Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1991, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1991, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991. Viðskipti Ríkið hefur kaup á fullvirðisrétti: Bændum er f rjálst að selja f ullvirðisréttinn - en þurfa ella að sæta flötum niðurskurði 1 sauðfl árræktinni Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra hefur staðfest tillögur Fram- kvæmdanefndar búvörusamninga um starfsreglur um kaup ríkissjóðs á fullvirðisrétti í sauðfjárfram- leiðslu. Með þessu hefur landbúnað- arráðherra hrint í framkvæmd við- auka við þann búvörusamning sem forveri hans í ráðuneytinu, Stein- grímur J. Sigfússon, gerði við bænd- ur þann 11. mars síðastliðinn. Við- aukinn kveður á um aðlögun full- virðisréttar í sauðfjárframleiðslu á innanlandsmarkaði. Viðaukinn sem Halldór hefur nú staðfest gefur bændum kost á að selja ríkissjóði allt að 3.700 tonn af fram- leiðslurétti í sauðfjárræktinni fram að 31. ágúst næstkomandi. Af hálfu ríkisins er sú krafa gerð að sauðfé fækki um minnst 55 þúsund ær. Ná- ist þetta markmið ekki með frjálsri sölu kemur til nánast flatur niöur- skurður á heildarfullviröisrétti bænda. Þeir bændur sem þegar hafa selt sleppa þó við niðurskurð að því marki sem sölu nam. Samkvæmt viðaukanum munu þeir bændur sem selja fullvirðisrétt sinn sjálfviljugir fá 600 krónur fyrir hvert kíló meðan þeir bændur sem bíða eftir flötum niðurskurði munu einungis fá 450 krónur fyrir hvert kíló sem tekið er af framleiðslurétti þeirra. Þeir bændur sem selja full- virðisrétt, sem ekki er nýttur vegna riðuveiki eða er í leigu, fá þó lægra verð fyrir réttinn. Samkvæmt lánsfjárlögum, sem Al- þingi samþykkti síðastliöið vor, er Slippstöðin á Akureyri: Ný Þórunn Sveinsdóttir sjósett Landsvirkjim: Nýstjórn fyrirjúlí Margir spyrja sig nú að því hver taki við af Davíð Oddssyni, forsætis- ráðherra og borgarstjóra, í stjórn Landsvirkjunar en ný stjórn verður kjörin fyrir 1. júlí næstkomandi. Samkvæmt hefð mun nýr borgar- stjóri, hver sem hann verður, taka við af Davíð í Landsvirkjun. Stjórn Landsvirkjunar skipa 9 full- trúar. Jóhannes Nordal er formaður. Auk hans eru í stjórninni fjórir skip- aðir af Alþingi, þrír frá Reykjavíkur- borg og einn frá Akureyri. Af hálfu Alþingis eru það þeir Árni Grétar Finnsson, lögmaður í Hafnar- firði, Páll Pétursson, alþingismaður, Hafsteinn Kristinsson, forstjóri Kjör- ís í Hveragerði og Ólafur Ragnar Grímsson, alþingismaður. Frá Reykjavíkurborg sitja í stjórn- inni þeir Davíð Oddsson, Páll Gísla- son, sem tók nýlega við af Birgi ísleifi Gunnarssyni, og Sigurjón Pétursson. Varamaður af hálfu borgarinnar er Aðalsteinn Guðjohnsen, forstjóri Rafmagnsveitu Reykjavikur. Eini fulltrúi Akureyrar í stjórn Landsvirkjunar er Gunnar Ragnars, fyrrum forseti bæjarstjómar Akur- eyrar og núverandi forstjóri