Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991. Afmæli Jón Reynir Magnússon Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja rík- isins, Grundarlandi 4, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Jón Reynir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, auk þess sem hann var í sveit í Skaftártungum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1951, BS-prófi í efnaverkfræði frá Rensselaer Po- lytechnic Institute í Troy, New York, 1956, MS-prófi í matvælaiðn- fræði frá Iowa State University í Ames, Iowa, og stundaði síðan níu mánaða námskeið í sölu og dreif- ingu matvæla við Cornell Univers- ity í Ithaca, New York, 1960. Jón Reynir var kennari við Iowa State University 1956-58, verkfræð- ingur hjá búvörudeild SÍS1958-69, forstöðumaður við gæðaeftirlit og tilbúning nýrra framleiðsluvara hjá fiskverksmiðju Coldwater Seafood Corporation í Cambridge, Maryland 1969-70, var ráðinn tæknilegur framkvæmdastjóri Síldarverk- smiðja ríkisins 1970 og fram- kvæmdastjóri þeirra frá því að stöð- ur viðskiptalegs og tæknilegs fram- kvæmdastjóra voru sameinaðar 1971. Jón Reynir hefur starfað í ýmsum nefndum um sláturhúsamál á veg- um SÍS, hefur starfað á vegum Framleiðsluráðs landbúnaðarins og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Hann sat í stjórn efnaverkfræði- deildar VFÍ1962 og í stjórn Stéttarfé- lags verkfræðinga 1967-69. Þá hefur hann setið í Verðlagsráði sjávarút- vegsins frá 1971, i stjórn Verðjöfnun- arsjóðs fiskiðnaðarins frá 1977 og uns hann var lagður niður 1990, í stjórn Lagmetisiðjunnar Siglósíldar 1973-80, var formaður stjórnar Fé- lags íslenskra fiskmjölsframleið- enda 1977-88, situr í ráðgjafarnefnd Rannsóknastofnunar flskiðnaðar- ins frá 1978 og í stjórn stofnunarinn- ar frá 1990. Jón Reynir hefur verið aðalræðismaður fyrir Suður-Afríku frá 1980. Fjölskylda Jón Reynir kvæntist 11.6.1955 Guðrúnu Sigríði Björnsdóttur, f. 30.7.1930, húsmóður og stúdent frá MA, en hún er dóttir Bjöms Stefáns- sonar, prófasts á Auðkúlu i Austur- Húnavatnssýslu, og síðari konu hans, Valg'erðar Jóhannsdóttur hús- freyju. Börn Jóns Reynis og Guðrúnar Sigríðar eru Magnús Reynir Jóns- son, f. 22.10.1956, ljósmyndari í Reykjavík, en sambýliskona hans er María Jónsdóttir og er sonur þeirra Jón Reynir, f. 2.5.1990; Birna Gerður Jónsdóttir, f. 16.10.1958, ljós- móðir í Reykjavík, gift Guðlaugi Gíslasyni trésmiði og eru fósturdæt- ur þeirra Guðrún Birna, f. 10.9.1981, og Katrín Þorbjörg, f. 5.6.1982; Sig- rún Dóra Jónsdóttir, f. 22.7.1966, kennari í Reykjavík, en sambýlis- maður hennar er Jóhann Gunnar Stefánsson framkvæmdastjóri og er þeirra sonur Stefán Gunnar, f. 21.12. 1990. Bræður Jóns Reynis: Ásgeir Magnússon, f. 26.11.1921, d. 10.9. 