Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991. Viðskipti Hvolsvellur: Einbýlishúsin hækka ^ _____ - samt seld undir byggingarkostnaði, segir Isólfur Gylfi Pálmason „Þaö hefur hlaupiö heilmikið líf í bæinn, bæöi með sólinni og með til- komu kjötvinnslu SS hér á staðn- um,“ segir ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri á Hvolsvelli. „Fasteignaverð hefur hækkað nokkuð frá því _sem var í vetur en það er samt sem áður langt undir byggingarkostnaði. En auðvitað hef- ur aukinn eftirspurn leitt til þess að húsnæði hefur hækkað í verði. Ág- ætt einbýlishús kostar um 7 milljónir sem er ekki meira en verð á blokkar- íbúð í Reykjavík. Við verðum varir við að fólk er að velta því fyrir sér hvort þaö eigi að selja eignir í bænum og flytja hingað austur. Þetta gerist ekki í einu vet- fangi, fólk þarf sinn umhugsunar- tíma. Það þarf að komast á ákveðið jafnvægi áður en fólk ákveður að stíga skrefið til fulls. En ég er viss um að fólk á eftir að flytja hingað í hópum enda er gott aö búa hér.“ - Hvemig er með leiguhúsnæði, er það ekki ásetið? „Jú, það er mjög ásetið. Um þessar mundir er ekkert húsnæði laust til leigu. En þess ber að geta að það er til þess að gera lítið af leiguhúsnæði hér. Það hefur verið gripið til þess Fasteignaverð á Hvolsvelli er enn lágt og þar er hægt að fá einbýlishús fyrir 7 milljónir króna. Hægt að spara milljarða krðna með pappírslausum viðskiptum - segir Óskar B. Hauksson „Um fjögur prósent af veltu í inn- og útflutningi er vegna pappírs- vinnu. Að slá inn upplýsingar sem þegar er búið að slá inn í aðrar tölv- ur. Það er talið að 80 prósent af því sem prentað er út úr tölvukerfum sé slegið inn í önnur tölvukerfi. Það er því oft á tíðum mikill tvíverknaður í gangi í fyrirtækjum sem eiga sam- skipti sín á milli, auk þess sem hætta er á að villur slæðist inn. HeiJdarvelta vörusendinga inn og út úr landinu á síðasta ári var um 160 milljarðar króna. Það er talið að fjögur prósent af því, sem eru 6,4 milljarðar, fari í þessa pappírsvinnu og þá fjármuni mætti spara,“ segir Óskar B. Hauksson hjá strika- merkjanefnd Iðntæknistofnunar. Vinna á pappírslausum viðskiptum á milli fyrirtækja hófst hér á landi fyrir nokkrum dögum. Um er að ræða samstarf nokkurra fyrirtækja á vegum verkefnisins ÍSEDI ’91. Að þessu verkefni standa: EDI fé- lagið á íslandi, fjármálaráðuneytið, ICEPRO, Skúrr, Netverk hf„ Póstur og sími og strikamerkjanefnd. Þegar menn tala um innri markað Evrópu líta þeir mjög til pappírs- lausra viðskipta sem grundvöll þess að það sé hægt að koma honum á laggirnar. Markmiðið er að auka hagkvæmni í viðskiptum með því að senda við- skiptaskjöl milli tölva frá einu fyrir- tæki til annars. Ætlunin er að prófa sendingar ýmissa viðskiptaskjala svo sem reikninga og pantana. Einn- ig verða í samstarfi við ríkistoll- stjóraembættið og Skýrr prófaðar sendingar „pappírslausra toll- skýrslna" en fjármálaráðuneytið hefur heimilað slíkar prófanir. Allar sendingar á þessum pappírslausu skjölum fara í gegnum nýja gagna- hólfaþjónustu hjá Pósti og síma. „Ef hægt verður að koma á papp- írslausum viðskiptum sparast mörg störf, auk þess sem hægt er að nýta starfsfólkið í arðbærari störf innan fyrirtækjanna. Sölumenn eyða til aö mynda miklum tíma í að ganga frá pappírum og það væri hægt að nýta tíma þeirra mun betur til sölustarfa með þessu móti. Það má og geta þess að í sambandi við innri markað Evrópu líta menn mjög til pappírslausra viðskipta sem grundvöll þess að það sé hægt að vera með þennan sameiginlega innri markað.“ - En er ekki eitthvaö í lögum sem segir að viðskiptaskjöl skuli vera á pappír? „Það er frjálslegri löggjöf á Norður- löndum um þetta atriði heldur en í enskumælandi löndum. Hér á landi er þess til dæmis ekki krafist í lögun- um að pappír sé notaður en það getur verið kveðið á um það í reglugerðum. Þetta er spurning um sönnunar- byrði en hér eru munnlegir samning- ar jafngildir og skriflegir. Menn koma sér saman um að eiga viðskipti með þessum hætti og það eru ákveðnar samskiptareglur sem menn undirrita. En þetta gera ekki önnur fyrirtæki en þau sem hafa átt í góðum samskiptum í nokkur ár og treysta hvert öðru. Grundvallaratriði þess að senda viðskiptaskjöl með þessum hætti er að þau séu stöðluð. Á undanfórnum árum hefur verið unnið mikiö starf á vegum Sameinuðu þjóðanna