Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1991. 17 Iþróttir i Laugardalsvellinum í kvöld klukkan 20 rttilsigurs l. Þriðji markvörðurinn meiddist á æfingu í gær tóku léttan bolta meö strákum úr knatt- spyrnuskóla Skallagríms og var gaman að fylgjast með þeim litlu etja kappi við landsliðsmennina. Spurning um 2-3 sæti í liðinu „Ég hef ekki endanlega valið byrjunar- liðið. Það er alltaf viss kjarni sem liðið byggist á og ég á enn eftir að gera upp við mig nákvæmlega hvernig liðið verð- ur skipað en þetta er spurning um 2-3 sæti. Tyrkirnir eru með ágætt lið qg með snögga og tekníska leikmenn. Ég hef reyndar aldrei leikið á móti þeim en ég hef séð myndbönd af þeim í leikjun- um gegn íslandi og síðan frá því gegn Englendingum nú í vor. Þeir voru mjög góðir gegn Englendingum og voru óheppnir að tapa leiknum. Ég þekki mjög vel til Sepp Piontek sem þjálfar liðið. Það er ljóst að við eigum erfiöan leik fyrir höndum og þeir eiga án efa eftir að reynast okkur erfiðir. Þeir hafa aldrei unnið ísland og munu án efa berj- ast til sigurs nú,“ sagði Bo ennfremur. Mun líklega leika í neyð „Ég mun auðvitað endurskoða ákvörð- un mína ef Friðrik kemst ekki í leikinn. Ég mun líklega leika ef leitað yrði til mín í neyð en eins og staðan er býst ég við að Friðrik verði með. Eg verð samt tilbú- inn ef neyðarkall kemur," sagði Bjarni Sigurðsson, mark- vörður Valsmanna, en eins og kunnugt er hafði hann ákveð- ið að hætta með landsliöinu. Málin skýrast þó ekki endanlega fyrr en í kvöld þegar liðið mætir til leiks gegn Tyrkjum. -RR ísland hefur aldrei tapað fyrir Tyrkjum íslendingar og Tyrkir hafa fjórum sinnum mæst á knattspymuvellin- um. Fyrsti leikur þjóðanna var í Izm- ir 1980 í undankeppni heimsmeist- arakeppninnar og sigraði ísland á eftirminnilegan hátt, 1-3. í annarri viðureigninni í sömu keppni vann ísland, 2-0, í Reykjavík. Þriðji leikurinn var í undankeppni heimsmeistaramótsins 1988 í Istan- bul og þá varð jafntefli, 1-1. í fjórða leiknum, sem fram fór á Laugardals- vellinum í september 1989, fóru ís- lendingar með sigur af hólmi, 2-0, og gerðu um leið vonir Tyrkja um að komast i úrslitakeppnina að engu. ísland hefur því aldrei tapað fyrir Tyrkjum, þrír vinningar og eitt jafn- tefli. -JKS ma leiki“ snska liðsins Laugardalsvellinum klukkan 20 í kvöld. „Tyrkirnir fljótir og teknískir“ Atli Eðvaldsson sagði að tyrkneska liðið væri sterkt. í tyrkneska liðinu væru mjög fljótir og teknískir leikmenn sem hann þekkti vel frá því að hann lék í Tyrklandi fyrir tveimur árum. „Ég sá Englendinga vinna heppnissig- ur á Tyrkjum fyrir tveimur mánuðum í Evrópukeppninni og það er greinilegt á öllu að Sepp Pinotek er að byggja upp skemmtilegt landslið," sagði Atli. „Uppstokkunin má ekki verða of hröð“ Atli sagði ennfremur að nú væri verið að gefa yngri leikmönnum úr 21-árs landsliðinu tækifærið. Það er mín skoð- un að uppstokkun á landsliðinu megi ekki vera of hröð, hún verður að eiga sér stað á 2-3 árum. Það er alls ekki hægt að skella of mörgum nýliðum inn strax. Bo Johansson velur 16 hæfustu einstaklingana á hverjum tíma. Ath var spurður hvort hann gæfi ekki kost á sér áfram í landsliðið. - „Ég mun gefa kost á mér áfram meðan ég er val- inn og hef gaman að leika knatt- spyrnu,“ sagði Ath Eðvaldsson, í samtal- inu