Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1991, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1991, Page 7
FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991. Fréttir Heimsaf linn hefur aukist á hverju ári - þrátt fyrir að talað sé um ofveiði „Mörg er í þér matarholan," sagöi kerlingin um banakringluna og svo má einnig segja um heimshöfin. Þrátt fyrir aö talað sé um ofveiði hefur heimsaflinn aukist ár frá ári. Þjóðir, sem litlar sem engar veiðar stunduðu, eru nú farnar að skila þó nokkrum afla. Afríkuþjóðir hafa stóraukið afla sinn og hafa nú fært fiskveiðilögsögu sina út í 200 sjómíl- ur og gæta hennar vel, fylgiast vel með veiðum erlendra skipa. Hefur það orðið skipum dýrkeypt að fiska innan landhelginnar þar. Árlega finnast fisktegundir sem ekki hafa veiðst áður og meðal annars þess vegna hefur heimsaflinn aukist þó að tæknin eigi þar stærstari hlut. Verð á freðfiski hefur haldist bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. í þess- um pistlum hefur stundum verið minnst á fisksölu til Austurlanda fjær. Nú er kominn hingað maður frá Tævan sem vill kynna sér viðskipti við okkur. Bretland Eftirtalin skip hafa selt afla sinn erlendis: Bv. Huginn seldi 113 tonn í Hull fyrir 16 milljónir kr. Meðalverð var 142,03 kr. kg. Úr gámum voru seld alls 113 tonn fyrir 7 milljónir kr., meðalverð 115 kr. kg. Bv. Sólborg seldi í Hull 15. maí, alls 61 tonn fyrir 7 milljónir kr. Með- alverð 115 kr. kg. Þýskaland Bv. Baldur seldi í Bremerhaven 13. maí, alls 96,5 tonn fyrir 10,9 milljónir kr., meðalverð 113,61 kr. kg. Þorskur- inn seldist á 110,51 kr. kg, ýsa á 142,41, ufsi á 56,41, karfi á 96,48, koli á 111,96, grálúða á 133,09 og blandaður fiskur á 75,09 kr. kg. Bv. Ögri seldi í Bremerhaven 13.-14. maí, alls 242 tonn fyrir 23,9 milljónir kr. Meðalverð var 99,03 kr. kg. Aðaluppistaðan í aflanum var karfi og grálúða. Karfinn seldist á 97,04 kr. kg, grálúðan á 117,47, 600 kg af þorski á 113,41 kr. kg og bland- aður fiskur á 76,38 kr. kg. Bv. Víðir seldi í Bremerhaven 15.-16. maí, alls 660 tonn, meðalverð 95 kr. kg. Söluverðmæti var 16,6 milljónir kr. Næstu daga selja í Bretlandi bv. Freyja, bv. Börkur og bv. Páll. Engey selur í Bremerhaven í Þýskalandi 21. maí og bv. Rán í Cuxhaven 23. maí. Frakkar skera niður flotann Franski sjávarútvegsráðherrann hefur lagt til að flotinn verði minnk- aður um 1000 skip. Sjávarútvegsráðherrar Evrópu- bandalagsins hafa lagt fram tillögu um að minnka flotann um 40%. Þessi tillaga verður lögð fyrir sjávarút- vegsráðuneytið í Brussel. Hún kom fram í mars á þessu ári. Hækkandi verð er á hörpufiski i Bandaríkjunum og Evrópu. Fiskmarkaður Ingólfur Stefánsson leyfðar neinar skipasmíðar. Alls mun franski flotinn minnka um sem svarar Í34 þúsund hestöflum. Til þess að fá að selja skip utan EB verð- ur skipið að hafa fiskað í 100 daga á árinu. Telja menn að fá megi ódýr skip þegar farið verður að úrelda frönsk skip. Útgerðarmönnum verður leyft að úrelda skip sem eru eldri en 12 ára. Filippseyjar Á síðastliðnu ári var fluttur út frá Filippseyjum þari fyrir 51,2 milljónir dollara. Þarinn er aðallega seldur til Bandaríkjanna og notaður í ham- borgarablöndu. Flutt voru út 72% af uppskerunni en 28% voru unnin heima í verksmiðjum sem vinna þar- ann til neyslu. Rætt er um að þarinn verði unninn meira innanlands og ekki seldur óunninn úr landi. Fyrir- tækið MacDonald’s verður stór við- skiptavinur þar sem í framtíðinni verða framleiddir hollustuhamborg- arar og er sagt aö þarinn eyði kól- esteróli úr blóðinu. Útflutningur á þara var alls 10.599 tonn. Hawaii Veiðar á sverðfiski hafa aukist jafnt urinn er hausaður og slægður um borð og sendur til austurstrandar Bandaríkjanna. Skipin, sem stunda þessar veiðar, eru 60-90 fet. Útivist þeirra er 11-23 dagar. Aöeins sex skip hafa stundað veiðarnar. NUDDPOTTAR ÍSLENSKIR OG AMERÍSKIR í miklu úrvali - Veró frá kr. 75.000/- Allur búnaður fyrir votns og loftnudd, ouk annara fylgihluto: * Hreinsitæki og hringrásardælur * Ljós og dælurofor * Yfirbreiðslur * Votns og loftnudd * Allur fittings og tengihlutar Við bjóðum einungis AKRYL nuddpotto þvi AKRYL er eino varanlega efnið sem stenst íslenska veðráttu og votn. 10 ára þekking - sala - og þjónusta. Leitið tilboða! Gerið gæða og verðsamanburð Opið laugardaga K.AUÐUNSSON HF. Sérverslun meö hreinlætistæki Grensásvegi 8 - Sími: 686088 Tegund Dollarar Ibs. Kr. kg Þorskflök í 5 punda pakkningum 3,25 429 Þorskur í 10-15 Ibs. pakkningum, stór 3,40 450 Þorskur í 10 Ibs. pakkningum 3,45 450 Þorskur í 20 Ibs. pakkningum 3,40 450 Ýsuflök í 5 Ibs. pakkningum 3,65 482 Karfi m/roði í 5 Ibs. pakkningum 1,95 257 Karfi, roð- og beinlaus í 5 Ibs. pakkningum 2,05 270 Hörpudiskur, 40/60 í Ibs. 4,45 587 Ofantalið verð er frá miðlurum í Boston, Gloucester og New Bedford. Komi þetta til framkvæmda missa 2000 fiskimenn atvinnu sína. Auk fiskimanna misstu skipasmiðir og aðrir, sem þjónað hafa flotanum, vinnuna. Á þessu ári verða ekki og þétt síðustu ár við Hawaii. Árið 1988 veiddust 50.000 lbs. en 650.000 lbs. árið 1989 og fór svo í 2,5 milljón- ir lbs. árið 1990, eða 1134 tonn, að verðmæti 7,5 milljónir dollara. Fisk-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.