Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991. Andlát Sveinn Kristófersson frá Litla Bergi, Skagaströnd, lést á Héraðshælinu á Blönduósi funmtudaginn 9. maí. Ragnar Þ. Guðlaugsson blikksmiður, Hátúni 10, andaðist í Borgarspítalan- um 12. maí. Sigurrós Sveinsdóttir, fyrrum for- maður Verkakvennafélagsins Fram- tíðarinnar í Hafnarfirði, lést á Sól- vangi 13. maí. Þorgerður Guðmundsdóttir, Háaleit- isbraut 16, andaðist á heimili sínu mánudaginn 13. maí. Þuríður Guðmundsdóttir andaðist aðfaranótt 13. maí á Landakotsspít- ala. Jarðarfarir Sigurbjörn Leifur Bjarnason raf- virkjameistari, Jöklaseli 13, Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Selja- kirkju miðvikudaginn 15. maí kl. 15. Hrólfur Kr. Sigurjónsson frá Ísafírði, Krummahólum 10, Reykjavík, verð- ur jarðsunginn frá Fella- og Hóla- kirkju miðvikudaginn 15. maí kl. 13.30. Þórunn Sigurðardóttir lést á Hjúkr- unardeild Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 9. maí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 16. maí kl. 15. Þórður Jónsson cand. mag., sem lést 7. þ.m., verður jarðsunginn frá nýju kapellunni í Fossvogi miðvikudag- inn 15. maí kl. 13.30. Sigrún María Schneider, Reynimel 51, verður jarösungin frá Krists- kirkju, Landakoti, fimmtudaginn 16. maí kl. 15. Bjarnína Guðrún Kristjánsdóttir, Baldursgötu 34, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 15. maí kl. 15. Sigurður E. Markússon frá Svarta- gih, sem andaðist 9. maí, verður jarð- sunginn fimmtudaginn 16. maí kl. 13.30 frá Fossvogskapellu. María Guðvarðardóttir, Álftamýri 50, sem lést í Borgarspítalanum laug- ardaginn 11. maí, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 16. maí kl. 13.30. Sverrir Erlendsson fyrrv. skipstjóri lést, 5. maí. Hann fæddist 19. júní 1925, spnur Erlendar Árnasonar og Önnu Ófeigsdóttur. Sverrir stundaði sjómennsku lengst af. Hann var um árabil stýrimaður og síðar skipstjóri á ýmsum togurum. Eftirlifandi eigin- kona hans er Dóra Bergþórsdóttir. Þau hjónin eignuðust tvær dætur, einnig ól Sverrir upp tvö börn af fyrra hjónabandi Dóru. Sverrir átti einn son fyrir hjónaband. Útfór Sverris verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 13.30. Safnaðarstarf Breiðholtskirkja Bænaguðsþjónusta í dagkl. 18.30, altarisganga. Fyrirbænaefn- um má koma á framfæri við sóknarprest í viðtalstímum hans þriðjudaga til fóstu- daga kl. 17-18. Dómkirkjan Þjónusta fyrir aldraða: fótsnyrting í safnaöarheimilinu þriðju- daga kl. 13-17. Tímapantanir hjá Ástdísi. Grensáskirkja Biblíuiestur í dag kl. 14 í umsjá sr. Halldórs S. Gröndal. Síðdegis- kaffi. Hallgrímskirkja Fyrirbænaguðsþjón- usta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Seljakirkja Mömmumorgunn. Síðasta opna húsið í vetur kl. 10. Tilkyrmingar Félag einstæðra foreldra Óskar eftir alls konar dóti á maíflóa- markað félagsins. Ef þú ert í vortiltekt í geymslum, hugsaðu þá til okkar áður en þú hendir. Með fyrirfram þökk. Sími 11822. Neytendasamtökin kanna banka- og tryggingamál Sólrún Halldórsdóttir viðskiptafræðing- ur hefur verið ráðin í fullt starf hjá Neyt- endasamtökunum og mun sinna þar ýmsum verkefnum, m.a. á sviði banka- og tryggingamála. Sólrún er 26 ára gömul og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Handelshögskolen í Kaupmannahöfn sl. vor. Hvítasunnuferð fyrir eldri borgara á Snæfellsnes laugardaginn 18. mai. Lagt af stað frá Umferðarmiðstöð BSÍ kl. 09. Fararstjóri Pétur H. Ólafsson. Nánari upplýsingar gefnar á ferðaskrifstofu BSI sími 22300. Haukur Dór í Gallerí Borg Fimmtudaginn 2. maí opnaði Haukur Dór sýningu á verkum sínum í Gallerí Borg. Sýningin átti að standa til