Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1991, Síða 11
FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991.
11
Utlönd
Nauðungaruppboð
Nauðungaruppboð í Barðastrandarsýslu 21. maí 1991
Svo virðist sem tilraunir James Bakers til að fá ísrael og araba til að sitja friðarráðstefnu hafi mistekist.
Friðartilraunir Bakers árangurslausar:
Við eigum
Jerúsalem!
- segir forsætisráðherra ísraels
AUt bendir til þess að tilraunir
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, til þess að fá ísraela
og araba til þess að hefja friðarvið-
ræður hafi mistekist.
Baker hélt áleiðis til Washington í
gær eftir að hafa rætt við Yitzhak
Shamir, forsætisráðherra ísraels, og
engar formlegar yfirlýsingar hafa
verið gefnar um árangur viðræðn-
anna sem talið er benda til þess að
þær hafi engan árangur borið.
„Ég hef ekki orðiö fyrir vonbrigð-
um en enn er þó eftir að leysa tvö
mikilvæg ágreiningsmál, þ.e. hvort
Sameinuðu þjóðirnar taki þátt í fyr-
irhuguðum friðarviðræðum og hvort
viðræður fari fram einu sinni eöa
reglulega,“ sagði Baker er hann hélt
áleiðis heim á leið.
Shamir virtist vera honum sam-
mála og fullyrti að Baker hefði feng-
ið Israela til að samþykkja fjölmörg
atriði en neitaöi hins vegar að til-
greina það nánar.
„Viöræðurnar mistókust ekki,
samkomulag hefur náðst um fjöl-
mörg atriði sem enn er ekki hægt að
ræða um í fjölmiðlum."
ísraelar hafa neitað að tala við leið-
toga Frelsissamtaka Palestínu, PLO,
á þeim forsendum að þau séu hryðju-
verkasamtök og þeir vilja heldur
ekki ræða við Palestínumenn frá
austurhluta Jerúsalem sem þeir
hertóku árið 1967.
Palestínumenn vilja að austurhluti
Jerúsalem verði í framtíðinni höfuð-
borg Palestínu en ísraelsmenn líta á
borgina sem sinn höfuðstað. Þeir
vilja því ekki gefa í skyn að hægt sé
að semja um Jerúsalem með því að
samþykkja að tala við palestínu-
menn frá austurhluta borgarinnar.
„Það verður að vera alveg á hreinu
að það er ekki með í myndinni að
semja um Jerúsalem, við eigum
Jerúsalem," sagði Shamir.
Aðspurður hvort ísraelar muni
samþykkja þátttöku Sýrlendinga í
friðarviðræðunum fullyrti Shamir
að enn hefði enginn verið útilokaður.
Sýrlendingar hafa staðið á því
fastar en fótunum að Sameinuðu
þjóðirnar eigi að taka þátt í fyrir-
huguðum friðarviðræðum en ísrael-
ar telja þær vera hlutdrægar og
vinna gegn ísrael.
ísraelar vilja ennfremur að ráð-
stefnan verði einungis haldin einu
sinni og að strax eftir að hún er sett
verði haflst handa við að semja um
deiluatriðin. Þeir óttast að allt annað
form gæti hugsanlega snúist upp í
allsheriardómstól gegn ísrael.
Reuter
Þýski seðlabankastjórinn segir af sér:
Engra breytinga að vænta
Þýski seðlabankastjórinn Karl
Otto Pöhl tilkynnti í gær að hann
ætlaði að segja af sér embætti til
að geta helgað fjölskyldu sinni
meiri tima. Hann neitaði því ein-
dregið að ástæðan væri ágreining-
ur við þýsk stjórnvöld. Afsögn hans
tekur gildi í lok október.
Pöhl, sem verið hefur seðla-
bankastjóri síðan árið 1980, hefði
að öllu óbreyttu átt að gegna emb-
ættinu í fjögur ár til viöbótar eða
þar til seinna tímabili hans lyki.
í marsmánuði lýsti Pöhl þvi yfir
að framkvæmd efnahagssamruna
Þýskalands á síðasta ári hefði verið
fáránleg og hann hefur viðurkennt
að hann hafi ekki alltaf verið sam-
mála efnahagsstefnu ríkisstjómar-
innar.
Þar af leiðandi settu menn afsögn
hans í samband við þá óánægju og
töldu hann vera að mótmæla fram-
kvæmd ríkisstjórnar Helmuts
Kohl. Pöhl fullyrðir hins vegar að
svo sé ekki.
„Ég er ekki að segja af mér til að
mótmæla einu eða neinu, þessi
ákvörðun er hluti af langtímaáætl-
un um hvemig ég vilji haga lífi
mínu,“ sagði þessi 61 árs gamh
áhrifamaður.
„Þið verðið að skilja það að eftir
að hafa starfað hjá hinu opinbera
í meira en 21 ár vil ég helga fjöl-
skyldu minni og áhugamálum
meiri tíma en mögulegt hefur veriö
fram að þessu.“
Eftirmaður Pöhls verður líklega
tilnefndur á næstu tveimur vikum.
Sérfræðingar telja að afsögn hans
komi ekki til með aö hafa miklar
breytingar í fór með sér þar sem
efnahagsstefna landsins hefur ver-
ið mjög stöðug í gegnum árin og
skapað sér virðingu út á við og því
borgi sig ekki að breyta miklu.
Reuter
Karl Otto Pöhl, þýski seðlabanka-
stjórinn, sagði af sér i gær til að
geta helgað fjölskyldu sinni meiri
tíma.
Annað og síðara nauðungaruppboð á fasteigninni Lækjarbakki, Tálkna-
firði, þingl. eign Herberts Guðbrandssonar, fer fram eftir kröfu íslandsbanka
h/f þriðjudaginn 21. maí 1991, kl. 10.00, á skrifstofu embættisins, Aðal-
stræti 92, Patreksfirði.
Annað og síðara nauðungaruppboð á frysti- og vinnsluhúsi ásamt vélum
og tækjum, þingl. eign Flóka h/f, fer fram eftir kröfu Fiskveiðasjóðs íslands
og Búnaðarbanka íslands þriðjudaginn 21. maí 1991, kl. 18.30, á skrif-
stofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði.
SÝSLUMAÐURINN í BARÐASTRANDARSÝSLU
J vV
Veitingastaður
^ í miðbæ Kópavogs
3------------rrV. ---- -D -1
w
Tilboð vikunmr
Sérríbœtt rjómasveppasúpa og grillaðar
lambakótilettur með
bakaðri kartöflu og grcenmeti.
Kr. 1.390
Einar Logi við píanóið.
Opið um hvítasunnuna.
Veisluþjónusta
Hamraborg 11 - sími 42166
1
zé
SMC.
TOPP ▼ GÆÐI
SLÁTTUORF - HEKKKLIPPUR
Garösnyrtitæki frá Skil eru byggö samkvæmt
ströngustu öryggis- og neytendakröfum,
viöurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins.
SPÁÐU í VERÐIÐ!