Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Qupperneq 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ1991.
Fréttir
Það verður mjög harðsótt
að ná fram tollaívilnunum
- mikill árangur af ráðherrafundinum en erfiðasti hjaliinn eftir
„Þaö sem gerðist á þessum fundi
var að það náðist umtalsverður ár-
angur varðandi mörg þeirra ágrein-
ingsmála sem voru óleyst fyrir fund-
inn. Nokkur dæmi: Dómstóll; sam-
komulag um hann. Þátttaka í nefnd-
um til undirbúnings ákvarðana;
samkomulag um það. Varnagla- og
öryggisákvæði; samkomulag um
það. Tímabundnar undanþágur;
samkomulag um þær. Upprunaregl-
ur, samkeppnisreglur og eftirlit;
samkomulag um það,“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra í samtali við DV í nótt eftir að
fundi utanríkisráðherra EFTA-ríkj-
anna og Evrópubandalagsins um
sameiginlegt evrópskt efnahags-
svæði lauk klukkan að verða tvö í
nótt að belgiskum tíma.
„Það sem eftir stendur af stóru
ágreiningsmálunum er það sem ég
kalla hina vanheilögu þrenningu,
fisk, landbúnað og sjóð. Það sem
vannst í því var að viö náðum inn
grein í sameiginlega yfirlýsingu
beggja aðila um sjávarútvegsmál
sem skilgreinir mælikvarðann á
lausn; það er að ásættanleg heildar-
niðurstaða sé háð því að um verði
að ræða jafnvægi í ávinningi, réttind-
um og skuldbindingum fyrir hvert
þátttökuland."
Ekki kom formlegt tilboð
í sjávarútvegsmálum
„Að því er varðar sjávarútvegsmál-
in þá er það eina málið sem ekki ligg-
ur fyrir formlegt tilboð frá Evrópu-
bandalaginu. Það sem menn höfðu
verið að gera sér vonir um og Evr-
ópubandalagið hafði boðaö var að
þeir kæmu með tilboð fyrir þennan
fund. Það gerðist ekki. Þannig að
þetta þrennt er ennþá eftir. Eini
ávinningurinn á því sviði er að það
vannst ákveöin viðurkenning á því
hver ætti að vera mælikvarðinn á
heildarniðurstöðuna. “
Sérstaða íslands viðurkennd
„Það má færa rök að því í því felist
viðurkenning á sérstöðu íslands þó
ísland sé ekki nefnt þar til sögu sér-
staklega. Hitt vita allir að sérstaða
íslands er sú aö þaö verður ekki jafn-
vægi í réttindum, ávinningum og
skuldbindingum nema að það fáist
tollfrjáls aðgangur fyrir sjávarafurð-
ir okkar.
Ástæðan fyrir því að þaö kom ekki
tilboð þrátt fyrir að framkvæmda-
stjórnin hafði gefið slíkt í skyn,
reyndar boðað það, er náttúrlega sú
að það er innbyrðis ágreiningur inn-
an Evrópubandalagsins."
- Hvað um Norðmennina. Eru þeir
enn með kröfuna um að fá sömu
meðferð varðandi fiskinn og við ís-
lendingar?
„Það er ekkert um Norðmenn að
segja því það reyndi ekkert á það
sérstaklega."
Ánægður með árangur
þessa ráðherrafundar
- Ert þú ánægður með þennan ráð-
herrafund?
„Ég get ekki verið annað en ánægð-
ur með að þessi árangur náðist. Þetta
táknar í raun og veru að það verður
ekki aftur snúið að því er varðar
evrópska efnahagssvæðið. Það er
búið að leysa stjórnunarþáttinn. Það
sem eftir er eru þessi sérstöku
vandamál. Það er í samræmi við það
sem viö höfum sagt frá upphafi; sjáv-
arútvegsmálið er erfiðasta málið í
öllum þessum samningum. Við höf-
um alltaf sagt að við gerðum ekki ráð
fyrir að það fengist á því lausn sem
við gætum sæst á fyrr en á lokastigi
og það yrði að vera pólitísk lausn sem
tæki tillit til sérstöðu íslands. Og sú
pólitíska lausn fæst ekki fyrr en á
hæsta þrepi, það er að segja í ráð-
herraráðinu sjálfu þar sem eru
staddir Helmut Kohl, kanslari
Þýskalands, Mitterrand, Frakk-
landsforseti og aörir þeir sem hafa
gefiö yfirlýsingar í því máli og lýst
yfir stuðningi við sérstöðu íslend-
inga í sjávarútvegsmálum.“
Stefnir í að hægt verði
að skrifa undir í Saltzburg
- Nú er ráðherrafundinum lokið.
