Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1991, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1991, Síða 17
FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ1991. 25 lur með. KR-ingar sigruðu i leiknum, 1-0, :rostaskjóli á þessu keppnistímabili. DV-mynd GS ild: gurKRáÍBV í netið, 1-0. Seinni hálfleikur var ekki eins fjörugur og sá fyrri. Færin voru fá á báða bóga en á 79. mínútu tókst Pétri Péturssyni að skora eftir glæsilega stungusendingu frá Heimi Guðjónssyni. Markið var þó dæmt af augnabliki síðar vegna rangstöðu. Ástæðan fyrir því að Arnfinn línuvörður var svo lengi að lyfta flagginu var sú að hann einfaldlega handarbrotnaði þegar hann ætlaði að flagga en tókst það síðan með herkjum. Arnflnn línuvörður nagar sig sjálfsagt í handarbökin nú því ef hann hefði ekki ætlað að veifa rangstöðu þá heíði hann ekki verið handarbrotinn í dag. „Við erum ánægðir með stigin þrjú í þessum leik, sérstaklega miðað við það að við náðum aðeins einu stigi gegn ÍBV í fyrra,“ sagði Gunnar Oddsson í samtali við DV eftir leikinn. „Það er aldrei hægt að vera sáttur við tap en við verðum að gera okkur grein fyrir því að við vorum ekki að spila við einhverja aukvissa. KR er með langsterkasta hðið í deildinni og það verður erfltt að stoppa þá í sumar. Við mætum samt sem áöur bjartsýnir í leikinn gegn Val og vonandi verður þá Sigurlás í leikmannahópi okkar því hann veitir okkur mikinn styrk,“ sagði Heimir Hallgrímsson, vamarmaður . ÍBV, eftir leikinn. KR-ingar áttu stigin þrjú skihn í þessum leik. Þeir spiluðu oft á tíðum fallega knattspyrnu þar sem boltinn gekk manna á milli og nýttu stærð vallarins vel. Með svona öruggum leik veröur erfitt að ná stigi eða stigum af vestubæjarliðinu í sumar. Ólafur markvörður stóð sig best í annars jöfnu Uði. ÍBV tók enga áhættu í þessum leik en hefði mátt pressa meira þegar leið á leikinn. Þorsteinn markvörður og Heim- ir varnarmaður stóðu upp úr í IBV-Uð- inu. -KG íþróttir Sjálfstraustid var komið neðar en grasið" ! - sagöi Andri Marteinsson eftir 2-0 sigur FH á Stjömunni „Það hlaut að koma að sigri. Dag- ; skipunin var að spila skynsamlega og láta boltann ganga og það skilaði árangri. Við ætlum að halda áfram á þessari braut og það er ekki spurning að meira býr í liðinu en staðan segir til um. Við urðum hreinlega að vinna því sjálfstraustið var komið neðar en grasið á velUnum eftir tónleikana," sagði FH-ingurinn Andri Marteins- son, eftir að lið hans hafði sigrað Stjörnuna, 2-0, í Kaplakrika í gær- kvöldi. Þetta var fyrsti sigur FH í defldinni í ár og fannst Hafnfirðingum kominn tími til. Mörkin létu þó standa á sér en heimamenn gerðu ekki út um leikinn fyrr en á síðustu 8 mínútun- um. Leikurinn var ekkert ýkja merkilegur í heildina en þó opinn á köflum á báða bóga. Stjörnumenn voru sprækari fram- an af og fengu góð færi í fyrri hálf- leik. Lárus Guðmundsson skaut yflr í mark FH úr ágætu færi og síðan komst Heimir Erlingsson einn í gegn en vippaði boltanum yfir markið. Hinum megin voru FH-ingar einnig nálægt því að skora þegar Hörður Magnússon fékk tvö góð færi. Fyrst þrumaði hann yfir af markteig og stuttu seinna komst hann einn inn- fyrir en þá bjargaði Jón Otti Jóns- son, markvörður Stjörnunnar, vel með úthlaupi. í síðari hálfleik voru FH-ingar mun ákveðnari og náðu frumkvæðinu á vellinum. Sókn þeirra bar þó ekki árangur fyrr en 8 mínútum fyrir leikslok þegar Hörður skoraði fallegt mark með þrumuskoti frá vítateigs- horni eftir góða sendingu Björns Jónssonar. Hörður fagnaði