Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLl 1991. 29 Steypuskenundir lagfærðar með íslenskum efnum - góður undirbúningur skiptir öllu máli Hvernig getur þú haft eftirlit með húsinu þínu? Skemmdir á bitum vegna leka í gegnum gólfið. Gólfílögn sprungin eða byrjað að molna upp úr henni. Þar sem ekkert niðurfall er á svölum getur molnað úr steyp- unni og járn ryðgað Sprungur og sprungunet á veggjum Steypa og múrhúðun byrjuð að molna. Steypustyrktarjárn byrjuð að ryðga, ryðtaumar. Rifur á samskeytum milli eininga _ og riðtaumar út frá þeim. Málning og múrhúðun undir plötum byrjuð að losna frá. Molnað upp úr tröppum og gangstétt □ □ Þannig sjást fyrstu merki steypuskemmda. „I flestum tilfellum eiga steypuvið- gerðir að vera í höndum fagmanna og er fólki ráðlagt að leita til sérfræð- inga á þessu sviði. Hins vegar eru til þær steypuskemmdir sem einstakl- ingar ráða sjálfir við og þá komum við einmitt til skjalanna. Við höfum á boðstólum íslensk steypuviögerð- arefni í neytendaumbúðum, auk þess að selja einnig efni til múrara og verktaka," sagði Stefán Sigurðsson, byggingaverkfræðingur og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins íslensk- ar múrvörur hf. í samtali við DV. íslenskt efnifyrir íslenskar aðstæður „Semkís steypuviðgerðarefnin hafa verið framleidd af Sérsteypunni sf. á Akranesi undanfarin 5-6 ár. Þau Jkfc ' /; m 5 f V \ 1 \ 1 : 1 1 1 Stefán Sigurðsson verkfræðingur og framkvæmdastjóri. DV-mynd Kanna eru þróuð og framleidd fyrir íslensk ar aðstæöur," sagði Stefán. Fyrn- tækið veitir einnig tækni og raðgjaf- arþjónustu varðandi steypuviðgerð- ir. Stefán sagði að reynslan og rann- sóknir hjá Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins sýndu að þessi ís- lensku efni standi innfluttri fram- leiðslu alls ekki að baki, hvorki hvað varðar gæði eðn verð. í mörgum til- fellum er ísleoska framleiðslan tug- um prósenta ódýrari en sú innflutta. „Steinsteypa er byggingarefni tuttug- ustu aldarinnar. Ef steypan er rétt not- uð verður hún sterkt og endingargott íslenskt byggingarefni. En steypan er ákaflega viðkvæm fyrir göllum og ut- anaðkomandi áhrifum. Steinsteypt mannvirki þarf því reglubundið við- hald,“ sagði Stefán. - Hverjar eru helstu orsakir steypu- skemmda? „Segja má að vatn sé orsök allra steypuskemmda. í fyrsta lagi getur verið að notað hafi verið of mikið vatn í steypublönduna í upphafi. I öðru lagi hefur vatnið kannski verið sparað of mikið á hörðnunarstigi steypunnar, þannig að steypan hefur e.t.v. sprungið vegna of mikillar út- gufunar vatns. Og í þriöja lagi verður steypan fyrir miklu álagi vegna úr- komu og veðurs," sagði Stefán. Hann sagði að algengustu steypu- skemmdirnar væru ýmiss konar sprungur, frostmolnun, ryðguð steypustyrktarjárn og alkali- skemmdir. Alkalískemmdir hafa ekki komið fram í húsum sem byggð hafa verið eftir 1980. Þær eru hins vegar algengar í húsum sem byggð voru á árunum 1969-1979. - Hvernig á fólk að bera sig til við að lagfæra lítils háttar steypu- skemmdir á húsum sínum? „Það er mjög áríðandi að allur und- irbúningur sé framkvæmdur af sam- viskusemi. Hreinsa verður og brjóta burt alla skemmda steypu, hreinsa