Hvert verður framhaldið?
„Framhaldið veröur það að enn
erum viö á réttri tímaáætlun og inn-
an einhverra vikna verður næsta
lota þar sem tekist verður á um hina
vanheilögu þrenningu: fiskinn, land-
búnað og sjóð. En ef við gerum ráð
fyrir því að þaö takist þá er enn unnt
að ljúka undirritun í lok for-
mennskutímabils Austurríkis, í
Saltzburg í lok júní.“
- Það yrði þá annar ráðherrafundur
haldinn í millitíðinni sem yrði úr-
slitafundurinn um evrópska efna-
hagssvæöið?
„Já, einn eða raunar tveir fundir."
Það verður mjög harðsótt
að ná fram tollaívilnunum
- En þú ert enn vongóður um að það
verði skrifað undir í Saltzburg 24. og
25. júní?
„Við erum enn á tímaáætlun. Ég
segi ekkert fyrirfram um þaö hvort
þessi erfiðasti vandi sem er eftir er
leysanlegur. Það verður mjög harð-
sótt. Það getur út af fyrir sig brugðið
til beggja vona 'með það.“
- Nú kom fram í Sjónvarpsfréttum
fyrr í kvöld að Evrópubandalagið
hefði ekki komið sér saman um til-
lögu í sjávarútvegsmálum en hins
vegar stæði bandalagið fast á að
krefjast veiðiheimilda og ætli alls
ekki að gefa það eftir?
„Á meðan þeir hafa ekki komið
fram með neitt tilboð þá er þaö hin
opinbera afstaöa Evrópubandalags-
ins. Það hefur frá upphafi til þessa
dags sagt að það hefði ekki umboð
til annars en fara eftir grundvallar-
reglum sameiginlegrar fiskveiði-
stefnu sem eru að ef það fellst á lækk-
un tolla þá verðum við að fá í staðinn
veiðiréttindi.
Það er hins vegar svo að Evrópu-
bandalaginu hefur ekki tekist að ná
neinum slíkum samningum á undan-
fórnum árum. Á lista Evrópubanda-
lagsins yfir slíka tvíhliða samninga
við önnur ríki var aðeins eitt ríki,
Kanada, sem samþykkti aðgang að
auðlindinni fyrir tollfríðindi.
Kanadamenn sögðu þessum samn-
ingi upp 1987 og síðan hefur ekkert
ríki samið á þeim grundvelli. Evr-
ópubandalaginu hefur heldur ekki
tekist að fá þessa reglu sína sam-
þykkta innan GATT meðal annars
vegna þess að íslendingar hafa fyrr
á tíð komið í veg fyrir það. Þannig
að ef við tökum listann yfir alla
þeirra samninga þá má flokka þá
aöallega í tvennt. Annars vegar eru
samningar sem eru á gagnkvæmnis-
grundvelli; veiðiheimildir fyrir veiði-
heimildir. Hins vegar eru samningar
þar sem þeir greiða hreinlega fyrir
veiðiheimildir eins og í tilvikinu
Grænland og raunar mörg önnur
þróunarríki.“
Hugmyndir um að hætta
að krefjast fiskveiðiheimilda
„Þess má geta að nú liggur fyrir
skýrsla til ráðherraráðs Evrópu-
bandalagsins frá framkvæmdastjórn
Evrópubandalagsins um sjávarút-
vegsmál þar sem þeir láta í ljós þá
skoðun aö þessi grundvallarregla
þarfnist endurskoðunar vegna þess
að hún hafi ekki leitt til samning-
sniðurstööu í neinum tilvikum á
undanförnum árum. Þannig að við
erum staddir núna í tímanum þar
sem Evrópubandlagið getur þurft að
horfast í augu við að það nái ekki
slíkum samningum framvegis. Hitt
er svo annað mál að Spánverjar
munu leggja höfuðkapp á að það að
halda þessari kröfu til streitu.“
Sviss í miklum erfiðleikum
eftir þennan ráðherrafund
- Hvernig var andinn að þínu mati
á þessum ráðherrafundi?
