Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÓLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Söguleg stund Leiðtogar iðnríkjanna sjö, sem hittust 1 London nú í vikunni, mörkuðu engin tímamót á sameiginlegum fundi sínum. En að loknum sínum eigin fundi buðu þeir Gorbatsjov til sérstakra viðræðna sem verða að teljast söguleg stund í þeim skilningi að það er ekki á hveijum degi sem æðsti maður Sovétríkjanna kemur til slíks fundar með betlistaf í hendi. Og hann fór ekki bónleiður til búðar. Bið verður á því að beinharðar greiðslur renni í vasa Sovétmanna frá Vesturlöndum, enda segjast þau ekki vera íilbúin að stinga peningum 1 götótta vasa. En leið- togar iðnríkjanna lofuðu ráðgjöf og auknum viðskiptum, tæknilegri aðstoð og munu hvetja vestræn fyrirtæki til fjárfestinga í Sovétríkjunum. Þeir sendu Gorbatsjov heim með nesti og nýja skó. Allt byggist þetta á þeirri forsendu að Sovétmenn til- einki sér markaðsbúskap og var ekki annað að heyra á Gorbatsjov en hann léti sér þessar ákvarðanir vel líka. Hann virðist loksins hafa gert upp hug sinn um þá stefnu sem Sovétríkin taki, eftir að hafa stigið í báðar fætur í valdataflinu austur þar milli harðlínumanna og umbótasinna. Það sem er auðvitað merkilegast við þennan fund og þessar ákvarðanir er sú staðreynd að Sovétríkin skuli neyðast til að þiggja hálfgerða „Marshall“-aðstoð frá Vesturlöndum. Sovétríkin eru ekki aðeins eitt af Qöl- mennustu ríkjum veraldar heldur er þar að fmna mikl- ar auðlindir, tækniþekkingu og metnað til að hafa áhrif um heim allan. Sovétmenn hafa tahð sig sjálfbjarga og vel það og ekki þurft að sækja undir einn né neinn. Hvað þá sína helstu keppinauta eða önnur heimsveldi. í sjötíu ár hafa foringjar kommúnismans haldið því fram að kerfi þeirra hafi yfirburði umfram önnur. Nú er svo komið fyrir þessu sama stórveldi að það þarf að leita hjálpar hjá þeim þjóðum sem síst skyldi. Hugmyndafræðilega, efnahagslega og stjórnmálalega er veldi Sovétríkjanna á slíkum brauðfótum, svo gjörsam- lega hrunið, að sjálfur æðsti prestur verður að þiggja gjafir og neyðarhjálp með þeim skilyrðum sem gefend- urnir setja. Afstaða iðnríkjanna sjö er skiljanleg. Þau vilja reisa Sovétríkin úr rústunum en því aðeins að Sovétmenn sjálfir leggi miðstýringuna til hliðar, viðurkenni uppgjöf kommúnismans og komi undir sig fótunum á þeim sömu forsendum og aðrar þjóðir hafa gert; með frelsi í við- skiptum, markaðsbúskap og einkaframtaki. Það yrði engum til góðs að Sovétríkin leystust upp í blóðbaði og innanlandsófriði. Vesturlöndin hafa heldur ekki annan betri hest til að veðja á en Gorbatsjov eins og sakir standa. Meðan hann brýtur odd af oflæti sínu og leitar ásjár iðnríkjanna er sjálfsagt og réttlætanlegt að verða við neyðarkahinu og aðstoða Sovétmenn við að aðstoða sig sjálfir. Þetta eru mikil veðrabrigði í heimspóhtíkinni og alls ekki séð fyrir endann á þeim breytingum sem nú eiga sér stað í Sovét. Það á eftir að sjá hvernig til tekst í landi þar sem öUum hefur verið miðstýrt frá vöggu til grafar. En það er mikilvægt spor og söguleg stund þegar Sovét- menn játa sig sigraða í efnahagslegum skilningi, ganga að skilyrðum vesturveldanna og hefja markaðsbúskap og einkaframtak til vegs og virðingar. Þau tíðindi hefðu þótt lygileg og raunar útilokuð fyrir nokkrum misser- um. Ellert B. Schram .Skólagangan var helst til að halda nemanda frá afbrotum," segir m.a. í grein Guðbergs. Hin nýja eymd Við lifum ekki á