Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991. 11 Hassreykiitgar samkvæmt læknisráðl Marijúana er til fleiri hluta nytsamlegt en til að komast í vímu. Það er talið ágætt lyf til að hjálpa krabbameinssjúklingum að komást yfir ógleði sem oft fyigir lyfiameðferð og einnig til að hjálpa eyðnisjúklingum að þyngjast. í tímaritinu The Economist segir að læknar i Bandankjunum hafi nú barist í næstum 20 ár fyrir þvi að fá ííkniefnið viöurkennt sem læknis- lyf. Læknar hafa gefiö sjúklingum hass í töflum síðan 1985 en talið er að það sé mun áhrifameira þegar það er reykt beint. Könnun, sem gerð var meðai lækna, leiddi í Ijós að um helmingur þeirra myndi fyrirskipa krabbameinssjúklingum að reykja marijúana ef það væri leyfilegt. Þrátt fyrir þetta er ólíklegt að stjórn Bandaríkjanna láti undan þrýstingi og leyfi hassreykingar samkvæmt læknisráðí. Með því aö viðurkenna að hass geti einhvern tíma verið öruggt og árangurs- ríkt væri stjórnin að gera út af við eigin trúverðugleika í baráttunni gegn fxkniefnum. Mannréttindabrot í Nikaragva Violeta Chamorro, forseti Nikaragva. Ástand mannréttindamála þar í landi er ennþá mjög slæmt. Símamynd Reuter Pólitísk morð og harkalegar deilur um landsvæði eru enn óleyst vanda- mál í Nikaragva þrátt fyrir að ástandið þar hafi almennt batnað síðan sandínistar og kontrar sömdu frið sín á milli. Mannréttindasamtökin Americas Watch gáfu ut skýrslu i gær um ástand mannréttindamála í landinu í fyrsta skipti síðan Violeta Chamorro tók við embætti forseta, í apríl 1990. „Það hafa orðið nokkrar mikilvægar umhætur í mannréttindamálum á síðustu 15 mánuðum. Það að tneðlimir hers sandínista eða kontra-uppreísnarmenn eru ekki sóttir til saka fyrir gróf afbrot leiðir hins vegar tíl að hin pólitíska uppskipting landsins verð- ur enn skarpari en áður,“ segir í skýrslunni. Lögreglan olli átökunum á Musterishæð ísraelskur dómari birti í gær þann úrskurð sinn að það hafi verið klúð- ur ísraelsku lögreglunnar en ekki ögrun araba sem olli átökunum á Musterishæðinni í Jerúsalem í október síðastliðnum þár sem sáutján Palestínumenn létu lífið. Niðurstaða dómarans, Ezra Kama, er í mótsögn við niðurstöðu opinberr- ar rannsóknar á atburðinum en þar segir að arabarnir hafi byrjað átökin með því að kasta steinum að gyðingum við Grátmúrinn undir hæöinni. „Átökin byrjuðu þegar táragassprengja féll óvart niður frá lögreglusveit- unum og rúllaði í átt aö hópi íslamskra kvenna," sagði dómarinn sera byggöi niðurstöðu sína á nærri fjögur þúsund blaðsíðna vítnisburðum viðstaddra. Hann mælti þó með því að lögreglan yrði ekki leidd fyrir rétt þar sem ókleift væri að staðfesta það meö vissu að eirihver ákveðinn lögreglumaður hefði valdið dauða einhvers ákveðins manns. Ennþá aðskllnaðarstefna í Suður-Afriku Aðskilnaðarstefna hvítra og svartra er ennþá í fullu gildi í Suð- ur-Afríku. Þó að kynþáttaflokkun almennings í landinu hafi veriö numin úr gildi fyrir nýfædd börn . ög innflytjendur þá er liún ennþá viðhöfð fyrir aöra. Þessu fékk átta ára gömul suður- afrísk stúlka, Júifana, að kenna á þegar hún ætlaði að byrja í skólan- um sínum sem aðeíns tekur við hvítum börnum. Skóiayfirvöld sendu hana aftur hcim þar sem húð hennar var talin of dökk. Faöir Júlíönu sagði að skólasfjórinn hefði viljað fá óyggjandi sönnur þess að hún tilheyrði hvíta kyn- stofriinum. Forseti Suður-Afríku, De Klerk, hefur að undanförnu fellt úr gfidi fiest lög landsins sern kveða á um aðskilnað hvítra og svartra en sér- skólar hvítra barna eru enn leyíðir og aöskilnaðurinn í menntamálum þvi ennþá algjör. Bami nauðgað fyrir allra augum Um tuttugu bílstjórar stöðvuðu bíla sína á hraðbraut í New York til að horfa á þegar þriggja ára stúlku var nauðgað af ffænda sínum á nálægum leikvelli. Enginn lyfti hendi stúlkunni til hjálpar þar til