Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 17
.!»*};■ I.ll l> ,(ii KUÖ'AiíU^lveflM
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 199L
31
Hús og garðar
AUÐBREKKU 9-11 • 202 KÓPAVOGI ■ SÍMI 42120
Arkitektinn verður að
þekkja þarfir fólksins
„Hlutverk arkitektsins er aö
leysa hönnunarvandamál hverrar
tegundar sem vera skal. Þegar
hann teiknar hús verður hann aö
vita um staðsetningu þess, hann
verður að vita hvað á að fara fram
í húsinu. Hann þarf einnig að vita
um þarfir fólksins, sem á að búa í
húsinu," sagði Helgi Bollason
Thoroddsen, ungur arkitekt sem
við ræddum við og spurðum um
samband á milli arkitektsins
og fólksins sem hann vinnur
fyrir.
„Ef viðkomandi hefur t.d. brenn-
andi áhuga á að halda matarboð
þarf hann að hafa stórt eldhús og
borðstofu. Við þurfum að vita um
hugsanleg tengsl innan fjölskyld-
unnar, hvort allir vinni saman eða
hvort allir vilji vera út af fyrir sig.
Útsýni hefur mikið að segja, einn-
ig afstaða hússins gagnvart sólu.
Vestur er gjarnan höfuðáttin gagn-
vart stofu í Reykjavík. Þegar fólk
kemur heim úr vinnu á það sínar
stundir saman. Öðru máli gegnir
með sumarhús. Þá er höfuðáttin
suður.
Fólk er einnig farið að sjá að
stærðin skiptir ekki öllu máh held-
ur nýtingin á rýminu og skipulagn-
ingin. Þegar svona mikið framboð
er af húsnæði, eins og er í Reykja-
vík nú, getur fólk betur áttað sig á
þessu,“ sagði Helgi.
„Á síðasta áratug kom fram sú
tilhögun að hafa svefnherbergis-
álmur og íveruálmur. Eldhúsið er
orðið stærri hluti af stofunni. Fólk
er einnig komið á þá skoðun að
stækka barnaherbergin frá því sem
var fyrir nokkrum árum, þá voru
barnaherbergin nánast eins og
skápar. Það er þá kannski gert á
kostnað stofunnar, sem er þá höfð
aðeins minni.“
- Hvað um sólstofurnar, eru þær
orðnar hluti af húsinu?
„Já, í dag er þetta kallað lauf-
skáh og eru þeir gjaman byggðir
um leið og húsið eða í öllu falh
gert ráð fyrir þeim. Laufskálarnir
eru ekki bein viðbót við húsið held-
ur hluti af borðstofunni eða stof-
unni.
Draumahúsið
„Draumur ahra íslendinga er að
vera í sérhúsnæði. Fjölbýhshúsa-
íbúðir eru hér á landi bara stökk-
pallur yfir í einbýli eða sérbýh.
Fjölbýhshús geta verið mjög góð,
hafa bara ekki verið ræktuð nóg.
Þeim er oft ruslað upp svona til
þess að hagnast á þeim. Það er
möguleiki á að nota sameiginlega
rýmið þar öðruvísi en gert er,
þannig að fólk geti t.d. notað það
sem samverustaöi," sagði Helgi.
- Nú er það oft svo að fólk er í htl-
um blokkaríbúðum á meðan böm-
in eru að vaxa upp og komast ekki
í sérbýli fyrr en rétt áður en þau
fljúga úr hreiðrinu og sitja þá for-
eldrarnir uppi í húsnæði sem er
alltof stórt og óhentugt. Hvernig
vinnum við úr þeim vanda?
„Nýlega var samkeppni í Dan-
mörku um „blokk framtíðarinnar".
Þar var að nokkru fundin lausn á
þessu máh. Hönnuð var íbúö sem
hægt var að nota allt lífið. Auðvelt
var að breyta tilhögun á innrétting-
unni,“ sagði Helgi.
Fólkoftmeðá-
kveðnar hugmyndir
- Þegar fólk biður arkitekt að
teikna fyrir sig hús tekur arkitekt-
inn þá tillit til þess hvað hlutirnir
kosta eða teiknar hann bara eins
og honum sjálfum finnst fallegast?
„Fólk verður að taka fram ef það
vill ódýr hús, en eins og ég sagði
áðan verður arkitektinn að kynna
sér þarfir og kröfur viðskiptavinar-
ins sem hann er að fara að vinna
fyrir. Oft kemur fólk með ákveðnar
hugmyndir til okkar. Við gerum
þá fyrst frumdrög að íbúðinni sem
fólk fær og gerir sínar athugasemd-
ir við. Við breytum svo aftur í sam-
ræmi við óskir og athugasemdir,
þangað tii viðskiptavinurinn er
ánægður. Þetta er í rauninni aðal-
vinnan. Eftir að allir eru ánægðir
með teikninguna er gerð bygginga-
teikning, en það er sú teikning sem
farið er með til bygginganefndar.
Eftir það þarf að gera verkteikn-
ingar, en margir húsbyggjendur
sleppa þeim. Það getur verið mjög
bagalegt og fólk lendir oft í vand-
ræðum á síðari byggingastigum ef
það fær ekki verkteikningamar,"
sagði Helgi.
- Er til íslenskur arkitektúr?
„Allt sem byggt er á íslandi er
íslenskur arkitektúr. Auðvitað má
sjá að arkitektar verða fyrir áhrif-
um á þeim stöðum sem þeir eru við
nám,“ sagði Helgi Bollason Thor-
oddsen arkitekt.
-A.Bj.
Helgi Bollason Thoroddsen arkitekt.
DV-myndir Hanna
Aðalstræti 8 er stórhýsi sem enn er i byggingu en stendur í Aðalstræt-
inu þar sem Fjalakötturinn var áður. Það var mjög umdeilt gamalt hús
sem á endanum varð að víkja fyrir „kerfinu".
RAFBÚÐIN
HÆÐ^