Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Page 28
28
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991.
Menning________________dv
Myndir og músík
Á sunnudaginn var efndi Listahátíð í Hafnarfirði til
kammertónleika í listamiðstöðinni Hafnarborg, þar
sem flytjendur voru flestir eða allir búsettir eða starf-
andi í Hafnarfirði.
Verkin voru öll fyrir píanó og einleikshljóðfæri, eins
og stundum er sagt, enda þótt hlutverk píanósins í
slíkum tvíleik sé yfirleitt sízt minna en einleikarans
og svo hafi verið í meira en 200 ár. Þó að sónötur með
píanó séu gífurlega stór partur af kammmertónbók-
menntum og dijúgur hluti þeirra ætlaður borgara-
stéttinni sunnar í álfu til heimilisbrúks, áður en raf-
eindatæknin stórdró úr almennri tónlistariðkun, þá
munu fæst þau verk, er nú lifa, ætluð áhugamönnum
til skemmtunar. Þau eru öllu heldur tæknilega erfiö
meistaraverk, er sloppið hafa gegnum gæðasíu sög-
unnar. Fyrir vikið er löngu hætt að líta á þessa tón-
grein sem skemmtitónlist. Það, ásamt funheitri sumar-
sól, hefur vafalaust gert sitt til að draga úr aðsókn,
því aö áheyrendur voru innan við hundrað talsins.
Fyrst léku tveir kennarar úr Tónlistarskólanum í
Hafnarfirði, Guörún Guðmundsdóttir, píanó, og Gunn-
ar Gunnarsson, flauta, sem reyndar er skólastjóri þar,
.Grande Sonate Concertante' Op. 85 í a moll frá 1825
eftir Friedrich Kuhlau. Kuhlau, sem var norður-
þýzkur, en starfaði þroskaár ævinnar í Kaupmanna-
höfn, kynntist Beethoven persónulega 1825. Kuhlau,
sem var brennandi aðdáandi Beethovens og jafnframt
snillingur í samkvæmiskeðjusöngvagerö, kvað hafa
fengið kveðjuna „Ah, der groe Kanonier!" þegar þeir
hittust fyrst. Það var því ekki illa til fundið að setja
Vorsónötu Beethovens næst á eftir á tónleikaskrá.
Kuhlau nefndu danskir samtímamenn Beethoven
flautunnar og ekki að ófyrirsynju, því að mörg kamm-
erverk hans gera ráð fyrir þessu mikla tizkuhljóðfæri
ýmissa tíma. Gunnar blés sónötuna músíkalskt og
örugglega, en ekki laust við, að lítið yrði úr eftirsókn-
arverðum glæsibrag vegna hinnar erfiðu píanóraddar.
Allegrokaflana hefði þurft að taka með trompi; í stað-
inn féllu þeir nokkuö til jarðar með varfærnislegu
tempóvah þeirra Guðrúnar, er hefði nærri því getað
Tónlist
Ríkarður Ö. Pálsson
borið yfirskriftina Ahegretto quasi senza passione í
fyrsta þætti.
Tveir innfluttir Bretar, David Knowles, píanó, og
Martin Frewer, fiðla, stóðu þvínæst að flutningi hinn-
ar vel þekktu Vorsónötu Beethovens frá lokum fyrsta
skeiðs tónskáldsins, þegar dregur úr áhrifum frá
Haydn og Mozart og snemmrómantíska ,heróíska‘ stíl-
tímabil hans er í burðarliðnum. Með glæsilega hljóðrit-
un Ashkenazys og Perlmans í eyrunum er erfitt að
una við verkið í meðförum annarra. Frewer og Know-
les stóðu sig samt allþokkalega, enda þótt hröðu kafl-
arnir næður ekki flugi frekar en hjá listamönnunum
á undan. Verkið leið stórslysalaust áfram án meiri
háttar viðburða, og maður beið hálfdottandi eftir að
eitthvað mundi gerast, unz málverk eftir Svein Björns-
son tók við sér í síðasta þætti og hrapaði niður af vegg
meö flennidynk, sem hljómlistarmennirnir tóku hins
vegar með sönnu, brezku jafnaðargeði.