vörubílsíjóra, sem kom að atburðinum, blöskraði og tók til sinna ráða. Lögreglan hrósaði vörubílstjóranum fyrir snarræði harts. „Samkvæmt heimildum okkar stöðvuðu svo margir bíla sína til að horfa á nauðgun- ina aö umferðin stöðvaðist," sagði talsmaður lögreglunnar. Þessi atburður vakti upp umræðuna um ónæmi New York-búa fyrir þeim glæpum sem gerast á götum borgarinnar. Frægt atvik átti sér stað á sjöunda áratugnum þegar ung stúlka var myrt fyrir utan glugga ná- granna sinna sem horföu á án þess að bregðast á nokkurn hátt viö neyðar- köllum stúlkunnar. Reuter • Júltana með loreldrum sfnum en hún þurfti að sanna að hún vaari i „flokki hvitra“ áður en hún fékk inngöngu i skóla. Símamynd Reuter ÚtlÖnd Fundur landa Rómönsku Ameríku: Kastró stelur senunni Leiðtogar Rómönsku Ameríku ásamt leiðtogum Spánar og Portúg- als hittust í gær til að sitja saman tveggja daga fund í næststærstu borg Mexíkó, Guadalajara. Löndin eru 21 talsins og munu leið- togarnir ræða efnahags- og félags- þróun á svæðinu, menntamál, menn- ingu og alþjóðalög. í lok fundarins verður gefin út sameiginleg yfirlýs- ing. Forseti Kúbu, Fidel Kastró hefur stolið senunni á fundinum líkt og Gorbatsjov á fundi sjöveldanna. Kastró bað leiðtogana um aðstoð við að bjarga Kúbu frá því að verða und- ir í breyttu umhverfi efnahagsmála í heiminum. Breyttar aðstæður í Austur-Evr- ópu og Sovétríkjunum valda því að þaðan berst ekki lengur mikil hjálp til Kúbu. Nærri 30 ár eru síðan Kastró komst til valda og hefur hann haldiö í kommúnískar kennisetning- ar allan þann tíma. Fidel Kastró, forseti Kúbu, ræöir við Cesar Gaviria, forseta Kólumbiu. Símamynd Reuter í gær gagnrýndi Kastró efnahags- stefnu Bandaríkjanna í Rómönsku Ameríku síðustu 3 áratugina og sagði hana vera draumsýn. „Hin miklu iðnveldi heims eiga enga vini, aðeins hagsmuni," sagði Kastró. Hann sagði að mikilvægi fundarins lægi í sam- vinnu landanna á stjórnmálalegu og efnahagslegu sviði. Leiðtogarnir ræddu aðallega um efnahagsmál en umhverfismál bar líka á góma. Reuter Búlgaría: Eldur laus í kjarnorkuveri Eldur kom upp í eina kjarnorku- veri Búlgaríu í Kozloduj við Dóná fyrir fjórum dögum. Fyrirhugað er að loka hluta kjarnorkuversins þar sem sérfræðingar Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar hafa lýst það ótryggt. Opinbera búlgarska fréttastofan BTA skýrði frá því í gær að eldurinn hefði kviknað á mánudag í geymslu fyrir kjamorkuúrgang og að slökkviliðsmenn versins hefðu kæft hann. Ekki greindi fréttastofan nán- ar frá atburðinum. Eldurinn braust út sama dag og hópur frá Alþjóðakjarnorkumála- stofnuninni kom til að rannsaka kjarnorkuverið í annað sinn á einum mánuði. Eftir fyrstu heimsóknina sögðu sérfræðingarnir að of mikill - geislavirkur leki kæmi frá verinu, sem er svipaðrar gerðar og það sem sprakk í Tsjernóbýl í Sovétríkjunum 1986, og að neyðaráætlun væri ábóta- vant. Búlgarska ríkisstjómin ákvaö að fara að tillögum sérfræðinganna og loka tveimur elstu einingum versins þann 15. ágúst og 15. september. Síð- an á að fara fram viðgerð og verður verið ekki sett aftur í gang fyrr en sérfræðingar hafa skoðað það. Evrópubandalagið tilkynnti á mið- vikudag að verið væri að undirbúa þrettán milljón dollara lán til að auka öryggi í kjarnorkuverinu sem fram- leiðir 40 prósent allrar raforku Búlg- aríu. Reuter PEPmj PEPStj iP PE^S^ PERsJ PEPS^ PEPSIj Veitingahús Laugavegí 45 (uppi) PEPaj F™] L.A. Café 1 árs PEPSM PEPS^ á morgun, laugardag 20. júlí PEPS^ 1DCTDQI PEPsy PEPS^ PHPSlj PEPS^ PEPS^ Hátíðarseðill: Fordrykkur Humarsúpa Nautalundir Fylltar pönnukökur Verð kr. 2.500,- Þórir Úlfarsson leikur fyrir matargesti frá kl. 7-22. Dansað til kl. 3. Borðapantanir í síma 626120. ; rcrfai PEPSI PEPSI PEPSI PEPSl ÍPEPS! PEPSI^ bs?.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.