Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1991, Page 26
34
FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991.
Afmæli
Ævar R. Kvaran
Ævar Ragnarsson Kvaran, leik-
ari, miöill og rithöfundur, Kambs-
vegi 25, Reykjavík, er sjötíu og fimm
áraídag.
Starfsferill
Ævar fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp við Bergstaðastræti. Hann
lauk stúdentsprófi frá MR1936 og
embættisprófi í lögfræði viö HÍ1941.
Ævar stundaði leiklistar- og söng-
nám við Royal Academy of Dram-
atic Art og við Royal Academy of
Music í London 1945-47jafnframt
því sem hann stundaði leikstjórn-
arnám við BBC. Þá kynnti hann sér
tækni varðandi útvarpsleikstjórn
hjá norska og danska útvarpinu
1949 og fór námsferð til Bandaríkj-
anna til að kynna sér leiklist þar
með styrk frá Rockefellerstofnun-
inni 1952.
Ævar var fulltrúi hjá Viðtækja-
verslun ríkisins og Bifreiðaeinka-
sölu ríkisins 1942-A4. Hann var
fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið
frá stofnun 1950-80. Þá hefur hann
annast leikstjórn fyrir Þjóðleik-
húsið, LR og ýmis leikfélög utan
Reykjavíkur. Hann hefur stjórnað
útsendingum fjölda leikrita fyrir
Ríkisútvarpið og leikið þar ótal hlut-
verk auk þess hefur hann hefur flutt
þar fjölda erinda og sjálfstæðra
þátta.
Ævar kenndi við Leiklistarskóla
Þjóðleikhússins og rak um skeið eig-
in leiklistarskóla. Hann var stunda-
kennari í framsögn við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti frá 1978-88.
Hann hefur svarað bréfum alþýðu
manna sem hefur sóst eftir leiðsögn
hans í mótlæti. Ævar hefur stundað
miðilsstörf frá 1974 sem felast í fyr-
irbænum öðrum til handa.
Ævar sat í stjórn LR1944-45; var
formaður Félags íslenskra leikara
1949-50; stofnaði, ásamt Lárusi Sig-
urbjömssyni, Bandalag íslenskra
leikfélaga 1951 og var fyrsti formað-
ur þess; var stofnandi og formaður
Leikarafélags Þjóðleikhússins til
1958 og einn af stofnendum Starfs-
mannafélags Þjóðleikhússins. Þá
hefur hann setið í nefndum er fjallað
hafa um hina ýmsu þætti móður-
málsins og sat í stjóm og var um
skeið forseti Sálarrannsóknarfélags
íslands.
Rit Ævars: íslenzk örlög í munn-
mælum og sögum, 1955; Ókunn af-
rek, 1956; Fólk ogforlög, 1962; Kyn-
legir kvistir, 1964; Gildi góðleikans,
1965; Á leiksviði, 1966; Látnir lifa,
1978; í ljósaskiptunum (útvarpsleik-
rit) 1978; Undur ófreskra, 1981; Son-
ursólar, 1990.
Ævar hefur þýtt fjölda rita um
ýmis efni. Hann hefur þýtt leikrit
fyrir Ríkisútvarpið og samið leik-
ritahandrit fyrir útvarp eftir ís-
lenskum sögum. Hann var ritstjóri
Morguris, tímarits Sálarrannsókn-
arfélagsins, í áratug. Ævar hefur ort
ljóð sem þó hafa ekki verið gefin út
og hann á í handriti rit um fram-
sögn bundins og óbundins íslensks
máls.
Fjölskylda
Ævar kvæntist 17.5.1942 Helgu
Hobbs, f. 13.9.1919, dóttur Cliffords
L. Hobbs, kaupmanns í Liverpool,
og konu hans, Jósefinu Helgadóttur
Zoéga en Ævar og Helga skildu.
Sonur Ævars og Helgu er Gunnar,
f. 16.1.1944, sellóleikari í Reykjavík.
Önnur kona Ævars var Pauline
Joyce Collins.f. 9.3.1927, dóttir
Charles Philip Collins, yfirvélstjóra
í Surrey á Englandi, og konu hans,
Alice Florence en Ævar og Pauline
skildu.
Böm Ævars og Pauline eru Sigrún
Linda, f. 3.5.1948, klæðskera- og
kjólameistari í Reykjavík; Ævar
Ragnar, f. 18.9.1952, sjúkraliði í
Reykjavík; Silja, f. 15.6.1955, starfs-
stúlka í Reykjavík; Örlygur, f. 16.6.
1959, verkstjóri á Grænlandi.