Spilamennskan færðist á hærra plan eftir hlé, þegar
ungur klarínettleikari að nafni Ármann Helgason kom
hressilega á óvart með fáguðum, innlifuðum og dýna-
mískum leik í Fjórum íslenskum þjóðlögum Þorkels
Sigurðssonar, er slagaði hátt í eftirminnilega hljóm-
plötutúlkun eins kennara Ármanns, Einars Jóhannes-
sonar. Samleikur Davids Knowles á píanó var með
ágætum.
Loks léku þeir félagar hina bráðfjörugu sónötu Pou-
lencs frá 1962, og var Ármann þar ekki síðri, ef frá eru
taldir nokkrir lágir tónar í byrjun hendinga í miðþætt-
inum (Romanza), sem voru undarlega háir í intóna-
sjón, en þó ávallt leiðréttir strax eftir fyrstu tilraun.
Þaö er engin spurning, að Ármann (27) lumar á
miklu, og væri vert að fylgjast með honum á næst-
unni eftir þessa frammistöðu.
Afmæli
Eiríkur Elí Stefánsson
Eiríkur Elí Stefánsson skrifstofu-
stjóri, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík,
ersjöíugurídag.
Starfsferill
Eiríkur fæddist í Haga í Þjórsár-
dal. Hann lauk stúdentsprófi frá MA
1943 og stundaði um skeið nám í
byggingaverkfræði við HÍ.
Eiríkur var kennari við Kvenna-
skólann í Reykjavík 1945-47, var
leigubílstjóri í Reykjavík 1946-55,
skrifstofustjóri hjá Isarn hf. (Scan-
ia-umboðinu), Landleiðum og loks
Norðurleið hf. í Reykjavík frá árs-
byrjun 1956.
Fjölskylda
Eiríkur kvæntist 31.12.1949 Guð-
rúnu Ragnheiði Rögnvaldsdóttur
Líndal, f. 16.6.1915, húsfreyju, en
hún er dóttir Rögnvalds Hjartarson-
ar Líndal, b. í Hnausakoti í Fremri-
Torfustaðahreppi í Vestur-Húna-
vatnssýslu, ogkonu hans, Þorbjarg-
ar Guðmundsdóttur húsfreyj u.
Sonur Ragnheiðar og stj úpsonur
Eiríks er Grétar Hreinn Óskarsson,
f. 3.3.1938, flugvélaverkfræðingur
og framkvæmdastjóri Loftferðaeft-
irlitsins, kvæntur Ingibjörgu Guð-
-fmnu Haraldsdóttur, f. 19.4.1942,
féhirði ASÍ, en börn þeirra eru Ei-
ríkur Álmar Grétarsson, f. 14.8.1964,
flugvélaverkfræöingwr hjá Flugleið-
um í Reykjavík, Ragnheiður Ýr
Grétarsdóttir, f. 26.8.1966, háskóla-
nemi, gift Ólafi Sverrissyni háskóla-
nema og Haraldur Eyjar Grétars-
son, f. 24.3.1969, háskólanemi.
Systkini Eiríks: Guörún, f. 12.11.
1911, d. 19.8.1912; Guðrún, f. 19.3.
1914, d. 25.2.1943, kennari og hús-
móðir; Sigurður, f. 3.2.1916, d. 29.11.
1916; Sigurður, f. 25.4.1918, d. 21:9.
1921; Jóhanna, f. 27.8.1919, húsmóð-
ir á Seltjarnarnesi; Gestur, f. 8.12.
1923, verkfræðingur í Danmörku.
Fósturbróðir Eiríks er Ágúst S.G.
Hafberg, f. 30.6.1927, forstjóri í
Reykjavík.
Foreldrar Eiríks voru Stefán Sig-
urðsson, f. 11.4.1885, d. 18.5.1927,
bóndi í Haga, og kona hans, Jó-
Eiríkur Eli Stefánsson.
hanna Margrét Eiríksdóttir, f. 12.6.
1886, d. 23.6.1968, húsfreyja í Haga.