við að staðla öll algengustu skjöl sem notuð eru í viðskiptum og nú er unnið að því að þýða samskiptareglur úr ensku á íslensku, segir Óskar. -J.Mar Viking Brugg hefur hafið framleiðslu á alkahóllausum bjór sem á að smakk- ast eins og áfengur bjór. Nú fæst bjórinn án alkóhóls Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Við erum búnir að leggja mjög mikið í þessa framleiðslu og getum fullyrt að hún hafi heppnast mjög vel,“ segir Magnús Þorsteinsson, for- stjóri Viking Brugg á Akureyri, en fyrirtækið hefur nú sett á markaðinn Löwenbrau bjór, sem inniheldur minna en 0,5% alkóhól og er því hægt að kalla alkóhóllausan. „Slíkur bjór fer nú sigurför um Evrópu. Menn vilja njóta þess að fá ósvikið bjórbragð í munninn án þess að starfshæfni minnki. Menn geta ekið og flogið eftir aö hafa neytt hans, því frá honum stafa ekki slævandi áhrif," segir í tilkynningu frá Viking Brugg. „Okkur tókst að framleiða þennan áfengislausa bjór án þess að skemma hið rómaða Löwenbrau bragð. í hann notum við besta fáanlegt malt, sér- valda ilmandi humla og sérræktaða gerla. Bragðið er ferskt og í því er mikil fylling eins og vera ber í fyrsta flokks bjór,“ sagði Magnús. ráðs að breyta skrifstofuhúsnæði í íbúðarhúsnæði og eins hefur tveim- ur einbýlishúsum verið breytt á þá lund að það er hægt að leigja þau út sem herbergi fyrir einstaklinga. En það er ekki búið að leysa hús- næðismál allra sem vilja koma hing- að á staðinn og það verður unnið að því á næstunni," segir ísólfur. -J.Mar Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR INNLÁN ÓVERÐTR. (%) hæst Sparisjóðsbækurób. Sparireikningar 5-6 Ih.Lb 3jamán.uppsögn 5,5-9 Sp 6mán. uppsögn 6,5-10 Sp Tékkareikningar. alm. 1-3 Sp Sértékkareikningar VÍSITÖLUB. REIKN. 5-6 Lb.íb 6mán. uppsögn 3-3,75 Sp 15-24 mán. 7-7.75 Orlofsreikningar 5.5 Allir Gengisb. reikningar í SDR6.5-8 Lb Gengisb. reikningar i ECU8,7-9 Lb ÓBUNDNIR SÉRKJARAR Visitölub. kjör, óhreyfðir. 3,25-4 Bb óverðtr. kjör, hreyfðir SÉRST. VERDBÆTUR (innantímabils) 12-13,5 Sp Vísitölubundnirreikn. 6-8 Lb.ib Gengisbundir reikningar 6-8 Lb.ib BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Vísitölubundin kjör 6-8 Bb Óverðtr. kjör 15-16 Bb INNL. GJALDEYRISR. Bandaríkjadalir 4,5-5 Lb Sterlingspund 9,25-9,9 SP Vestur-þýsk mörk 7,5-9,25 Lb Danskarkrónur 7,5-8,1 Sp ÚTLÁNSVEXTIR ÚTLÁN ÖVERÐTR. (%) lægst Almennirvíxlar(forv.) Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 18,5 kaupgengi Allir Almennskuldabréf 18,5-19,25 Lb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) ÚTLÁN VEFsÐTR. 21,75-22 Bb Skuldabréf AFURÐALAN 9.75-10,25 Lb.Bb Isl. krónur 18-18,5 ib SDR 9,7-9.75 Sp Bandaríkjadalir 7,8-8,5 Sp Sterlingspund 13-13,75 Lb.Sp Vestur-þýsk mörk 10,5-10.75 Bb Húsnæðislán Lifeyrissjóðslán 4,9 5-9 Dráttarvextir MEÐALVEXTIR 27,0 Alm. skuldabréf júli Verðtr. lán júli 18,9 9.8 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitalajúlí 3121 stig Lánskjaravisitala júlí 3121 stig Byggingavísitala júlí 595 stig Byggingavísitala júlí 185,9 stig Framfærsluvisitala júnli 156,0 stig Húsaleiguvísitala 2,6% hækkun 1. júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,784 Einingabréf 2 3,104 Einingabréf 3 3,792 Skammtímabréf 1,930 Kjarabréf 5,658 Markbréf 3,025 Tekjubréf 2.132 Skyndibréf 1,680 Sjóðsbréf 1 2.778 Sjóðsbréf 2 1,917 Sjóðsbréf 3 1.919 Sjóðsbréf 4 1,677 Sjóðsbréf 5 1,157 Vaxtarbréf 1,9615 Valbréf 1,8381 Islandsbréf ^ 1,205 Fjórðungsbréf 1,113 Þingbréf 1,203 Öndvegisbréf 1,187 Sýslubréf 1,219 Reiðubréf 1,174 Heimsbréf 1,113 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40 Ármannsfell hf. 2,38 2,50 Eimskip 5,65 5,80 Flugleiðir 2,40 2,49 Hampiðjan 1,85 1,94 Hlutabréfasjóður ViB 1,03 1.08 Hlutabréfasjóðurinn 1,63 1.71 Islandsbanki hf. 1,64 1.72 Eignfél. Alþýðub. 1,66 1.74 Eignfél. Iðna^arb. 2,42 2,52 Eignfél. Verslb. 1.74 1,82 Grandi hf. 2,62 2,72 Olíufélagið hf. 5,45 5,70 Olís 2.15 2,25 Skeljungur hf. 6,00 6,30 Skagstrendingur hf. 4,90 5,10 Sæplast 7,20 7,51 Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05 Utgerðarfélag Ak. 4,55 4.70 Fjárfestingarfélagið 1,35 1.42 Almenni hlutabréfasj. 1.10 1.15 Auðlindarbréf 1,02 1.07 islenski hlutabréfasj. 1,07 1,12 Síldarvinnslan, Neskaup. 2,90 3,06 (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, lb= Islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.