Ævar kvæntist 1971, konu sinni,
Jónu Rúnu Kvaran, f. 13.12.1952, er
stundar ritstörf, dóttur Rúnu Guð-
mundsdóttur, húsmóður í Reykja-
vík.
Ævar Ragnarsson Kvaran.
Dóttir Ævars og Jónu Rúnu er
Nína Rúna, f. 14.4.1978, nemi í for-
eldrahúsum.
Hálfsystkini Ævars samfeðra:
Ragnheiður, átti Sigurð Hafstað
sendiráðsritara; Einar, verkfræð-
ingur og starfsmaður SÞ í Austur-
löndum, átti bandaríska konu; Matt-
hildur, átti Jón Björnsson, ritstjóra
í Kanada.
Foreldrar Ævars voru Ragnar
HjörleifssonKvaran, f. 1884, d. 1939,
landkynnir, og Sigrún Gísladóttir,
sem er látin, húsfreyja.
Ævar verður aö heiman á af-
mælisdaginn.
Til hamingju með afmælið 17. maí
90 ára 50 ára
Guðrún Jónsdóttir, Kumbaravogi, Stokkseyri. 80 ára Yngvi Guðnason, Lækjarbakka 7, Lýtingsstaðahreppi. Pátl Þorsteinsson, Birkihvanuni 18, Kópavogi. Birgir Brandsson, Breiðvangi 18, Hafnarfirði. Magnea Thomsen, Ennishlið 4, Óiafsvik. Thomas M. Ludwig, Brúnalandi 17, Reykjavík.
Arnþór Árnason, Skólavegi 31A, Fáskrúðsfirði. 75 ára
Margrét Jóhannesdóttir,
Þverá 2, Akrahreppi. 40 ára
70 ára
Eyjólfur Kristjánsson, Reykjavíkurvegi 40, Hafnarfirði. Gísli Salómonsson, Lítlagerðí 1, Húsavík. Guðbjörg Daviðsdóttir, Hörðalandi 10, Reykjavík. Margrét Gunnarsdóttir,
Sigmundur Guðnason, Lagarási 12, Egilsstoöum.
60 ára
Guðflnna Kristjánsdóttir, Bláskógum 3, Reykjavík. Jónas Geir Sigurðsson, Lækjarbraut 2, Holtahreppi. Sveinn Eysteinsson, Þambárvöllum 2, Óspakseyrarhreppi. Hrauntúni 69, Vestmannaeyjum. Agnes Helga Vigfúsdóttir, Mávahlið 19, Reykjavík. Gísli Sigurgeirsson, Stuðlabergi 18, Hafnarfirði.
Steinunn Guðný Sveinsdóttir
Steinunn Guðný Sveinsdóttir
bóndakona, Kastalabrekku, Ása-
hreppi í Rangárvallasýslu, er sextug
í dag. Hún fæddist að Þykkvabæjar-
klaustri í Álftaveri í V-Skaftafells-
sýslu ogólstþarupp.
Fjölskylda
Steinunn giftist 3. desember 1949
Sigurði Jónssyni bónda, f. 4.11.1926,
frá Norðurhjáleigu, Álftaveri í V-
Skaftafellssýslu. Hann er sonur
Jóns Gíslasonar, bónda að Norður-
hjáleigu og fyrrv. alþingismanns, og
Þórunnar Pálsdóttur.
Steinunn og Sigurður eignuðust 8
börn og eru 7 þeirra á lífi. Þau em:
Sveinn Sigurðsson, f. 5.4.1951,
kvæntur Gróu Ingólfsdóttur og eiga
þau fjögur böm. Þórunn Sigurðar-
dóttir, f. 31.10.1954, gift GuðmUndi
Ágústssyni og eiga þau fimm börn.
Sigurveig Þóra Sigurðardóttir, f. 4.2.
1957, gift Lárusi Ásgeirssyni og eiga
þau tvo syni. Hildur Sigurðardóttir,
f. 16.3.1958, giftÁrna Sigurðssyni
og eiga þau þrjá syni. Bjarni Sig-
urðsson, f. 4.3.1961, sem lést 18.4.
1985. Unnusta hans var Hulda Hans-
en og átti hann tvö stjúpbörn. Guð-
laug Sigurðardóttir, f. 12.4.1965,
ógift. Hjördís Sigurðardóttir, f. 13.6.
1969, sambýlismaður hennar er
Guðmundur Þ. Pétursson. Jóna Sig-
urðardóttir, f. 13.9.1970, ógift.
Steinunn átti sex systkini og em
fimm þeirraálífi.