1976, framkvæmdastjóri Samvinnu- trygginga og síðar hjá BÚR og Járn- blendifélaginu; Karl Magnússon, f. 25.9.1924, vélstjóri hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur, verkstæðisfor- maður hjá ísal og nú stöðvarstjóri við Elliðaárstöðina í Reykjavík. Foreldrar Jóns Reynis: Magnús Jónsson, f. 18.2.1893, d. 8.4.1971, húsameistari við Lmdargötu 52 í Reykjavík, og Halldóra Ásmunds- dóttir, f. 8.4.1896, nú til heimilis að Dvalarheimili aldraðra í Seljahlíð. Ætt Magnús var sonur Jóns, trésmíða- méistara og vegaverkstjóra í Vík í Mýrdal, Brynjólfssonar, b. á Litlu- Heiði, Guðmundssonar. Móðir Brynjólfs var Guðrún, systir Helgu, ömmu Þorsteins Erlingssonar skálds. Guðrún var dóttir Hall- gríms, b. á Syðra-Velli í Flóa, Brynj- ólfssonar og Guðríðar Ögmunds- dóttur, prests á Krossi, bróður Böðvars, prests í Holtaþingum, langafa Þorvalds, prests í Sauð: lauksdal, afa Vigdísar forseta. Ög- mundur var sonur Högna, presta- fóður á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Sigurðssonar. Móðir Guðríðar var Salvör Sigurðardóttir, systir Jóns, prests á Rafnseyri, afa Jóns forseta. Móðir Jóns í Vík var Þorgerður Jónsdóttir. Móðir Magnúsar var Rannveig Einarsdóttir, oddvita á Strönd í Meðallandi, Einarssonar og Rannveigar Magnúsdóttur, b. í Jón Reynir Magnússon. Skaftárdal, Magnússonar, bróður Sverris í Klauf, afa Óskars Þorláks- sonar dómkirkjuprests. Halldóra var dóttir Ásmundar, b. á Hofi í Svínafelli, Davíðssonar, b. á Rauðabergi, Sveinssonar. Móðir Davíðs var Ragnhildur, systir Guð- ríðar á Kirkjubæjarklaustri, langömmu Jóhannesar Kjarval. Ragnhildur var dóttir Odds, hrepp- stjóra í Seglbúðum, Bjarnasonar, ættföður Oddsættarinnar. Móðir Ásmundar var Halldóra Þórarins- dóttir frá Rauðabergi. Móðir Hall- dóru Ásmundsdóttur var Þuríður Runólfsdóttir. Jón Reynir verður að heiman á afmælisdaginn. Sigvaldi Búi Bessason Sigvaldi Búi Bessason trésmiður, Goðheimum 23 í Reykjavík, er sjö- tugurídag. Starfsferill Sigvaldi Búi er fæddur og uppal- inn á Akureyri en bjó um árabil á Raufarhöfn og stundaði þar nám. Hann flytur til Kolviðarhóls um tvítugt og vann þá hjá Vegagerð- inni. Þaðan fer hann til Reykjavíkur og hóf nám i trésmíði hjá Guðmundi Helgasyni. Eftir námið réðst hann til Flugfélags íslands og síðar til Flugleiða. Starfaði hann þar til hann Létafstörfum. Sigvaldi er virkur Lionsfélagi og gegnir trúnaðarstörfum fyrir Lions- klúbbinn Vála. Fjölskylda Sigvaldi kvæntist 16. febrúar 1947 Ásdísi Erlu Gunnarsdóttur Kaaber. Foreldrar hennar eru Gunnar Ge- org Kaaber, lyfjafræðingur í Kaup- mannahöfn, og Guöný Stefánsdóttir píanóleikari. Börn Sigvalda og Erlu eru: Jón, f. 10.8.1943, pipulagningameistari, kvæntur Margréti Snorradóttur og eiga þau þrjú börn, Reyni, Birgi og Birnu. Guðni, f. 2.9.1946, bílamálari, sam- býliskona hans er Hildur Bekken. Hann á fjögur börn, Gísla, Erlu, Heiðu ogElsu. Pétur, f. 19.2.1948, rafvirki, hann lést af slysförum 2.6.1974. Hann var kvæntur Önnu Ólafsdóttur og átti hann einn son, Stefán. Gunnar Georg, f. 4.9.1949, mat- reiðslumeistari, kvæntur Helgu Reinharðsdóttur og eiga þau tvær dætur, Hildi og Ásdísi Erlu. Ástríður, f. 3.6.1951, sölumaður, gift Júlíusi Thorarensen og á hún þrjú börn, Önnu Maríu, Ragnar og Sigvalda. Þórarinn Hjörleifur, 2.2.1953, sjó- maður, kvæntur Jóhönnu Jóhanns- dóttur. Hann á fimm börn, Sigvalda Búa, Ingu Steinu, Kristjönu, Fiðriku Eddu ogAtla. Kristinn, f. 26.6.1957, læknir, kvæntur, óuðrúnu Jóhannesdóttur og eiga þau fjögur börn, Bjarka, Hjalta, Lindu Björk og Eyrúnu Örnu. Sigvaldi á þrjú barnabarnabörn. Systkini Sigvalda. Foreldrar hans eignuðust sjö börn en þrjú dóu ung, Sigvaldi Búi, Jóhann Þór og Þórður. Þau sem komust á legg eru Ólafia Ingibjörg, gift Aage Faged blóma- Sigvaldi Búi Bessason. kaupmanni; EinarBaldvin, d. 11.11. 