Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1991, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 17. MAÍ1991.
5
Fréttir
Raforkusala um sæstreng:
Utlendingar sýna þessu
stóraukinn áhuga
- segir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
Svo viröist sem raforkusala um
sæstreng frá íslandi sé ekki bara
tæknilega framkvæmanleg, heldur
er áhugi erlendra orkukaupenda
mikill og fer vaxandi. Þeir sem best
þekkja til fullyrða aö á þessu sviöi
eigi íslendingar mikla möguleika.
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra hef-
ur snúið sér að þessu máli af meiri
krafti en áður. Hann var inntur eftir
því hvemig þetta mál stendur frá
hans bæjardyrum séð.
„Það hafa þegar verið lagðir sæ-
strengir með mikla flutningsgetu raf-
magns, að vísu ekki yfir svo breitt
haf eins og frá íslandi til Bretlands,
en eigi að síður yfir breið sund og
langan veg. Það er greinilega meiri
áhugi fyrir raforkukaupum um sæ-
streng frá íslandi en áður. Allt frá
því að Landsvirkjun lét kanna mögu-
leikann á lagningu sæstrengs frá ís-
landi 1988 hafa áhugasamir aðiiar
sett sig í samband við mig. Þar hefur
fyrst og fremst veriö um að ræða
menn sem hafa áhuga á tæknihhð
málsins. Undanfarið hafa fyrir-
spurnir aftur á móti borist úr fleiri
áttum en áður, frá mönnum sem
hafa áhuga á fjárhagslegri hhð þessa
máls,“ sagði Jón Sigurðsson iðnaðar-
ráðherra um þennan vaxandi áhuga
útlendinga á raforkukaupum frá Is-
landi um sæstreng.
Hann sagðist ekki þora að segja til
um hvenær lagning sæstrengs kemst
á alvörustig. Hinsvegar sagðist hann
munu eiga á næstunni viðræður við
menn sem lýst hafa áhuga sínum á
raforkukaupum, sem og þá sem hafa
lýst áhuga á tæknihhð málsins.
„Það má aftur á móti ekki gleyma
því í þessu sambandi að við verðum
að kanna það mjög vel hvort hag-
kvæmara er að selja raforkuna úr
landi um sæstreng eða virkja hana
til eflingar iðnaðar í landinu. Best
væri að hvort tveggja væri gerlegt,“
sagði Jón Sigurðsson.
S.dór
Vormyndasam-
keppni unglinga
- skllafresturrennurútumhelgina
Alltaf berast okkur fleiri og fleiri
myndir í ljósmyndasamkeppnina
sem DV, íþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur og Hans Petersen hf.
standa nú fyrir undir heitinu „Vor-
myndir ’91.“
Allir unglingar í 8., 9. og 10. bekk
grunnskólanna um land allt geta tek-
ið þátt í keppninni, en nú fer hver
að verða síðastur að senda inn mynd-
ir því skilafrestur rennur út nú um
næstu helgi.
Myndirnar geta verið svart/hvítar
eða í lit, og ein eða fleiri, en þær
verða að tengjast vorinu á einhvern
hátt.
Þeir sem vilja taka þátt í keppninni
geta sent myndirnar sínar til DV
merktar: „Vormyndir ’91,“ DV, Þver-
holti 11, Reykjavík.
En drífið ykkur nú svo þið missið
ekki af tækifærinu á að vinna 35
þúsund króna Canon EOS 1000
myndavél með auka hnsu og auka
flassi, eða veglega vöruúttekt hjá
Hans Petersen.
„Köttur reynir að iá á sig lit“ heitir þessi makindalega kattarmynd sem
Bjarki Ásmundsson i Hafnarfirði sendi inn.
Hrísey:
Þrastarhreiður í baðherberginu
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
íbúum í kennarabústað grunnskól-
ans í Hrísey brá nokkuð í brún á
dögunum er þeir komu inn í annað
baðherbergi hússins. í gluggakist-
unni hafði skógarþröstur nefnilega
gert sér hreiður og munu egg vera
komin í það.
Annar íbúa hússins mun hafa ætl-
að að fara í sturtu þar inni en hætti
snarlega við öll slík áform þegar ljóst
var hvað hafði gerst og segist ekki
hafa áhuga á að notfæra sér shka
aðstöðu á meðan þrösturinn er að
koma upp ungum sínum. Gluggi baö-
herbergisins er nokkuð hátt frá gólfi
og mun að öhu jöfnu vera hafður
opinn þannig að ekki var erfiðleikum
bundið fyrir þröstinn að athafna sig
í gluggakistunni.
Vegna breytinga verður mikið af
húsgögnum selt á stórlækkuðu verði.
Hér er aðeíns lítið sýnishorn (takmarkað magn)
Áður Nú
Sófasett. Toledo. 3-1-1 .................. 165.000.- 88.000.
Sófasett. Kos. 3 -1 -1 .................... 98.000.- 59.000.
Skrifborð. hvitt. Marge.................... 16.200.- 8.800.
Hægindastóll. Stardust..................... 39.000.- 27.200.
Borðstofuborð m. 6 stólum.................... 179.000.- 88.000.
Hillusamstæða. Mirage...................... 97.000.- 59.000,
Hjónarúm m. svampd., Flórida. 160x200...... 40.500,- 20.500,
Sófasett. Dahli. 3-1-1.................... 183.000,- 95.000.
Innskotsborð .............................. 24.400,- 14.400.
Speglar. Linea.............................. 7.500,- 3.500.
Stólar, Crikket............................. 5.500,- 3.000,
Hillusamstæða. Tivolí...................... 18.000,- 9.000,
Hillusamstæða. svört....................... 86.000,- 46.000.
Barnastóll -+- púlt......................... 7.800,- 4.500,
6 stk. klappstólar i grind................. 36.000,- 18.000,
Klappstólar, Habufa......................... 4.600,- 2.300,
Borðstofusett. skenkur. borð. 6 stólar.... 250.000,- 1 50.000,
Stóll, Gatsby ............................. 9.000,- 4.500,
Húsbóndastólar, leður. án skemils.......... 49.000.- 23.900.
Hægindastólar. Butterfly................... 26.400,- 12.400.
Sófaborð. svart........................... 23.900,- 1 1 .400,
Hornsófi m. plussáklæði................... 157.000,- 77.200,
Sófasett. 3-1-1. bómull................... 101.000,- 51.800.
Hjónarúm m. áföstu náttb. án dýnu.......... 54.500,- 24.200,
Hilluveggur. birki ........................ 45.600.- 22.600,
Stereoskápur............................... 15.700,- 7.840,
Eldhússtólar, Bistro..................... 4.500,- 1 .740.
Tevagn...................................... 5.900,- 2.800,
Sjónvarpsvagn ............................. 14.400,- 6.700,
Svefnsófi................................. 52.200,- 24.900,
Einstakl.rúm 90x200. fura, ólakkað. án dýnu ... 18.200,- 8.100,