þriðjudagsins 14. mai, en vegna mikillar aðsóknar verö- ur henni framlengt til fóstudagsins 17. maí. Sýningin er opin virka daga kl. 10- 18. Félag eldri borgara Opið hús í Risinu í dag frá kl. 13-17. Fijáls spilamennska og bridge. Opiðhús „Styrkur" samtök krabbameinssjúkhnga og aðstandenda þeirra halda opið hús í kvöld, 14. maí kl. 20.30 í húsi Krabba- meinsfélags íslands, Skógarhlíð 8. Guð- jón Baldursson krabbameinslæknir flyt- ur erindið: Hefðbundnar og óhefðbundn- ar krabbameinslækningar. Kafflveiting- ar. Mætum öll og tökum með okkur gesti. t Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar, Finnbogi Þorsteinsson, Meistaravöllum 21, andaðist á Landspítalanum 13. maí. Lína Knútsdóttir og börn hins látna Garðar og gróðtir FYLGIR Á MORGUN Meðal annars verður fjallað um undirbúning og frágang nýrra lóða og breytingar á eldri lóðum. Myndgáta Kór Flensborgarskóla heldurtil Þýskalands Kór Flensborgarskóla þiggur boð vina- bæjar Hafnarfjarðar, Cuxhaven, um að halda þar þrenna tónleika. Ferðin er lið- ur í nemendasamskiptum vinabæjanna og er von á þýskum menntaskólanemum í september. Kórfélagar munu dveljast á þýskum heimilum og gefst unglingunum þá tækifæri til að skapa persónuleg tengsl og kynnast ólíkum lifsvenjum og við- horfum og öðlast þannig meiri skilning á framandi þjóð sem einmitt er hugmyndin að baki nemendaskiptanna. Kórinn fagn- ar á þessu ári 10 ára starfsafmæli og af þvi tilefni gaf kórinn út geisladisk um síðustu jól og einnig stóð hann fyrir kór- móti nokkurra framhaldsskóla í mars- mánuði sl. Kórinn hefur hlotið góöan fjárstuðning bæjaryfirvalda, einkafyrir- tækja og síðast en ekki síst Flensborgar- skóla til framkvæmda allra þessarra hluta. Þetta er þriðja utanlandsferð kórs- ins. Kórinn heldur tónleika miðvikudag- inn 15. mai kl. 20.30 í Menningarmiðstöð- inni Hafnarborg og er aðgangur ókeypis. Á efnisskránni er að flnna íslensk þjóð- og ættjaröarlög auk madrígala og kirkju- legra smáverka. „Birtir af degi“, ný hljómplata Út er komin hljómplata með lögum við ljóð Bjöms Stefáns Guðmundssonar frá Reynikeldu. Nefnist hún Birtir af degi. Bjöm er mörgum kunnur fyrir ljóð sin, og í Dalasýslu, heimabyggð hans, hafa margar vísur hans orðið fleygar. Lögin em samin af Dalamönnum, en flytjendur em margir af fremstu tónlistarmönnum landsins. Platan er gefm út í tengslum við Jörfagleði, menningarhátíð Dala- manna, sem stendur yfir þessa dagana. Tónlistin fæst einnig á geisladisk og tón- snældu. Fundir Kvennadeild Barðstrend- ingafélagsins Sameiginlegur fundur málfundadeildar og kvennadeildar verður haldinn á Hall- veigarstöðum í kvöld, 14. maí, kl. 20. Sýndar verða litskyggnur. Tónleikar Blái fiðringurinn á Púlsinum Hljómsveitin Blái flðringurinn mun slá á bláar nótur á Púlsinum tvö næstu mið- vikudagskvöld, 15. og 22. maí. Hljómsveit- ina skipa Árni Bjömsson bassi, Kjartan Guönason trommur, Linda Gísladóttir söngur, Magnús Sigurðsson gítar og Skúli Thoroddsen saxófónn. Fyrirlestrar Fyrirlestur á vegum Stofnunar Sigurðar Nordals Marianne E. Kalinke, prófessor við 111- inoisháskóla í Urbana í Bandaríkjunum flytur opinberan fyrirlestur um heilagra- mannasögur frá síðmiðöldum í boði Stofnunar Sigurðar Nordals, miðviku- daginn 15. maí kl. 17.15 í Veitingastofunni í Tæknigarði við Dunhaga. Fyrirlestur- inn nefnist „Reykhólabók: An Icelandic hagiography on eve of the reformation" og verður fluttur á ensku. Marianne E. Kalinke hefur skrifað mikið um riddara- sögur, m.a. bókina Bridal-Quest Roman- ce in Medieval Iceland, og gefið út Mött- uls sögu. Hún vinnur nú að rannsóknum á heilagramannasögum hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.