Foreldrar Steinunnar voru Sveinn
Jónsson bóndi, f. 5.4.1880, d. 23.12.
1959, og Hildur Jónsdóttir ljósmóðir,
f. 10.8.1890, d. 13.7.1981. Þaubjuggu
að Þykkvabæjarklaustri til ársins
1945, fluttu þá að Skeggjastöðum í
Mosfellssveit og bjuggu þar til árs-
ins 1949. Þau bjuggu síðustu árin að
Pétursborg í Reykjavík, allt til
dauðadags.
Steinunn verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Andlát
Þórður Þórðarson
Þóröur Þórðarson, fyrrverandi
húsnæðis- og framfærslufulltrúi,
Háukinn 4 í Hafnarfirði, er níræður
ídag.
Starfsferill
Þórður fæddist á Stokkseyri og bjó
þar til ársins 1930. Hann er að mestu
sjálfmenntaður.
Þórður vann m.a. viö verkstjórn,
sjómennsku og vörubílaakstur er
hann bjó á Stokkseyri. Vorið 1930
fluttist hann til Hafnarfjarðar.
Þórður var formaður verka-
mannafélagsins Hlífar 1935,1936 og
1938. Einnig var hann formaður full-
trúarráðs Hlífar um skeið. Þóröur
var bæjarverkstjóri og víða vega-
gerðarverkstjóri.
Þórður var í bæjarstjóm Hafnar-
fjarðar fyrir Alþýðuflokkinn og sat
í fjölda stjóma og nefnda á vegum
bæjarins. Hann var formaður Verk-
stjórafélags Hafnarfjarðar í 26 ár og
í stjóm Verkstjórasambands íslands
um áraraðir. Þórður var húsnæðis-
og framfærslufulltrúi í fimmtán ár.
Hann var kirkjuvörður og með-
hjálpari Hafnarf] arðarkirkj u í sjö
ár. Forseti Dýravemdunarfélags
Hafnarfjarðar um fjörutíu ára skeið.
Þórður er heiðursfélagi í fimm fé-
lögum og hefur verið sæmdur æðsta
heiðursmerki Verkstjórasambands
íslands.
Fjölskylda
Þórður kvæntist 20. júlí 1929 Am-
þrúði Grímsdóttur, f. 30.5.1905, d.
Þórður Þórðarson.
14.4.1985. Foreldrar hennar voru
Helga Þorsteinsdóttir og Grímur
Bjamason sem bjuggu aö Nýborg á
Stokkseyri.
Börn Þórðar og Arnþrúðar eru:
Sigurður, f. 14.9.1929, og á hann
fimm börn. Þórgrímur Trausti, f.
4.11.1930. Hann á tvö börn. Guö-
björg Hulda, f. 18.2.1933. Hún á fimm
böm. Þórður á ellefu barnabama-
böm.
Foreldrar Þóröar vora Þórður
Þorvarðarson, bóndi og formaður,
að Traðarholti á Stokkseyri og Guð-
björg Sigurðardóttir, síðari kona
hans. Þau eignuðust fjögur böm en
eittléstáfyrstaári.
Þórður tekur á móti gestum á af-
mælisdaginn í veitingahúsinu Skút-
unni í Hafnarfirði frá kl. 16.00 til
19.00.
Aldís Schram
Aldís Þorbjörg Brynjólfsdóttir
Schramhúsmóðir, Sörlaskjóli 1,
Reykjavík, lést á Landspítalanum
að morgni 5. mai sl. en hún verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag
klukkan 13.30.
Aldís fæddist í Reykjavík 23.3.1917
og ólst þar upp í foreldrahúsum. Á
unglingsárunum stundaði hún m.a.
verslunarstörf í Braunsverslun í
þijú ár en lengst af stundaði hún
heimilis- og húsmóöurstörf á gest-
kvæmu og mannmörgu heimili.
Fjölskylda
Aldís giftist 18.5.1937 eftirlifandi
manni sínum, Björgvini Schram,
f. 3.10.1912, stórkaupmanni og
fyrrv. formanni KSI, en hann er
sonur Ellerts Kristófers Schram,
skipstjóra í Reykjavík, og konu
hans, Magdalenu Árnadóttur.
Böm Aldísar og Björgvins eru
Bryndís, f. 9.7.1938, dagskrárgerð-
armaður í Reykjavík, gift Jóni
Baldvini Hannibalssyni utanríkis-
ráðherra og eiga þau fiögur börn;
Ellert, f. 10.10.1939, ritstjóri DV,
var kvæntur Önnu Ásgeirsdóttur
skrifstofumanni og eiga þau fiögur
börn en þau skildu og er kona Ell-
erts Ágústa Jóhannsdóttir, hjúk-
runarfræðingur og ljósmóðir, og
eiga þau eina dóttur; Margrét, f.
