Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1991. Smáauglýsingar - Símí 27022 ■ Bílar til sölu Toyota Hi-Lux XTRA Cab, 2,4 bensin, árg. ’85, með húsi, til sölu, toppbíll að öllu leyti, ath. skipti. Uppl. í símum 92-15131, 92-14888 eða 92-12468. Benz 230 E 1990, keyrður 37 þús. km, sjálfskiptur, ABS, rafmagn í rúðum, topplúga rafdrifin, klæðning velúr. Mjög góður bíll. Uppl. í síma 91- 610430. Tll sölu Nissan Patrol turbo disil, árg. 1986, háþekja, krómfelgur, 33" dekk, spil o.fl. Upplýsingar í síma 91-624945 eftir kl. 16. Til sölu Nissan Patrol Superroof disil, árg. ’89, upphækkaður, 33" dekk, hvít- ur, skráður fyrir 7-8 farþega. Verð 2.4 millj., góð kjör. Uppl. í síma 91-687600 milli kl. 13 og 16. Björgvin. Til sölu MMC Pajero ’87, ekinn 74.000, 31" dekk, brettakantar. Stórglæsilegirr bíll, (sjá mynd). Verð 1.600.000, skipti á ódýrari. Uppl. í síma 91-77081. BMW, nýja 3-linan, árg. ’91, ekinn 2000 km, 5 gíra, rafmagn, höfuðpúðar o.fl. Kostar nýr 2.075.000 stgr., v. 1.950.000 stgr. Uppl. í síma 91-622030. Helgi. Toyota Celica turbo 4x4, árg. '90, til sölu, ekinn 14 þús. km. Iburðarmikill glæsivagn fyrir vandláta. Verð 2,7 millj., skipti á Benz æskileg. Uppl. í síma 96-11025 eftir kl. 18. Mltsubishi Starion turbo, árg. '82, til sölu. Uppl. í símum 91-674750 og 91- 675896. Mazda E-2000 pallbíll '88 til sölu, gott útlit. Verð 580.000 + vsk. Uppl. í sím- um 92-14815 eða 92-11603. Til sölu Ford Sierra 1600 CL, árg. '88, 5 dyra, ekinn 58.000 km. Verð 800.000. Uppl. í síma 91-687600 milli kl. 13 og 16. Björgvin. Glæsilegur Chrysler Le Baron, árg. '79, rafmagn í öllu, cruisecontrol T-topp- ur, vél 360 cc, skoðaður ’92. Uppl. í sírna 96-27448, 96-27688 og 96-27847. Blazer '74, 350 cc, til sölu, í mjög góðu ástandi. Uppl. í síma 91-651825. Ath. Einstakt tækifæri. Til sölu Toyota Twin Cam ’85, "dekurbíll". Möguleik- ar á góðum staðgreiðsluafslætti eða skuldabréfum. Uppl. í síma 91-42058. ■ Ymislegt Kvartmiluklúbburinn heldur verð- launaafhendingu vegna kvartmílu- keppni 23. júní ’91 í félagsheimili akst- ursíþróttaklúbba að Bíldshöfða 14, föstudaginn 19. júlí ’91, húsið opnað kl. 20. Kvartmíluklúbburinn, Bílds- höfða 14, s. 674530. Smágrafa. Tökum að okkur ýmiss kon- ar jarðvinnu, hentar vel í garða o.fl. Sími 985-30915 og 91-641323. Geymið auglýsinguna. ■raily ■ vcnoss KLUBBURINN Æfing flmmtudagskvöld kl. 20. Kepp- endur mæti fyrir kl. 19 á keppnis- brautina v/Krýsuvíkurveg. Upplýs- ingar í síma 91-674377. „Þannig er verðið sem neytandinnn fær upplýsingar um inni i versluninni lægra en það sem honum er gert að greiða." Strikamerkingar og greiðslukort í leiðara DV 4. júlí sl. sakar Jón- as Kristjánsson ritstjóri Neytenda- samtökin (skammst. hér á eftir NS) um að ganga gegn hagsmunum neytenda. Nefnir Jónas máh sínu til stuönings afstöðu NS til strika- merkinga og greiðslukorta. Það er því ekki úr vegi að útskýra hér af- stöðu NS til þessara tveggja atriða, svo misskilningur og rangtúlkanir Jónasar séu ekki það eina sem les- endur DV hafi. Reyndar er það furðulegt hvernig Jónas gerir Verðlagsstofnun upp skoðanir í leiðaranum því Verðlagsstofnun hefur ekki tekið þá afstöðu til þess- ara mála sem Jónas heldur fram. Strikamerkingar Að undaníomu hafa æ fleiri verslanir tekið í notkun þessa nýju tækni. Ljóst er að þessu fylgja fjöl- margir kostir, m.a. fyrir neytand- ann og hafa NS ítrekaö bent á það. í bækhngi, sem gefinn var út af EAN-nefndinni á íslandi (en sú nefnd annast um strikamerkingu hér á landi), er bent á 10 atriði sem gagnast smásöluverslunum: Auð- veldara eftirht með því hvaða vör- ur seljast, betri nýting á hihurými, betra eftirlit með rýmun, hag- kvæmara birgðahald, skemmri þjálfunartími starfsfólks, aukinn veltuhraði, lægri kostnaöur við vörumóttöku og eftirlit, minni kostnaður vegna