Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991.
Viðskipti
Ríkissjóður kom með óvæntan leik í gær:
Ríkið hætt við í bili að
hækka vexti spariskírteina
Ríkissjóður kom með mjög óvænt-
an leik í gær í vaxtamálunum þegar
það hætti í bili við að hækka vexti
spariskírteina ríkissjóðs. Búið var að
gefa út yfirlýsingu um að ákvörðun
yrði tekin í gær um hækkun vaxta á
spariskírteinum.
Ríkisstjórnin vinnur nú aö lausn
flárhagsvanda ríkissjóðs en fyrirsjá-
anlegur er 10 milljarða króna halli á
ríkissjóði á þessu ári, að mati fjár-
málaráðuneytisins.
Lánsfjárþörf ríkissjóðs er gífurleg
og dugir allur innlendur sparnaður
ekki til fyrir ríkið. Fyrirsjáanlegar
eru erlendar lántökur.
Búist er við að ríkisstjómin taki
ákvörðun um að hækka vexti á spari-
skírteinum þegar líður á vikuna,
jafnvel um eða eftir næstu helgi.
Samkvmt heimildum DV mun ætl-
unin vera að koma með einn pakka Rikisstjórnin hætti óvænt viö í gær að hækka vexti á spariskírteinum ríkis-
sem inniheldur tillögur ríkisstjórn- sjóðs. Bíða á með ákvörðunina þar til heildardæmið um lausn fjárlagahall-
arinnar um lausn rekstrarvanda rík- ans liggur fyrir síðar í vikunni eða jafnvel um næstu helgi.
issjóðs ásamt tillögum um vexti á
spariskírteinum ríkissjóðs.
Vextir á spariskírteinum ríkissjóðs
eru leiðandi á markaðnum. Um leið
og ríkið hækkar vexti má búast við
að vextir færist almennt upp á pen-
ingamarkaðnum.
Fyrir helgi stóð til að bankarnir
hækkuðu vexti sína en þeir hættu
við á síðustu stundu. Samkvæmt
heimildum DV var ástæðan sú að
þeir vildu að ríkið færi á undan og
ryddi brautina svo auðveldara yrði
fyrir þá að koma í kjölfarið.
DV skýrði frá því í síðustu viku að
raunvextir á ríkisvíxlum væru orðn-
ir 10,3 prósent miðað við verðbólgu
næstu 60 daga en gert er ráð fyrir
að hún verði á bihnu 4 til 5 prósent.
Mikil sala hefur verið í ríkisvíxlum
frá því raunvextir þeirra urðu svo
háir.
Vextir af spariskírteinum ríkis-
sjóðs hafa veriö í frumsölu 6 prósent
Óskar Magnússon for-
maður stjórnar Olís
Óskar Magnússon lögmaður hef-
ur verið kjörinn stjórnarformaður
Olis, Oliuverslunar íslands. Aða-
leigandi Olís, Óli Kr. Sigurðsson,
var áður stjómarformaður. Hann
situr nú sem almennur sfjómar-
maður jafhframt þvi sem hann hef-
ur aftur tekið við starfi forstjóra
félagsins.
Stjóm Olís er þannig skipuö:
Óskar Magnússon formaður, Óli
Kr. Sigurðsson, Þorsteinn Már
Baldvinsson, forstjóri Samheija á
Akureyri, Sven Gullev, forstjóri
Texaco í Danmörku, Fritz Johnsen,
Texaco í Danmörku, Gunnar Jó-
hannesson, forstjóri Fóðurblön-
dunnar og Ágúst Einarsson, for-
stjóri Lýsis.
í fráfarandi stjórn vom einnig
tveir af framkvæmdastjórum fé-
lagsins, þeir Hörður Helgason og
Ólafur Bjarki Ragnarsson. Þeir eru
báðir famir úr stjóm félagsins.
-JGH
Oskar Magnússon, nýkjörinn
stjórnarformaður Olís hf.
Samtök auglýsenda:
Paul de Win
til íslands
Samtök auglýsenda halda aðalfund
sinn á morgun, miðvikudag, að Hótel
Sögu klukkan 16. Sérstakur gestur
fundarins verður Paul de Win, for-
maöur heimssamtaka auglýsenda.
Paul de Win heldur erindi um
heimssamtökin og hvernig þau
vinna. Hann mun einnig koma inn á
gagnsemi svona samtaka og svara
spurningunni hvers vegna auglýs-
endur þurfa að hafa með sér samtök.
Innan Samtaka auglýsenda á ís-
landi em um 75 prósent af þeim sem
auglýsa á íslenska markaðnum.
Þetta eru því sterk samtök.
Gert er ráð fyrir að erindi Paul de
Wins hefjist um klukkan 16.30 en
fundurinn verður haldinn í Skálan-
um á Hótel Sögu.