21.1.1943, húsmóðir á Seltjarnar-
nesi, var gift Hauki Haukssyni
blaðamanni sem er látinn og eru
börn þeirra tvö en maður Margrét-
ar er Páll Gústavsson fram-
kvæmdastjóri og eiga þau tvö börn;
Björgvin, f. 6.6.1945, viðskiptafræð-
ingur á Seltjarnamesi, kvæntur
Heklu Pálsdóttur húsmóður og eiga
þau þrjá syni; Magdalena, f. 11.8.
1948, blaöamaöur en maður hennar
er Hörður Erlingsson fram-
kvæmdastjóri og eiga þau þrjár
Aldis Þorbjörg Brynjólfsdóttir
Schram.
dætur; Ólafur Magnús, f. 25.5.1950,
forstjóri á Álftanesi, kvæntur Mar-
ín Magnúsdóttur ritara og eiga þau
þrjú börn; Anna Helga, f. 25.9.1957,
var í sambúð með ívari Svein-
björnssyni járnabindingamanni og
eiga þau fiögur börn.
Langömmubörn Aldísar era nú
fiögurtalsins.
Aldís var yngst níu systkina og
komust fimm systkina hennar á
legg. Þau voru Herdís Maja, f. að
Litlalandi í Ölfusi 1899, d. 1980,
húsmóðir í Reykjavík; Magnús, f.
að Litlalandi 1901, fórst með Leifi
heppna 1925, loftskeytamaöur; Jón,
f. að Hvoli í Ölfusi 1902, d. 1976,
endurskoðandi í Reykjavík; Ólafur
Maríus, f. að Hvoli 1907, fórst með
Leifi heppna 1925, sjómaður; Hólm-
fríður, f. í Reykjavík 1911, d. 1982,
húsmóðir í Reykjavík.
Foreldrar Aldísar voru Brynjólf-
ur Jónsson, f. 19.6.1873, d. 2.11.1955,
b. og síðar sjómaður og loks bað-
vörður við Miðbæjarskólann, og
kona hans, Margrét Magnúsdóttir,
f. 17.1.1876, d. 27.12.1965, húsmóð-
ir.
Ætt
Brynjólfur var sonur Jóns, b. í
Klauf í Landeyjum, Brynjólfssonar,
b. á Fomusöndum undir Eyjafiöll-
um, bróður Hlaðgerðar, langömmu
Guðrúnar, móður Ragnars Amalds.
Móðir Brynjólfs Jónssonar var Þor-
björgNikulásdóttir, systir Jóns,
langafa Magnúsar L. Sveinssonar,
forseta borgarstjómar.
Systir Margrétar var Herdís,
móðir Magnúsar H. Magnússonar,
fyrrv. ráðherra, föður Páls sjón-
varpsstjóra. Margrét var dóttir
Magnúsar, b. á Litlalandi í Ölfusi,
bróður Guðrúnar, langömmu
Kristjönu, móður Garðars Cortes
óperusöngvara. Magnús var sonur
Magnúsar, b. á Hrauni í Ölfusi,
bróður Jórunnar, langömmu Sal-
varar, móður Hannesar Hólm-
steins Gissurarsonar. Jórunn var
einnig langamma Steindórs bíla-
kóngs, afa Geirs Haarde, þing-
flokksformanns Sjálfstæðisflokks-
ins. Magnús var sonur Magnúsar,
b. í Þorlákshöfn, Beinteinssonar,
lrm. á Breiðabólstað í Ölfusi, Ingi-
mundarsonar, b. í Hólum, Bergs-
sonar, hreppstjóra í Brattsholti,
Sturlaugssonar, ættföður Bergs-
ættarinnar. Móðir Magnúsar á
Hrauni var Hólmfríður Árnadóttir,
systir Valgerðar, ættmóður
Briemættarinnar, ömmu Tryggva
Gunnarssonar og langömmu
Hannesar Hafstein.
Móöir Margrétar var Aldís
Helgadóttir, b. á Læk í Ölfusi, Run-
ólfssonar, og Ólafar Sigurðardótt-
ur, b. á Hrauni í Ölfusi, Þorgríms-
sonar, b. í Ranakoti og í Holti,
Bergssonar, ættföður Bergsættar-
innar, Sturlaugssonar.