Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991. Fréttir Forstjóri Byggðastofnunar vill ekki 200 milljón króna lán sem ríkisstjómin samþykkti: Margar rækjuverksmiðjur verða sjálfsagt gjaldþrota - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra „Eg hef sent forsætisráðherra stutta greinargerð um vanda rækju- verksmiðjanna og í henni er lagt til að Byggðastofnun láni ekki verk- smiðjunum," segir Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofnun- ar. „Stofnunin hefur heimild til að taka 200 milljón króna lán til aö end- urlána rækjuverksmiðjunum í land- inu. Fjárhagsstaða, endurgreiðslu- geta og veðstaða þeirra er slík að það eru fæst fvrirtækin sem hafa trygg- ingar til að standa á bak við lán frá Byggðastofnun þó að sum þeirra hafi það þó. 200 milljónir segja ósköp lítið í þessa hít, lausafjárstöðu rækjuverk- smiðjanna. Á þeim reikningum sem við höfðum og sýndi stöðuna um síð- ustu áramót kemur fram að það vantar eitthvað á annan milljarð króna. En það eru kannski ekki slík- ar fjárhæðir sem verið er að tala um. Þessi rekstur hefur átt ansi erfitt uppdráttar að undanfórnu. Fyrir- tækin sem eru eingöngu í rækju- vinnslu eru með mínus fjögur pró- sent framlegð á meðan að fyrirtæki sem eru með blandaðan rekstur, það er útgerð líka, eru með plús tíu pró- sent framlegð, svo að þetta er að ein- hverjum hluta tekjuskiptavandamál innan greinarinnar," segir Guð- mundur. „Dæmið horfir þannig viö gagnvart ríkisstjórninni að Alþingi veitti henni heifnild til þess að lána Byggðastofnun 200 milljónir króna. Við lítum á að slíkt lán þurfi að end- urgreiða, það sé eðli lánafyrirgre- iðslu af þessu tagi. Ef Byggðastofnun getur ekki nýtt sér þetta lán þá er það ákvörðun þeirrar stofnunar," segir Davíð Oddsson forsætisráð- herra. - Ef stjórn Byggðastofnunar tekur ákvörðun þvert ofan í áht forstjóra, hvað þá? „Ég held að það sé í lögum um stofnunina að varðandi fjárveitingar þá geti stjórnin ekki tekið ákvöröun nema tillaga forstjóra Uggi fyrir. Það er ljóst að það hefur verið veitt allt of mörg rækjuvinnsluleyfi á und- anförnum árum og verksmiðjurnar hafa verið að keppa um hráefni og yfirboðið hverjar aðrar, alveg óháð því hvað markaðurinn borgar fyrir rækju. Síðan á bara að koma til ríkis valdsins og ná í andvirðið einn millj- arð króna, takk. Þetta gengur bara ekki. Það verða því sjálfsagt margar rækjuverksmiðjur gjaldþrota, það er ekki hægt fyrir ríkisvaldið aö hlaupa undir bagga þegar menn hegða sér með þessum hætti,“ segir Davíð. Stjórn Byggðastofnunar mun fjalla um fjárhagsvanda rækjuverksmiðj- anna á fundi þann 25. þessa mánaðar og þar verður tekin endanleg ákvörð- un í málinu. -J.Mar Sautján feta hákarl er ekkert smásmíði eins og sést á þessari mynd. Þennan hákarl veiddi Guðni Sigurðsson, hákarlaformaður á Vopnafirði, sem sagði i samtali við DV að vertiðin hefði gengið vel. Það verður þó ekki fyrr en næsta vetur að þessi skepna veröur étin í smáum bitum með snafsi af íslensku brennivini. DV-mynd GVA Samstaöa kaupenda rofnaöi í verölagsráöi: Lágmarksverð á rækju óbreytt til haustsins - mikiö er um yfírborganir segir Kristján Ragnarsson „Ef rækjuvinnslan væri bara að borga lágmarksverðiö. Ég veit ekki nema það verð sem ákveðið er í Vgrð- lagsráði sé allt meira og minna yfir- borgað. Ég held því að ákvörðun Verðlagsráðs ráði engum úrshtum um afkomu rækjuvinnslunnar. Það er mikið um yfirborganir í dag,“ seg- ir Kristján Ragnarsson, formaöur Landssambands