1989; Jóhann Þór, kvæntur Arnheiði Björgvinsdóttur, þau eiga fimm börn. Faðir Sigvalda átti tvær dætur með fyrri konu sinni, önnur dó ung en hin, Kristín, fluttist til Danmerk- ur og giftist Jens Bjerring og eignað- ist hún tvæ dætur. Kristín lést fyrir nokkrum árum. Foreldrar Sigvalda voru Bessi Einarsson frá Hraunum í Fljótum og Ástríður Þórðardóttir frá Traðar- holtiáStokkseyri. Sigvaldi Búi og Erla taka á móti gestum á afmælisdaginn á heimili sínu að Goðheimum 23 milli kl. 20.00 og 22.00. Ingólfur Ámason Svanhvit Olafsdóttir. Svanhvít Ólafsdóttir Svanhvít Ólafsdóttir frá Súganda- firði er sjötíu og fimm ára í dag. Hún tekur á móti gestum að Miðleiti 7, Reykjavík, í dag kl. 17.00-19.00. Til hamingju með afmaelið 19. júní A|- Engjavegi 16, ísafirði CMd HalÍfríður Georgsdóttir, Markholti 24, Mosfellsbæ. pJúIíuh Jónsson, Laufey Pálsdóttir, Mosfelli, Svínavatnsbreppi. Reynihvammi 20, Kópavogi- 90 ára 50 ára Guðmundur Magnússon, Bergþór Guðmundsson, Kirkjustræti 2, Reykjavik. Hamrabergi 18, Reykjavík. 7C Ar9 Reykjahlíö, Seyluhreppi. ■ O ord Guðleif Bára Andrésdóttir, Gunnlaugsgötu 12, Borgarnesi. Steinunn Jónsdóttir, Steinar Kjartansson, Asparfelli 10, Reykjavík. Austurvegi 23, Hrísey. Hjörtur W. Vilhjálmsson, Einar Aðaisteinsson, Hjallavegí 2, Reykjavlk. Efstahjalia 9, Kópavogi. Gunnþór Guðmundsson, Gunnar Tryggvason, Garðavegi 21, Hvammstanga. Arnarbæli, Fellsstrandarhr. y(\ 9r9 Urðarbakka 20, Reykjavík. * U dld Eiríkur Pálsson, Syðri-Völlum, Kirkjuhvammshreppi. María Arnlaugsdóttir, Magnús Jóhannsson, Faxabraut 8, Keflavik. Hraðastöðum 4, Mosfellsbæ. Emkur Bjórnsson Agustsson, Suðurvangi 14, Hafnarfirðí. _ _ , Steindór Kristfinnsson, 40 3Td Áslaug Gyða Ormsiev, CA 9r9 Guðrún Kristinsdóttir, OU dld Kristnesi 13, Hrafnargiishr. Konráð Ásgrímsson, Ingibjörg But Olsen, Nýbýlavegi 46, Kópavogi. Hliðarvegi 46, Isafirði. Valgerður Kristjánsdóttir, Brekkubyggð 2, Blönduósi. Ingólfur Árnason, bóndi að Kross- gerði I, Beruneshreppi í Suður- Múlasýslu, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Ingólfur fæddist í Krossgerði og ólst þar upp en þar hefur hann búið lengst af. Hann stundaði ýmis störf á sínum yngri árum, var m.a. til sjós og starfaði á stórbúinu Korpúlfs- stöðum. Eftir að Ingólfur hóf sjálfur bú- skap byggðu þau hjónin upp öll hús í Krossgerði og ræktuðu mjög upp jörðina. Ingólfur var um tíu ára skeið póstur á Berufjarðarstönd en á þeim árum voru allar ár og lækir þar óbrúuð og sæta varð sjávarföll- umáferðum þar. Ingólfur hefur löngum verið menningarlega sinnaður og þá eink- um haft yndi af myndlist sem hann sjálfur fékkst lítillega við á sínum yngri árum en nokkur barna hans hafa einmitt gert myndlistina að starfsvettvangi. Fjölskylda Kona Ingólfs er Hrefna Sigurðar- dóttir, f. 27.3.1915, húsfrú, en hún er dóttir Sigurðar Jónssonar, b. að Ósi í Breiðdal, og Jóhönnu