Útgerð- arfélagsAkureyringa. -JGH Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Lýður á leið til Noregs - verður yfirmaður markaðsmála Coca-Cola á Norðurlöndunum Ný Þórunn Sveinsdóttir, sem ber sama nafn og hið landskunna afla- skip í Vestmannaeyjum, var sjósett hjá Slippstöðinni á Akureyri á mið- vikudag. Þetta er 72. nýsmíöaverk- efni stöðvarinnar og í tengslum við smíði skipsins var unnið að hagræð- ingarátaki í samvinnu við Félag dráttarbrauta og skipasmiðja og iðn- aöarráðuneytið. Það var dóttir útgerðarmannsins, Þórunn Óskarsdóttir, sem gaf skip- inu nafn en það ber einkennisstafma VE-401. Skipið er um 250 rúmlestir, það er 37 metra langt og 8 metra breitt. Allur vélabúnaður þess er af fullkomnustu gerð og má þar nefna aðalvél af gerðinni Stork-Wartsila sem drífur skiptiskrúfu í stýrishring gegnum niðurfærslugír af gerðinni Finnöy. Afköst aðalvélbúnaðar er 730 kw við 750 snúninga á mínútu, stærð skrúfu er 2,5 metrar og snún- ingshraði 167 snúningar á mínútu. Skipið verður einnig búið öllum nýj- ustu og fullkomnustu siglinga- og fiskileitartækjum frá Furuno, Simrad og Scanmar. Skipið verður búið til togveiða og neitaveiða og verður afhent eigend- um fullbúið í júlí. Það vakti athygli við sjósetningu þess að það var án Lýður Friðjónsson, forstjóri Vífil- fells hf„ er á leið til Noregs þar sem hann mun taka við starfi fram- kvæmdastjóra Coca-Cola í Noregi jafnframt því sem hann verður yfir- maöur allra markaðsmála Coca-Cola á Norðurlöndum. Lýður hættir ekki hjá Vífilfelli heldur fær starfsleyfi hjá fyrirtækinu. Coca-Cola fntemational er alþjóða- fyrirtæki með skrifstofur og fyrir- tæki út um allan heim. Sjálft vöru- merkið, Coca-Cola, er þekktast allra vömmerkja í veröldinni. Höfuðstöðvar Coca-Cola á Norður- löndunum eru í Osló. Lýöur verður með aðsetur þar sem yfirmaður markaðsmála fyrirtækisins á Norö- urlöndunum og sem framkvæmda- stjóri þess í Noregi. Lýður hefur undanfarin ár verið með þekktari mönnum í viðskiptalíf- inu. Hann er 35 ára aö aldri og við- skiptafræðingur frá Háskóla íslands árið 1981. Þá er hann með masters- gráðu í rekstrarhagfræði frá IMEDÉ í Lausanne í Sviss árið 1983. Lýður er kvæntur Ástu Péturs- dóttur. -JGH Lýöur Friðjónsson hefur verió ráðinn yfirmaður markaðsmála Norðurlanda- deiidar alþjóðafyrirtækisins Coca-Cola jafnframt þvi sem hann verður fram- kvæmdastjóri Coca-Cola í Noregi. stýrishúss en hagræðingarátakið við smíði þess fól m.a. í sér að unnið var að smíði þess á ýmsum stöðum. Eigandi nýja skipsins er ÓS hf. í Vestmannaeyjum, Óskar Matthías- son útgerðarmaður og Sigurjón Óskarsson, sonur hans, sem jafn- framt verður skipstjóri. Yfirvélstjóri verður Matthías Sveinsson og fyrsti stýrimaöur Viöar Sigurjónsson. Frá sjósetningu Þórunnar Sveinsdóttur hjá Slippstöðinni á Akureyri. DV-mynd gk gert ráð fyrir að verja 1,7 milljarði til þessara kaupa á fullvirðisrétti fram til ársins 1996. í landbúnaðar- ráðuneytinu fengust hins vegar þær upplýsingar að í ár myndi ríkissjóður ekki verða fyrir neinum útgjöldum vegna þessa. -kaa Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR INNLÁNÓVERÐTR. (%) hæst Sparisjóðsbækurób. Sparireikningar 4,5-5 Lb 3ja mán. uppsögn 4,5-7 Sp 6mán. uppsögn 5,5-8 Sp Tékkareikningar,alm. 1-1,5 Sp Sértékkareikningar ViSITÖLUB. REIKN. 