ákaft og fór úr peysunni og fékk fyrir vikið að líta gula spjaldið. Fimm mínútum fyrir leikslok fékk Birgir Sigfússon rautt spjald fyrir brot á hinum skæða kantmanni FH- inga, Izudin Dervic, sem varð að fara meiddur af velli. Þetta er annað rauða spjaldið sem Birgir fær í sum- ar. Stjörnumenn freistuðu þess að jafna einum færri en við það galopn- aðist vörn þeirra og það sá Andri Marteinsson þegar ein mínúta var kominn yfir leiktímann. Andri fékk þá boltann á eigin vítateig og fór sjálfur í gegn um þunnskipaða vörn Stjörnunnar og skoraði með föstu skoti og gulltryggði þar með sigur FH. FH-ingar léku ágætlega saman i leiknum og voru ákveðnari og bar- áttuglaðari en í undanförnum leikj- um. Dervic átti mjög góðan leik á kantinum og gerði varnarmönnum Stjörnunnar lífið leitt með hraða sín- um og leikni. Hörður og Andri áttu einnig góða spretti í framlínunni. Stjörnumenn eru frekar lánlausir um þessar mundir. Liðið nýtti ekki góð færi í fyrri hálfleik og tapaði síð- an leiknum í lokin. Ingólfur Ing- ólfsson og Sveinbjörn Hákonarson voru bestir í þessum leik. Liðið lék án Valdimars Kristóferssonar og Ragnar Gíslason er enn meiddur en þegar þessir tveir koma inn aftur ættileikurliðsinsaðbatna. -RR Fram sigraði Víði í Garðinum í gærkvöldi: Meistaraheppni með Frömurum i,l-2 Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Ég er mjög ánægðu með sigur- inn en aftur á móti er ég ekki ánægður með leik minna manna í fyrri hálfleik. Sá síðari var mun betri en við við eigum eftir aö gera enn betur,“ sagði Ásgeir El- iasson, þjálfari Framara, eftir aö liö hans hafði sigrað Víði í Garði, 1-2, í gærkvöldi. Víöismenn byrjuðu af krafti og voru sterkari aðflinn framan af. Strax á 9. raínútu átti Guðjón Guðmundsson hörkuskot fyrir opnu marki rétt framhjá. Fjórum mínútum síðar náðu Víöismenn forystunni. Daniel Einarsson skoraði með góðum skalla eftir hornspyrnu en boltinn hafði við- komu í varnarmanni Fram á leið- inni i raarkið. Framarar jöfnuðu metin á 35. mínútu og var þar að verki Jón Erling Ragnarsson. Jónfékk góða sendingu frá Steinari Guðgeirs- , syni og var einn og óvaldaður á markteig og skallaði í netið. Víðismenn byrjuðu seimn hálf- leik af sama krafii og þann fyrri ogfengu vítaspyrnu á 48. mínútu. Jón Sveinsson braut á Karli Pinn- bogasyni klaufalega og ekki var um annað að ræða en dæma víti. Birkir Kristinsson gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Vilbergs Þorvaldssonar. Þama fór dýr- mætt tækifæri forgörðum íyrir lánlausa Víðismenn en þetta hefði auðvitað getað breytt gangi leiksins. Þegar fór að líða á síðari hálf- leikinn fóru Framarar aö taka við sér og náðu undirtökunum. Á 72. mínútu skoraðu Framarar sigur- markið eftir skemmtilega sókn. Kristinn R. Jónsson byrjaði sókn- ina, gaf út til hægri á Steinar sem sendi vel fyrir á Rikharð Daða- son. Ríkharður náði að snúa af sér þrjá vamarmenn Víðis og potaði boltanum laglega í hornið. Glæsilega gert hjá Rikharði þar sem hann sneri baki í markið þegar hann fékk boltann en varn- arraenn Víðis voru þarna illa á. verði. Skömmu seinna átti Pétur Amþórsson hörkuskot rétt fram- hjá marki heimamanna. Víðis- menn reyndu að jafna en herslu- muninn vantaði í sóknum liðsins. Víðismenn hafa ekki haft heppnina með sér í undanfömum leikjum en þeir eru samt að koma til. Víðismenn léku prýðilega lengi vel í þessum leik og þetta lánleysi liðsins hlýtur að taka fljótlega enda. Framliðið geröi breytingu fýrir leikinn en þeir tóku Viðar Þor- kelsson út af og settu Jón Erling inn