verðmerkinga, hraðari afgreiðsla við kassa og að auðvelt sé að sjá stöðu efdr hvem dag. Eins og sjá má er ávinningur fyr- ir verslanir að taka upp strika- merkingu. Ágreiningurinn um strikamerkingar er eingöngu um það hvort verðmerkimiðar á ein- stakri vöru eigi að hverfa með til- komu strikamerkinga, en því and- mæla NS. Og eins og bent hefur verið á hér að framan eru tíu atriði tahn upp til hagsbóta fyrir verslan- ir meö strikamerkingu. Minni kostnaður vegna verðmerkinga er aðeins eitt þeirra atriða. Það er því fásinna að halda því fram að ef haldið verður áfram að nota verö- merkimiöann sé sparnaður af nýju tækninni fokinn. En hvers vegna gera NS kröfu tíl þess að áfram verði hver einstök vara verðmerkt með thkomu strikamerkingar? Það hefur m.a. ítrekað komið í ljós að verslanir muna ávaht eftir því aö breyta verði í kassa þegar verðhækkanir verða, en gleyma of oft að breyta KjaUaiinn Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna því á hhlukanti. Þannig er verðið, sem neytandinn fær upplýsingar um inni í versluninni, lægra en það sem honum er gert að greiða. í nýlegri sænskri könnun kom í ljós að fjórðungur aðspurðra hafði tek- ið eftir þessu. Og því meir sem strikamerkingaverslunum fjölgar hér á landi íjölgar einnig kvörtun- um um þetta th NS. Benda má á að nýlega var gerð könnun í Svíþjóð um hvemig verð- upplýsingar ættu helst að vera að mati neytenda. Flestir, eða 82% settu verðmerkimiðann í fyrsta sæti og 66% jafnvel þó það myndi hækka vöruverð líthlega. Það er því ekki svo að sænsk yfirvöld séu að reyna að hafa vit fyrir almenn- ingi heldur telja Sviar þaö einfald- lega best fyrir hagsmuni sína að halda verðmerkimiðanum. í sam- ræmi við það ætlar sænska stjómin að leggja fram fmmvarp, þar sem segir aö verðmerkimiðinn verði áfram á vömm 1 strikamerkinga- verslunum. Á það skal bent að rannsóknir, sem gerðar vom fyrir nokkmm árum við Michiganháskóla í Bandaríkjunum, leiða í ljós að verðskyn neytenda minnkar þegar hætt er aö nota verðmerkimiða. Það er ekki síst af þessari ástæðu sem NS telja mikhvægt að halda í verðmerkimiðann og við teljum okkur meö því vera eingöngu að taka mið af hagsmunum neytenda. Greiðslukort í áðurnefndum leiðara heldur Jónas því einnig fram aö NS skaði neytendur með afstöðu sinni til greiðslukorta. En um hvað stendur dehan varðandi greiðslukort? NS hafa bent á að það er vissulega hagræði og þægindi fyrir neytend- ur að geta notað greiðslukort. Við höfum hins vegar bent á að kostn- aður samfara notkun greiðslukorta er nokkur. Og við höfum ekki viljað fahast á að þaö sé eðlilegt og rétt- látt að þessi kostnaður fari út í vömverðið eins og nú er. Verslanir greiða nú á bhinu 1-2,75% þóknun th greiðslukorta- fyrirtækjanna vegna þeirra við- skipta sem fara fram með greiðslu- korti. Að auki þurfa verslanir að lána þessa fjármuni vaxtalaust í VI—1 'A mánuð. Oftar en ekki neyð- ast verslanimar th að selja greiðslukortanótumar th fjár- mögnunarfyrirtækja með ærnum aííollum. Það er því ljóst að greiðslukortin hækka vömverð. Þessu fyrirkomulagi hafa NS andmælt og óskað eftir lagasetn- ingu þar sem m.a. yrði tekið á þessu vandamáli. Á meðan það hefur ekki verið gert telja NS eðlhegt að verslanir, sem taka á móti greiðslu- kortum, veiti staðgreiðsluafslátt. Reyndar gera allmargar verslanir það nú þegar. í könnun, sem NS gerðu á árinu 1987, kom í ljós að 87% aðspurðra styðja NS í þessu. Það er því fráleitt að NS séu að vinna gegn hagsmunum neytenda eins og Jónas heldur fram, heldur eru NS að reyna að tryggja að fullt jafnræði sé nhlli neytenda, hvort sem þeir nota greiðslukort eða ekki. Jóhannes Gunnarsson „Verslanir muna ávallt eftir því að breyta verði í kassa þegar verðhækk- anir verða, en gleyma of oft að breyta því á hillukanti.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.