frumlegum tím- um, hvorki í andlegu né veraldlegu tílliti. Jafnvel það hvernig heims- veldin falla er langt frá því að vera frumlegt fall. Þetta stafar af vits- munafátækt vorrar aldar. Ef borið er saman fall keisaraveldanna, ósigur „úrkynjuðu" borgaralegu heimsveldanna í byrjun og um miðbik þessarar aldar og lúpulegt hrun kommúnísku vopnaveldanna í lok hennar, þá verður menningar- hallinn mikill á merinni. Samt hafa lærdómur og vitsmun- ir aldrei verið í jafnmiklum háveg- um hafðir og núna. Næstum allir komnir með stúdentspróf og gott ef ekki orðnir doktorar á einhverju „raunvísindasviði". Þó er helst ef eitthvað glóir í moðinu, að það sé í kringum þann guð, sem átti að vera löngu dauður, en hangir á blá- þræði andlegrar líftóru þeirra morðingja hans sem dönsuðu áður á línunni frá Moskvu, en liggja nú í andarslitrunum við ljóðalestur í kirkjum með bægslagangi hins sí- sjúka trúskiptings. Ekki veit ég hvort knéfallið muni nægja í margar bíómyndir á næstu öld um þá sem köstuðu kommún- ismanum og gengu úr glitsölum Kremlar til að gera sér mat úr að nudda sér utan í Krist í glitsölum himnanna. Hin stóru tákn Þótt nú séu upp risnir tímar nýrr- ar eymdar setjum við eymd oftast í samband við hungur og klæð- leysi. Að vísu er til nóg af slíku í heiminum, en hún er ekki sú sem við lifum við. Við sjáum hana að- eins í sjónvarpinu sem eitthvað „á vegum“ alþjóðlegra hjálparstofn- ana. Hún kemur okkur aðeins við í líki stöku „átaka“, peninga sem við leggjum inn á gíróreikning, en vitum að næstum öllum gjöfum okkar er stolið af góðum mönnum eða hermönnum og Vcddamönnum í ríkjum fátæktarinnar. Samt gefum við samvisku okkar vegna -eöa kannski leynist í okkur sú hræsnisfulla trúaða íhaldskerl- ing sem miklir andans píslarvottar og skáld - tákn þjóðar vorrar nú - drógu á háðinu með andagift og stílgáfu forðum tíð, þegar við vor- um á hundasundi frá því að vera nýlenduþjóð og verða sjálfstæð skuldaþjóð. Núna vitum við líka, undir niðri, að hin stóru tákn okkar ganga með í farteskinu ógurleg pólitísk lík með milljónir annarra saklausra líka á samviskunni og að enginni framsækinni þjóð verði hollt að halda út í óvissu framtíðarinnar með slík tákn í gunnfána sínum, enda eiga þjóðartákn að vera hvít og hrein eins og orð og gerðir Ge- orgs Washintons, eftir að hann syndgaði og drap hið helga tré, svo sérhvert nýfætt barn geti samsam- ast svikleysi og sannleika, - en þótt við höfum í okkur eðli trúskipt- ingsins hreinsum við ekki til í þess- um táknaheimi enda gysi upp mik- il bræla ef menningarpokinn okkar væri opnaður. Ert þú nokkuð betri, Jói? Hjá litlum þjóðum er flest í litlum mæli. Þar ríkir málband fjölskyld- unnar. Ekkert er risavaxið og stór- KjaUarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur kostlegt heldur í rexdúr í þessu formi: „Jæja, ert þú nokkuð betri, Jói?“ Við höfum losnað enn sem komið er við einn meginþáttinn í eymd nútímans. Hann er sá að maðurinn hefur verið gerður á vissan hátt gagnslaus og þess vegna atvinnu- laus frá vöggu til grafar. Hann fæð- ist til einskis, ráfar um aðgerðar- laus ævilangt, nema á skólaárum sínum: þar vinnur hann við að lesa og taka próf. En að því loknu er námið líka gagnslaust. Skólagang- an var helst til að halda nemanda frá aíbrotum. Maðurinn er tilgangslaus en tórir á atvinnuleysisbótum. Hann giftist og fær ókeypis fóstureyðingar. Þess vegna eru samfarir á vissan hátt hans eina afþreying og gaman, en um leið gagnslaust. í