Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Qupperneq 28
28
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1991.
Meiming_____________
Af svásum seimi
Verkin á seinni tó.ileikunum í Skálholti laugardag-
inn 13.7. voru alfariö fyrir einleiksílautu, sem í þokka-
bót er sagt eitt ytirúnasnauðasta blásturshljóöfæri
sem til er. Maður bjóst því ekki við miklu og valdi sér
sæti aftarlega í kirkjunni til að geta dottað í friði.
En eins og stundum gerist - og maður veit ekki hvort
tónverkiö sjálft eöa flutningurinn gerir útslagið, þegar
hvort tveggja gengur upp í æðri heild - þá varð hlust-
andinn glaðvakandi og hóst og skrjáf frá áheyrenda-
bekkjum hvarf smám saman gjörsamlega. Kolbeinn
Bjarnason, flautan og tónverkin kölluöu fram þessa
fágætu mvstík sem manar til eftirtektar. Hugurinn fór
vítt og um vítt. Tíminn flaug.
Öll verkin einkenndust af löngum taktlausum tón-
um, þó að inni á milli kæmu stuttar og æstar tónabun-
ur eins og fyrirvaralaus sverðsleiftur í samúræmynd
eftir Kurosawa. Þessi sambúð blóms og brands var
reyndar enn skiljanlegri, þar eð þrjú verkanna voru
et'tir kóreska tónskáldið I. Yun. Auk þess hefur flautan
alltaf verið hljóðfæri íhugunar og meditasjónar.
Kolbemn. laðaði með dragandi tónum sínum fram
ur minningahandraðanum vísubrot eftir madrigalist-
ann Richard Stumbleston, lauslega útlagt: Menn undr-
ast réðu svásan seim/ er seiddi ofan Heljar brún,/ en
Freyja hvergi fargar þeim/^er fjörgað hefur ástar
rún... - hugsun. er varö enn áleitnari í áhrifamiklu
einleiksverki Atla Heimis Sveinssonar fyrir bassa-
flautu. Lethe (= gleymska; 1989), þar sem holur hljóm-
ur hljóðfærisins og heyrö Skálholtskirkju máluðu bet-
ur en litir og orð stemninguna neðan úr ríki Hadesar.
þar sem nýdánir lepja af fljótinu Styx til að öðlast
gleymsku: auðvitað var sögnin um Orfeif og Evridís
þar að auki skammt undan í bakhöfði manns.
Að vísu var ekki laust við. að manni stykki bros,
fyrsta skiptið sem Kolbeinn tók svona hálfan mið-
stöðvarofn og lagði við munn. En þessi sjaldséða jör-
munblístra. bassaflautan. sem nær áttund neðar en
venjuleg þverflauta í C. s.s. jafnlangt niður og ví-
óla lágfiðla. reyndist miklu virkara hljóðfæri en mað-
ur átti von á, og eina ferðina enn reyndist Skálholts-
kirkja sem sköpuð fyrir tónlistina.
Kolbeinn lék tvær etýður frá 1974 og Sori (1988) eftir
Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari.
Tóhlist
Ríkarður Ö. Pálsson
I. Yun, Lethe Atla Heimis eins og fyrr sagði og Canto
del Alba (= morgunlokku) eftir Lavista frá 1979. í síð-
astalda verkinu var mikiö um mulitfónisk tilþrif, urr
og söng oní rörið o.þ.h. framúrstefnustæla, sem í þessu
hægferðuga samhengi urðu sannfærandi í yfirvegaðri
túlkun flytjandans, er virtist ekki aðeins hafa næga
öndunar- og munnstillingartækni, heldur einnig mús-
íkalskan næmleika til aö láta þessar þrautir líta ein-
faldar og eðlilegar út.
Slíkt er ekki heiglum hent.
Myndgáta
r— --vv
wv
Andlát
Jónína B. Guðlaugsdóttir. Öldugötu
17. Hafnarfirði. andaðist á Hrafnistu.
Hafnarfirði. mánudaginn 15. júlí.
Gunnar Ingibergur Júlíusson,
Kleppsvegi 48. lést á heimili sínu 14.
júli.
