Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 7
J«M. U'M f! fllIOAírjæVaM 02 MIÐVIKUDAGUR JO- JULU991................................. ...........................23.. ------------------------------------------------------------------------------------------„ pv__________________________________________________________________________Hús og garðar Útiljós og hita- lampar Laugardalsgaröinum, nánar tiltek- iö viö lítið lystihús sem stendur skammt frá garöskálanum, er eink- ar skemmtilegt svæði þar sem eru lítil borö og stólar. Þarna hefur verið komiö fyrir hitalampa sem gerir það aö verkum að hægt er að sitja við borðin og drekka kaffið sitt sér til ánægju þótt ekki sé mjög heitt í veðri. Hitalampar eru einnig tilvaldir á svalir, enda höfum við heyrt af notkun þeirra á þann veg. -A.Bj. Oft skjóta alls konar jurtir upp kollinum við það eitt að löndin hafa verið girt. Falleg útiljós gefa garðinum einkar skemmtilegt útlit. Til eru sérstök blómaljós sem lýsa nánast rétt aðeins niður á blómin. Svo eru auðvitað til ljós sem eru til þess að rata um garðinn ef svo má að orði komast. Blómaljósin eru einkar fal- leg á haustkvöldum þegar veður er einmitt oft mjög gott. Geta garð- eigendur þá notið þess að sitja úti í garði sínum og dást að blóm- skrúðinu eftir að skyggja tekur. Þá er ekki úr vegi að hlýja örlítið i kringum sig með hitalampa. í LP þakrennur Sumarbústaðaeigendur hafa á undanfórnum árum sýnt óhemjud- ugnað og áhuga á að rækta í kringum bústaði sína. Þegar sumarbústaðalönd eru girt og friöuð má oft sjá ýmsar jurtir skjóta upp kollinum af sjálfsdáðum. Ein af þeim plöntum er gulvíðir sem er algengur um land allt. Hægt er að sjá á gulvíði hvert rakastig landsins er. Á mjög þurru landi verður hann sjaldnast nema lágur runni. í lautum þar sem er rakt getur hann orðið 3^4 m á hæð. íslenskar víðitegundir hafa jafnan verið taldar fjórar, gulvíðir, loðvíðir, grávíðir og grasvíöir. Brekkuvíðir hefur sannað gildi sitt svo að ekki verður um villst hér á landi. Önnur innflutt víðitegund er viðja. Hún þykir mjög vindþolin og harðgerð. En það er ekki alveg sama hvaða tegundir eru settar niður úti um holt og hæðir. Reynsla er fengin af rækt- un allmargra trjátegunda. Birki er ótrúlega nægjusamt og getur vaxið við ótrúlegustu skilyrði. Vöxturinn er þó hægur og þar sem birki er ekki sérlega vindþolið getur það farið afar illa í miklu hvassviðri. Hægt er að sá til birkis með árangri en hins veg- ar þarf gífurlega þolinmæði við slíka ræktun. Það getur tekið allt að tíu ár þar til verulega tognar úr slíkri plöntu. Fjallafura er einnig mjög nægju- söm planta og stendur vel af sér alls konar illviðri. Hún myndar einnig frjóan jarðveg og hefur veitt öðrum plöntum skjól. Fjallafuran er marg- stofna runni og verður sjaldan hærri en 4 metrar. Bergfura er einstofna afhrigði af fjailafuru. Hún vex á nokkrum stöð- um hér á landi og hafa sum trén náð 9-10 m hæð. Reynsla af ræktun stafafuru er mjög góð. Hún er nægjusöm planta og hraövaxta í góðum jarðvegi. Stafa- fura þolir ekki slæma meðferð róta og verður að planta henni eins snemma vors og hægt er og vanda vel til gróðursetningarinnar. Síberískt lerki er nægjusöm trjá- tegund sem hefur reynst vel á mörg- um stöðum austanlands og norðan. Lerki hefur oft farið illa í umhleyp- ingum sunnan- og vestanlands. Lerki hefur sér það til gildis að það bætir jarðveginn meira en aðrar trjáplönt- ur. Þannig gefst það vel að planta lerki með öðrum trjátegundum til að örva vöxt þeirra. Það tekur grenitré nokkur ár að jafna sig eftir gróðursetninguna. En þegar þau fara af stað geta þau vaxið um hálfan m á ári ef þau eru í góðum jarðvegi. Sitkagreni er auðveldust í ræktun hér á landi. Það vex best við mikinn loftraka og úrkomu. Erfitt getur ver- ið að koma því til þar sem jarðvegur er þykkur og þurr eins og í móbergs- hlíðum á Suðurlandi. Lítilsháttar áburðargjöf getur hjálpaö upp á vöxt- inn. Einnig hjálpar að reita gras frá stofni og rótum. Þar sem þurrlendi er verður barr sitkagrenis oftast mjög oddhvasst en þar sem raki er fylgihlutir LP þakrennukerfið frá okkur er heildarlausn. Nýðsterkt, fallegt, endist og endist. Verðið kemur þér á óvart. Leitið upplýsinga BLIKKSMIÐJAN SMIÐSHÖFÐA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 91 -685699 nægur verður barrið mýkra og sting- ur ekki eins. Elri hefur þrifist vel í görðum, það þarfnast nokkurs raka. Alaskaöspin er yndislegt tré og einna fljótvöxnust af öllum lauftrjám. Hún verður að fá nægilegan raka til þess að dafna. Auðvelt er að flytja ösp þótt hún hafi náð nokkurri hæð. Þá er nauð- synlegt að setja hana í allt að 15 cm dýpri holu en hún var í. Merki um að öspina vanti áburð er að þá koma upp mörg rótarskot í kringum stofn- inn. Það minnkar vöxtinn til muna og best að fjarlægja rótarskotin. Þegar trén komast á legg mynda þau skjól og þá er tilvalið að planta öðrum lauftrjám sem eru viðkvæm- ari. -A.Bj. Heimild: Ræktaðu garðinn þinn eftir Hákon Bjarnason. Þessir lampar gefa góðan hita án þess þó að steikja viðkomandi. Auð- velt er að koma lömpunum fyrir. Myndin er tekin i Laugardalsgarðinum nú fyrir skömmu. DV-mynd GVA ...allt frá grunni að góðu heimili. HUSASMIÐJAN Súðarvogi 3-5 -Skútuvogi 16 Sumarbústaða- löndin eru unaðsreitir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.