við DV í Borganesi í gær. • Friðrik Friðriksson meiddist á æfingu í gær og var jafnvel talið að hann hefði nefbrotnað. -JKS • Bo Johansson var broshýr á æfingu liðsins í Borgarnesi i gær en þar dvelur landsliðið fram að leiknum. DV-mynd Sveinn sð íslenska liðinu á Spáni eins og raun rk af línunni i gær gegn Júgóslövum. Spánarmótið í handknattleik: Eins marks ósigur - ísland tapaði fyrir Júgóslövum, 23-24 íslenska landsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði naumlega fyrir Júgóslövum, 23-24, í öðrum leik sínum á Spánar- mótinu í handknattleik í gær. Á þessu móti, sem fram fer í Leon á Spáni, keppa 8 efstu þjóðir á síðasta heimsmeistaramóti í þessum aldurs- flokki. íslendingar höfðu tveggja marka forskot í leikhléi, 14-12, en í síðari hálfleik tókst Júgóslövum að jafna metin og síga fram úr í lokin í mikl- um baráttuleik. „Ég er mjög ánægður með leik strákanna. Þó svo að þeir hafi tapað þá hefði sigurinn alveg eins getað endað okkar megin svo jafn var leik- urinn," sagði Gunnar Einarsson, þjálfari íslenska liðsins, við DV í gær. „Ég held að það hafi spilað inn i að strákarnir áttu erfiðan leik gegn Sovétmönnum deginum áður en Júgóslavar áttu þá léttan dag og möluðu Rúmena. Við höfum leikið að mestu 6-0 vörn í þessum leikjum sem hefur gengið sérstaklega vel en sóknarleikinn þurfum viö aðeins að shpa,“ sagði Gunnar. Hann sagði aö menn hefðu leyst verkefni sín vel í leiknum gegn Júgóslövum og enginn einn leikmaður hefði staðið upp úr. • Mörk Islands: Magnús Sigurðs- son 4, Patrekur Jóhannesson 3, Björgvin Rúnarsson 3, Jason Ólafs- son 3, Gunnar Andrésson 3, Karl Karlsson 2, Finnur Jóhannsson 2 Jóhann Ásgeirsson 2 og Einar G. Sig- urðsson 1. • Hallgrímur Jónasson lék í marki íslands allan leiktímann og varði ágætlega. í dag leika íslendingar gegn Rúm- enum og meö sigri kemst hðið í und- anúrsht. í hinum riðlinum komast Spánverjar og Svíar í undanúrsht. -GH Þjóðverjar EM-meistarar í kvennaknattspyrnu Evrópukeppni kvennalandsliða lauk í Álaborg í Danmörku á sunnu- dag. Þýska landsliðið lék gegn því norska í úrslitum og sigraði 3-1 eftir framlengdan leik. Norsku stúlkurnar náðu foryst- unni í leiknum á 55. mínútu með marki Birthe Hegstad en aðeins sjö mínútum síðar jafnaði Heidi Mohr fyrir þýska liðið. í fyrri hluta fram- lengingarinnar gerði þýska liðið út um leikinn með mörkum Heidi Mohr og Silviu Neid. Níu stúlkur í þýska landsliðinu voru einnig í hði Evrópumeistara V-Þýskalands 1989 er þær sigruðu Nqrðmenn, 4-1, í úrslitaleik. ítahr og Danir léku um þriðja sæt- ið í keppninni og þar þurfti einnig framlengingu til að knýja fram úr- sht. Á 21. mínútu náði Helle Jensen forystunni fyrir Dani en á 68. mínútu jafnaði Silvia Fiorini fyrir ítalska hð- ið. Emma Jozzelli tryggði síðan danska liðinu sigur er hún setti knöttinn í eigið mark á 4. mínútu framlengingarinnar. -ih • Ulfar Jónsson. þýska mótið Gylfi KriEljanason, DV, Akureyri: Þremur islenskum golfleikur- um hefur verið boöið á opna þýska meistaramótið, sem veröur haldið í nágrenni viö Múnchen um næstu helgi. íslenskum golf- spilurum hefur aldrei áður verið boðið á þetta mót. Golfspilararair, sem hér um ræðir, eru Úlfar Jónsson, Sigur- jón Arnarson og Karen Sævars- dóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.