Þ. Sig- urðardóttur húsfreyj u. Ingólfur og Hrefna eiga ellefu börn, tuttugu og níu barnabörn og sjö langafa- og langömmubörn sem öll eru á lífi. Börn Ingólfs og Hrefnu: Alda, f. 1.5.1939, búsett í Reykjavík, gift Einari Einarssyni og eiga þau fjögur börn, Hrefnu, f. 7.4.1963, bú- setta í Reykjavík, gifta Karel H. Pét- urssyni, Fanneyju, f. 1.8.1965, bú- setta í Reykjavík, gifta Þorvaldi Ragnarssyni, Ingólf, f. 28.10.1968 og Ernu Rún, f. 27.3.1979; Hanna, f. 2.6. 1940, búsett á Breiðdalsvík, gift Sig- ursteini G. Melsted og eiga þau þrjú börn, Hrafn, f. 15.10.1959, búsettan í Reykjavík, kvæntan Oddnýju Sig- urðardóttur, Helgu Hrönn, f. 8.10. 1965, sem er búsett á Breiðdalsvík og gift Ingólfi Finnssyni, og Ómar Inga, f. 6.9.1968; Aðalheiöur, f. 31.5. 1941, búsett á Kristnesi við Eyja- Ijörð, gift Þór Aðalsteinssyni og eiga þau fjögurbörn, Ingólf, f. 21.6.1963, sem er búsettur í Halakoti í Hraun- gerðishreppi og kvæntur Vilborgu Kristinsdóttur, Aðalstein, f. 20.10. 1964, sem er búsettur á Akureyri og kvæntur Ólöfu Gunnbjörnsdóttur, Helga, f. 22.7.1969, búsettan á Krist- nesi, ogBergsvein, f. 18.10.1971; Örn, f. 15.3.1943, búsettur í Breiðdal- svík, kvæntur Ingu Dagbjartsdóttur og eiga þau fjögur börn sem öll eru í Breiðdalsvík, Ingólf Örn, f. 8.4. 1968, Steinunni, f. 13.6.1970, Hrefnu, Ingólfur Árnason. f. 8.2.1977, og Val, f. 1.4.1982; Sigurð- ur, f. 17.9.1944, búsettur í Hafnar- firði, kvæntur Ingibjörgu Norðfjörö og eiga þau tvö börn, Söndru, f. 11.11.1987 og Sylvíu, f. 4.6.1990; Kristín, f. 28.2.1947, búsett í Reykja- vík og á hún fjögur börn, Jóhönnu, f. 27.6.1965, Garðar, f. 22.8.1968, Guðbjörgu, f. 25.3.1974 og Bryn- hildi, f. 18.9.1982; Hansína, f. 12.4. 1948, búsett í Reykjavík, gift Magn- úsi Ólasyni og eiga þau eina dóttur, Gíslínu, f. 20.10.1969; Kolbrún, f. 31.5.1949, búsett í Danmörku, gift Knud Jensen og eiga þau tvö börn, Lindu Jensen, f. 17.3.1970 og Anniku Hlíf Jensen, f. 28.10.1971; Árni, f. 4.12.1953, búsettur í Reykjavík, kvæntur Sigríði Elliðadóttur og eiga þau tvö börn, Ingólf, f. 24.2.1976, og Eyrúnu, f. 23.1.1978, sem bæði eru á Hornafirði; Þór, f. 6.5.1955, búsett- ur í Reykjavík, kvæntur Þórdísi Tómasdóttur; Anna, f. 18.8.1956, búsett í Reykjavík, gift Þorvaldi Þorvaldssyni og á hún þrjú börn, Evu Birgisdóttur, f. 4.11.1973, Tinnu Þorvaldsdóttur, f. 27.1.1985 og Sól- eyju Þorvaldsdóttur, f. 10.4.1987. Langafabörn Ingólfs eru Anna Lilja Ragnarsdóttir, f. 31.1.1983; Erla Bára Karelsdóttir, f. 29.2.1988; Hrefna Ingólfsdóttir, f. 23.9.1990; Kristinn Ingólfsson, f. 30.11.1984; Svana Ingólfsdóttir, f. 30.3.1987; Agnes Ýr Aðalsteinsdóttir, f. 16.10. 1988; Hanna Lind Garðarsdóttir, f. 9.11.1988. Systkini Ingólfs urðu þrjú: Aðal- heiður Sigríður Árnadóttir, f. 20.8. 1912, d. 8.5.1935; JónaÁrnadóttir, er dó ung; Hannes Bergsveinn Árnason, f. 9.8.1917, d. 25.7.1964 en synir hans urðu fimm og eru tveir þeirra á lífi. Foreldrar Ingólfs: Árni Sigurðs- son, f. 2.9.1885, d. 2.1.1940, b. í Kross- gerði, og kona hans, Hansína Rósa- munda Bergsveinsdóttir, f. 12.11. 1893, d. 17.2.1918.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.