Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1991.
5
Fréttir
Kristján Þorbjömsson, aðalvarðstjóri lögreglu á Blönduósi:
Tveir teknir á dag
vegna hraðaksturs
- þó er minna um glannaakstur og slys en 1 fyrra
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Umferðarhraöinn hefur minnkað,
það er ekki nokkur vafi og það ber
mun minna á glannaakstri en áður
var, eins og að menn séu að aka fram-
úr á ofsahraða á blindhæðum,“ sagði
Kristján Þorbjörnsson, aðalvarð-
stjóri lögreglunnar á Blönduósi, er
DV léit inn á lögreglustöðinni þar á
dögunum.
Kristján sagði að umferðin hefði
ekki verið mikil um þjóðveginn hjá
Blönduósi fyrr en fyrstu helgina í
júlí en þá var mikil umferð í norður-
átt. Hann vildi heldur ekki gera mik-
ið úr því hversu margir hefðu verið
teknir fyrir of hraðan akstur á þeirra
yfirráðasvæði það sem af er árinu
en Blönduóslögreglan hefur löngum
þótt vera „dugleg með radarinn" og
margir hafa verið teknir þar á of
miklum hraða undanfarin ár.
„Já, er ekki sagt að við séum fræg-
ir að endemum," sagði Kristján og
hló við. Um tölur sagði hann að fram
að lO.júlí hefðu 340 ökumenn verið
teknir á of ndklum hraða en nærri
lætur að þaö séu tveir á dag alla daga
ársins að meðaltah.
„Þetta byrjar aldrei af neinni al-
vöru fyrr en komið er fram í maí og
er ekki mikið miöað við árið í fyrra
en þá tókum við 119 ökumenn eina
helgina, svo að dæmi sé nefnt.“
15voruáyfir
130 km hraða
- Eruö þið harðir á því að stoppa
menn ef þeir fara rétt yfir 90 km
hraða, sem er leyfilegur?
„Nei, allir sem við stöðvum aka á
yfir 100 km hraða og allflestir á yflr
110 km hraða. Af þessum 340, sem
nú hafa verið stöðvaðir, hafa síðan
15 verið á yfir 130 km hraða."
- Eru þeir sviptir ökuleyfi á staðn-
um?
„Nei, það er vinnuregla hjá okkur
að sviþta ekki menn ökuleyfum
nema í undantekningartilfellum,
okkur fmnst það ekki vera sann-
gjarnt þó ekki sé nema vegna þess
að menn búa sumir hér á svæðinu
en aðrir t.d. á öðru landshorni."
Kristján sagði að þeir ökumenn
sem lögreglan á Blönduósi stöðvaöi
fyrir hraðakstur væru stöðvaðir
nokkuð jafnt um allar Húnavatns-
sýslurnar en þó væri Hrútafjörður-
inn „nokkuð drjúgur". „En við höf-
um sloppið vel í ár, hér hefur ekkert
banaslys orðið á móti fjórum á sama
tíma í fyrra og slysin sem hafa orðið.
hafa ekki verið jafnalvarleg og þá,“
sagði Kristján.
Kristján Þorbjörnsson aðalvarðstjóri við lögreglubifreiðina sem aðallega
er notuð við hraðamælingar i Húnavatnssýslum. DV-mynd gk
Rauði krossinn lagði fram eina milljón
- Kínverjar fóru fram á 200 mOIjóna aðstoö
„Rauði kross Islands hefur til-
kynnt framlag til alþjóða Rauða
krossins vegna hjálparstarfs í Kína
og nemur það einni milljón króna,“
sagði Jakobína Þórðardóttir hjá
Rauða krossinum við DV.
Hún sagði aö samtals heíðu borist
35 beiðnir um aðstoð frá aðalstöðv-
um Rauða krossins í Genf það sem
af væri þessu ári. „Við reynum allt-
af að vera með og leggja eitthvað
fram. Viðmiðunin er hvað beiðnin
er stór og hvernig ástandið er hjá
okkur í hjálparsjóðnum. Þessi
beiðni var upp á fimm milljónir
svissneskra franka.
Okkur hafa borist óvenjumargar
beiðnir það sem af er þessu ári. Þær
eru álíka margar og undanfarið
hafa komið á hverju ári. Margar
þeirra hafa verið mjög stórar. Þetta
er því eins og í öllu hjálparstarfi
og neyðaraðstoð, mjög breytilegt,
óútreiknanlegt og fylgir engum
reglurn," sagði Jakobína. -JSS
LAUGARDALSVÖLLUR
ÍSLAND -
TYRKLAND
í kvöld kl. 20.00.
Forsala á Laugardalsvelli og í
sportvöruversluninni Spörtu í dag.
Miðaverð: stúka kr. 1.000,- stæði 600,-
Frítt fyrir börn yngri en 12 ára.
Athugið! Aðgönguskírteini gilda ekki.
MÆTUM Á VÖLLINN 0G HVETJUM 0KKAR MENN
FLUGLEIDIR
&
FJARFESnNGARFÉLAGIÐ
HaJnarstræd 7 101 Heykjavík