á sem þriöja sóknarmann. Þessi taktík gafst ekki nógu vel í leiknum. Framarar þurfa að sýna betri leik en í gærkvöldi ef þeir ætla að vera með í toppbarátt- unni. Vörn liösins viröist hanga allt of mikiö á boltanum í staðinn fyrir að koma honum fram. Þetta breyttist þó þegar Pétur Ormslev fór í stöðu aftasta varaarraanns í síðari hálfleik og lék hann bolt- anum meira fram völlinn. „Það var mjög svekkjandi að tapa þessum leik en þetta er að smella saman hjá okkur. Við er- um ekki þekktir fyrir að gefast upp hér í Garðinum og ætlura að bíta frá okkur,“ sagði Oskar Ingi- mundarson, þjálfari Víðis, eftir leikinn. Samskipadeild: FH-Stjarnan 2-0 (0-0) 1-0 Höröur (82.) 2-0 Andri (90.) Liö FH: Stefán, Andri, Dervic (Hlynur 87.), Pálmi, Guömundur H., Björn J., Guðmundur Valur, Kristján, Hörður, Magnús, Ólafur. Lið Stjömunnar: Jón Otti, Valgeir, Coguric, Heimir, Birgir, Bjarni, Sveinbjörn, Kristinn, Lárus (Þór Ómar 67.), Ingólfur, Bjarni. Gul spjöld: Guðmundur H., Hörð- ur (FH), Coguric, Birgir og Svein- björn (Stjörnunni). Rautt spjald: Birgir (Stjörnunni). Dómari: Bragi Bergmann og dæmdi þokkalega. Áhorfendur: 490. Skilyrði: Óvenjugóður grasvöllur miðað við að tónleikar voru haldn- ir á grasinu fyrir þremur dögum. Veðrið eins og það gerist best. KR-ÍBV 1-0 (1-0) 1-0 Atli (44.) Lið KR: Ólafur, Sigurður, Bjarki (Amar 80.), Þormóður, Atli, Rúnar (Þorsteinn 65.), Gunnar O., Gunn- ar S., Ragnar, Heimir, Pétur. Lið ÍBV: Þorsteinn, Friðrik, Berg- ur (Steingrímur 76.), Elías, Jón Bragi, Leifur, Heimir, Ingi (Sigurð- ur 15.), Hlynur, Amljótur, Nökkvi. Gul spjöld: Sigurður, Bergur, Nökkvi, Arnljótur (ÍBV), Ragnar (KR). Rautt spjald: Enginn. Dómari: Sæmundur Víglundsson og dæmdi vel. Áhorfendur: 1200. Skilyrði: Gott veður og góður gras- völlur. Viðir Fram 1-2 (1-1) 1-0 Daníel (13.) 1-1 Jón Erling (35.) 1-2 Ríkharður (72.). Lið Víðis: Jón Örvar, Ólafur, Daní- el, Sigurður, Klemens, Hlynur, Karl, Guðjón (Björn 36.), Vilberg, Steinar, Grétar. Lið Fram: Birkir, Kristján, Jón, Steinar, Kristinn R., Þorvaldur, Pétur O., Pétur A., Baldur (Ásgeir 64.), Jón Erling, Ríkharður. Gul spjöld: Grétar, Björn, Vilberg (Víði), Kristján, Jón og Jón Erling (Fram). Rautt spjald: Enginn. Dómari: Gisli Guðmundsson og dæmdi þokkalega. Samt má alltaf deila um hverjir eigi að fá spjöld og hverjir ekki. Áhorfendur: 537. Skilyrði: Blankalogn, sólskin og þurr grasvöllur. Hrakfarir UBK íslandsmeistarar Breiðabliks i knattspyrnu kvenna hafa orðið fyrir mörgum áföllum í sumar. Magnea H. Magnúsdóttir sleit hð- band og krossband í hné gegn Val. Hrafnhildur Gunnlaugsdótt- ir hqfur ekki getað leikið með lið- inu vegna meiðsla í nára. Krist- rún L. Daöadóttir hlaut annars stigs brunasár í andliti í síðustu viku. Nú um helgina var svo þjálfari liðsins, Guðjón Karl Reynisson, lagður inn á sjúkra- hús þar sem hann fékk botn- langakast. í gærkvöldi varð Margrét Siguröardóttir fyrir því að meiðsli í rist tóku sig upp. Auk þess eru þær Brynja Ástráðsdótt- ir, Ásta María Reynisdóttir og Svava Tryggvadóttir allar í barn- eignafríi. Það lítur því ekki vel út með framhaldið hjá Blika- stúlkum. -ih Þróttur áfram í bikarkeppni kvenna í gær- kvöldi vann Þróttur, Neskaup- stað, lið Sindra, 4-1, Valur sigraði Hauka, 6-1, og ÍA sigraði Stjörn- una, 3-0. • í 4. deild karla vann Einherji 3-1 sigur á Hugin. Hallgrímur Guðmundsson, Baldur Kjartans- son og Lýður Skarphéðinsson gerðu mörk Einheija en Kristján Jónsson mark Hugins. -ih/MJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.