Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Síða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022- FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Beitilandsstofnun
Á móti 2000 hekturum, sem árlega eru klæddir gróðri
hér á landi, tapast 3000 hektarar, þannig að árlegt heild-
artap á gróðri er um 1000 hektarar, einkum af völdum
ofbeitar sauðfjár. Þetta minnir á fátæku löndin sunnan
við Sahara í Afríku, þar sem eyðimörkin færist í aukana.
Þetta breytist ekki fyrr en raunveruleg landgræðslu-
stofnun á vegum umhverfisráðuneytis kemur í stað
beitilandsstofnunarinnar í Gunnarsholti, sem rekin er
á vegum landbúnaðarráðuneytisins, er lítur á sig og
stofnanir sínar sem hagsmunaaðila sauðíjárræktar.
Beitilandsstofnunin í Gunnarsholti notaði þjóðargjöf-
ina frá 1974 að mestu til að gera bændum kleift að reka
fleira sauðfé á fjall en afréttir hefðu annars þolað. Sauð-
féð hnappaðist á uppgræðslusvæðin eins og í rétt að
hausti og át gjöfma nokkurn veginn jafnóðum.
Beitilandsstjórinn í Gunnarsholti hefur stutt þá, sem
reyna að bera blak af sauðfénu. Hann hefur talað um
gróðureyðingu af völdum eldgosa og ills árferðis, rétt
eins og slíkt hafi ekki tíðkazt fyrir landnám, þegar gróð-
ur var tvöfalt víðáttumeiri en hann er núna.
Sumir trúa ekki, að landið hafi við landnám verið
viði vaxið milli Qalls og fjöru. Sönnunargögn eru þó til
fyrir því, að á landnámsöld var gert til kola á Kili, svo
að þar hefur þá verið sæmilegt kjarr. Breytingin, sem
varð við landnám, fólst í skógarhöggi og sauðfjárbeit
Beitilandsstofnunin hefur ekki heldur staðið sig við
að varðveita friðlönd, sem henni hefur verið trúað fyr-
ir. Hún hefur ekki höfðað mál gegn sauðíjármönnum,
sem rifu landgræðslugirðingu á Auðkúluheiði, né þeim,
sem hafa beitt friðaða Austurafrétt á vorin.
Stofnanir á borð við Landgræðslu ríkisins nýtast
ekki til landgræðslu, af því að þær taka meinta hags-
muni landbúnaðarins alltaf fram fyrir hagsmuni þjóðar-
innar. Og ekkert vit færist í umhverfismál, fyrr en þau
verða leyst úr álögum sauðfjárræktarráðuneytisins.
íslenzkar heiðar geta aftur orðið blómlegar eins og
þær voru við landnám. Það sjáum við bezt á Hornströnd-
um og Ströndum norðanverðum, sem hafa breytzt í
gróðurvin við hvarf sauðfjárræktar úr héraði. Það þarf
einfaldlega að friða heiðarnar fyrir þjóðaróvininum.
Brýnast er að loka viðkvæmum móbergssvæðum, svo
sem afréttum Gullbringu- og Kjósarsýslu, Árnessýslu,
Rangárvallasýslu og Þingeyjarsýslu, en einnig er of
mikið álag á afréttum Skagafjarðar og Húnavatns-
sýslna. Loka þarf svæðum til að þau nái að gróa.
Enginn árangur er hins vegar af þeirri stefnu Al-
þingis, landbúnaðarráðuneytis og beitilandsstofnunar-
innar í Gunnarsholti að dreifa fræi og áburði úr lofti
yfir opin afréttarsvæði. Sauðféð étur þetta allt. Þannig
fór forgörðum hin mikla þjóðargjöf frá 1974.
Af þessum ástæðum er brýnt, að landgræðsla losni
úr álögum landbúnaðarráðuneytisins og öðhst frelsi í
umhverfisráðuneyti, þar sem hagsmunir sökudólgsins
eru ekki hafðir í hávegum. Að öðrum kosti er mark-
laust að hafa sérstakt umhverfisráðuneyti á íslandi.
Því miður virðist svo sem hin nýja ríkisstjórn muni
engu breyta í betra horf í þessu efni. Heiðursmannasam-
komulag flokksformanna nær skammt, þegar illvígir
hagsmunir eru í húfi. Þess vegna mun máhð verða kjaft-
að í hel með því að setja það í nefnd á nefnd ofan.