„Þetta er búið að vera linnulaust
púl í tvo sólarhringa. Mjög stift, mjög
erfitt og erfiðleikar Sviss eru þó sýnu
verstir því á þessari stundu er nán-
ast ekki ljóst hvort Sviss er aðili að
þessum samningum eða hvort það
er komið út.“
- Getur þú útskýrt það betur?
„Útskýringin er sú að Svisslend-
ingar á þessum sólarhringum settu
fram svo marga fyrirvara varðandi
einstakar greinar sameiginlegrar
niðurstöðu og var þeim yfirleitt öll-
um hafnað af Evrópubandalaginu.
Gallinn við þessa fyrirvara þeirra er
að þeir eru margir, óljósir og al-
mennir og þeir byggjast á sérstöðu
Sviss, það er að segja svissneskri
stjórnarskrá sem þýðir það að þeir
verða að leggja undir þjóðaratkvæði
slíkan samning og kannski mörg
ákvæði hans. Þannig að þetta er þeim
erfiðara en öðrum EFTA-ríkjum og
nú þegar að komið er á lokastig má
vel vera að það fari svo að það reyn-
ist þeim ofviða."
Fréttaskeyti Ritzau um
fiskveiðikröfu er rangt
Jón segir ennfremur að fjölmiðlar
muni væntanlega fá fréttaskeyti frá
Ritzau, haft eftir Uffe Elleman Jens-
en, utanríkisráöherra Dana, að á ráð-
herrafundinum hafi Evrópubanda-
lagiö sett fram kröfu um 30 þúsund
tonna veiðiheimildir sem hafi verið
fallist á.
„Svarið við því er mjög einfalt;
þetta er gjörsamlega úr lausu lofti
gripið. Slíkum kröfum var ekki kom-
ið á framfæri á samningafundunum
þannig að það kom aldrei til neinnar
ákvörðunar. Það er alveg eitt á
hreinu að ísland hefði aldrei á það
fallist. En á það reyndi aldrei því til-
boðiö kom ekki. Þetta er gamla til-
boðið þeirra sem framkvæmda-
stjórnin er búin að reyna síðan í fe-
brúar að fá samkomulag um innan
Evrópubandalagsins og hefur ekki
tekist. Ástæðan fyrir því að tilboðið
kom ekki er aö það er ekki samkomu-
lag um það innbyrðis. Það að þetta
rugl er haft eftir Uffe Ellemann veit
ég ekki en þetta er tómt rugl.“
Tókstað viðhalda
samstöðunni innan EFTA
- Aö lokum, Jón, er góð samstaða
innan EFTA núna, fyrir utan Sviss?
„Ja, það tókst að viðhalda samstöð-
unni innan EFTA skulum við segja
fyrir utan Sviss.“
- Hvað um Svíana?
„Við skulum ekkert ganga að því
gruflandi að það eru skiptar skoðan-
ir í grundvallaratriðum. Sum EFTA-
landanna eru svo áíjáö að ná þessum
samningum og eru því næst á leið inn
í Evrópubandalagiö að þau munu
nánast ganga að hverju sem er og
þau hafa með þessum stofnana-
lausnum, sem nú eru fengnar, tryggt
sér slíkt hagræði af þessum samning-
um á efnahagssviðinu aö út frá
þeirra þjóöarhagsmunum er ekkert
því til fyrirstöðu," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson eftir að ráðherrafundi
EFTA og Evrópubandalagsins lauk í
nótt.
-JGH