínútunum frátöldum er þetta hin besta skemmtan. White Palace - amerísk 1990 Leikstjóri: Luis Mandoki Handrit: Ted Tally og Alvin Sargent eftir sögu Glenn Savan Aóalhlutverk: James Spader og Susan Sarandon Spader og Sarandon í bráð- Kvikmyndir Páll Ásgeirsson etta sinna sem elskar sömu stúlkuna við að semja eldheit ástarbréf sem geta fengið hvaða konu sem er til að líða í ómegin. Leikstjóranum Jean-Paul Rap- peneau hefur tekist stórkostlega vel að gæða hið forna leikrit lífi. Þarna er ekkert sem minnir á leikhúsið og þær hömlur sem sviðið setur. Til verksins þurfti enda 2000 leikara og jafnmarga búninga en helmingur þeirra var saumaður og hannaður sérstakleea til verksins. 40 leikmynd- ir og tökustaði. Meðal þess sem gera þurfti var að breyta árfarvegi og gróðursetja nokkra akra af réttum gróðri sem hentaði sem umgerð um orrustuna við Arras. Þá eru ekki taldir tugir hrossa og hundruð vopna og áhalda sem þurfti að smíða sérs- taklega. Allt þetta stuðlar að því að sumar senur myndarinnar, sérstak- lega bardaginn við Arras eru stór- kostlega glæsilegar eins og hæfir stórmynd af þessu tagi Stormsveipurinn sem ljær mynd- inni þann ofsafengna þunga sem ger- ir hana svo eftirminnilega er þó leik- ur Gerards Depardieu sem fer með aðalhlutverkið. Hann leikur skáldið og bardagamanninn af þvílíkum ofsa og slíkum krafti og snilld aö áhorf- endur geta vart annað en setið agn- dofa á köflum. Sannarlega glæsileg frammistaða sem hæfir þessari stærstu mynd Frakka á seinni árum. Óhjákvæmilega standa aðrar per- sónur nokkuð í skugga Cyranos en Anne Brochet fer prýðisvel með hlut- verk Roxane og Jaques Weber er frá- bær í hlutverki illmennisins og hrokagikksins De Guiche. Á heildina litið afbragðs skemmtun og hvalreki á fjörur þeirra sem eru orðnir leiðir á glitrandi meðal- mennsku amerískra kvikmynda. Ekki missa af þessari. Cyrano de Bergerac - frönsk 1990. Leikstjóri: Jean Paul Rappeneau. Aóalhlutverk: Gerard Depardieu, Anne Brochet, Jaques Weber, Vincent Perez og Roland Bertin. ILII miLitöJ* BtlllllWMMMl nnipotgrCTwtop iwli Hi ‘ilELLitE* mmm jamesspadeb ^eígefem sœöft«l)1MliiALl'SAEGEiTWK1MOÖP0(i••• I iÍFi’Stli lia(1?LnSMDQIl A L'XIVEIS.ALIELLASE ^ivérsal iÞífÆÁhtt\r»fm>DfiÞgHfil ©Ö30Fniv^rsalCil>Stodies,Iw. Þetta er bæði bráðsmellin gamanmynd og erótísk ástarsaga um samband ungs manns á uppleið og 43 ára gengilbeinu Stórmynd, sem hvarvetna hefur hlotið frábæra dóma Box Office ★★★★, Variety ★★★★★, L.A. Times ★★★★★ Aðalleikarar: James Spader (Sex, Lies and Videotapes), Susan Sharadon (Witches of Eastwick) Sýnd í A-sal kl. 5 - 7 - 9 og 11.10. Bönnuð innan 12 ára

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.