Jarðarfarir
Jóna Magnúsdóttir frá Súgandafirði,
sem andaðist á Elliheimilinu á Þing-
eyri 11. júh, verður jarösungin frá
Suðureyrarkirkju föstudaginn 19.
júlí kl. 14.
Lárus Þjóðbjörnsson lést í sjúkra-
húsi Akraness 15. júlí.
Útför Jónínu Halldóru Benedikts-
dóttur frá Látrum, Aðalvík, sem lést
í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísailrði
11. júlí sl„ fer fram frá ísafjarðarkap-
ellu föstudaginn 19. júli Ú. 14.
Guðrún Sigurþórsdóttir, Vífllsgötu
21, verður jarðsungin frá Langholts-
kirkju fimmtudaginn 18. júlí kl. 13.30.
Útfór Þorbjargar Ottósdóttur, Hæð-
argarði 8, Reykjavík, sem lést á
Landspítalanum 10. júlí, fer fram frá
Fossvogskapellu fóstudaginn 19. júlí
kl. 15.
Útfór Ástu Halldóru Gestsdóttur,
Dvalarheimili aldraðra, Stykkis-
hólmi, verður gerð frá Stykkishólms-
kirkju laugardaginn 20. júlí kl. 14.
Útför Steindórs Á. Steindórssonar,
Holtsgötu 35, Reykjavík, fer fram frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 18.
júlí kl. 15.
Guðný Jónsdóttir lést 9. júlí sl. Hún
var fædd í Hlíð í Þorskafirði 8. ágúst
1921, dóttir Guðrúnar Ámadóttur og
Jóns L. Hanssonar. Eftirlifandi eigin-
maður hennar er Bjöm 0. Þorleifs-
son. Útför Guðnýjar verður gerð frá
Víðistaðakirkju í dag kl. 15.
Sæmundur Bjarnason
Sólrún Guðjónsdóttir
Garðar Ingólfsson
Guðmundur Grettisson
Sævar Ver Einarsson
Messur
Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbæn-
ir í dag kl. 18.
Neskirkja. Bænamessa kl. 18.20. Sr.
Frank M. Halldórsson.
Fella- og Hólakirkja. Samverústimd fyr-
ir aldraða í Gerðubergi fimmtudag kl.
10-12. Helgistund. Umsjón hefur Ragn-
hildur Hjaltadóttir.
Tónleikar
Jasskvartett Björns
Thoroddsens á Kringlukránni
Miðvikudaginn 17. júlí leikur jasskvart-
ett gítaristans Bjöms Thoroddsens á
Kringlukránni. Kvartettinn leikur þetta
kvöid Swing og Latintónlist frá árunum
1950-1970. Með Birni leika Guðmundur
Steingrímsson á trommur, Bjarni Svein-
bjömsson á kontrabassa og Karl Möller
á píanó. Þeir félagar hefja skemmtunina
kl. 22. Aðgangur er ókeypis.
Reykjavíkurquintettinn
á Púisinum
í kvöld heldur Reykjavíkurquintettinn
tónleika á Púlsinum. Kvintettinn var
stofnaður í mars sl. og hefur verið við
stífar æfingar síðan en fyrstu tónleikar
kvintettsins vom haldnir á Tveimur vin-
um í byijun vikunnar við góðar undir-
tektir. Hljómsveitin leikur gæöa rokk-
tónlist. Sveitina skipa: Bragi Bragason
gítar, Gunnar Elísabetarson trommur,
Heimir Helgason hljómborð, Ingimar
Oddsson söngur og Alfreð Lilliendahl.
Tónleikamir hefjast kl. 22 og er aðgangs-
eyrir kr. 300. „Happy hour“ verður kl.
22-23.
Fyrirlestrar
Skuggamyndasýning
Fyrirlestur um Bhakti-Yóga veröur hald-
inn mánudaginn 22. júlí kl. 19.30 i Gerðu-
bergi, Breiðholti. Sýndar verða myndir
frá Indlandi, indversk trúartónlist og ind-
verskur grænmetisréttur. Þá verður opn-
un á yóga miðstöð sunnudaginn 21. júli
kl. 19.30 að Laugavegi 163. Þar verður
fyrirlestur um endurholdgun, skugga-
myndasýning imi endurholdgun og stór
grænmetisveisla.
