Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Blaðsíða 7
7 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ1991. Sandkom S>aö styttist óö- umíaöveit- ingahúsiðá tótavcitutönk- uiium\>ið Öskjuhlíðverði opnaðogþví gefiðnafh. Þettaglerhýsi hefurgengið undirýmsum nöfnuin.svo semPerlan, Kúlusukk. Ból- an og Vartan, svo eitthvað sé nefnt. Nú hefur enn eitt naíhið bæst við en það er Mont Blank. Húsið hofur frá upphafi verið umdoilt. Þeir sem halda með því segja þetta gullfallegt hús sem eígi eftir aö verða einhver mesta prýði borgarinnar. Andstæðingar þess segja það dæmi um óráðsíu, nær hefði verið að veita peningana, sem fóru í aö byggia það, til einhvers ann- ars og þarfara. Bn h vað sem menn ; segjaþáeralvegað koma aðþviað :: veítingahúsið verði opnað og þvi gef- ið formlegt nafn, sem margir bíða spemitir eílir hvað verður. : Rekinn spíri I’yrir nokkru rak nokkra kúta, sem inni- héldu spíritus, áRauðasandi vestra. í sjált'u sérerþaðekki lengurfrétt- næmtþótl spírakútareki áland.shki geristoft. Það þótti hins vegar skemmtileg saga að tveir menn fóru á sleðum yfir að Rauöasandi til að sækja kút- ana. Þegar þeir komu á staðiim urðu þeir vínþyrstir og tóku til við að gæða sér á innihaldinu. Gerðust þeir fyrst kátir en síöan nokkuö ölvaðir. Lögðu þeir þá af stað með kútana á sleða sínum. Segir nú fátt af ferðaiöngimi fyrr en þeir komu gangandi til by ggða við illan leik. Höíðu þeir þá týnt sleð- anum og brúsunum og hefur sleðinn ekki fundist cnn. Leiðarlýsing þeirra félaga ku heldm- ekki vera sem ná- kvæmust. Tvígenginn lax Þegarerfiðleik- arsteðjaaðer þaöasumdum með óhkindum j hvaðmönnum geturdottiðí lmg.Síöustu tvo sumur hafii veriðheldur döpur í laxveið- inni. Mun færri laxarhaia gciU'iðiarn.ir enáðurvarog laxveiðiréttindaseljendur sjá tóð háa verð laxveiðileyfa í hættu. I cintó nafnkunnri laxveiðiá hér vestan- lands hafa eigendur ákveðið að iáta laxana ganga tvisvar í ána. Þannig háttar tíl að efst í ánní er hár foss og iaxastigi upp hann. Þar hnappast laxinn saman í kerum áður en hann leggur í stigann. Þar ætla menn að ausa laxtoum upp og fara meö hann neðst í ána og iáta hann ganga aftur upp hana. Þannig ætti veiðivon þeirra sem kaupa veiðileyfi að aukast nokkuö. Flámæli Talandium stangaveiðlþá eru til margar skemmtilegar veiðisógtir lwðiihuudim ogóbundnu máli. Alkunna eraðAustfirð- ingareruflá- mæltirogeru tilnokkrar skemmiilegnr ogvelgerðar flámælisvísur ortar í orðastað þeirra. Ein þeirra lýsir veiðiferð og er svona. Einnifolumuppviöá, eygðiselungstóran. fstigvéhimóðarþá, útí helinn vóð'ann. ________________________________Fréttir Rafstrengur frá íslandi til Bretlands: Erlend stórfyrirtæki sýna vaxandi áhuga - segir Guðmundur Einarsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra Eftir að það varð raunhæfur mögu- leiki að flytja raforku um sæstreng frá íslandi til Bretlands hefur áhugi erlendra stórfyrirtækja og banka fyrir raforkukaupum héðan farið hraðvaxandi og aldrei verið meiri en um þessar mundir. Að sögn Guð- mundar Einarssonar, aðstoðar- manns Jóns Sigurðssonar iðnaðar- ráðherra, hafa ýmis fyrirtæki verið að senda menn til Islands vegna þessa máls að undanförnu. í síðustu viku var hér staddur