Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Blaðsíða 3
-
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991.
Fréttir
Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri:
Gáleysisleg hleðsla
orsök margra óhappa
- bátur sem sökk á dögunum bar 1,3 tonn en í honum voru rúm 4 tonn
„Þaö sem skiptir einna mestu máli
varðandi öryggi smábátanna er
hleðsla þeirra. Menn hafa verið að
hlaða þessa báta langt umfram það
sem leyfilegt er. Til að tryggja öryggi
opins báts, þarf að tryggja fríborð.
Með því að setja lensport á opinn bát
minnkar fríborðið og eykur þar með
hættuna á að sjór komi inn. Á sama
hátt minnkar fríborðið ef bátur er
hlaðinn meira en hann ber. Það hef-
ur komið fram við rannsókn á óhöpp-
um sem orðið hafa á síðustu árum
að menn hlaða smábáta langt um-
fram það sem þeir bera og viö höfum
samþykkt að væri öruggt. Ég get
nefnt sem dæmi aö þessi bátur sem
sökk á dögunum var samþykktur
fyrir 1300 kílóa hieðslu en í honum
voru rúm 4 tonn þegar hann sökk.
Ef menn taka þá ákvörðun að hafa
báta sína opna, vegna þess að þeim
þykja tryggingargjöld á þilfarsbátum
of há, þá verða þeir að taka mið af
því við notkun bátsins hvernig hann
er,“ sagði Magnús Jóhannesson sigl-
ingamálastjóri vegna þess sem kom
fram í viðtali við Guðlaug Jónsson
bátasmið og gagnrýni hans á Sigl-
ingamálastofnun og tryggingakeríið
varðandi lensport á smábátum.
„Þaö er auðvitað út í hött að ætla
að gera Siglingamálastofnun ábyrga
fyrir því að menn láti byggja fyrir
sig opna báta, eins og kom fram í
máli Guðlaugs Jónssonar í DV. Það
eru eigendur bátanna og skipasmiðir
sem ákveða það hvort bátur er smíð-
aður opinn eða lokaður," sagði
Magnús Jóhannesson . „Lensport
eru ekki sett á opna báta. Þeir verða
hinsvegar að vera með greiöa leið
fyrir sjó sem báturinn tekur inná
sig, niður í botn á bátnum. Þilfars-
báturinn aftur á móti verður að vera
með lensport til að sinna sama hlut-
verki,“ sagði Magnús.
- Guðlaugur segir að bátar sem
skráðir eru opnir séu eigi að síður
með dekk, er það rétt?
„Þeir eru ekki með fullkomið dekk
og þess vegna eru þeir skráðir opnir.
Þetta svokallaða dekk er langt frá
því að vera þétt. Það eru alveg
ákveðnar reglur hjá okkur um hvað
opið þarf að vera mikið svo að sjór
sem kemur inn á dekk komist niður
í botn á skipinu og stöðugleikinn
raskist ekki,“ sagði siglingamála-
stjóri. -S.dór
VIDEOTÖKUVÉLAR
3 LUX
Fjöldi fólks mætti á staðinn til að skoða og kaupa.
DV-mynd Sigrún
Hverageröi:
Torgsala í Kolaportsstíl
Sigrún Lovisa, DV, Hveragerði:
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp
í Tivolíinu í Hveragerði að þar verð-
ur torgsala í sumar að Kolaportsstíl.
Fyrsti söludagurinn var 5. maí og
voru viðbrögð fólks mjög jákvæð,
bæöi heimamanna og ferðamanna.
Fjöldi fólks kom og skoðaði og keypti
vörur.
Útgeröarfélag Akureyringa:
Ætlum ekki að
loka í sumar
- segir Vilhelm Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Við höfum prófað það í tvö ár að
loka fyrirtækinu og láta fólkið taka
sumarleyfi á sama tíma en við ætlum
ekki að gera það í sumar,“ segir Vil-
helm Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri Útgerðarfélags Akureyringa
hf.
Vilhelm sagði að meginástæða þess
að lokað var tvö sl. sumur og fólkið
sent í sumarleyfi hafi veriö sú að
„treina“ átti kvóta togara félagsins.
„Við urðum hins vegar fyrir von-
brigðum í fyrra og sátum uppi með
kvóta. Við vorum að leggja það niður
fyrir okkur að hafa vinnu fram und-
ir'miðjan desember en það fór svo
að við urðum að láta vinna á milli
jóla og nýárs ogtókst ekki að klára
kvótann," sagði Vilhelm.
Hann sagöi aö ÚA hefði keypt mik-
inn kvóta í fyrra og reyndar hefði
fyrirtækið gert það á hverju ári síðan
kvótakerfið var sett á. Fyrstu fjóra
mánuðu ársins veiddu togarar fé-
lagsins 7.212 tonn en á sama tíma í
fyrra 6.542 tonn. Þess ber þó að geta
að nú gerir ÚA út 7 togara en þeir
voru einum færri fram eftir ári í
fyrra.
Egilsstaðir:
Rúður brotnar í barnaskólanum
Fjórar rúður voru brotnar í barna-
skólanum á Egilsstöðum aðfaranótt
sunnudags. Grjóti hafði verið kastað
í rúðurnar, að því er virðist til þess
eins að skemma eitthvað. Ölvun var
töluverð í bænum þessa nótt og talið
að hópur ölvaðra hafi verið hér að
verki. Ekki hefur tekist að hafa hend-
ur í hári spellvirkjanna.
-JJ
Z
■ ■ ii>* v
■■ pi.SSZg*
I V^UV^lf
% SPORTS'NEAR 4.
1asBSSSSS^ V 0 R 0 G
SUMAR TÍSKAN FRÁ
CIAO KOMIN
//
VJ
nl'simRJFmiiifi*
SNORRABRAUT 56 C 13505 + C 14303
KAUPSTAÐUR
ÍMJODD
KQQBÖÐKl
3 LUX MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU SEM
GEFUR ÞÉR MÖGULEIKA Á AÐ AFSPILA BEINT
VIÐ SJÓNVARPSTÆKIÐ ÞITT. MEÐ ALLRA BESTU
MYNDGÆÐUM. - 3 LUX ÞÝÐA ALLRA BESTU
UÓSNÆMNI Á MYNDBANDSVÉLUM Á MARK-
AÐNUM í DAG. h\Ð ER EKKI BARA NÓG AÐ
TALA UM LINSUOPSTÆRÐ. HELDUR VERÐUR
UÓSKUBBURINN AÐ VERA ÞETTA NÆMUR. -
MACRO LINSA 8xZOOM - SJÁLFVIRKUR
FOCUS - MYNDLEITUN í BÁÐAR ÁTTIR -
SJÁLFVIRK UÓSSTÝRING — VINDHUÓÐNEMI
— FADER — RAFHLAÐA/HLEÐSLUTÆKI/MILLI-
STYKKI o.n. - VEGUR AÐEINS 1.1 KG.
SÉRTILBOÐ KR. 69.950,- stgr.
Rétt verd KR. 90.400.- stgr.
GB Afborgunarskihnálar [g]
VÖNDUÐ VERSLUN
hijLjco,
FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 I