Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991. Utlönd Málverkaþjófar gripnir Líbanon: Cornella Perez llstaverkavldgerðarmaður stendur vlð þrjú málverk eftir Van Gogh sem þjóiar skemmdu I vor. Símamynd Reuter Fjórir Hollendingar hafa verið handteknir í tengslum við þjófnað á tutt- ugu málverkum eftir Vincent Van Gogh i aprílmánuöi síöastliðnum. Málverkin eru metin á um þijátíu milljarða króna. Meðal hinna hand- teknu er öryggisvörður frá Van Gogh safninu þar sem málverkin voru. Málverkin fundust í yfirgefnum bil nokkrum klukkustundum eftir rán- ið sem hefði orðið eitt hið stærsta í sögunni heföi það heppnast. Lögreglan sakaði vöröinn og fyrrum starfsmann fyrirtækisins, sem sá um öryggiskerfi safnsins, um aö veita þjófunum upplýsingar um öryggis- kerfið. Jan Pronker rannsóknarlögreglumaður sagði á blaðamannaftmdi í gær að annar bíll hefði átt aö koma til að hirða málverkin. Þaö fór hins vegar úrskeiðis þegar dekk á honum sprakk. Öryggisgæslumennirnir tveir voru handteknir á mánudag og ákærðir fyrir samsæri um rán. Þeim haföi verið lofaö um þijátíu milljónum króna fyrir viðvikið. Hinir mennirnir tveir eru grunaöir um að hafa framkvæmt þjófnaðinn og átti að ákæra þá fyrir vopnaö rán í gær. Lögreglan er enn aö rannsaka hvort mennirnir hafi verið gerðir út af alþjóðlegum listaverkaþjófum og leitar fleiri sökudólga. Fangar hvíiþvo falsaða peninga Tveir fangar í Ástralíu hafa orðið uppvísir að því að skípuleggja hvit- þvott á fólsuöum dollaraseðlum frá Kúveit og eyjaþjóðum í Kyrrahafi að verðmæti um sex milijaröa króna. Fangarnir, sem voru í Morwell River fangelsinu þar sem öryggisgæsla er í lágmarki, notuðu síma fangelsisins til að versla með fölsuðu pening- ana segir í leyniskýrslu sem var lekið út til íjölmiðla í Ástraliu. Fangelsisyfirvöld komust að braskinu sem fólst í því að skipta fölsuðu seðlunum fyrir ástralska peninga eftir að starfsmenn heyrðu á samtal fanganna tveggja. Tveir lögreglumenn í dulargervi voru sendir inn í fang- elsið til að aöstoða við rannsókn málsins. Á meðan á henni stóð voru símamir, sem fangamir tveir notuðu, hleraðir. Fangarnir hafa nú verið fluttir í öryggisgæslufangelsi. Þeim hefur ekki enn verið birt ákæra. Skæruliðar sleppa fanga Afganskir skæruliðar hafa sleppt frönskum starfsmanni þjálparstofnun- ar úr haldi eftir tveggja vikna fangavist, að þvi er talsmaður franska sendiráðsins í Pakistan sagði í gær. Xavier Bouan, sem á ættir sínar að rekja til Bretagneskagans, var grip- inn í suðurhluta Afganistans þann 4. júlí. Þar vann hann aö þvi að koma landbúnaöartækjum í hendur fólks í Afganistan. Xavier Bouan er nú á leið til Peshawar þar sem vestrænar hjálparstofn- anir hafa bækistöðvar sínar og hann fer siðan fljótlega í frf heim til Frakk- lands eins og hann haföi ráðgert áður en skæruliðarnir handtóku hann. Að sögn var hann tekinn fyrir að vera ekki með rétt skOríki í fórum sínum. Starfsmenn vestrænna hjálparstofnana hafa orðið fyrir fjölmörgum árásum á undanfórnu ári og heimildarmenn í Peshawar segja að ástand- ið fari versnandi. Dagblöð í Pakistan sögðu í gær að tveir Bandaríkja- menn, sem virrna fyrir breska hjálparstofnun, hefðu einnig verið hand- teknir af skæruliðum þann 4. júlí en ekki var skýrt frá því nánar. Sendiráð Bandarikjanna og Bretlands sögðust ekki hafa neinar upplýs- ingar um máhð og