Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Side 31
LAUGARlÍáÍáátÍl.-MAl 1991. 43 Helgarpopp Umsjón Snorri Már Skúlason Lærir meðan lifír popptónlist ekki það sama á popp- tónlist. Sum er klisjukennd, inni- haldslaus og kennir ekkert nýtt. Hinn póllinn í listapoppinu er Pet Shop Boys. Undirritaður brá sér á tónleika með tvíeykinu og upplifði ásamt þúsundum, kvöldstund sem hann hefur ekki enn áttað sig á til fulls. Tónleikar er kannski ekki rétta orðið á því sem fram fór. Leik- sýningu eða söngleik væri nær að kalla uppákomuna. Alténd hefur sá sem hreyfir penna lært að tón- leikar eru ekki það sama og tón- leikar. Hverjir eru þeir? Pet Shop Boys er dúett. Neil Tennant er söngvari og gítarleikari með meiru auk þess að vera mál- pípa flokksins. Hann hóf tónlistar- feril sinn sem gítarleikari í þjóð- lagasveit í Newcastle í kringum 1970. Stuttu síðar fluttist hann bú- ferlum til London þar sem hann grúfði sig yfir sagnfræðileg rit í háskóla þar í borg. Er námi sleppti helgaði Tennant sig blaðamennsku í tíu ár jafnframt því sem hann samdi tónlist inni í skáp. Árið 1983, er hann var aðstoðarritstjóri tón- listaritsins Smash Hits, var hann sendur til New York til að taka við- tal við Police. Vestra hitti hann útsetjarann Bobby 0. og ávöxtur þess fundar varð fyrsta smáskifa Pet Shop Boys, West End Giris. Tennant var komin út úr skápnum. Hinn hlédrægi Chris Lowe hóf feril sinn á tónlistarsviðinu um- vafinn básúnu í skólahljómsveit. Því næst fékk þungarokkshljóm- sveit að njóta krafta hans og á þeim vettvangi lagði hann hendur á hljómborð. Fingur hans gældu síð- an við slaghörpu seint á 8. áratugn- um er Lowe lék með ónefndri djass- hljómsveit. Það var svo árið 1981 er Lowe var hálfnaður í arkitek- túrnámi að hann hitti Neil Tennant og saman stofnuðu þeir Pet Shop Boys. Dúettinn var lítt starfandi í tvö ár eða þar til Neil Tennant fór í hina örlagaríku ferð til New York. Vilja fara nýjar leiðir Þrátt fyrir að Pet Shop Boys hafi starfað í átta ár hefur dúettinn sjaldan lagt land undir fót til að kynna ólíkum þjóðum fagnaðarer- indi sitt. Til þess liggja ýmsar ástæður. Ein er sú að tvímennin- ingarnir hafa sérstakar skoðanir á því hvernig góðir tónleikar eiga að vera. Þeir hcifna t.d. hinu dæmi- gerða tónleikaformi sem hefur ver- ið við lýði í 30 ár. Því formi þegar rokkstjörnunni er stillt upp sem líkneski fremst á sviðinu og æstur múgurinn baðar til hennar hönd- unum í einhvers konar tilbeiðslu. Hver sviðshreyfing er útjöskuð og klisjukennd og hefur sést 1000 sinn- um. Pet Shop-piltarnir vilja bjóða upp á eitthvað nýtt og öðruvísi. Þegar félagarnir fóru í sína fyrstu heimsreisu áriö 1989 gerðu þeir til- raunir á áheyrendum með því aö Tennant í þann veginn að uppgötva hlutverk stólsins. varpa á vegg nokkrum stuttmynd- um sem kvikmyndaleikstjórinn kunni Derek Jarman hafði gert sérstaklega fyrir tvíeykið. Mynd- irnar áttu að virka sem auka vídd á tónlistina. Þegar yfirstandi ferð lá á teikni- borðinu vildu Tennant og Lowe enn fara nýja leið. Draumurinn var að setja upp sýningu sem bæri ein- kenni leikhúsuppfærslu. Eitthvað í líkingu við það sem David Bpwie og Pink Floyd eru fræg fyrir. í því skyni höfðu þeir samband við leik- stjóra og hönnuð frá bresku ríkisó- perunni, þá David Alden og David Fielding. Reyndar höfðu þessir fjórir starfað saman í stuttan tíma árið 1986 og þá í sama tilgangi, þ.e. að setja upp leikhústónleika. Eftir að æfingar voru hafnar og hönnun leikmynda og búninga var í fullum gangi mætti umboðsmaður Pet Shop Boys á eina æfinguna með reikningsdæmi sem hljóðaði upp á 70 milljón króna tap á tónleikferð- inni, jafnvel þó uppselt yrði á alla tónieikana. Slíkan bagga réðu bök Tennants og Lowe ekki við og því