Paul de Win er fyrrum prófessor í
Belginn Paul de Win, formaður
heimssamtaka auglýsenda.
markaðsfræðum. Hann er ráðgjafi
UNESCO og stofnana innan Evrópu-
bandalagsins í auglýsingamálum.
-JGH
Eru þeir að vinna málið
gegn Verslunarbankanum?
- krafan um dómkvaðningu matsmanna hefur verið tekin til greina
Auður Þorbergsdóttir borgardóm-
ari hefur úrskurðað að dómkvaðning
matsmanna geti farið fram á fjár-
hagsstööu Stöövar 2 í upphafi ársins
1990 þegar seld voru hlutabréf fyrir
hundruð milljóna króna. Krafa
Fjölmiðlunar sf. um dómkvaðningu
matsmanna hefur því verið tekin til
greina af borgardómi. Hægt er að
kæra þann úrskurö til Hæstaréttar.
Eignarhaldsfélag Verslunarbank-
ans krafðist fyrir borgardómi að
kröfu Fjölmiðlunar sf. um mats-
mennina yrði vísað frá. Þessu hefur
borgardómur nú hafnað.
Það er fyrirtækið Fjölmiðlun sf.,
en að því standa hluthafar í meiri-
hluta Stöövar 2, sem hefur farið fram
á það við borgardómara að hann
dómkveðji matsmenn.
Eiginfjárstaðan
361 milljón lakari?
Fjölmiðlun sf. telur að Eignar-
haldsfélag Verslunarbankans hafi
gefið upp rangar upplýsingar um
Qárhagsstöðu félagsins þegar hluta-
bréfin voru seld og að eiginíjárstaðan
hafi verið 361 milljón krónum lakari
en forsvarsmenn Eignarhaldsfélags-
ins gáfu upp.
Auður Þorbergsdóttir borgardóm-
ari segir að hægt sé aö kæra þennan
úrskurð hennar innan hálfs mánað-
ar til Hæstaréttar. Verði úrskurður-
inn ekki kærður muni hún dóm-
kveðja matsmenn þegar kærufrestur
sé liðinn. Verði hins vegar kært þurfi
að bíða eftir úrskurði Hæstaréttar
um kæruna.
Að Fjölmiðlun sf. standa þeir Jón
Ólafsson, Haraldur Haraldsson, Jó-
hann J. Olafsson og Guðjón Oddsson
ásamt fleiri þekktum kaupmönnum.
Þessir hluthafar vilja að dómkvaddir
matsmenn finni út hvert var rétt
gengi hlutabréfa í íslenska sjón-
varpsfélaginu í ársbyijun 1990.
Eignarhaldsfélag Verslunarbank-
ans vildi að málinu yrði vísað frá þar
sem Eignarhaldsfélagið hafi á þess-
um tíma ekki veriö seljandi hluta-
bréfanna heldur íslenska sjónvarps-
félagið.
Eins og staðan er núna virðist svo
sem Fjölmiölun sf. sé að hafa betur
í þessu máli. Kröfu þeirra um að
málinu verði vísað frá hefur verið
hafnað af borgardómara. Að vísu á
eftir að koma í ljós hvort úrskurður
borgardómara verði kæröur til
Hæstaréttar.
Haraldur Haraldsson
báðum megin við borðið
Það er athyglisvert að þegar Fjöl-
miðlun sf. lagði fram kröfuna gegn
Eignarhaldsfélagi Verslunarbank-
ans um að dómkvaddir yrðu mats-
menn til að kanna fjárhag Stöðvar 2
var Haraldur Haraldsson, einn helsti
maðurinn í Fjölmiðlun sf„ jafnframt
stjórnarformaður Eignarhaldsfélags
Verslunarbankans. í millitíðinni hef-
ur hann verið felldur úr stjórn. Einar
Sveinsson, forstjóri Sjóvá-Almennra,
er formaður stjórnarinnar núna.
Hinn sögulegi samningur
frá 22. mars1990
Hinn 22. mars 1990 var gert skrif-
legt samkomulag á milli Eignar-
haldsfélags Verslunarbankans og
meirihlutans í Stöð 2, þeirra sem
standa að Fjölmiðlun sf„ um sam-
starfssamning til ársins 1992 þar sem
Eignarhaldsfélagið heitir því að
starfa með meirihlutahluthöfunum
og tryggja þannig aö núverandi
meirihluti héldi styrk sínum.
í þessum sögulega samningi var
jafnframt tekið fram að öll ágrein-
ingsmál um skuldastöðuna væru úr
sögunni. í ljósi þessa samnings virð-
ist krafan um dómkvadda matsmenn
koma nokkuð á óvart.