starfsmenn hjálparstofhana í Peshawar sögðust aðeins hafa heyrt sögusagnir um það. Fyrrum ráðherra myrtur Einn fremsti. stjórnmálamaður Belgíu eftir stríð, Andre Cools, fyrrum aðstoðarforsætisráðherra, var myrtur á bílastæði í borginni Liege f gær. Árásarmaðurinn komst undan. Sjónarvottar segja að morðinginn hafi verið á að giska 25 ára gamall og hann var klæddur í galiabuxur. Lögreglan fann fjögur skothylki á bílastæðinu. Andre Cools var einn vinsælasti stjórnmálamaöurinn í frönskumæl- andi hluta Belgíu og hann var borgarstjóri í Flemalle í suöurhluta lands- ins. Stal símaStalíns Þjófur nokkur stal síma Jósefs Stalíns úr safni í Georgíu í Sovét- ríkjunum fyrir stuttu í þeirri von að hann virkaði betur en sá sem hann átti fyrir. Opinbera fréttastofan Tass skýrði frá því í gær að þjófurinn hefði verið gripinn þegar lögreglu- þjónn stöðvaði hann af tilviljun og tók eftir sfmanum. „Hann sagði á lögreglustöðinni aö hann ætiaði að tengja símann heima hjá sér þar sem ekki væri treystandi á nútímasíma,'' sagði í fréttaskeyti Tass. Stalín notaði simann á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Tæk- inu var aftur komið fyrirá safninu Stalln átti góöan sima. Svo hélt sem er I georgíska bænum Gorí. þjófurinn afl minnsta kosti. Reuter Mannræningjar hóta öllu illu - vilja fá tvo Líbani leysta úr haldi í Þýskalandi Mannræningjar tveggja banda- rískra gísla í Líbanon hótuðu Banda- ríkjunum og Þýskalandi öllu illu á miövikudag nema tveir Líbanir í þýskum fangelsum yröu leystir úr haldi. Yfirlýsingin frá samtökunum Heil- agt stríð var hin fyrsta frá því í októb- er 1989 og með henni fylgdi mynd af Terry Anderson, fréttaritara Assoc- iated Press í Mið-Austurlöndum. „Áframhaldandi ill meöferð á fang- elsuðum bræðrum okkar mun hafa alvarlegar afleiðingar. Það á að grípa fljótt í taumana til að varðveita líf þeirra og öryggi og þeir ættu að vera leystir úr haldi umsvifalaust," sagði í yfirlýsingunni. -Hópurinn sagði að Mohammed Hamadi og Abbas Ali, bróður hans, hefði verið sýnd banatilræði og að þeir yrðu að þola sálfræðilegar og Mannræningjar í Líbanon birtu þessa mynd af bandaríska gislinum Terry Anderson á miðvikudag. Símamynd Reuter líkamlegar pyntingar. Mohammed var handtekinn 1987 og dæmdur í lífstíðarfangelsi 1989 fyrir morð og flugrán í tengslum við ránið á flug- vél TWA í Beirút árið 1985. Abbas var dæmdur í þrettán ára fangelsi 1988 fyrir hlutdeild sína í ráninu á tveimur þýskum kaupsýslumönnum í misheppnaöri tilraun til að fá þeim skipt fyrir Mohammed. Þýskir embættismenn sögðu Abbas hefði verið stunginn með nál í rysk- ingum við annan fanga á mánudag. Áfrýjun Mohammeds á dóminum yfir honum var hafnað í vikunni. Heilagt stríð sakaði Bandaríkin um að hindra lausn vestrænna gisla með fálæti sínu. í tilkynningu samtak- anna var ekkert minnst á Terry And- erson né heldur á hinn gísl samtak- anna, Thomas Sutheriand. Reuter Yitzhak Shamir: Maðurinn sem segir h vorki já né nei - reynir enn að vinna tíma Bandarískt tímarit útnefndi hann einu sinni mann ársins. Egypskt blað kallaði hann morðóða dverginn. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, vekur hvarvetna öfgafull við- brögð og það er hann sem hefur í hendi sér hvort viðleitni Bandaríkja- stjórnar til aö koma á friðarráðstefnu í Mið-Austurlöndum lukkast eða fer út um þúfur. „Það leikur enginn vafi á því að hann ræöur ferðinni," sagði Yochan- an Peres, stjórnmálafræðingur við háskólann í Tel Aviv um það leyti sem James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, flaug áleiðis til Mið- Austurlanda til að kanna hvort ísra- elsmenn væru reiðubúnir að gera tilslakanir þegar Sýrlendingar hefðu faUist á hugmyndir Bush forseta um viðræðurnar. Á sama tíma og ráðherrar í stjóm hans deila um hver eigi aö taka við af Shamir sem leiðtogi Likudflokks- ins rekur þessi 75 ára gamli fyrmm njósnari utanríkisstefnu ísraels úr sínu eigin ráðuneyti og tekur lítið tillit tU annarra manna áUts. Utanríkisráðuneytið hefur hverf- andi áhrif. í júní var Shamir ekki lengi að hafna tíllögum Bush á með- an hófsamur utanríkisráðherra hans, David Levy, var ekki í landinu. Og í stað þess að ráðfæra sig við meðráðherra sína um stefnuna sem á að leggja fyrir Baker þegar hann kemur í heimsókn á sunnudag mun Shamir leita til Yossi Ben-Aharons, ráðuneytisstjóra síns og harðUnu- manns. Bandarískir embættismenn hafa kvartað yfir því að Baker og Shamir komist að samkomulagi en Ben- Aharon geri það síðan að engu. En sá granur læðist þó aö mönnum að þessi ringulreið sé enn ein leið hins slynga forsætisráðherra til að tefja tímann. „Hann verður ákaflega varkár," sagði David Kimche, fyrrum ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sem hitti Shamir daglega snemma á 9. áratugnum. „Hann mun vara sig á þvi að segja ekki „nei“ og ekki, já“. Hann mun reyna að vinna tíma." Eitt af höfuðeinkennum starfsferUs Shamirs hefur verið að slá hlutunum á frest. Kimche segir að Shamir trúi því statt og stöðugt að hinn náunginn muni gera mistök fyrst og hann hafi venjulega rétt fyrir sér. Ef Shamir vUl spUla fyrir tUraun- um Bakers að koma á friði eru tæki- færin næg. Vandamál um hverjir eigi að vera fulltrúar Palestínumanna eru óumflýjanleg. Shamir vill hafa neitunarvald yfir hverjir fái að vera í palestínskri sendinefnd á friðarráð- stefnunni og hann hefur heitið því aö ræða aldrei við þá leiðtoga Palest- ínumanna sem hafa hitt Baker á fyrri ferðum hans. Þá er staða austurhluta Jerúsalem viðkvæmt mál. ísraels- menn hernámu borgarhlutann 1967 en Palestínumenn líta á hann sem væntanlega höfuðborg sína. Fáir bjuggust við að Shamir yrði svona yfirgnæfandi þegar hann varð leiðtogi Likudflokksins og forsætis- ráðherra 1983. Prófessor Kimche kaUar hann „mjög rólegan mann, mjög varkáran mann". StíU Shamirs er mjög í ætt við óljósa fortíð hans. Hann fæddist í Póllandi 1915 en fluttist tU Palestínu 1935 og gekk fljótlega í neðanjarðar- hreyfingu gyðinga. Árið 1942 var hann einn þriggja leiðtoga hins svo- kaUaða Sternhóps sem m.a. myrti Bernadotte greifa, miUigöngumann Sameinuðu þjóðanna, sem var að reyna að stilla til friðar mUU araba og gyðinga 1948. Shamir stjómaði síðan aðgerðum fyrir Mossad, leyni- þjónustu ísraels, þar til hann fór á þing 1974. Shamir er núna reiðubúinn að leita eftir umboöi til að verða forsætisráð- herra enn um sinn og það gæti gerst fyrr en seinna ef honum finnst þrýst- ingurinn frá Bandaríkjunum um til- slakanir of mikUl. Reuter Yitzhak Shamir, forsætisráðherra israels, hefur það i hendi sér hvort friðar- viöleitni Bakers, utanríkisráðherra Bandarikjanna, ber einhvern árangur. Teikning Lurie

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.