1000 hektara gróðurtapi á ári verður ekki snúið í 1000
hektara gróðurauka á ári fyrr en eftir að landgræðsla
ríkisins hefur verið frelsuð úr klóm sauðfjárræktar.
Jónas Kristjánsson
Gíslatakan í Teheran olli vanmáttugri heift Bandaríkjamanna i garð írana. Enn í dag er íran í huga almenn
ings mesta óvinaríki Bandaríkjanna.
Stef na byggð
á f ordómum
Miðausturlönd eru frá heim-
spólitísku sjónarmiði eitt allra
mikilvægasta svæði jarðar. Ætla
mætti að mesta stórveldi heims,
sjálf Bandaríkin, umgengjust þetta
svæði og þær þjóðir sem þar búa
af þekkingu og raunsæi. Við því
mætti búast að bandarísk utanrík-
isstefna í málum þessa heimshluta
væri þaulhugsuð og vandlega út-
færð. - En raunin er allt önnur.
Miðausturlönd eru og hafa um
áratugi verið veikasti hlekkurinn í
bandarískri utanríkisstefnu. Sú
stefna hefur beinst að því nær ein-
göngu að styrkja ísrael og halda
góðum viðskiptasamningum við
olíuríkin. Fyrir Persaflóastríðið,
þegar Bandaríkjamenn fluttu inn,
eins og þeir gera enn, yflr helming
af allri olíu sem þeir nota, kom um
einn fimmti af þeirri olíu frá írak.
írak var stærsti viðskiptavinur
Bandaríkjanna í Miðausturlönd-
um. Þeir fluttu inn meira af korni
og öðrum matvælum þaðan en
nokkurt annað ríki á þessu svæði.
í málum íraks, sem og annarra
arabalanda, ríkti algert stefnuleysi.
Mjög fáir í bandaríska stjórnkerf-
inu voru sérfróðir um Miðausturl-
önd, að undanteknum ótal sérfræö-
ingum í vamarmálum ísraels.
Fáfræði
Þetta gilti ekki aðeins um araba-
lönd. Sú hróplega fáfræði um
Kúrda, sem nú er öllum augljós,
er afleiðing langrar vanrækslu á
þessu sviði. Það er engu líkara en
allir séu búnir að gleyma því
hversu miklu hlutverki Kúrdar
hafa gegnt í samskiptum Tyrkja,
íraka og írana. Stríð Iraks og írans
1980 til 1988 var beint framhald af
Kúrdauppreisninni 1974 til ’75 sem
leiddi til þess að írakar keyptu sér
frið fyrir Kúrdum með því að af-
henda íranskeisara hernaðarleg
yfirráð yfir lífæð sinni, innsighng-
unni í Shatt al-Arab árósanna. Þaö
þýddi að íran hafði kverkatak á
Irak. Upp úr þessu spratt stríð ír-
ans og Iraks. Saddam Hussein var
ekki óður Hitler að ráðast á ná-
granna sína, hann var að reyna að
endurheimta það sem íranir höfðu
fengið í skiptum fyrir að hætta
stuðningi við Kúrda í stjórnartíð
Al-Bakrs, fyrirrennara síns.
Ekkert af þessu var tekið með í
dæmið þegar stríðið hófst. Bush
forseti talaði eins og Kúvæt væri
Tékkóslavakía og Saudi-Arabía
Pólland, árið væri 1938, ekki 1990.
En þessi fáfræði og misskilning-
ur, sem á rætur að rekja til tak-
markalauss stuðnings við ísrael og
jafnframt til fordóma og jafnvel
óbeitar á aröbum, er mjög sterkur
þáttur í afstööu Bandarikjamanna
alment ekki síður en bandarískra
stjómvalda til Miðausturlanda. -
Arabar eru lágt skrifaöir meðal al-
mennings.
KjaUaxiim
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
Það hefði ekki tekist að magna
upp þá móðursýki gegn írak og
Saddam, sem Bush tókst í stríðinu,
ef írak hefði ekki verið arabaríki.
Auðmýking í íran
En þessir fordómar eru ekki
bundnir við araba. Öll ríki Mið-
austurlanda, sem eru öll fjandsam-
leg ísrael, era sett undir einn hatt.
