Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 8
22 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991. r r BARUSTAL Sígilt form - Litað og ólitað = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000 . VAL ÞEIRRA GV reiturinn er utanhúss-gólfefni úr endurunnu gúmmíi. Hann er mjúkur, stamur, hitnarfljótt, heldur notalegum yl og hefur frábœrl slit- og endingarþol. Fjölþœttir eiginleikar GV reitsins gera hann ákjósanlegan við sundlaugina og heita pottinn, á leiksvœðið, stéttina, svalirnar og veröndina. Hús og garðar Ásgeir Svanbergsson deildarstjóri stendur þarna í undurfögrum trjálundi. Undir sýrenunni (bláu blómin) er hun angsviður og að baki Ásgeirs er blágreni. Vandið til gróðursetningarimiar: Plöntumar launa hvert handtak „Saltið er vissulega vandamál fyrir plöntur, á svæðum sem eru nálægt sjd. Árlega koma veður þar sem sjór gengur yfir gróður allt frá foru til fjalla. í venjulegu árferði sér rigning- in um að þvo mest af saltinu af gróðr- inum og þannig bjargast þetta,“ sagði Ásgeir Svanbergsson, ráðsmaður hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi, er DV leitaðí ráða hjá hon- tun varðandi veðurþol plantna og sitthvað íleira sem hagnýtt er fyrir garðeigendur að vita. „Sígræni gróðurinn þolir saltið aUra verst. Er það einkum vegna þess hve úrkoma er lítil hér á landi. I Skaftafellssýslum, þar sem úrkoma'' getur verið 1800-2100 mm á ári eru bestu vaxtarskilyrði fyrir grenið. Þeir, sem búa rétt ofan við fjöruborð, geta bjargað miklu með því aö verja garða sína með timburgirðingum og skerma gróðurinn þannig af. Annars er þaö ein planta sem hefur sannað gildi sitt umfram aðrar þar sem gætir sjávarseltu og það er brekkuvíðirinn. Hann uppfyllir þó ekki þau skilyrði sem fólk setur oft á tíðum: að vera fljótvaxinn, blómstra og haldast skordýralaus. Brekkuvíðirinn hefur ekkert af þess- um eiginleikum en hann hentar vel í limgerði, það hefur hann sannað. Skordýralaus gróóur - Hvernig á fólk að veijast skordýr- um á gróðri? Er nauðsynlegt að eitra eins og víðast er gert? Gulltoppurinn er glæsilegur. „Ef vel er staðið aö gróðursetningu og umhirðu plantna er hægt að koma í veg fyrir vandræði af völdum skor- dýraásóknar. Skordýr sækja yfirleitt ekki á plöntur sem vel er hirt um. En auðvitað geta alltaf komið nátt- úrulegar plágur og þá verður að grípa til örþrifaráða og eitra. DV-myndir Hanna Ti 5 VE6GSPRUNGIIR ? Á75ára ferli sínum hefurTHORO fundiö svar við nánast öllum vandamálum sem kunna að koma upp, þegar um steypu er að ræða. THORITE er eitt af undraefnunum frá THORO. THORITE er fljótharðnandi viögerðarefni sem reynist framúrskarandi vel til viðgerða á sprung- um og steypugöllum. Eru sprungur eða aðrir steypugallar á þínu húsi? Hringdu I Steinprýði og við leysum vandann. steinprýði Stangarhyl 7, sími: 672777.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.