Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1991, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991.
9
Útlönd n>v
John Major, forsætisráðherra Bretlands, á erfitt verk fyrir höndum ef honum
á aðtakast að ná uppfylgi íhaldsflokksinsfyrir næstu þingkosningar.
Simamynd Reuter
SPORTFATMÐUR
POriY 520 LINDA 592 AhriA 507
KR. 4.233 KR. 2.980 KR. 3.984
Gott úrval
af
frábærum
fatnaði á
verði sem
allir ráða
við.
VERKSMIÐJUVERSLUM
SKIPHOLTI37 - SÍMAR 31515 OQ 31516
Aukakosningar 1 Bretlandi:
Niðurlægjandi
ósigur
íhaldsflokksins
Breski íhaldsflokkurinn tapaði áð-
ur „öruggu" þingsæti yfir til Verka-
mannaflokksins í aukakosningunum
sem fram fóru í Monmouth-kjör-
dæminu í Wales í gær.
íhaldsmaðurinn, sem áður hélt
þingsætinu í þessu kjördæmi, lést
skyndilega svo að efna þurfti til
aukakosninga. Hann hafði þá haldið
sætinu í samfleytt 21 ár og var kjör-
dæmið því tahð eitt af „öruggu" sæt-
um íhaldsflokksins.
Þessi sigur Verkamannaflokksins
gefur honum vonir um aö úrslit
næstu þingkosninga muni gefa svip-
aða niðurstöðu og að flokknum takist
þar með að binda enda á óslitinn
valdaferil íhaldsflokksins frá því að
Margrét Thatcher tók við forystu
hans árið 1979.
Svo virðist sem fólk hafi fengið sig
fullsatt af versnandi efnahag lands-
ins og auknu atvinnuleysi og því er
staðan mjög erfið fyrir John Major
forsætisráðherra því að hann verður
að boða til þingkosninga áður en árið
1992 er hálfnað.
Chris Patten, leiðtogi íhaldsflokks-
ins, vildi meina að úrshtin í Mon-
mouth gæfu ekki rétta mynd af því
sem koma skal þar sem aukakosn-
ingar væru thvahnn vettvangur fyrir
fólk th aö lýsa yfir almennri óánægju
sinni og slík úrsht sýndu oft kolvit-
laust fylgi ríkisstjómarinnar sem
síðan ynni meirihluta í næstu kosn-
ingum.
Þrátt fyrir þennan ósigur í Mon-
mouth heldur íhaldsflokkurinn enn
miklum meirihluta sæta í neðri deild
breska þingsins en alls era þingsætin
650 talsins. Reuter
írak:
Breskur verkfræðingur
kærður fyrir njósnir
Sendiherra Bretlands hjá Samein-
uðu þjóðunum krafðist þess í gær að
breskur verkfræöingur, sem írakar
hafa nú dregið fyrir rétt og sakað um
njósnir, yrði látinn laus strax.
Sir David Hannay sagðist hafa
mælt eindregið með lausn Douglas
Brand er hann talaði við fulltrúa ír-
aka hjá SÞ en Brand var handtekinn
þegar hann reyndi að flýja frá írak
í september síöasthðnum.
Þaö var embættismaður sovéska
sendiráðsins í Bagdad sem lét Breta
vita af réttarhöldunum yfir Brand
en Sovétríkin sjá um málefni þeirra
í írak þar sem Bretar og írakar hafa
ekki komiö á neinu stjórnmálasam-
bandi sín á milli.
Sovéski embættismaðurinn sagðist
heimsækja Brand og annan Breta í
Abu Ghraib fangelsið tvisvar í mán-
uði en þegar hann kom þangað síðast
var Brand horfinn. Fangelsisyfirvöid
tilkynntu honum að hann hefði verið
kærður fyrir njósnir og að réttarhöld
yfir honum væru hafin.
Sir David Hannay heldur því fram
að Brand hafi verið einn af þeim út-
lendingum sem írakar notuðu í
mannlega varnargarða á meðan á
stríðinu stóð, til varnar árásum
bandamanna.
Hann sagði að ef írakar ekki
slepptu honum úr haldi væri það
brot á ályktunum öryggisráðs SÞ
sem írakar samþykktu í lok stríðs-
ins.
„Ef þeir láta hann ekki lausan gæti
það haft í fór með sér að viðskipta-
bann SÞ yrði áfram á írak,“ sagði
Hannay.
PANASOHK
OPEN
1991
VERÐUR HALDIÐ18. MAÍ Á HVALEYRARVELLI
KEPPNISFYRIRKOMULAG:
Stableford punktakeppni (7/8) fyrir karla og konur
1. VERÐLAUN:
Panasonic SG-HM10 hljómtækjasamstæða
2. VERÐLAUN:
Panasonic RX 700 ferðaútvarpstæki með tvöföldu
kassettutæki.
3. VERÐLAUN:
RXF-T500 ferðaútv’arp með tvöföldu kassettutæk:
fyrir að vera næstur holu á 6., 11., 14., 16. og 17. braut.
6. braut: Panasonic RF-502 ferðaútvarpstæki
11. braut: RF-502 ferðaútvarpstæki
14. braut: ES-862 rakvél
16. braut: RF-1630 ferðaútvarpstæki
17. braut: RF-1650 ferðaútvarpstæki
JAPIS HF, - PANASONIC - GOLFKLÚBBURINN KEILIR
Reuter