steypusárið með vírbursta og skola með hreinu, köldu vatni. Væta síðan steypusárið áður en viðgerð hefst og gæta þess að halda sárinu'vel röku. Efnin eru síðan borin á skemmdina eins og leiðbeiningar á umbúðunum segja til um. Að viðgerö lokinni er mjög mikilvægt að verja viðgerða flötinn gegn of hraðri útþornun. Þetta er gert með því að halda fletin- um rökum eða með plastyfir- breiðslu,“ sagði Stefán. Fyrirtækið annast einnig dreifingu á annarri séríslenskri framleiðslu- vöru sem er múrklæðning, sem sett er á steinull til einangrunar og við- gerða utan húss. íslenskar Múrvörur hf. er nýtt fyr- irtæki, stofnað vorið 1990 af Sandi hf., Sérsteypunni sf. á Akranesi og Steinullarverksmiðjunni hf. Fyrir- tækið sér um markaðssetningu á Semkís múrblöndum, múrklæðn- ingu og ýmsum vélum og tækjum sem notuð eru í múrverki. Hjá því geta múrarar og verktakar gengið að öllu efni, sem þarf til múrhúðun- ar, á einum stað. Semkísefnin fást einnig í flestum byggingarvöruversl- unum um land allt. Þess má geta að í afgreiðslu Sands hf. aö Viðarhöföa 1 er hægt að fá keyptan sand í neytendaumbúðum, 40 kg pokum. Það getur hentað vel ef fólk þarf að lagfæra hellulögn hjá sér eða bæta í sandkassann. Stefán Sigurðsson verkfræðingur og Rafn Gunnarsson múrarameistari og sölustjóri fyrirtækisins veita fag- lega ráðgjöf. Auk þess benda þeir á viðgerðarverktaka. -A.Bj. Hús og gardar Dæmigeró frostskemmd. HÚSEIGANDI GÖÐUR! ER1U MEmUII A VKWALDINU? Eru eftirfarandi vandamál að angra þig? # Alkalí-skemmdir # Vaneinangrun # Frost-skemmdir • Sprunguviðgerðir # Lekir veggir • Síendurtekin málningarvinna Ef svo er, skaltu kynna þér kosti Sfo-utanhúss-klæðningarinnar: stD-klæðningin er samskeytalaus. stD-klæðningin er veðurþolin. sto-klæðningin er litekta og fæst í yfir 300 litum. SÍD -klæðningin er teygjanleg og viðnám gegn sprungumyndun er mjög gott. sto -klæðningin leyfir öndun frá vegg. sto-klæðningin gefur ótal möguleika í þykkt, áferð og mynstri. StO-klæðninguna er unnt að setja beint á vegg, plasteinangrun eða steinulf. Sto -klæðninguna er hægt að setja á nær hvaða byggingu sem er, án tillits til aldurs eða lögunar. sfo -klæðningin endist — Vestur-þýsk gæðavara OPIÐ MÁNUDAGA - FÖSTUDAGA KL, 13-18 VEGGPRYDIf Bíldshöfða 18 — 112 Reykjavík Sími 673320 Kjörvari og Þekjukjörvari — kjörin viðarvöm utanhúss Þurfir þú að mála við utanhúss, hvort sem um er að ræða sumarhús, glugga eða grindverk, þarftu fyrst að ákveða hvers konar áferð þú óskar cftir. Sé ætlunin að halda viðaráferðinni skalt þú nota Kjörvara sem er gegnsæ viðarvörn og til í mismunandi litum. Ein til þrjár umferðir nægja, allt eftir ástandi viðar. Kjósir þú aftur á móti hálfhyljandi áferð, sem gefur viðnum lit án þess að viðarmynstrið glatist, mælum við mcð Þekjukjör- vara sem einnig fæst í mörgum litum. Tvær umferðir eru í flestum tilvikum nóg. Sé viðurinn mjög gljúpur skal grunna hann fyrst með þynntum glær- um Kjörvara og mála síðan yfir með Þekjukjörvara. RMVtWK QUIOÖF oniNovin,, timif'-fi- Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er Jmá/ninghf - það segir sig sjálft -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.