Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 20
34 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991. Hús og garðar DV Tískan í trjávali: Blómstrandi tré og runnar „Það er tíska í trjávali eins og öðru. Sígræni gróðurinn er alltaf vinsæll en nú er mikið í tísku gullfallegt tré sem nefnist koparreynir," sagði Lára Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur í Blómavali, í samtali við DV. „Koparreynirinn er með sama blaðlag og venjulegur ilmreynir en hann er allt öðruvísi á litinn. Hann blómstrar fallegum, hvítum blómum sem verða að hvítum berjum á haust- in. Þau fara einkar vel við koparlituð blöðin. Koparreynirinn er ættaður frá vesturhluta Kína þar sem hann er ræktaður til fjalla. Þar er hann runni sem verður 2-3 metrar á hæð. Það er allt í lagi að gróðursetja bæði kop- arreyni og aðrar trjáplöntur ef þær koma úr pottum. Þá er rótarkerfið M orðið það öflugt að það þolir flutning- inn. Gætið þess að setja stuðning viö trén ef þau eru stór og vökvið vel. Koparreynir kostar rúmlega 300 kr. 35-40 cm hár en eins metra plöntur kosta 880 kr. Um þessar mundir er gullregnið afar fallegt og stendur í fullum blóma. Til eru tvær tegundir af gull- regni, það sem nefnist blendingsgull- regn er ekki eitrað. Gullregn er ættað frá Suður-Evrópu og Litlu-Asíu. Það er auðræktað hérlendis en þarf all- góðan stað í garðinum og helzt skjól. Gullregnið þarf mikla birtu og verð- ur að hafa stuðning fyrstu árin. Það er auðvitað heilmikið til af öðrum fallegum og skemmtilegum plöntum, bæði trjám, runnum og blómum. Mér dettur í hug eitt blóm, fúxía, eða blóðdropi Krists eins og þessi planta er kölluð hér. Þetta er í rauninni inniplanta sem þohr mjög vel að vera úti í eins konar sum- arfríi. Hún fer vel í kerum á verönd þar sem er gott skjól. Hún fer líka vel í hengipottum. Svo þegar kólnar er tilvídið að taka plöntuna aftur í hús,“ sagði Lára garðyrkjufræðing- ur. -A.Bj. Götusteinninn, sem undan- farin ár hefur verið sá allra vinsælasti, fæst nú í þremur stærðum. Nú getur þú valið þrjár stærðir í sömu lögnina, allt eftir smekk. Stærðir verð 14 x 21 x 6 sm þykkur 1.660,- 14x14x6sm þykkur 1.751,- 14 x 10,5 x 6 sm þykkur 1.750,- Öll verd eru pr. m2 med vsk. m STÉTT HELLUSTEYPA Hyrjarhöfða 8,110 Rvík., sími 686211. Koparreynirinn er gífurlega vinsæll núna. Hann blómnstrar hvítum blómum sem verða að hvítum berjum í haust þegar blöðin taka á sig koparlit. Gullregn er tilkomumikið tré sem stendur í fullum skrúða núna. Tóbakshornið stendur fyrir sínu sem útiblóm en garðafúxia, sem er vana- lega inniblóm, getur vel staðið úti í góðu skjóli. Það er Lára Jónsdóttir garðyrkjufræðingur sem stendur þarna í blómskrúðinu. Loðkvisturinn er einstaklega fallegur runni, hentar mjög vel í hlaðið beð, þar sem hann slútir fram yf ir brúnirnar. DV-myndir Hanna SÓLARPLAST TVÖFALT OG ÞREFALT í gróðurhús og sólskála • sól og scela allt óriö um kring. • sólarplast vióheldur hita og yl eftir aö sól er sest. pi Háborq hf. W Skútuvogi 4 - S. 812140 og 687898 • Bjóóum dciciijl* sólarplast sem hleypir í gegn sólargeislum og SUNFLEX sem verndar gegn skaólegum óhrifum sólar. • Sólarplast í glugga og þök er góóur og ódýr kostur fyrir húsbyggjendur, • Eigum vandaóa óllista sem tryggja góóan frógang og endingu. • Veitum allar upplýsingar varóandi uppsetningu og frógang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.