maður frá ensk/amerískri sam- steypu sem hefur áhuga á að leggja rafstreng héðan til Bretlands og kaupa af okkur orku. í gær var stadd- ur í iðnaðarráðuneytinu fulltrúi frá stórfyrirtæki í kapalframleiðslu og bankasamsteypu sem hafa áhuga á þessu sama. Hjá Landsvirkjun hefur mikið ver- ið unnið í þessu máli. Halldór Jónat- ansson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði ekki alls fyrir löngu aö raf- orkuflutningur um sæstreng frá ís- landi væri crðinn fullkomlega raun- hæf hugmynd. Þaö hefur komið fram í viöræðum við erlenda aðila, sem sýna málinu áhuga, að hægt er að fá þrisvar sinn- um hærra verð fyrir raforkuna með þessu móti en að selja hana til ál- vers. Þannig er veriö að tala um 50 til 60 mills fyrir kílóvattstundina ef orkan er seld um sæstreng til Bret- lands. í umræðum um álver á Keilis- nesi er aftur á móti verið að tala um 20 mills fyrir sama magn. Rætt hefur verið um að það geti tekið allt aö 3 ár að leggja sæstreng frá íslandi til Bretlandseyja -S.dór Bókasafn þing- mannsins komið í glæstahöfn Júlía Imsland, DV, Höfn: Héraðsbókasafnið á Höfn hefur löngum búið við þröngan húsakost en nú er þaö liðin tíð. í byrjun maí var lokið við að flytja og koma fyrir bæöi bóka- og sýsluskjalasafninu í rúmgóðum húsakynnum að Hafnar- braut 36. Safnið var almenningi til sýnis laugardaginn 4. maí. í safninu eru um 10 þúsund bækur og rit. Erfingjar Páls Þorsteinssonar á Hnappavöllum í Öræfum hafa gefið safninu bókasafn Páls heitins ásamt skrifborði hans og fleiri munum. Páll var þingmaður í 32 ár, fyrst í Austur-Skaftafellssýslu (1942-1959) og síðan í Austurlandskjördæmi við kjördæmabreytinguna 1959 til 1974. Sýslusafnið veröur opið afla virka daga í sumar og þegar haustar bætist laugardagurinn við. Forstöðumaður safnsins er Gísh Sverrir Árnason. Stólpaár hjá Skagstrendingi Þórhallur Ásmundsson, DV, Norðurl.vestra: Stjórn útgeröarfélagsins Skag- strendingur hf. á Skagaströnd hefur ákveðið að gera togarann Örvar út á frystingu áfram eftir að nýi frystitog- arinn, sem samið hefur verið um smíði á í Noregi, kemur í gagnið í ágúst 1992. Rekstur Skagstrendings gekk með afbrigðum vel á síðasta ári; eitt besta ár í sögu félagsins. Hagnaður var 94 millj. króna og á aöalfundi nýlega var samþykkt að greiða 15% arð til hluthafa. Þá var veitt heimild til hlutafjáraukningar um 50 millj. króna. Kaupverð nýja skipsins frá Noregi er áætlað 900 millj. króna. Fiskveiði- sjóður lánar 60% af kaupverði skips- ins en afganginn ábyrgist Búnaðar- bankinn. Þegar skipið kemur verður að færa veiðiheimildir togaranna Hjörleifs og Arnars á það. Það er ein- mitt vegna brottfalls Arnars sem nauðsynlegt er að kauþa kvóta til staðarins en Arnar hefur skilað drjúgu hráefni til frystihússins Hóla- ness síðan skipiö kom til Skaga- strandar 1973. Ákveðið hefur verið að stofna á Skagaströnd nýtt útgerðarfélag um kaup og rekstur ísfiskstogara til að afla Hólanesi hráefnis. Að því standa Hólanes, Skagstrendingur og Höíða- hreppur. Gert er ráð fyrir að hlutafé Verði um 200 millj. króna. Gísli Sverrir forstöðumaður safnsins ásamt tveimur bókavörðum, Erlu Huldu og Guðnýju Svavarsdóttur. DV-mynd Ragnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.