var pakkað saman. Síðan eru liðin fimm ár og á þeim tíma hafa Pet Shop Boys komið sér í hóp stærstu poppnúmera Bretlands. Aðstæður eru því breyttar, bökin orðin breið- ari og því mögulegt að framkvæma drauminn. Poppsíða DV fékk hlut- deild í draumnum annan dag maí- mánaðar. Tónleikarnir Þegar undirritaður gekk í myrkv- aðan salinn í Valby-höllinni í Kaup- mannahöfn blöstu við sjónum gríð- armikil leiktjöld og á sviöinu var hópur grímuklædds fólks sem lét öllum illum látum. Ekki var mögu- legt að greina Pet Shop-piltana í mergðinni, ekki til að byrja með. Augu stóðu á stilkum yfir sjónar- spilinu á meðan fyrstu tónar kvöldsins fylltu salinn. Múgurinn var strax vel með á nótunum og undirritaður, sem mætti með gagn- rýnum hug, var fyrr en varði far- inn að rugga sér í lendunum með dofinn þanka. Tónlistin og allt það meðlæti sem borið var fram var á góðri leið með að taka stjórnina líkt og lyf sem dælt er í æð. En skyndi- lega var sem undirritaður væri sleginn blautri tusku. Hljóðfærin á sviðinu voru álíka mörg og geir- fuglarnir í Grímsey, og þó, úti í horni mátti greina tvær verur sem virtust sýsla við eitthvað sem líkt- ist hljómboröi og gítar. Tónlistin var að megni til fengin úr nútíma spiladós, nefnilega forituðum tölv- um og samplerum. Góðu heilli var nánast ekkert af tónlistinni svo- kallað „playback". Söngur var vit- anlega allur sunginn á staðnum og í stöku lagi brá Chris Lowe hljóm- borði framan á sig. Að öðru leyti gerðu Pet Shop Boys út á sjónar- spihð og gerðu vel. Dansararnir voru niu talsins og obbi þeirra ku vera ballettlærður. Leikrænir til- burðir, fjölbreyttir búningar og breytileg leikmynd gaf tónhstinni nýja vídd. Tónlistina upplifðu áheyrendur ekki einungis sem tón- listarflutning heldur gáfu téðir þættir múgnum tækifæri til að túlka tónlistina með öðru skilning- arviti en eyrunum. Það sem áður var eyrnakonfekt varð skyndilega einnig veisla fyrir augað. Þetta var svipað því að horfa og hlusta á óperu. Þegar fólk fer í leikhús í þeim erindagjörðum er það ekki með augun á hljómsveitinni þó tón- listin spili stærstu rulluná. Þaö er sá leikur sem fram fer á sviðinu sem hehlar ekki síður. Þaö er túlk- un hstamannanna á sviöinu sem gefur tónhstinni merkingu og þannig var það einnig með tónleika Pet Shop Boys. Þeir sem sáu The Wall uppfærslu Roger Waters í Berlín í júní í fyrra geta gert sér hugmynd um hvernig leikhústón- leikar eru. Lagavalið var gott og tónlistar- flutningur hnökralaus enda eyddu félagarnir tveir óhemju tíma í for- ritun og nostur við tölvur áður en yfirstandandi heimshornaflakk hófst. Lög á borð viö Its a Sin, Opp- ortunities, West End Girls, Suburb- ia, Rent, How can you expect to be taken seriously, Jealousy og Where the streets have no name (I can’t take my eyes of you), glöddu áheyr- endur. Hæst risu tónleikarnir þó í uppklöppunarlaginu Always on my mind sem hófst á löngu drama- tísku intrói áður en sett var í fjórða gír með tilheyrandi ljósagangi og ballettstökkum. í heild var um ánægjulega og umfram allt óvenju- lega kvöldstund að ræða. Pet Shop Boys hafa vahð að fara óvenjulega leið í framsetningu á tónlist sinni og þeim virðist hafa tekist dægilega upp. Alténd hélt undirritaöur heim með bros á vör ásamt þúsundum tónleikagesta. Gulrót er ekki það sama og gul- rót. Þær eru ólíkar að lögun og vissulega smakkast þær misjafn- lega. Sumar eru ormétnar, aðrar gamlar og útvatnaðar að innihaldi svo hægt er að mynda bókstafinn C með þeim og svo eru það þær stinnu og fallegu sem spýta safa þegar geiflur kljúfa þær. Uppskrift- in að góðri gulrót er frjór og kraft- mikill jarðvegur. Á sama hátt er - DV á öðruvísi tónleikum með Pet Shop Boys

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.