Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991. LífsstQI VINBER +6% I CQ I 550 258 PAPRIKA -5% Bónus I 640 357 ilrÍS~p SVEPPIR +1% Bónus I 657 493 DV kannar grænmetismarkaðinn: Meðalverð flestra tegunda fer hækkandi - mest á tómötum og gúrkum Neytendasíða DV kannaði að þessu sinni verð á grænmeti í eftirtöldum verslunum: Bónusi í Skútuvogi, Fjarðarkaupi í Hafnarfirði, Hag- kaupi í Skeifunni, Kjötstöðinni í Glæsibæ og Miklagarði við Sund. Bónusbúðirnar selja sitt grænmeti í stykkjatali á meðan hinar saman- buröarverslanirnar selja eftir vigt. Til að fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtað og um- reiknað eftir meðalþyngd yfir í kíló- verð. Mesta athygli vekur mikil hækkun meðalverðs á tómötum og gúrkum sem hækka um eða yfir helming milli vikna. Tómatar halda áfram að hækka í verði og meðalverðið er nú 318 krón- ur sem er 47% hærra en í síðustu viku. Tömatar voru á lægsta verðinu í Bónusi, á 235, en síðan koma Hag- kaup, 269, Fjarðarkaup, 336, Mikli- garður, 350, og Kjötstöðin, 398 krón- ur. Munur á hæsta og lægsta verði er 49%. Geysimikil hækkun varð á meðal- verði á gúrkum milli vikna. Hún nemur 69% og meðalverðið er nú 261 króna. Lægsta gúrkuverðið er að íinna í Bónusi þar sem kílóverðið er 118 krónur. Á eftir fylgir verðið í Hagkaupi, 239, Fjarðarkaupi, 281, Miklagarði, 298, og Kjötstöðinni, 370 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á gúrkum er 214%. Meðalverö á sveppum virðist standa í stað en það hækkaði um 1% frá síðustu könnun og er nú 557 krón- ur. Sveppir voru á hagstæðasta verð- inu í Bónusi, á 493. í röð á eftir kem- ur verðið í Hagkaupi, 544, sama verð var í Fjarðarkaupi og Miklagarði, 545, og Kjötstöðin með hæsta verðið, 657 krónur kílóiö. Munur á hæsta og lægsta verði er 33%. Vínber hækka einnig í verði en þó ekki mikið. Meðalhækkun á grænum vínberjum er 6% og meðalverðið er 453 krónur. Vínber fengust á lægsta verðinu í Bónusi, á 258, en á eftir fylgja Fjarðarkaup, 460, Hagkaup, 498, Kjötstöðin, 499, og Mikligarður selur kílóið á 550. Munur á hæsta og lægsta verði á grænum vínberjum er 113%. Græn paprika er eina grænmetis- tegundin í könnuninni sem lækkar i meðalverði milli vikna. Það er nú 524 krónur og lækkunin er því 5 af hundraði. Græn paprika var á hag- stæðastr. verðinu í Bónusi þar sem kílóið er á 357 krónur. Síðan kemur verðið í Kjötstöðinni, 535, Fjarðar- kaupi, 544, Hagkaupi, 545, og Mikla- garði, 640 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á grænni papriku er 79 af hundraði. Meðalverð á kartöflum hefur nú um nokkurt skeið haldist óbreytt í 76 krónum kílóið. Kartöflur eru ódýrastar í Bónusi þar sem kílóverð á gullauga er á 58 en næst kemur verðið í Hagkaupi, 75, Fjarðarkaupi, 75,50, Miklagarði, 82,50, og Kjötstöðin selur sínar kartöflur á 89 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði er 53%. Meðalverð á blómkáli tekur ekki miklum breytingum þessar vikurnar og það hækkar reyndar um 5% milli vikna og stendur í 301 krónu. Blóm- kál var á lægsta verðinu í Fjarðar- kaupi, á 345, en síðan kemur verðið í Hagkaupi, 379, Kjötstöðinni, 384, og Miklagarði, 398 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á blómkáli er ekki mikill eða 15%. Meðalverð á hvítkáli er það sama og í síðustu viku eða 193 krónur. Hvítkál er á lægsta verðinu í Bón- usi, á 118, en þar á eftir fylgja Fjarð- arkaup, 184, Hagkaup, 188, Kjötstöð- in, 224, og Mikligarður, 250. Munur á hæsta og lægsta veröi er 112%. Gulrætur virðast einnig vera aö hækka í verði en meöalverðið nú, 206 krónur, er 8% hærra en í síðustu viku. Gulrætur eru á lægsta verðinu í .Bónusi þar sem kílóverðið er 129 krónur. Kílóverðið í Hagkaupi er 169, Fjarðarkaupi 187, Miklagaröi 245 og Kjötstöðinni 298. Munur á hæsta og lægsta verði á gulrótum er 131%. -ÍS Meðalverð á kartöflum hefur haldist stöðugt síðustu vikurnar. Sértilboð og afsláttur: Lambagrillsneiðar og grísahnakki I Miklagarðsverslunum eru bæði gular melónur og vatnsmelónur á sértilboði, kílóið af þeim gulu er á 95 kr. en vatnsmelónurnar eru á 99 krónur. Perur eru einnig á sértil- boðsverði, kg á 145 krónur. Einnig er hægt að gera góð kaup í Mark 195 mín. myndbandsspólum á 399 og 6 manna matar- og kaffistelli á 2.995 krónur. Kjötstöðin var með afsláttarverð í kjötborðinu hjá sér á marineruðum lambagrillsneiðum sem voru á 695 kr. kílóið og grísahnakka með beini sem var á 790 krónur. Einnig allar tegundir af Kraft salatsósum, 380 ml, á 179 og Gevalia kaffi, 500 g, er selt á 230 krónur pakkinn. Hagkaup var með afsláttarverð á nektarinum sem seldar eru á 179 krónur kílóið. Ota Guldkomið vin- sæla í 500 gramma pökkum er á 229, 20 stykki af Nóa hrís eða maltabitum voru á 169 og Oxford kremkex með mint-bragði, 200 g, var hægt að kaupa fyrir 55 krónur pakkann. Á tilboðstorgi Fjaröarkaups var hægt að kaupa Gevalia kaffi, 500 g, á 233, Dixan þvottaefni, 3 kg pakka, á 578, Honig bollasúpur og spaghetti eru á sértilboði og Jheri Redding sjampó, 500 ml, og næring, 300 ml, saman í pakka eru seld á 522 krónur. í Bónusi, Skútuvogi, voru Nóa súkkulaðirúsínur í 200 gramma pökkum á 107 krónur, Sanitas pilsn- er, ‘A 1, kostar 56, sýrópsbrauð frá MS kostar 103 krónur og jaröarber í glösum, sem hægt er að nota eftir á, 680 grömm, kosta 134 krónur. ÍS cSb Kartöflur Verð í krónum 1 A Ks76 J\ /V /\ / / / I i 1 Des. Jan. Feb. Mars Aprll Mal Júní Júlí Tómatar Verð í krónum Des. Jan. Feb. Mars Aprll Maf Júnl Júll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.