Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Page 44
L’AtJGARDAGUR 11. MAÍ 1991. Myndgátan Andlát Guðni Sigurðsson, Háa-Rima, Þykkvabæ, lést 9. maí á Sjúkrahúsi Suðurlands. Tilkynningar Hafnarfjarðarkirkja Vorferð sunnudagaskólans frá kirkjunni kl. 10.30. Skólabíllinn fer hálftíma fyrr um bæinn. Messa kl. 14, báðir prestarnir þjóna. Aðalsafnaðarfundur verður í veit- ingahúsinu Gaflinum, Dalshrauni 16, að messu lokinni. Safnaðarstjóm. Kórhátíð í Kópavogi Sunnudaginn 12. mai munu skólakórarn- ir í Kársnes- og Þinghólsskóla efna til kórhátíðar í fjáröflunarskyni fyrir vænt- anlega utanlandsferð Skólakórs Kárs- ness. Tvennir tónleikar verða í Kópa- vogskirkju og hefjast þeir kl. 15.30 og kl. 17. Auk skólakórs Kársness syngja nem- endur úr Litla kór Kársnesskóla, Miðkór og Stóra kór. í safnaðarheimilinu Borg- um verður boðið upp á nýbakaðar vöffl- ur, kafli og gos og ef veður leyfir verður útimarkaður þar sem ýmsir eigulegir munir verða til sölu á vægu verði. Stjóm- andi kóranna er Þómnn Björnsdóttir. í vörslu óskilamuna- deildar Lögreglunnar er margt óskilamuna. Er þeim sem hafa tapað munum bent á aö spyrjast fyrir um þá á skrifstofu óskilamuna, Hverfisgötu 113 (gengið inn frá Snorrabraut), frá kl. 14-18 virka daga. Þeir óskilamunir sem búnir em að vera í vörslu lögreglunnar ár eða lengur verða seldir á uppboði í portinu að Borgartúni 7 laugardaginn 11. mai 1991. Uppboðið hefst kl. 13.30. Húsdýragarðurinn Nk. sunnudag 12. mai kl. 15 fjalla þær Guðrún E. Guðjónsen og Jóhanna Harð- ardóttir um íslenska hundinn, uppruna hans og sögu, ræktunarmarkmiö, lund- arfar. byggingu og hiröingu. Kynningin verður í kennslusal Húsdýragarðsins í Laugardal og er hún opin gestum garðs- ins meðan húsnim leyfir. Nemendasýning Nemendasýning Dagnýjar Bjarkar dans- kennara verður á Hótel íslandi sunnu- daginn 12. mai kl. 15. Húsið opnað kl. 14. -- Allir velkomnir. Fríkirkjan í Reykjavik Guðsþjónusta kl. 14. Miðvikudag 15. maí morgunandakt kl. 7.30. Kirkjan er opin í hádeginu alla virka daga. Cecil Haraldsson. Tónleikar Vortónleikar Árnesingakórsins Ámesingakórinn í Reykjavik heldur sína árlegu tónleika í Langholtskirkju laugar- daginn 11. mai kl. 17. Á efnisskránni em fjölmörg innlend og erlend lög eftir ýmsa höfunda. Kórinn hefur starfað af miklum krafti í vetur og m.a. söng hann í Ámesi síðasta vetrardag ásamt Amesingakórn- um og Samkór Selfoss. Kórinn mun fara í söngferð norður í land í sumar dagana 6.-10. júní og syngja í Miðgarði 6. júní, Dalvík 7. júni og í Döium 8. júní. Ein- söngvarar með kórnum em Þorgeir Andrésson, Jensína Waage, Ingvar Krist- insson, Stefán Bjamason og Þórarinn Sverrisson. Undirleikarar em Þóra Fríða Sæmundsdóttir og Bjarni Jónatansson. Stjómandi kórsins er Sigurður Bragason. Tapað fundið Læða í óskilum í Laugarásnum Grábröndótt læða er í óskilum í Laugar- ásnum. Mjög gæf og falleg. Upplýsingar í síma 31089. Ferðalög Ferðafélag íslands Sunnudagur 12. maí Raðgangan 1991: Gönguferð um gosbeltið 4. ferð a) Kl. 10.30 Slaga - Núpshlíðarháls - Krísuvik. b) Kl. 13 Höskuldarvellir-Sog-Ketils- stígur. Mjög fjölbreyttar gönguleiðir. Verð 1.100 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Brottfór frá Umferðamiðstöðinni, aust- anmegin (stansað á Kópavogshálsi, v/Ás- garð Garðabæ og Kirkjug. Hafnarf). Spuming ferðagetraunar: Hvað nefnist dalurinn milli Núpshlíðar og Sveiflu- háls?. Fimmtudagur 16. maí kl. 20 Sólarganga og fuglaskoðun á Álftanesi. Kvöldgöngunni er frestað um einn dag vegna opins húss og ferðakynningar í Sóknarsalnum miðvikudagskvöldið kl. 20.30. Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7 Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk, grafik og myndir, unnar í kol, pastel og olíu, í sýningarsal sínum að Stangarhyl 7. Opið virka daga ki. 12-18. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Árbæjarsafn sími 84412 Safnið er opið, eftir samkomulagi fyrir hópa frá því í október og fram í mai. Safnkennari tekur á móti skólabömum. Upplýsingar í sima 84412. