Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Síða 14
jeei u ju o-i auo/.ayjiívaiM JjmmiíD AGUR J 0. JiÍLUm... 28- Hús og garðar Sælureitur við húsið: Vinnuhælið Litla Hrauni Sölusími 98-31104 ____ STEIN HELLUR 40x40 20x40 20x20 15x30 32x32 KANTSTEINN 55x7. BROTASTEINN 20x50x5 l-STEINN 25x15x6 HOLSÍEINN 20x40x20 HAGSTÆÐ KJÖR - SENDUM HEIM „Við veitum faglega ráðgjöf við að taka saman efni í trépalla og skjól- girðingar. Það eru byggingameistar- ar meö langa reynslu sem eru í þessu starfi. Aðsókn hefur veriö gífurlega mikil, stundum biðröð eftir því að komast að,“ sagöi Víkingur Antons- son byggingameistari sem er einn af ráðgjöfum Húsasmiðjunnar við Dugguvog. Gífurleg eftirspum er eftir timbri í sólpalla þessa dagana og hefur Húsasmiðjan varla undan að fúa- verja efnið. Er nú unnið að því allan sólahringinn. „Þetta er þriðja sumarið sem þessir trépallar eru á dagskrá. Það hefur orðið alveg gífurleg aukning á eftir- spurn eftir þeim," sagði Víkingur. Tré skapar hlýju - Hvers vegna timburpallar en ekki steyptir, eins og húsin ? „Timbrið skapar hlýleika og fólk sækist eftir honum. í flestum tilfell- um eru timburpallarnir ódýrari en steinpallar. Undirbúningsvinna und- ir steinahleðslur getur verið bæði mikil og dýr. Annars er dálítið erfitt að segja nákvæmlega til um verðið. Fólk verður aö líta svo á að pallurinn og Víkingur Antonsson sýnir okkur und- irstöðu á nokkuð háum palli sem er í smíðum. Tröppur liggja svo af pall- inum niður i garðinn þar sem verður smá grasfiöt. DV-mynd GVA Girðingin skapar nauðsynlegt skjól Girðingin skapar margs konar skjól, bæði fyrir vindi, hávaða og for- Stór holtasteinn hefur verið látinn halda sér og pallurinn smíðaður utan um hann. Þessi sólpallur er grafinn niður um hálfan metra. Takið eftir hve tröppurnar gefa pallinum skemmtilegan svip. Pallurinn er líka óreglulegur í laginu. girðingin tilheyri byggingu hússins og kostnaðurinn við þær fram- kvæmdir því beinn kostnaður við húsbygginguna. Það má líka líta á að svona sólpallur kemur eiginlega algerlega í stað fyrir sumarhús. Þetta vUl oft gleymast og fólk lítur oft á sólpalla og garðframkvæmdir sem einhverjar óþarfar framkvæmd- ir,“ sagði Víkingur. Undirbúningurinn mikilvægur - Á hverju á að byrja? „Það verður að byrja á að skipu- leggja lóðina. Sumir geta gert það sjálfir en aðrir sækja sér faglega ráðgjöf. Það færist í vöxt að fólk leiti sér aðstoðar. Það er mjög áríðandi að skipuleggja lóðina nákvæmlega og teikna pallinn upp áður en hafist er handa. Og síðan verður að byrja á skjólgirðingunni. Hún er eiginlega lykillinn aö öllu saman. Hins vegar er kannski ekki nauðsynlegt að ljúka við alla framkvæmdina í sama áfang- anum. Hægt er að reisa girðinguna í mörgum áföngum eftir því sem efni og aðstæður leyfa. Verra er að taka pallagerðina í áföngum, eiginlega nauðsynlegt að ljúka við pallinn í einum áfanga. Gæta verður þess að girðingin má ekki vera of nálægt pallinum til þess að hún skyggi ekki á sólina." -Getur fólk sjálft komið upp svona palli ? „Já, fólk getur sjálft unnið þetta verk en það þarf auðvitað leiðbein- ingar viö framkvæmdina. Mismun- andi er hve langt pallarnir eru haföir frá jörðu. í sumum tilfellum verður að flarlægja jaröveg undan pallinum. Þá er komið fyrir leiðara sem er 2 x 6 þumlungar með ca 2ja m millibOi. Hann er stilltur af og festur á staura sem festa verður kirftlega niður, helst í steypu. Þá eru bitar lagðir ofan á, 2 x 4 þumlungar. Hæð staur- anna ræðst af því hve hátt pallurinn á að vera frá jörð. Klæðningin kemur svo ofan á. Borðin eru t.d. 28 mm x 95 mm á stærð og haföir 5 mm á milli þeirra. Gott er að brjóta gólfið þannig upp að borðin liggi ekki öll beint eða í sömu áttina. Ef pallurinn er stór er hentugt og skemmtilegt að hafa hann í mismunandi hæðum. Það er svip- mikið að hafa pallinn ekki reglulegan í ummáli en það er aðeins dýrara. Við bendum fólki gjaman á að hafa pallana ekki of litla, algeng stærö er 30-40 fermetrar. Það er svo margt sem þarf aö athuga áður en byrjað er á pallbyggingunni, t.d eins og þaö hver sólargangurinn er í garðinum. Sjálfsagt er aö taka tillit til þess hvort sólin skíni þar sem útigrillinu er ætlað pláss seinnipart dags eða um kvöldmatarleytið, sem er líklegasti tíminn sem grillið er notað," sagði Víkingur. vitnum augum. Algengasta hæð á girðingum í kringum sólpallana er 150-200 cm. Góðar vindgirðingar eru með ca 70% lokun, sem kallaö er. Eitt af því sem fólk þarf að huga að áður en hafist er handa við girð- ingarframkvæmdirnar er hvort nauðsynlegt sé að fá leyfi fyrir girð- ingunni. í sumum bæjarfélögum þarf að sækja um slíkt leyfi til byggingar- fulltrúans,“ sagði Víkingur. - Hvað kostar meðalstór sólpallur, t.d. 30 fermetra? „Kostnaðurinn er mjög mismun- andi, fer eftir því hve mikið er í pall- inn borið. En pallur af einfaldri gerð, 30 fermetrar að stærð, getur kostað milli 60 og 70 þúsund kr. Fermetraverð á girðingarefninu er um 2.500 kr. Þá er um að ræða gagn- varinn, heflaðan borðvið. Hægt er að fá ódýrara efni eins og t.d. óhefluð borð. Þetta verður fólk bara að gera upp við sig sjáíft. Hvað varðar við- hald á þessum pöllum er það hverf- andi lítið. Timbrið, sem notað er, er gagnvarið timbur. Bera þarf fúavörn á þá einu sinni á ári. Best er að nota ekki vörn með lit, hann gengst í burtu. Með timburpöllunum losna menn algerlega við óæskilegan mosagróður sem vill setjast á hellur sem geta orðið skakkar og skældar með tímanum," sagði Víkingur Ant- onsson, húsasmíðameistari. -A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.