4,5-5 Lb 6mán. uppsögn 2,5-3,0 Nema Ib 15-24 mán. 6-6,5 ib.Sp Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisb. reikningar í SDR6.8-8 Lb Gengisb. reikninqar í ECU 8,1 -9 Lb ÓBUNDNIR SÉRKJARAR Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3 Allir óverðtr. kjör, hreyfðir 10,25-10,5 Nema Ib BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Vísitölubundin kjör 5,25-5,75 Bb Óverðtr. kjör 12,25-13 Bb INNL. GJALDEYRISR. Bandaríkjadalir 5-5,25 Bb Sterlingspund 11-11,1 SP Vestur-þýsk mörk 7,75-7.8 Sp Danskar krónur 8-8,6 Sp ÚTLÁNSVEXTIR ÚTLAN överðtr. (%) lægst Almennirvíxlarfforv.) 15,25 Allir Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almenn skuldabréf 15,25-15,75 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) UTLÁN VERÐTR. 18,75-19 Bb Skuldabréf 7,75-8,25 Lb AFURÐALÁN Isl.krónur 14,75-15,5 Lb SDR 9,75-9,9 Nema Sp Bandaríkjadalir Sterlingspund Vestur-þýskmörk 8-8,5 14-14,25 10,75-10.8 4,5 Lb Lb Lb.ib.Bb Húsnæðislán Lifeyrissjóðslán Dráttarvextir 5-9 23,0 MEÐALVEXTIR Óverðtr. apríl 91 Verðtr. apríl 91 15,5 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala maí 3070 stig Lánskjaravísitala apríl 3035 stig Byggingavísitala maí 581,1 stig Byggingavísitala maí 181,6 stig Framfærsluvisitala mai 152,8 stig Húsaleiguvisitala 3% hækkun . apríl VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,587 Einingabréf 2 3,011 Einingabréf 3 3,665 Skammtímabréf 1,868 Kjarabréf 5,488 Markbréf 2.932 Tekjubréf 2,104 Skyndibréf 1,627 Fjölþjóöabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,676 Sjóðsbréf 2 1,873 Sjóðsbréf 3 1,856 Sjóðsbréf 4 1,612 Sjóðsbréf 5 1,119 Vaxtarbréf 1.8906 Valbréf 1,7663 islandsbréf 1,162 Fjórðungsbréf 1,091 Þingbréf 1,160 Öndvegisbréf 1,148 Sýslubréf 1,173 Reiðubréf 1,135 Heimsbréf 1,067 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40 Eimskip 5,45 5,67 Flugleiðir 2,30 2,39 Hampiðjan 1.75 1,85 Hlutabréfasjóöurinn 1,58 1,66 Eignfél. Iðnaðarb. 2,32 2,40 Eignfél. Alþýðub. 1,62 1,70 Skagstrendingur hf. 4,00 4,20 Islandsbanki hf. 1,55 1,60 Eignfél. Verslb. 1,73 1,80 Olíufélagið hf. 5,45 5,70 Grandi hf. 2,55 2,65 Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05 Skeljungur hf. 5,77 6,00 Ármannsfell hf. 2,38 2,50 Fjárfestingarfélagið 1,35 1,42 Útgerðarfélag Ak. 4,00 4,20 Olís 2,15 2,25 Hlutabréfasjóður VlB 1,00 1,05 Almenni hlutabréfasj. 1,05 1,09 Auðlindarbréf 0,995 1,047 1,11 Islenski hlutabréfasj. 1,06 Sildarvinnslan, Neskaup. 2,52 2,65 (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.