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 í safni Ásgríms Jónssonar em nú sýnd 26 verk. Mörg verkanna, sem bæði em unnin í olíu og með vatnslitum, em frá árunum 1905-1930 og em þau einkum frá Suðurlandi. Ásmundarsafn Sigtúni Þar stendur yfir sýning sem Der yfir- skriftina Bókmenntirnar í list Ásmundar Sveinssonar. Jafnframt hefur verið tekin í notkun ný viðbygging við Ásmundar- safn. Safnið er opið frá kl. 10-16 alla daga. Ásmundarsalur v/Freyjugötu Samsýning Ónnu Þóm Karlsdóttur, Ás- laugar Sverrisdóttur, Guðrúnar Gunn- arsdóttur, Guörúnar Marinósdóttur, ínu Salóme, Níels Hafsteins og Kristinar Jónsdóttur frá Munkaþverá stendur yfir í Listasafni ASÍ. Sýningin stendur til 12. maí og er opin alla daga kl. 14-18. FÍM-salurinn Garðastræti Markus Valteri Nurminen sýnir málverk og skúlptúr. Hann fékk styrk frá finnska menntamálaráðuneytinu til að koma til íslands og vinna þar að list sinni. Sýning- in er opin alla daga frá kl. 14-18 og stend- ur hún til 20. maí. Gailerí Borg Pósthússtræti 9 Haukur Dór sýnir nýjar myndir, unnar með oliu, á striga og akrýl á pappír. Sýn- ingin er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Öll verkin em til sölu. Aðgangur er ókeypis. Sýningunni lýkur 14. mai. Gallerí List Skipholti Sýning á listaverkum eftir ýmsa lista- menn. Opið virka daga kl. 10.30-18 en laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Gallerí 8 Austurstræti 8 - Þar stendur yfir sýning á miklu úrvali hstaverka eftir um 60 listamenn: mynd- hst, leirhst, gler, grafik, skartgripir og fleira. Ný listaverk í hverri viku, einnig verk eldri málara. Opið frá kl. 10-18 aha daga nema mánudaga kl. 14-18. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 Þar stendur yfir sýning á verkum Birgis Andréssonar. Sýningin stendur til 17. mai og er opin á verslunartima kl. 9-18 virka daga og kl. 10-14 á laugardögum. Hafnarborg Strandgötu 34 Baltasar sýnir málverk í Hafnarborg. Á sýningunni em 30 málverk, máluð á ár- unum 1989-1991. Sýningin stendur til 12. maí. í Sverrissal stendur yfir sýning á verkum í eigu safnsins. í kaffistofunni em til sýnis verk eftir 12 hafnfirska hsta- menn. Kaffistofan er opin kl. 11-19 virka daga og kl. 14-19 um helgar. Sýningarsal- imir em opnir kl. 14-19 daglega. Lokað þriöjudaga. Hlaðvarpinn Vesturgötu 3b, Gísh Jósefsson sýnir málverk í Hlaðvarp- anum. Á sýningunni em á milli 40 og 50 myndir. Sýningin er opin daglega kl. 12-18 til 12. maí en lokað mánudaga. J. Hinriksson Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga, fóstudaga og laugar- daga. Keramikhúsið, gallerí v/Faxafen Sýning á leikaramyndum eftir Hahdór Pétursson. Opið alla daga kl. 13-18 nema laugardaga kl. 13-17. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. List inn, gallerí - innrömmun Síðumúla 32 Uppsetningar eftir þekkta íslenska mál- ara: oha, vatnshtir, pastel og grafik. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Katel Laugavegi 20b (Klapparstigsmegin) Th sölu em verk eftir innlenda og er- lenda hstamenn, málverk, grafik og leir- munir. Kjarvalsstaðir v/Miklatún í vestursal Kjarvalsstaða stendur yfir yfirhtssýning á verkum eftir Yoko Ono. I austursal stendur yfir sýning á verkum eftir flúxus-hstamenn. Sýningamar standa til 2. júrií. Kjarvalsstaðir em opn- ir daglega Ú. 10-20 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Listasafn Háskóla íslands í Odda Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum í eigu safnsins. í sölum 1, 2 og 4 em sýnd verk eftir íslenska hstamenn og í sal 3 era sýnd grafíkverk. Listasafn- ið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18 og er aðgangur ókeypis. Veitinga- stofa safnsins er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 í Listasafni Sigurjóns í Laugamesi er nú til sýnis úrval af andhtsmyndum Sigur- jóns frá tímabilinu 1927-1980. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og þriðjudaga kl. 20-22. Kaffistofa safns- ins er opin á sama tíma. . Mokka kaffi v/Skólavörðustig Þar stendur yfir sýning á 28 ljósmyndum eftir Davíð Þorsteinsson, aðahega af landslagi í Reykjavík. Sýningin stendur til 15. mai. Norræna húsið v/Hringbraut í sýningarsölum stendur yfir sýning á málverkum eftir norska málarann Sverre Wyher. Sýningin er opin daglega kl. 14-19 fram th 26. maí. Á morgun kl. 14 verður opnuð í anddyri hússins sýning á myndvefnaði eftir dönsku hstakonuna Margrethe Agger. Sýningin ber heitiö íslenskt landslag en Margrethe Agger hefur sótt hugmyndir að verkum sínum á sýningunni tff íslands. Á sýningunni em einnig frumdrættir og skissur. Sýn- ingin er opin tff 2. júni. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3b Nú um helgina lýkur sýningum þeirra Finnboga Péturssonar og Guðjóns Ketffs- sonar. Finnbogi sýnir hljóðverk í neðri sölum safnsins en Guðjón er með málaða tréskúlptúra í efri sölunum. Sýningamar em opnar daglega kl. 14-18. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði, sími 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar em til sýnis og sölu postuhnslág- myndir, málverk og ýmsir htlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Minjasafnið á Akureyri Aðalstrœti 58, sími 24162 Opiö sunnudaga kl. 14-16. Spron, Álfabakka 14, Sunnudaginn 12. maí kl. 14-16 mun Spari- sjóður Reykjavíkur og nágrennis opna sýningu á verkum Sigrúnar Eldjám í útibúinu að Álfabakka 14 í Mjódd. Á sýn- ingunni gefur að hta 7 grafíkmyndir, auk 12 olíumálverk trnnin á striga. Sýningin stendur yfir til 9. ágúst og verður opin á opnunartíma útibúsins frá kl. 9.15-16 alla virka daga. Sýning á Hótel Lind Hótel Lind tók fyrir nokkm upp þá ný- breytni að sýna verk ungra myndhstar- manna í veitingasal hótelsins, Lindinni. Nú hefur verið sett upp sýning á mynd- verkum Sjafnar Eggertsdóttur. Daglegur sýningartími er meðan veitingasalur Lindarinnar er opinn frá kl. 7.30-22. Ríkey sýnir í Eden Ríkey Ingimundardóttir sýnir verk sín í Eden. Þetta er 17. einkasýning Ríkeyjar. Sýndar em nýjar, brenndar myndir, lág- myndir úr postulíni, málverk og fleira. Ríkey útskrifaðist úr MHÍ1983 og er með vinnustofu og gaheri að Hverfisgötu 59, Reykjavik. Vorsýning Myndlista- og handíðaskóla íslands Lokaverkefni 63 útskriftanema verða sýnd í nýju húsnæði væntanlegs Listahá- skóla íslands dagana 11.-20. maí. Opið verðm- kl. 14-19 um helgar og 16-19 virka daga. Rangt verð á Þau mistök urðu á neytendasíð- unni í gær að gefið var upp verð á tveimur kilóum af kartöflum en í textanum stóð að það væri verð á einu kílói af kartöflum. Við biðjumst velvirðingar á þessu og látum fylgja með hið rétta kíló- verö í þeim fimm verslunum sem bornar voru saman: Bónus í Faxafeni, 55 krónur kílóið, Fjarðarkaup í Hafnarfirði, 75,50 krónur kílóið, Miklagarðsverslunin við Kaupstað í Mjódd, 89,50 krónur kílóiö, Kjötstöðin í Glæsibæ, 89 krón- ur kílóið og Hagkaup í Skeifunni, 64 krónur kílóið. ísverð: Leiðrétting Ein tala misritaðist í verðkönnun á ís í DV á miðvikudag. Þar var sagt að einn lítri af ís kostaði 490 krónur í íshöllinni, Kringlunni. Hið rétta er að lítrinn þar kostar 420 krónur. Beðist er afsökunar á mistökunum. Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi lýsir eftir kennurum til starfa á komandi haustönn í þessum greinum: íslensku, dönsku (hlutastarf), stærðfræði, efnafræði (hlutastarf), félagsfræði, sálfræði, ferðamálagreinum (hlutastarf), viðskiptagreinum (hlutastarf), tréiðn- greinum (hlutastarf) og sérkennslu. Nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma 98-22111. Umsóknir berist honum fyrir 22. maí nk. FÉLAGSRÁÐGJAFAR - FÓSTURMÁL Laus er til umsóknar staða sérfulltrúa II er veitir for- stöðu sviði fósturmála (langtíma) innan fjölskyldu- deildar. Það felur m.a. í sér daglega stjórnun, yfirsýn og stefnumótun í málaflokkum. Leitað er að félagsráðgjafa með a.m.k. 3ja ára starfs- reynslu og reynslu af meðferð barnaverndarmála. Upplýsingar gefa Helga Þórðardóttir eða Gunnar * Sandholt í síma 678500. Umsóknarfrestur er til 19. maí nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar í Síðumúla 39 á umsóknareyðu- blöðum sem þar fást.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.