Námskeiö
Nuddnámskeið
Námskeið í Namekoshi-shiatsu nuddi
verður haldið dagana 17.-19. júli og 21.
og 22. júli og er það ætlað byijendum sem
lengra komnum. Diploma verður gefin.
Upplýsmgar hjá Guðrúnu í síma 612026.
Ferðalög
Ferðafélag íslands
Miðvikudagskvöld 17. júli kl. 20
Tóurnar - Sóleyjarkriki
Ný og skemmtileg kvöldganga í Afstapa-
hrauni. Gönguferð við allra hæfi á sér-
stöku tilboösverði, kr. 600, fritt f. böm
15 ára og yngri. Brottfór frá Umferðarm-
iðstöðinni, austanmegin. Hægt að taka
rútuna á leiðinni, t.d. á Kópavogshálsi
og v. kirkjugarð Hafnaríjarðar. Allir vel-
komnir.
Miðvikudagsferðir og sumardvöl í
Þórsmörk
Munið miðvikudagsferðimar í Þórs-
mörk. Dagsferðir og til sumardvalar.
Verð kr. 2.300 í dagsferðimar. Tilvalið
að dvelja í góðu yfirlæti í Skagfjörðs-
skála, Langadal, t.d. frá miðvikudegi til
föstudags eða sunnudags. Pantið tíman-
lega.
Tilkyimingar
Tilboð á ferðum leigubíla
til og frá Keflavík
Leigubílstjórar á Reykjavíkursvæðinu og
á Aðalstöðinni í Keflavík hafa ákveðið
að bjóða upp á sérstakt sumartilboö á
ferðum milli Reykjavíkursvæðisins og
Flugstöðvar Leifs Eirikssonar. Tilboðið
gildir frá 17. júlí til 30. september og 1=1
farþega bíll kostar kr. 3.500 og 5-7 farþega
bíll kr. 4.200. Sama verð gildir allan sólar-
hringinn. Leigubílstjórar vilja með þessu
vekja athygli á hve þægilegt og ódýrt það
er að taka leigubíl tíl og frá flugstöðinni.
Þetta hefur einnig mikinn tímaspamað í
fór með sér og fólk getur mætt í frihöfn-
ina þegar þvi hentar.
Dýrfirðingar
Munið sumarferðina í Kerlingarfjöll
19.-21. júlí nk. Síðustu forvöð að tilkynna
þátttöku í síma 641599.
Tilhamingju
Hjónaband
1. júní sl. vom gefin saman í hjónaband
í Kópavogskirkju af sr. Þorbergi Krist-
jánssyni María Jónsdóttir og Páll Þór
Kristjánsson. Heimili þeirra er í Uglu-
hólum 6, Reykjavík.
Hjónaband
22. júní sl. vom gefin saman í hjónaband
í Arbæjarkirkju af sr. Guðmundi Þor-
steinssyni brúðhjónin Guðmunda
Áskelsdóttir og Kristján Þ. Jónsson.
Heimili þeirra er að Hraunbæ 186,
Reykjavík.
Ljósm. Ljósmyndarinn Jóhannes Long.
Tapaðfundið
Fress í óskilum í
gamla miðbænum
Steingrátt og hvitt fress með grátt fram
yfir augu, dökkan blett á nefi og ógelt er
í óskilum í gamla miðbænum. Það er með
bláa ól með bjöllu. Upplýsingar í síma
10539 á kvöldin.
í? efitit bolta
lamut batn!
IUMFERÐAR
Iráð
t
Faðirokkar, tengdafaðir og afi
Benedikt Jónsson
verkstjóri
lést á heimili sínu, Auðbrekku 23, Kópavogi, 16. júlí.
Fyrir hönd annarra aðstandenda
Björg Benediktsdóttir Haraldur Skjóldal
Jón Benediktsson Jónína Jónsdóttir
Áslaug Benediktsdóttir
Þór Benediktsson
Kristjana Benediktsdóttir
Hafdís Benediktsdóttir
Elín Benediktsdóttir
og barnabörn