Það á sérstaklega við um íran sem
er ekki arabaríki heldur Persía hin
forna. Við íran er tengd martröö
sem raskar hugarró Bandaríkja-
manna enn þann dag í dag.
í nóvember 1978 var bandaríska
sendiráðið í Teheran hertekið af
byltingarvörðum Khóomeinis aja-
tolla og á þriðja hundra manns
haldið þar í gíslingu í 444 daga.
Þeim var loks sleppt nær nákvæm-
lega á sömu stundu og Carter
Bandaríkjaforseti lét af embætti og
Ronald Reagan tók við hinn 20. jan-
úar 1981. Þessi gíslataka í Teheran
og sú algera auömýking, sem
Bandaríkin urðu að þola af Khó-
meini og öðrum ajatollum í íran,
ollu svo vanmáttugri heift meðal
Bandaríkjamanna í garð írana að
enn í dag er íran í huga almenn-
ings mesta óvinaríki Bandaríkj-
anna.
Ég var staddur í Bandaríkjunum
1980 þegar kosningabaráttan stóð
sem hæst og hatrið á íran og fyrir-
litningin á Carter fyrir að láta það
viðgangast aö Bandaríkin væru
auðmýkt og niðurlægð á þennan
hátt var svo ríkjandi meðal fólks
að það varð snemma augljóst að
Carter yrði ekki endurkosinn for-
seti.
Khómeini, sem kallaði Bandarík-
in hinn mikla Satan, hafði svarið
þess dýran eið að kollvarpa Carter
og hinum mikla Satan, og það tókst.
Tilraun Carters til að bjarga gísl-
unum með hervaldi rann út í
sandinn í bókstaflegum skilningi,
sú hernaðaraðgerð var ein niður-
lægingin enn.
Baktjaldamakk?
En gíslamálinu í Teheran er ekki
lokið enn. Það þótti snemma grun-
samlegt að þeim var sleppt um leið
og Ronald Reagan tók við embætti.
Nú eru bornar fram áleitnar rök-
semdir fyrir því að kosningastjórar
Reagans og hugsanlega Bush sjálf-
ur hafi samið við írani um að halda
gíslunum fram yfir kosningar gegn
loforðum um að þeir fengju síðar
bandarísk hergögn fyrir milli-
göngu ísraels til að nota í stríðinu
við írak. Stefna Bandaríkjanna þá
var að styðja írak í stríðinu.
Þessar fullyrðingar koma aðal-
lega frá ísraelskum heimildar-
mönnum, auk þess sem Bani Sadr,
fyrrum forseti írans í tíð Khómein-
is, hefur tekið undir þær. Ef þetta
verður rannsakað opinberlega í
þinginu, og í ljós kemur að þessar
ásakanir eiga við rök að styðjast,
er Bush forseti í meiri vanda stadd-
ur en hann hefur áður kynnst.
Staðreyndin er sú að íranir fengu
bandarísk vopn frá ísrael eftir að
gíslunum var sleppt. AUt þetta
minnir á Íran-Contra málið þar
sem reynt var að fá gísla í Líbanon
lausa fyrir bandarísk hergögn frá
ísrael og ágóðinn notaður til að
styrkja á ólöglegan hátt stríðið í
Nicaragua. Af þessu á eftir að heyr-
ast meira.
Kúrdar og Kúvæt
Stefna Bandaríkjanna í Miðaust-
urlöndum hefur síðan mótast af
fjandskap við íran. Sú er ástæðan
fyrir því að Bush vildi ekki eyði-
leggja herstyrk íraks svo algerlega
að Iranir hefðu hernaðarlega yfir-
burði. Þess gjalda Kúrdar nú. Svo
er að sjá að í öllum stríðsæsingun-
um út af Kúvæt hafi enginn haft
heildaryfirsýn. Þar var flanað út í
stríð sem vel hefði mátt komast hjá
með smávægilegum tilhhðrunum.
En viljinn var ekki fyrir hendi og
heift og fordómar réöu feröinni.
Gunnar Eyþórsson
„Svo er að sjá að í öllum stríðsæsingun-
um út af Kúvæt hafi enginn haft heild-
aryfirsýn. Þar var flanað út í stríð sem
vel hefði mátt komast hjá með smá-
vægilegum tilhliðrunum.“