útlendum borgum eru milljónir þannig manna og kvenna: rúmar tvær milljónir í Englandi, svipuð tala í Frakklandi og Spáni en eitt- hvað færri í Þýskalandi. Eymd þessa fólks er slík að þaö rís ekki upp gegn henni. Verkalýðs- félög reyna ekki að skipuleggja það til aðgerða. Aðgerðaleysið er rík- asti þátturinn í sálarlífinu og sá sem ræður mestu. Þetta er ekki fólk sem „losnað hefur undan oki vinnu og erfiðis", eins og hugsuðir á sviði sósíalismans létu sig dreyma um í kenningum um manninn sem frjálsa og síhugsandi æðri veru. Ef þetta fólk hugsar um eitthvað, síhugsar það helst um ekki neitt; ekki einu sinni um það að vitsmunaborgin brást. Heimilislegri eymd Aftur á móti höfum við íslending- ar ekki losnað við aðra tegund af eymd. Hún er heimilislegri, en ákveðinn aumingjaskapur: angi af honum er sá að þora ekki að hafa skoðun, en þykjast því vera gædd- ur skilningi eða frjálslyndi. Þessi eymd kemur strax fram í fjölskyld- unni. Enginn þorir að hafa skoðun á heimilinu nema freki krakkinn sem veður uppi í sínum hugsunar- lausa og frumstæða krafti. Foreldr- amir hörfa undan eins og lúpur og hafa ekkert fram að færa til bjargar nema sælgæti. Alla ævi eru þeir að kaupa krakkana af sér í ein- hverri mynd. Mér liggur við að líkja þessu sam- an við það hvernig hnignun komm- únismans hófst. Fylgjendur hans þorðu ekki að sjáþað sem þeir sáu, vegna þess að þeir héldu að ef þeir gagnrýndu og segöu sannleikann mundi auðvaldið sigra fjölskyldu- sósíalismann í einu landi, Sovét- ríkjunum. Þetta á sér hliðstæöu í „fjöl- skyldumynstrinu" á þann hátt að flest hjón eiga nú ekki sósíalisma í einu landi heldur „arftaka í einum krakka“. Þótt þeir eigi kannski tvo eða þrjá eru þeir á vissan hátt ein- birni eða sovétkrakkar, sem þeir þora ekki að leiðbeina, gagnrýna, vegna þess að þá muni hann verða, ekki auðvaldinu að bráð, heldur væntanlegum sálarflækjum, sem fávísir og ómenntaðir en skóla- gengnir foreldrar sjá hvarvetna eins og kristnir menn sáu andskot- ann áður fyrr en kommúnistar auðvaldið. Upplausn skapgerðarinnar eða breyting hennar í nútímanum frá festu til frekju og hnignun hugarf- arsins með aukinni skólagöngu er þess vegna að verða eitt alvarleg- asta vandamál nútímans sem næst- um enginn þorir að horfast í augu við. Ofan á þetta bætist sjálfsmorð hvers kyns vinstristefnu í stjórn- málum, hnignun þjóðfélagsafls sem hélt ekki bara við lífinu í sjálfu sér heldur líka kraftinum í and- stæðingi sínum: einhvers sem var þess virði að takast á við. Vinstri- stefnan var afl hins ljóðræna og leiksins í lífi mannsins, en sú hægri alvara athafnamanna og harmleik- ur einstaklingshyggj unnar. Án þessara eðlisþátta verða hvorki til listir né lifandi samfélög, heldur eitthvað „þverpólitískt" á borð við þá kvenvísindalegu skýr- ingu á „grútnum á Homströnd- um“, að hann sé hvalabrundur. - Það sé búið að ganga svo á og kúga og drepa kvenlega „hrefnustofn- inn“ að hvalir lifl hver með öðrum í felum í karlmannahvalasamfélagi á eyðifjörðum, lyktinaf „grútnum" sanni það og muni fæla burt alla breska ferðamenn og valda gífur- legu gjaldeyristapi, nema allar hrefnur verði friðaðar. Guðbergur Bergsson „Upplausn skapgeröarinnar eða breyt- ing hennar 1 nútímanum frá festu til frekju og hnignun hugarfarsins með aukinni skólagöngu er þess vegna að verða eitt alvarlegasta vandamál nú- tímans sem næstum enginn þorir að horfast 1 augu við.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.