Stefán var sonur Sigurðar Jóns-
sonar, b. í Hrepphólum í Hruna-
mannahreppi, og konu hans, Jó-
hönnu Guðmundsdóttur húsfreyju.
Jóhanna Margrét var dóttir Eiríks
Jónssonar, b. í Fossnesi í Gnúp-
veijahreppi, og konu hans, Guðrún-
ar Jónsdóttur húsfreyju.
Andlát
Úlfar K. Þorsteinsson, Hraunbæ 6,
er látinn.
Margrét Árnadóttir Michelsen frá
Kálfastöðum í Hjaltadal lést í Sönd-
erborg, Danmörku, 14. júní sl.
Hallsteinn Tómasson, Hraunbæ 156,
Reykjavík, andaðist á Vífilsstöðum
17. júní.
Einar Guðbjartsson, Eskihlíð 29,
Reykjavík, lést á heimili sínu laugar-
daginn 15. júní sl.
Halldóra Jónsdóttir, Sæviðarsundi
40, Reykjavík, andaðist á heimili sínu
aðfaranótt þriðjudagsins 18. júní.
Gunnar Sigurmundsson prentari lést
í Borgarspítalanum 18. júní.
Kristín Aðalsteinsdóttir frá Lyng-
holti andaðist á dvalarheimilinu Hlíö
16. júní.
Ingólfur Guðmundsson (Bifreiða-
verkstæðið Áki), Hólavegi 21, Sauð-
árkróki, lést 16. júní.
Svava G. Björnsdóttir, Mánagötu 9,
lést í Landspítalanum þann 17. júní.
Jarðarfarir
Ottó G. Vestmann, Uppsölum, Fá-
skrúðsfirði, lést að morgni 16. júní á
heimili sonar síns. Jarðarförin fer
fram frá Búðakirkju, Fáskrúðsfirði,
laugardaginn 22. júní kl. 14.
Kristin Finnbogadóttir Boulton frá
Hítardal, andaðist í Norwich í Eng-
landi hinn 15. júní. Bálfór hennar fer
fram frá St. Barnabas-kirkju í
Norwich fóstudaginn 21. júní. Minn-
ingarathöfn í Reykjavík og greftrun
í Hítardal verður auglýst síðar.
Útfor Unu Jónsdóttur, Signýjarstöð-
utíi, Hjarðarhaga 33, Reykjavík, fer
fram frá Neskirkju fimmtudaginn 20.
júní kl. 13.30.
Alda Jensdóttir, Spóahólum 4,
Reykjavík, lést í Landspítalanum
sunnudaginn 16. júní. Útfórin fer
fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 21. júní kl. 10.30.
Jón Stefánsson, Noröurbyggð 1C,
Akureyri, verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju fimmtudaginn 20.
júní kl. 13.30.
Valgerður Bergþórsdóttir hjúkrun-
arfræðingur, Ljósalandi 21, Reykja-
vík, verður jarðsungin frá Bústaða-
kirkju fimmtudaginn 20. júní kl. 15.
Steinunn Hannesdóttir, Hofsvalla-
götu 16, Reykjavík, sem lést á elli-
og hjúkrunarheimilinu Grund,
fostudaginn 14. júní sl., verður jarð-
sungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
21. júní kl. 13.30.
Kristin Guðbrandsdóttir, áður til
heimilis á Hverfisgötu 84, sem andað-
ist í Sjúkrahúsi Suðurlands 12. júní
sl., verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 20. júní kl.
13.30.
Sigríður Ólafsdóttir, Kársnesbraut
76, Kópavogi, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 20.
júní kl. 15.
Jarðarför Ingibjargar Þorsteinsdótt-
ur frá Aöalbóli í Hrafnkelsdal,
Snorrabraut 58, Reykjavík, verður
gerö frá Fossvogskapellu fimmtu-
daginn 20. júní kl. 15.
Myndgáta dv
Hjörtur Þorsteinsson, Eyri, Kjós,
veröur jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju fóstudaginn 21. júní kl. 13.30.
Jón Guðbjörnsson bifreiðasmiður,
Hátúni 6, verður jarðsettur frá Foss-
vogskirkju í dag, 19. júní, kl. 13.30.
