Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991. Iþróttir unglinga Reykjavíkurmót 5. flokks: Framarar eiga góða möguleika Eggert Stefánsson, fyrirliði 5. Búi Bendtsen, fyrirliði 5. flokks KR. Fram og KR léku í Reykjavíkur- móti 5. flokks á dögunum og voru báöir leikirnir mjög góðir hjá strákunum. Spilað var á Framvell- inum í ágætis veðri. Jafnt varð í A-iði, 2-2, en það var B-iö Fram sem náði að sigra,4-l. Það voru því B- iðsstrákarnir sem voru hetjur Fram í þessum leik gegn KR. 3 stig eru gefin fyrir sigur í A-liði og 2 stig í B-iði. Jafntefli hjá báðum lið- um gefur 1 stig. - Segið svo að B- iðsleikir skipti engu máli. Liðin voru jöfn að stigum fyrir þennan leik og var talað um að þetta væri nokkurs konar úrslitaleikur móts- ins. Bæði lið eiga erfiða andstæð- inga eftir og því allt of snemmt að draga fram sigurvegara í mótinu - þaö eru nefnilega heilar 4 umferðir eftir og allt getur gerst. Jafntefli, 2-2, hjá A-liðum Leikur A-liða var mjög spennandi og jafn á köflum. Finnur Bjarnason kom Frömurum á sporið með lag- legu marki. KR-ingar voru fljótir að svara fyrir sig með marki Arna Péturssonar. Haukur Hauksson náði síðan forystu fyrir Fram, 2-1. Undir lokin náðu KR-ingar að jafna úr vítaspyrnu, sem Ásgeir Ólafsson skoraði úr, markvörður Fram var þó mjög nálægt að verja vítaspyrn- una, þrátt fyrir að skotið væri út við stöng. Það eru margir góðir strákar í báðum þessum liðum - en einhvern veginn fannst mér meiri þungi í sóknum Framara. Úrslitin þó eng- an veginn ósanngjörn. B-lið Fram í banastuði Því miður varð ég að fara út á ann- an völl og missti því af megninu af leik B-liðanna. En mér var tjáð að Framarar hefðu átt stórleik og sigruðu þeir baráttuglaða KR-inga, 4-1. Eins gott aö fylgjast betur með leikjum B-liða í sumar. Áttum meira í leiknum Eggert Stefánsson, fyrirliði A-hðs Fram, er 11 ára. Hann hafði þetta flokks Fram. að segja um leikinn: „Við áttum meira í leiknum og vorum klaufar að vinna ekki. Þrátt fyrir það er ég ánægður með jafntefli að mörgu leyti - en við hefðum þó mátt vera svolítið grimmari í sókninni. Ann- ars er ekki nógu gott að spila á þessum malarvöhum því þeir eru svo ósléttir og sendingarnar því ekki eins náskvæmar," sagði Egg- ert. Klaufar að vinna ekki Búi Bendtsen, fyrirhði A-Uðs KR- inga var óhress með úrslitin: „Leikurinn var nokkuð jafn og átt- um við góð tækifæri til að sigra - og vorum við reyndar hálfgerðir klaufar að vinna ekki. Það var stundum dáUtiö erfitt að hemja boltann. Ég hlakka til að komast á grasið í sumar,“ sagði hinn snagg- aralegi fyrirUði KR-inga. -Hson • Þetta er glaðvær hópur 4. flokks stúlkna, enda engin furða þótt þær séu ánægðar því þær eru að keppa um þessar mundir í Reykjavíkurmótinu í fyrsta skipti í sögunni. KR-ingarnir eru lengst til vinstri, síðan koma Fjölnis- stelpurnar og þá Valsararnir til hægri. Myndin er tekin á KR-svæðinu. Þjálfari KR-liðsins er Guðrún Jóna Kristjáns- dóttir. Ragnheiður Skúladóttir þjálfar Valsstúlkurnar og Fjölnisliðið þjálfar Sigfríður Zophaníasdóttir. Kvennaknattspyma: Keppt í 4. flokki í fyrsta skipti - leikgleðin í fyrirrúmi Það var brotið blað í sögu Reykja- víkurmótsins í knattspyrnu