Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991. Costa del Sol - sól, sjór og fjör 23/5 4 sæti 30/5 UPPSELT 06/6 8 sæti 13/6 18 sæti 20/6 22 sæti 27/6 12 sæti 04/7 8sæti 11/7 UPPSELT 25/7 25 sæti 01/8 2 sæti 15/8 UPPSELT 22/8 11 sæti 05/9 7 sæti 12/9 Laus sæti Portúgal - verðlagið er hvergi lægra 15/5 4 sæti 29/5 13 sæti 30/5 7 sæti 19/6 28 sæti 20/6 17 sæti 10/7 UPPSELT 11/7 9sæti 31/7 UPPSELT 01/8 UPPSELT 08/8 24 sæti 24/8 6sæti 22/8 18 sæti 11/9 Laus sæti 12/9 28 sæti Mallorca - paradís í Miðjarðarhafinu 19/5 UPPSELT 01/6 14 sæti 08/6 8 sæti 22/6 28 sæti 29/6 4 sæti 13/7 18 sæti 20/7 26 sæti 03/8 12 sæti 10/8 UPPSELT 24/8 Laus sæti 31/8 Laus sæti 14/9 Laus sæti Kýpur - eyjan sem heillar Einstakt tækifæri að komast til Egyptalands og ísraels: 03/6 UPPSELT 09/6 UPPSELT 10/6 UPPSELT 17/6 4sæti 24/6 6sæti Laus sæti í aórar ferðir FERÐASKRIFSTOFAN Utlönd Mandela bíður dóms - óeirðir blossa upp í Suður-Afríku Nelson Mandela leiðir brosandi eiginkonu sina frá dómshúsinu í Jóhannes- arborg eftir að hún hafði verið fundin sek um þátttöku í mannráni og morði á ungum blökkudreng. Simamynd Reuter Winnie Mandela, eiginkona blökkuleiðtogans Nelson Mandela, bíður þess nú að heyra dóminn í máli sínu eftir að hún var fundin sek í gær um að hafa átt þátt í að ræna fjórum ungum blökkumönnum og misþyrma þeim svo einn þeirra, drengur að nafni Stompei, lét lífið. Sérfræðingar telja að dómurinn verði ef til vill ekki kveðinn upp fyrr en eftir nokkra daga en hann gæti orðið allt frá skilorðsbundnum fang- elsisdómi til dauðarefsingar þó slíkt sé talið harla ólíklegt. „Ef hún verður sett í fangelsi gæti de Klerk forseti landsins orðið að láta hana lausa ef ástandið í landinu á ekki að verða óbærilegt," sagði einn embættismaður Afríska þjóðar- ráðsins, en réttarhöldin hafa magnað kynþáttaóeirðir í landinu til muna. Ríkisstjórn hins hvíta minnihluta í landinu hefur jafnvel varað við að nauðsynlegt gæti orðið að lýsa yfir neyðarástandi til að bæla.niður átök á milli stríðandi fylkinga blökku- manna. Um 200 stuðningsmenn Mandela- hjónanna söfnuðust saman fyrir ut- an dómshúsið í Jóhannesarborg þeg- ar þau hjónin gengu þaðan út í gær og hrópuðu stuðningsorð þeim til handa. Hinn 72 ára gamli eiginmaður Winnie, Nelson Mandela, hafði áður lýst því yfir að Winnie væri saklaus, hún væri einungis fórnarlamb her- ferðar gegn henni vegna starfa henn- ar gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnu í landinu. Dómsniðurstaðan er því talin hafa komið Nelson Mandela algjörlega á óvart því hann bjóst við að réttar- höldin myndu hreinsa mannorð Winnie í eitt skipti fyrir öll. Reuter Skotbardagi við sumarhöll Saddams Breskir landgönguliðar svöruöu skotbardagi hefði átt sér stað. í gær réðust reiðir Kúrdar á lög- í gær skothríð íraskra hermanna Bandaríkjamenn fólu í gær sér- reglustöð í Zakho og börðu síðar á frá svæðinu umhverfis sumarhöll stökum sendiraanni Sameinuðu manni sem þeir héldu að væri Saddams Hussein íraksforseta í þjóðanna, Aga Khan prins, yfirráð njósnari frá Bagdad. Óeiröirnar norðurhluta íraks í gær. Særðu yfir flóttamannabúðunum við Zak- brutustútþegarumiimmhundruð bresku landgönguliðarnir tvo ír- ho. Kváðust Bandaríkjamenn von- Kúrdar efndu tíl mótmæla gegn aska hermenn. Bandamenn mót- ast til að írösk yfirvöld og Kúrdar Saddam. Bandarísk herlögregla mæltu atburðinum en írösk yfir- gætu leyst vandamál flóttamanna dreifði síðar mannfjöldanum. völd.semmótfallinerudvölbanda- án ffekari hernaðaríhlutunar Eeutcr manna í írak, vísuðu því á bug aö Bandaríkjamanna. Kosningar í Nepal: Kommúnistaflokk- urinn vinnur á - forsætisráðherrann segir af sér Margir íbúanna í Nepal hafa tekið Birendra konung í guðatölu. Teikning Lurie Nepalbúar gengu að kjörborðinu yfir helgina, í fyrsta sinn í 32 ár, og kusu til þings. Þó enn sé verið að telja er allt útlit er fyrir að kommún- istaflokkur landsins hafi unnið veru- lega á og að lýðræði eigi ekki upp á pallborðið hjá þessari fátæku þjóð. Forsætisráðherra landsins, Kris- hna Prasad Bhattarai, sem beöið hef- ur eftir frjálsum kosningum í rúma þrjá áratugi, komst ekki inn á þing og sagði af sér í kjölfarið. Bhattarai bauð sig fram í höfuðborginni Kath- mandu, sem er stærsta kjördæmi landsins. íbúar Kathmandu flykktust út á götur borgarinnar þegar ljóst var að Bhattarai hafði tapaö og létu í ljós ánægju sína, en kommúnistaflokk- urinn vann þar stóran sigur. Kosningarnar eru taldar hafa verið fyrsta prófraunin á hvort kommún- isminn eða hefðin hafi sterkari tök á landsmönnum, en Birendra konung- ur, sem verið hefur einráður undan- farna áratugi, er af mörgum talinn vera hindú-guðinn Vishnu holdi klæddur. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.