Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1991.
3
r___________________________________________________Fréttir
Karl og kona sem áttu að fara á réttargeðdeildina að Sogni:
Geðsjúka fólkið verður
flutt á meðal f anga
- þetta er aukarefsing fyrir almenna fanga, segir yíirfangavörður
„Það er ákaflega erfitt að vista
þetta fólk í fangelsum. En ég skil það
sjónarmið vel að það sé mjög erfitt
að hafa þetta fólk í langvarandi ein-
angrun í Síðumúlafangelsinu. Ef
þessi réttargeðdeild tekur ekki til
starfa fyrr en einhvern tímann og
einhvern tímann líst mér ekkert á
að hafa þessa fanga innan um aðra
til langs tíma,“ sagði Guðmundur
Gíslason, forstöðumaður Hegningar-
hússins, í samtali við DV í gær.
Fangelsisyfirvöld hafa ákveðið að
tveir geðsjúkir afhrotamenn, kona
Geðsjúk kona, sem í tvígang hefur
verið dæmd fyrir manndráp, verður
flutt i Hegningarhúsið á meðal al-
mennra fanga.
og karlmaður, sem verið hafa í ein-
angrun í Síðumúlafangelsinu frá í
febrúar, verði vistuð í Hegningar-
húsinu og á Litla-Hrauni fyrir 25.
júlí. Konan hefur í tvígang verið
dæmd fyrir manndráp - árið 1973 og
í febrúar í vetur. Hún verður nú vist-
uð í Hegningarhúsinu. Maður, sem
veitti föður sínum alvarlega áverka
með hnífi í vetur, fer á Litla-Hraun.
Óvíst er hvenær fyrirhuguð réttar-
geðdeild að Sogni, sem fólkið átti að
fara á, tekur til starfa.
„Þetta er mjög erfitt mál og ég er
ekki viss um aö allir verði himinlif-
andi þegar þetta fólk þarf að vera í
afplánunarfangelsunum. Það geta
skapast ákveðin vandamál og hafa
iðulega gert,“ sagði Guðmundur.
Björk Bjarkadóttir yfirfangavörð-
ur sagði viö DV í gær að það væri
hrein og klár aukarefsing fyrir fanga
þegar geðsjúkt fólk væri vistað með
þeim.
Haraldur Johannessen fangelsis-
málastjóri segir að hér sé um mann-
Geðsjúkur karlmaður, sem veitti
föður sínum alvarlega áverka með
hnífi, verður fluttur að Litla-Hrauni
og vistast þar meðal almennra
fanga.
úöarmál að ræða gagnvart tveimur
einstakhngum:
„Þau eru búin aö vera í einangrun
síðan í febrúar, eða fimm mánuði.
Réttast væri að þetta fólk væri vistað
utan fangelsanna en það er útilokað.
Þannig að þetta er spuming hvort á
að loka þetta fólk inni um óákveðinn
tíma í Síðumúlafangelsinu, jafnvel
ár, eða á aö færa það í önnur fang-
elsi og létta þar með af því einangr-
uninni og reyna að ráða við vandann
þar. Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem fangelsisyfirvöld hafa í dag og
ákvörðunin byggist á, stafar ekki yf-
irvofandi hætta af þessu fólki. Komi
shkt hins vegar í ljós mun fólkið
ekki vistast innan um afplánunar-
fanga,“ sagði fangelsismálastjóri.
-PJ
Auöi