íslenskra útvegs- manna. Á fundi Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins í gær tókst samkomulag um að halda lágmarksveröi á rækju óbreyttu til 30. september næstkom- andi. Fulltrúar seljenda, Krisján Ragnarsson, annar fulltrúi kaup- enda, Ámi Benediksson, og odda- maður stóðu að verðákvörðuninni en hinn fulltrúi kaupenda, Lárus Jónsson, mótmælti ákvörðuninni sem ábyrgðarlausri miðað við stöðu rækjuvinnslunnar. „Þaö kemur upp óeining á milh okkar Lárusar því að við lítum ekki sömu augum á framhaldið. Við erum sammála um þaö að rækjuvinnslan sé í Eifar slæmri stöðu þar sem hún er rekin með miklum hallarekstri og verðið þarf að lækka. Það er hins vegar svo aö til að það geti gerst í raun þá þarf aö vera friöur um þaö,“ segir Ámi Benidiktsson, fulltrúi ís- lenskra sjávarafurða í Verðlagsráði. Þarf að lækka „Viö getum ekki þvingaö upp á aðra hveiju sem er og við þurfum aö vinna máhð betur. Það var aö því stefnt með þjóðarsáttinni að taka upp ný vinnubrögð í þjóðfélaginu svo að ekki þurfi að lækna vandamál með gengisbreytingum. Það þýðir að verð á hráefni til rækjuvinnslunnar þarf að lækka þegar söluverð lækkar er- lendis. Þessu þurfum við að vinna fylgi áður en lengra er haldið. Fulltrúi sjómanna neitaði að taka þátt í verðlagningunni þegar lá ljóst fyrir að það var eðlilegast að tala um lækkun. Fulltrúi útgeröarmanna gekk út af fundi á föstudag þó hann kæmi inn aftur í gær. Það vantar því á aö það sé komin eðlilegur skilning- ur í þessum málum. Mér var því ljóst að ef fulltrúar vinnslunnar ákvæðu þetta einir gætu málin verið í verra horfi en áður. Við fáum það inn í þessa verðlagnignu að það sé ástæða að lækka verðið en þaö bíði til haustsins,“ segir Árni. „Við teljum að þetta sé eðlilegt markaðsverð miðað við aðstæöur. Kaupendur höfðu ekki gert kröfu um að verðið yrði lækkað nema á smá- rækjunni. Við viðurkennum að það geti þurft að breyta því og þá veröur það gert í haust þegar innfjarðar- rækjan fer að veiðast. Þaö var enginn ágreiningur nema um smárækjuna og hún veiðist ekki fyrr en í haust," segirKrisján. -J.Mar Vigdís gefur kost á sér áfram A Vigdís Finnbogadóttir mun gefa kost á sér í embætti forseta íslands fyrir næsta kjörtímabil, 1992-19%. Nokkuð hefur borið á umræðu um mögulega eftirmenn Vigdísar í emb- ætti forseta en þriðja kjörtímabih hennar í embætti lýkur næsta sum- ar. Hafa margir verið nefndir til sög- unnar í þessu sambandi en enginn gefið yfirlýsingar af eða á þar sem ekki var vitað um fyrirætlanir Vig- dísar forseta. í kjölfar umræðu þessarar segja heimildir DV að þrýst hafi verið á Vigdísi af þeim sem næst henni standa að gefa út yflrlýsingu um hvort hún hugðist gefa kost á sér áfram eða ekki. Þá þótti umræðan um mögulega eftirmenn hennar í embætti „ekki æskileg fyrir virðingu embættisins" eins og heimildarmað- ur orðaði það. Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti íslands í forsetakosningunum 1980 þar sem Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari og sendiherrarnir Albert Guðmundsson og Pétur Thor- steinsson buðu sig einnig fram. Var Vigdís fyrsta konan í heiminum sem kosin var til embættis forseta í lýð- ræðislegum kosningum. ' Að loknu fyrsta kjörtímabih í emb- ætti bauö enginn annar sig fram til forseta. 1988 bauð Sigrún Þorsteins- dóttir sig fram á móti Vigdísi. Vigdís gersigraöi hana í þeim kosningum, fékk 92,7 prósent atkvæðanna. -hlh A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.