Kristín Guðmundsdóttir lést 7. júní.
Hún fæddist að Gerðum í Garði 13.
september 1915, dóttir hjónanna
Guðmundar Þórðarsonar og Ingi-
bjargar Jónsdóttur. Kristín kvæntist
Ingimundi Kristni Gestssyni en hann
lést árið 1981. Þau hjónin eignuðust
fjögur börn en þrjú dóu í fæðingu.
Útfór Kristínar verður gerð frá Bú-
staðakirkju í dag kl. 15.
THkyimingar
Nemendasýning Listdans-
skóla Þjóðleikhússins
Vetrarstarfi Listdansskóla Þjóðleikhúss-
ins lýkur með nemendasýningu í Borgar-
leikhúsinu í kvöld, 19. júni, kl. 20. Þar
gefst foreldrum nemendanna og öllum
almenningi kostur á að sjá afrakstur
vetrarins og hjá eldri flokkunum afrakst-
ur undangenginna ára. Að meðaltali hafa
verið um 110 nemendur í skólanum í
vetur og hafa auk skólastarfsins tekið
þátt í nokkrum sýningum í vetur. Á nem-
endasýningunni í Borgarleikhúsinu í
kvöld verða sýnd atriði frá skólasýning-
um í vetur auk nýrra atriða. Um 50 nem-
endur, aðallega úr úrvalsflokkum skól-
ans, taka þátt í þessari sýningu en kenn-
arar skólans hafa samið dansana. Á Uðn-
um vetri störfuðu eftirtaldir kennarar við
skólann: Hlíf Svavarsdóttir, María Gísla-
dóttir, Nanna Ólafsdóttir, Margrét Gísla-
dóttir og Sylvia von Kospoth, auk skóla-
stjórans, Ingibjargar Bjömsdóttur. Ný
inntökupróf verða haldin í byrjun sept-
ember og verða auglýst þegar þar að kem-
ur.
Ættarmót
afkomenda Orms Ormssonar og Helgu
Kristmundardóttur, verður haldið á
Breiðabliki helgina 21.-23. júní. Dagskrá
hefst á laugardag kl. 14. Grillveisla um
kvöldið. Tjaldstæði á svæðinu.
Erum flutt
Neytendafélag Suðumesja hefur opnað
skrifstofu að Hafnargötu 90, 2. hæð,
(Dropinn, Keilavík). Skrifstofan er opin
þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13-16. Sími
15234.
Húnvetningafélagið
Félagsvist í kvöld, miðvikudagskvöld, kl.
20.30 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir vel-
komnir.
Félag eldri borgara
Opið hús í Risinu, Hverfisgötu 105, frá
kl. 13-15. Bridge og fijáls spilamennska.
Berlín heiðrar konur
í tilefni af Kvenréttindadegi íslands,
þann 19. júní, en þann dag fyrir 76 árum
fengu konur fyrst rétt til að kjósa til Al-
þingis, ætlar skemmtistaðurinn Berlin
að gleðja konur með spili og söng á sjálf-
an hátíðardaginn, þann 19. júní. Um kl.
22.30 mun stíga á svið píanótríó Eddu
Borg. Tríóið skipa Pétur Grétarsson á
trommur, Þórir Baldursson á píanó og
hin söngelska Edda Borg. Þeim til full-
tingis verður kontrabassa-séníiö Bjarni
Sveinbjörnsson. Aðgangur er ókeypis.
Ættarmót
afkomenda Orms Ormssonar og Helgu
Kristmundardóttur verður haldið á
Breiðabliki helgina 21.-23. júní. Dagskrá
hefst á laugardag kl. 14. Grillveisla verð-
ur um kvöldið og er fólk beðið að hafa
með sér grill, kol og grillmat. Tíaldstæði
em á svæðinu.
Hjónaband
18. maí vom gefin saman í hjónaband af
sr. Tómasi Sveinssyni í Háteigskirkju
Ólöf A. Þorbergsdóttir og Þórir Stein-
arsson, Vallargötu 3, Flateyri. Brúðar-
meyja var Elva R. Antonsdóttir.