í sl. viku því þá var í fyrsta sinni keppt í 4. flokki kvenna í mótinu. Þetta var á KR-vellinum og auðvitað fylgdist unglingasíða DV með þessari sögu- legu stund. Ekki varð betur séð en stúlkurnar kynnu eitt og annað fyrir sér í knattspyrnu og leikni þeirra með boltann kom á óvart. Leikgleðin var og mjög i fyrirrúmi og greinilegt að stelpum finnst gaman að spila fót- bolta - ekkert síður en strákum. Vonandi bætast fleiri ReykjavíkurUð í hópinn. Leiknar verða 2 umferðir en Valur hefur forystu eftir fyrri umferð. Hér á eftir birtast úrslit leikja í Reykjavíkurmótinu. 5. flokkur: Fylkir - Þróttur......A 3-1, B 6-1 Fylkir-ÍR.............A 3-1, B 2-2 ÍR-Fram...............A 0-2, B 0-2 Víkingur - KR....A 0-5, B 0-5, C 3-3 Fram - Fylkir.........A 3-ú, B 2-0 Leiknir - Valur.......A 2-1, B1-3 ÍR - Víkingur....A 3-3, B1-1, C1-1 Þróttur - ÍR..........A 2-A, B 3-0 KR - Þróttur..........A 3-1, B 3-0 Víkingur - Leiknir A 8-3, B 5-1, C1-2 KR-Fylkir.............A 2-3, B1-2 Leiknir - Þróttur.....A 2-1, B 2-0 Valur - Víkingur......A1-1, B 2-3 4. flokkur karla: Fylkir - Víkingur.............3-1 Þróttur - Fylkir 2-1 KR - Þróttur 18-0 Víkingur - ÍR 0-8 3. flokkur karfo: Fylkir - Fram 2-4 Fylkir - Þróttur 10-0 Fylkir - Fjölnir 8-0 ÍR-Fram 1-1 Víkingur - Fylkir 1-3 ÍR - Víkingur 2-3 Víkingur - KR.................1-2 3. flokkur karla - B-lið: KR-Víkingur 1-0 Víkingur - KR 1-13 2. flokkur karla: KR - Víkingur 1-0 Víkingur - Leiknir 9-0 Valur - Víkingur 3-4 4. flokkur kvenna: KR-Fjölnir 6-0 Valur - Fjölnir 13-0 KR-Valur 1-5 Þessi 3 félög sendu lið og eru spUaðar 2 umferðir. Vaisstúlkurnar leiða eftir fyrri umferð. 3. flokkur kvenna: KR - Valur....................3-3 2. flokkur kvenna: Valur - KR....................2-0 -Hson Frá leik Fylkis og IR í 5. flokki. Leikurinn endaði með jafn- tefli, 2-2. Hér er hart barist um miðjuna. Nánar verður sagt frá leiknum á unglingasíðu á laugardaginn kemur. DV-mynd Hson Faxaflóamótiö í knattspymu: Skagamenn mættu ekki með 6. flokk í úrslit i / ry r\ • i • / • J71 T7 í~\ Þaö vakti athygli i úrslitakeppni Of langt gengið spilla fyrir. Hafið hugfost að börn- leikiö til úrslita í 5. flokki og vann Nánar um mótið á ungUngasíðu Faxaflóakeppninnar í knattspyrnu Er þetta nú ekki einum of míkiö ina vilja ekki fyrir nokkum mun Akranes i A-Uöi, Keflavík í B-Uði á laugardaginn kemur. að Akumesingar sendu ekki C-Uð afþvígóða?Gleymaþeirfuilorðnu missa af leikjum. og Selfoss í C-Uöi. -Hson sitt til keppni um 3. sætið í Mos- ekkikrökkunumiþessusamhengi? fellsbæ um helgjna. í þessu tilfelU misstu 6. fiokks Urslitin Ástæðan er taUn vera sú að ein- strákamir í C-liöi Akumesinga í 5. og 6. flokki hver krytur hafi upphaflega komið möguleikann á að hljóta bronsiö Leikið var til úrsUta í 6. flokki í upp milli Akurnesinga og Selfyss- og hfout Grótta það, án leiks. Mosfellsbæ. Faxameistarar í A-liðí inga um óvæntar niðurfeUingar Menn verða að taka síg saman í uröu Blikastrákarnir. í B- og C-liðí Haildór Halldórsson leikja. andlitinu og láta ekki aukaatriðin sigraði Keflavik. - í Garðabæ var --------—-----------^—.................... Umsjón:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.