Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991.
33
Hús og garðar
Alls kyns mynstur er hægt að fá með fornsteininum. Þarna er Asmund-
ur við myllusteininn sem er með gosbrunni.
Ótrúlegt úrval er af hvers konar
steinflísum, hellum og hleðsluein-
ingum á boðstólum. Einn stærsti
framleiðandinn er B.M. Vallá hf.
Fyrirtækið hefur nýlega bætt ýms-
um nýjum gerðum við framleiðslu-
vörur sínar. Útbúinn hefur verið
snoturlega hannaður garður á sýn-
ingarsvæði fyrirtækisins á Breið-
höföa. Þar getur að líta fagurlega
lagðar steinhellur í kringlótt eða
bogadregin mynstur, steinbogbrú
yfir tjörn, fagurlega hlaðin blóma-
beð og kanta, bekki, ljósasúlur o.fl.
Úrvalið er ótrúlegt. Við ræddum
við Ásmund Helgason, sölustjóra
hjá steinaverksmiðjunni.
Bílastæðið á
100 þúsund kr.
Fornsteinninn, sem er þaö nýj-
asta í framleiðslunni, er orðinn
mjög vinsæll. Steinar þessir eru 8
cm á þykkt, einungis er framleidd
ein þykkt sem notuð er bæði fyrir
garðstíga í einkagörðum, bílastæði
viö hús og umferðargötur. Fer-
metrinn af slíkum steinum kostar
2.220 kr. heimsendur. Steinarnir
eru framleiddir í fjórum litum,
gráu, svörtu, hnetubrúnu og ma-
hóní. Verðið er 15% hærra á lituö-
um steinum. Fornsteinarnir eru í
fimm stærðum sem síðan er raðað
saman þannig að úr verður
skemmtilegt mynstur. Einnig er
hægt að fá steinfleyga sem notaðir
eru til þess að mynda hringlaga
mynstur.
Meðalstórt bílastæði fyrir framan
tvöfaldan bílskúr er milli 40 og 50
fermetrar á stærð þannig að forn-
steinn á shkan flöt kostar um 100
þúsund kr.
Á sýningarsvæðinu hefur verið
útbúin skemmtileg tjörn, fóðruð
meö fornsteini. Sýnir það vel
möguleikana sem steinninn býður
upp á. Settur er jarðvegsdúkur í
botninn, síðan svört steypa og loks
er steinunum raðað í steypuna.
Þarna mátti einnig sjá stein-
hnalla sem fastir eru á röri sem
steypt er fast. Súlur sem bæði eru
með og án ljóss. Súlurnar eru
nefndar fornklakkar og eru rúm-
lega 70 cm á hæð, einnig steyptar
faStar á röri.
Myllusteinn með gosbrunni stóö
þarna í miðju steinabeði. Steinninn
sjálfur kostar 11 þúsund kr. en með
vatnsdælubúnaði og ljósi kostar
hann um 100 þúsund kr. Blómaker,
fornker, rúmlega 60 cm í þvermál,
kosta tæplega 6 þúsund kr.
Ásmundur vakti athylgi okkar á
steinvegg sem kallaður er hljóð-
tálmakerfi, veggeining sem er
400x100 cm. Kostar slík eining
27.100 kr. Brúarkjálki eins og sést
á myndinni hér á síöunni er 310 cm
á lengd og kostar 18.500 kr. Svona
brú setur óneitanlega skemmtileg-
an og framandi svip á garðinn.
Brúin á sýningarsvæðinu er lögð
með fornsteinum en allt eins má
hafa trégólf.
Meöal annarrar nýrrar fram-
leiðslu hjá BM Vallá er svokallaður
gripsteinn. Hann er 6 cm á þykkt,
óvenjulega lagaður. Fermetrinn af
slíkum steinum kostar 1813 kr.
Alþekktur eru svokallaður jötun-
steinn, sem framleiddur er í tveim
þykktum, eftir því hvar hann er
lagður. 7cm þykkir steinar, sem
henta í einkagarða, kosta 1900 kr.
fermetrinn. Ódýrustu garðhellurn-
ar hjá BM Vallá eru hefðbundnar
hellur, 40x40cm á stærð og 5 cm á
OPIÐ ALLAR HELGAR í SUMAR u m h e 1 g i n a
▼ IgásgBt SEGLAGERÐIN
^ ÆGIR
þykkt. Fermetrinn af þeim kostar
1637 kr.. Slíkar hellur eru einnig til
í öðrum stærðum, eins og 20x40 cm
og 20x20. Svipað verð er á þeim
gerðum.
U-steinninn er mjög skemmtileg-
ur, hann er U-laga, eins og nafnið
bendir til. Hann er tilvalinn til þess
að nota tvo saman í útigrill. Hver
steinn er 40x40x30 cm á stærð og
kostar 1011 kr. Einnig er hægt aö
setja tvo slíka steina saman og fá
úr garðbekk. Trésætið, sem lagt er
yfir steinana, kostar 3100 kr. Einnig
er hægt að fá setur á steinhnallana
sem áður gat um. Þær kosta 1600
kr.
-A.Bj.
Það er ótrúlega fallegt og gróðursælt i nýja sýningargarðinum hjá B.M. Vallá á Breiðhöfða. Þarna má sjá
steinbogabrúna yfir tjörnina. Umhverfið speglast í sléttum vatnsfletinum. DV-myndir GVA
TJALDVAGNAR
og allt í útileguna:
Tjöld, svefnpokar, himnar,
gönguskór, allur útilegufatnaður,
stólar, grill, borð, sólskýli
og margt margt fleira.
Vilnsheldir meó útöndun
Hringtorg og listi-
lega lagðir gangstígar
- litast um á nýju sýningarsvæði á Ártúnshöfða