Lögmaður Fjölmiðlunar sf. er Sig-
urður G. Guðjónsson og lögmaður
Eignarhaldsfélags Verslunarbank-
ans er Jónas Aðalsteinsson.
-JGH
og 6,6 prósent til fastra áskrifenda. Á
eftirsölumarkaði, Verðbréfaþingi ís-
lands, hefur ávöxtunarkrafan á
spariskírteinum hins vegar verið um
7,85 prósent og á uppleið. Það eru
markaðsvextir spariskírteina.
Búist var við að ríkissjóður tæki í
dag ákvörðun um að fara með vext-
ina í frumsölu upp í markaðsvextina
7,85 til 8 prósent. Hins vegar hefur
verið hætt við það í bili þar til heild-
ardæmið um lausn fjárlagahallans
hggur fyrir. _jGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR INNLÁN OVEROTR. (%) hæst
Sparisjóösbækurób. Sparireikningar 4,5-5 Lb
3ja mán. uppsögn 4,5-7 Sp
6mán. uppsögn 5,5-8 Sp
Tékkareikningar, alm. 1-1,5 Sp
Sértékkareikningar VlSITÖLUB. REIKN. 4,5-5 Lb
6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Nema Ib
15-24 mán. 6-6,5 Ib.Sp
Orlofsreikningar 5,5 Allir
Gengisb. reikningar í SDR6.8-8 Lb
Gengisb. reikningar í ECU 8,1 -9 ÖBUNDNIR SÉRKJARAR. Lb
Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3 Allir
Óverðtr. kjör, hreyfðir 10,25-10,5 Nema ib
BUNDNIR SKIPTIKJARAR.
Vísitölubundin kjör 5,25-5,75 Bb
Óverðtr. kjör 12,25-13 Bb
INNL. GJALDEYRISR.
Bandarikjadalir 5-5,25 Bb
Sterlingspund 11-11,1 SP
Vestur-þýsk mörk 7,75-7,8 Sp
Danskarkrónur 8-8,6 Sp
ÚTLÁNSVEXTIR ÚTLÁN överðtr. (%) lægst
Almennirvixlar(forv.) 15,25 Allir
Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almenn skuldabréf 15,25-15,75 Lb
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgenqi Allir
, Hlaupareikningar(yfirdr.) UTLÁN VERÐTR. 18,75-19 Bb
Skuídabréf 7,75-8,25 Lb
AFURÐALÁN
Isl. krónur 14,75-15,5 Lb
SDR Bandaríkjadalir Sterlingspund Vestur-þýskrfiörk 9.75- 9,9 8-8,5 14-14,25 10.75- 10,8 4,5 Nema Sp Lb Lb Lb.ib.Bb
Húsnæðislán
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 23,0
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. apríl 91 Verðtr. apríl 91 15,5 7,9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala maí 3070 stig
Lánskjaravísitala apríl 3035 stig
Byggingavísitala mai 581,1 stig
Byggingavísitala maí 181,6 stig
Framfærsluvísitala april 151 stig
Húsaleiguvísitala 3% hækkun 1 april
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 5,583
Einingabréf 2 3,009
Einingabréf 3 3,661
Skammtímabréf 1,867
Kjarabréf 5,483
Markbréf 2,930
Tekjubréf 2,103
Skyndibréf 1,626
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,671
Sjóðsbréf 2 1,868
Sjóðsbréf 3 1,851
Sjóðsbréf 4 1,609
Sjóðsbréf 5 1,116
Vaxtarbréf 1,8872
Valbréf 1.7632
islandsbréf 1.162
Fjórðungsbréf 1,091
Þingbréf 1.160
Öndvegisbréf 1,148
Sýslubréf 1.173
Reiðubréf 1,135
Heimsbréf 1,067
HLUTABRÉF
Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun:
KAUP SALA
Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6.40
Eimskip 5,45 5,67
Flugleiðir 2,30 2,39
Hampiöjan 1.72 1.80
Hlutabréfasjóðurinn 1,58 1,66
Eignfél. Iðnaðarb. 2,32 2,40
Eignfél. Alþýðub. 1,62 1.70
Skagstrendingur hf. 4,00 4.20
islandsbanki hf. 1,55 1,60
Eignfél. Verslb. 1.73 1,80
Oliufélagið hf. 5.45 5.70
Grandi hf. 2,48 2.58
Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05
Skeljungur hf. 5.77 6.00
Ármannsfell hf. 2.35 2.45
Fjárfestingarfélagið 1,35 1.42
Utgerðarfélag Ak. 3,82 4.00
Olis Hlutabréfasjóður VÍB 2,15 1,00 2.25 1.05
Almenni hlutabréfasj. 1,05 1.09
Auðlindarbréf 0,995 1,047 1.11
Islenski hlutabréfasj. 1,06
Síldarvinnslan, Neskaup. 2,52 2.65
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriöja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.